Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
49
Kveðjuorð
Björn Einarsson
Heimferð. Góðu orlofi meðal vina
og kunningja erlendis að ljúka.
Velktu Morgunblaði er flett í flug-
vélinni með eftirvæntingu og líka
nokkrum kvíða. Á miðjum aldri
þekkjum við marga sem eru kallað-
ir til annarra heima eða verða fyrir
áföllum sem þykja fréttnæm.
Þennan sumardag er verið að
bera til moldar Björn bónda á
Bessastöðum. Vinir og samferða-
menn tjá hug sinn á síðum blaðs-
ins. Nístandi spurning fer um hug-
ann. Var svona örstutt til leiðar-
loka?
Áður en lagt var upp í fríið feng-
ust fréttir sem vöktu vonir um
nokkurn bata. Á viku skipuðust
veður í lofti og stríðið tapaðist.
Það er höggvið stórt skarð í hóp
fjölskyldu og vina og í húnvetnska
bændastétt. Björn var mikill á velli
og eflaust þéttur í lund þegar þess
þurfti með. Hann gaf meira en
hann tók í hverjum þeim flokki sem
hann fyllti, flutti bjartsýni og trú,
sannfærði aðra um þeirra eigin
getu og hæfni.
Fyrir honum voru hugtökin „ekki
hægt“ eða „ófært“ aðeins áskorun
til nýrra dáða.
„Eg er atvinnusjúklingur," sagði
hann við mig í símtali á liðnum
vordögum. Það var brynjan, bar-
áttuandinn, jafn ótrauður að beijast
við illvígan sjúkdóm sem bilaða vél
eða gjaldþrota rekstur.
Haustið 1982 gerðist Björn
bjargvættur vélasamstæðu sem
Heimsfóður hf. á og rekur til að
köggla þurrhey. Alla tíð hefur þurft
mikla þrautseigju og þrek til að fá
þar öll hjól til að snúast. Hvort
tveggja hefur Björn lagt fram í
áratug. Á Bessastöðum var þessi
vél nefnd „kærastan" hans Björns,
enda að vonum, því nann fylgdist
með vélarhljóðinu um allt Húna-
þing, líkt og Heimdallur forðum sem
heyrði grös gróa og ull vaxa á sauð-
um. Hljóðnaði vélarymurinn kom
hann óðar og ræsti vélar á ný, en
oft urðu dagarnir langir og næturn-
ar stuttar til að það tækist.
Nú er þróttmikil rödd hans
hljóðnuð og tilvera hans minning,
en hvatningarorðin og brýningarnar
til nýrra verka enduróma í hugan-
um.
Fjölskyldunni á Bessastöðum
votta ég dýpstu samúð.
Blessuð veri minning um góðan
dreng.
Jóhannes Torfason.
Anna Bjöms-
dóttir - Kveðja
Fædd 15. desember 1914
Dáin 25. ágúst 1992
Ó, hve dauðastundin virðist vera
látlaus, þessi stund sem við hin
höfum beyg af. Hún er hvíld fyrir
þreyttan líkama og vonandi gleði
fyrir fallega sál sem hverfur á vit
ástvina og nálgast dýrð ljóssins.
Dóttir mín og nafna Önnu er lán-
söm að hafa fæðst inn í líf hennar
og þeirra hjóna. Þær eru ótaldar
ánægjustundirnar sem þau hafa átt
saman og kærleikurinn var gagn-
kvæmur og sannur. Ég veit að
Anna er þeirri ungu konu fyrir-
mynd. Minningin er falleg og sökn-
uðurinn er mikill eftir elskulegri
ömmu. Ég hef verið áhorfandi,
fylgst með úr fjarlægð. Ég sé fyrir
mér augu Önnu heitinnar sem
hreint geisluðu af gleði. Ég mun
ætíð muna hana og þakka.
Kærleikurinn er allt sem er.
Guð varðveiti elsku Önnu frá ei-
lífð til eilífðar.
