Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 55

Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 55 rr"A 1111 mm AMERÍKANINN ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐA VERÐ KR. 350 ÁBEETHOVEN- KR. 300Á AÐRAR MYNDIR Myndin sem tekur alla með trompi. Sýnd kl. 3> 5,7,9 og 11. Ath.: í A-sal kl. 3 og 5. HRINGFERÐTIL PALM SPRINGS Tveix vinir stela Rolls Royce og f ara í stelpuleit. Sýnd kl. 3,9 og 11. Bönnuð i. 12ára. Miðav. kr. 300 kl. 3. Sontana stofnar glæpagengi í L.A., en er að mestu inn- an fangelsismúranna og stýrir þaðan genginu og endar í dópi, stórglæpum og dauða. Aðalleikarar: Edward J. Olmos (sem leikstýrir líka), William Forsyth og Pepe Serna. Stórblöð eins og L.A. Times, N.Y. Times og US Today lofa þessa mynd íhástert. ★ ★ ★ ★ Sýnd kl. 4.45,6.55,9 og 11.10. - Bönnuð innan 16 ára. dfo MOÐLEIKHUSIÐ sími H200 Sala aðgangskorta hefst í dag Aðgangskortin gilda á eftirtalin verk á Stóra sviðinu: ★ HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson ★ MY FAIR LADY eftir A.J. Lerner og F. Loewe ★ DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel ★ ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN eftir Odd Björnsson ★ KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon Auk þess veita þau verulegan afslátt á sýning- ar á Smíðaverkstæði og Litla sviði. Verð kr. 7.040,- FRUMSÝNINGAKORT: Verð kr. 14.100,- pr. sæti Elli- og örorkulífeyrisþegar: Verð kr. 5.800,- Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá 13-20 á meðan á kortasölu stendur. Miðapantanir frá kl. 10 í síma 11200. Greiðslukortaþjónusta. Græna línan >96100. LEIKHÚSLÍNAN »1015 3)2 BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 ' LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta hel'st í dag í áskrift eru sex leiksýningar, fjórar sýningar á stóra sviði og tvær að eigin vali á stóra eða litla sviði. Verkefni vetrarins eru á stóra sviði: DUNGANON eftir Björn Th. Björnsson HEIMA HJÁ OMMU eftir Neil Simon RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren BLÓÐBRÆÐUR eftir Willy Russell TARTUFFE eftir Moliére og á litla sviði: SÖGUR ÚR SVEITINNI: Platonof og Vanja frændi eftir Anton Tsjekov. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman. Verð á aðgangskortum kr. 7.400,- Á frumsýningar, verð kr. 12.500,- Elli- og örorkulífeyrisþegar, verð kr. 6.600,- Miðasalan er opin daglega kl. 14-20 á meðan kortasalan fer fram, auk þess er tekið á móti pöntunum í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta. Faxnúmer 680383. g|Jiori0iiimWaSji|íij> Blaók) sem þú vaknar við! STOPPEÐAMAMMA HLEYPIRAF Grínari með Sylvester Stallone. Sýnd kl. 3,5 og 7. Miðaverð kr. 300. Gallerí 1 1 Sýningu Magnúsar að ljúka SÝNINGU Magnúsar S. Guðmundssonar sem nú stendur í Gallerí 1 1 á Skólavörðustíg 4a lýkur á fimmtudag. Magnús útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1988 og nam síð- an í Jan van Eyck Akadem- íunni í Hollandi til ársins 1990. Á sýningunni eru átta mál- verk unnin í olíu og akrýl. ■ HINIR árlegu Merkja- söludagar Hjálpræðishers- ins á Islandi verða að þessu sinni frá miðvikudegi til föstudags, 2.-4. september. í fréttatilkynningu segir: „Merkjasala Hjálpræðis- hersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi. Tekur af merkjasölunni eru einkum notaðar til að fjármagna barna- og unglingastarfið sem nú er að hefjast að aflo- knu sumarfríi. Merkið, sem er hringlaga límmiði með áprentuðu blómi, verður selt á götum Reylyavíkur og Akureyrar og einnig verður selt víða i húsum. Verðið er hið sama og undanfarin ár, 100 krónur." ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ALLAR MYNDIR NEMA „VARNARLAUS" VARNARLAUS NUI Slllj'lllll OGNAREÐLI ★ *★'/■ BiÓL. ★ ★ ★ ★GÍSLl E. DV Sýndkl. 5,9 og 11.15. Bönnuð i. 16ára. LOSTÆTI ★ ★★★ SV MBL. ★ ★ ★ BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuði. 14. HOMOFABER I lii' tiiili llnii'i iiiniT vlim kniL' lli.tu llii' killniL' Híi\ llm límliu'. iMnmuss Hörkuspennandi þriller með f rábærum leikurum. Allir héldu að Steven væri virtur viðskiptajöfur en þegar hann er myrtur kemur ýmislegt í ljós. í raun höfðu allir ástæðu til að myrða hanii, kona hans og jafnvel dóttir. Aðalhlutverk: Sam Shepard (Homo Faher, The Right Stuff), Barhara Hershey (Shy People, A World Apart, The Last Temptation of Christ) og Mary Beth Hurt (The World According to GARP, D.A.R.Y.L.) Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl.5,7,9,11. KOLSTAKKUR Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Kramhúsið Námskeið fyrir fóstrur, kennara o g leiðbeinendur KRAMHÚSIÐ heldur námskeið fyrir fóstrur, kennara og aðra leiðbeinendur sem hafa áhuga á að leita leið til að víkka hefðbundinn ramma kennslunnar dagana 4.-6. sept- ember. Markmið námskeiðsins er að kynna uppeldis- og kennsluaðferðir sem gætu auðveldað þátttakendum að virlga sköpunarkraft nemenda með því tengja leiklist, tón- list og hreyfingu. Elja Lilja Gísladóttir tón- menntakennari kennir tónlist- ar- og hreyfingaruppeldi barna byggt á hugmyndum C. Orff, Harpar Arnardóttir leikari kennir nýtingu leik- rænna æfínga í uppeldisstarfi byggt á ævintýrum og hug- myndaheimi barna, Guðbjörg Amardóttir danskennari kennir leiki, dans og spuna og Hafdís Ámadóttir íþrótta- kennari stýrir upphitunaræf- ingum byggðum á afrískri, grískri og brasilískri tónlist. Auk þess heldur Anna Jeppe- sen kennari fyrirlestur um leiklist og sköpun í starfi barna. Áætlaður stundafjöldi nám- skeiðsins er 20 klukkustundir. Vakin er athygli á því að menntamálaráðuneytið metur námskeiðið til stiga. Enn eru nokkur pláss laus á námskeið- ið. Skráning fer fram í Kram- húsinu á virkum dögum kl. 14 til 17. Þýsk háskólahljómsveit Tónleikar undir íslenskri stjórn haldnir hér á landi ÞÝSK háskólahljómsveit frá Freiburg, Freiburger Kam- merensemble, heldur tónleika í Stykkishólmskirkju 3. sept- ember, á Kirkjubæjarklaustri 6. september og í Langholts- kirkju 8. september. Stjórnandi sveitarinnar er Gunnsteinn Olafsson en einleikari með henni Ólafur Elíasson píanóleik- ari. Á efnisskránni eru forleikurinn að Don Giovanni eftir W.A. Mozart, píanókonsert nr. 3 í c-moll eftir Ludwig van Beethoven og loks sinfónía nr. 83 (Hænan) eftir Joseph Haydn. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Einleikarinn Ólafur Elías- son er 25 ára Reykvíkingur. Hann stundaði nám í píanóleik m.a. hjá Rögnvaldi Sigurjóns- syni við Nýja tónlistarskólann, Vlado Perlemuter í París og Bernard Roberts í Wales. Hann hefur nám við Royal Academy of Music í London á hausti komanda. Gunnsteinn Ólafsson er þrítugur Kópavogsbúi. Hann hefur stjórnað stúdentahljóm- sveitinni í Freiburg undanfar- in þrjú ár. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Kópa- vogi og Tónlistarskólann í Reykjavík en síðan fjögur ár við Franz Liszt-tónlistaraka- demíuna í Búdapest og fímm ár við Tónlistarháskólann í Freiburg. Hann lauk þaðan Gunnsteinn Ólafur prófí í hljómsveitarstjórn á liðnu vori og er nú aðstoðar- maður Robins Stapletons hljómsveitarstjóra í íslensku óperunni. Háskólahljómsveitin er skipuð 34 þýskum hljóðfæra- leikurum og eru þeir nær allir nemendur við háskólann í Freiburg. Auk þeirra taka tíu íslenskir hljóðfæraleikarar þátt í för hennar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.