Inga Ólöf.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar í
síma 2 23 22
FLUGLEIÐIR
HÍTEL LOFTLEIDIR
t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUTTORMUR GUÐNASON, Njálsgötu 82, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 2. september kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Emilía Sigurðardóttir, Brynja Guttormsdóttir, Rúnar Hauksson, Björt Rúnarsdóttir. >
t Útför móður .okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ÖNNU GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Þorfinnsgötu 2, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu Björn Baldursson, Guðný Jónsdóttir, Kolbeinn Baldursson, Gyða V. Kristinsdóttir, Baldur Baldursson, Bragi S. Baldursson, Málfriður Ásgeirsdóttir, Björn Björnsson, Svanhildur Björnsdóttir og barnabörn.
t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjulundi 6, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, þriöjudaginn 1. septem- ber, kl. 15.00. • Sigurbjörn Kárason, Valur Sigurbjörnsson, Þór Sigurbjörnsson, Þurfður Björnsdóttir, Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Ottó Schopka, barnabörn og barnabarnabörn.
t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERSVEINN ÞORSTEINSSON, skósmíðameistari, til heimilis á Dalbraut 27, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 3. september kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hins látna láti vinsamlegast líknarstörf og kristniboð njóta þess. Helgi Hersveinsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Sigursteinn H. Hersveinsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Þórir S. Hersveinsson, Guðbjörg Ármannsdóttir, Hanna R. Hersveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Móðir mín, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Einarsnesi, til heimilis að Silungakvfsl 6, Reykjavik, andaðist föstudaginn 28. ágúst sl. Sigríður Guðmundsdóttir, Þórarinn Sigþórsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Guðmundur Sigþórsson, Herborg Árnadóttir, Helga Sigþórsdóttir, Þórður S. Gunnarsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson, Óðinn Sigþórsson, Björg Jónsdóttir, Þór Sigþórsson, Guðný Þorgeirsdóttir, Sigríður Sigþórsdóttir, Hallmar Sigurðsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma.
BJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Hjallavegi 50,
áður Laugarnestanga 65,
lést í Landspítalanum 29. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Hjördfs Hvanndal,
Jón Ström, Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Axel Ström, Anna M. Stefánsdóttir,
Þórey Ström, Guðmundur Sæmundsson,
Gunnar Ström, Kolbrún Jónsdóttir,
Jóhanna Ström, Páll Björnsson,
Arnþór Ström, María Magnúsdóttir,
Ómar Ström, Ingunn Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
ELÍASAR HELGASONAR
netagerðarmeistara,
Miðvangi 98,
Hafnarfirði.
Erla Bessadóttir,
Sigurrós Elíasdóttir, Helgi Elíasson,
Bessi Halldór Þorsteinsson, Agnes Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
SIGURLAUGAR JAKOBSDÓTTUR,
húsfreyju,
Hraunsholti,
Garðabæ.
Valdimar Pétursson,
Jakob Valdimarsson,
Ástráður Valdimarsson, Margrét Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls
VALDIMARS TÓMASSONAR,
Kríuhólum 2,
Reykjavík,
sem lést í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, 15. ágúst.
Sérstakar þakkir færum við vistmönnum og starfsfólki í Hraunbúð-
um og læknum og hjúkrunarfólki á sjúkrahúsi Vestamannaeyja.
fyrir hönd barna okkar tengdabarna barnabarna og annarra að-
standenda.
Eva Andersen.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGURÐAR MAGNÚSSONAR
skipstjóra,
Norðurvör 1, Grindavik.
Guð þlessi ykkur öll.
Þórlaug Ólafsdóttir,
Ólafur Ragnar Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sveinbjörnsson,
Guðjón Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir,
Sóley Þórlaug Sigurðardóttir, Þorgeir Reynisson,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Magnús Högnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
PETRÍNU FRIÐRIKKU
ÁSGEIRSDÓTTUR,
Hlíf, ísafirði,
fyrrum húsmóðurfrá Efrihúsum,
Önundarfirði.
Ásgerður Guðbjartsdóttir,
Sigríður Guðbjartsdóttir,
María Guðbjartsdóttir,
Helga Guðbjartsdóttir,
Sesselja Guðbjartsdóttir,
Laufey Guðbjartsdóttir,
Guðjón Guðbjartsson,
Elisabet Guöbjartsdóttir,
Konráð Guðbjartsson,
Þorsteinn Guðbjartsson,
Árni Guðbjartsson,
Einar Guðbjartsson,
Grétar Sívertsen,
Hjörtur Jónsson,
Hreinn Ófeigsson,
Eggert Jónsson,
Fanney Jónasdóttir,
Sigurður Þorláksson,
Elínnóra Guðmundsdóttir,
Sóley Jónsdóttir,
Guðrún Pálsdóttir.