Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 210. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Efnahagserfiðleikar í Þýskalandi Vill uppskurð á velferðarkerfinu Aukin bjartsýni á fundum Sýrlendinga og Israela Washington. Reuter. TALSMENN viðræðunefnda ísraela og Sýrlendinga í viðræðum deilu- aðila í Miðausturlöndum, sem fram fara í Washington, áttu í erfiðum samningaviðræðum í gær en eru þó taldir bjartsýnni en áður á að einhver árangur náist. Ekki er talið loku fyrir það skotið að samning- ar takist um Gólanhæðirnar á landamærum ríkjanna þótt margt sé því enn til fyrirstöðu. Ný lota í viðræðunum hófst á mánudag og er áætlað að henni Ijúki 24. september. Sendinefnd Israela ræddi einnig við fulltrúa Palestínumanna, Jórdana og Líbana en ekkert miðaði á þeim fundum. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði nýlega að stjórn hans væri reiðubúin að afhenda Sýrlend- ingum hluta Gólanhæða á ný. Sýr- lendingar voru hins vegar fremur óánægðir með plagg sem sendi- nefnd ísraela fékk þeim í hendur á mánudag þar sem lýst var hug- myndum um framtíð Gólanhæða. Fannst þeim skorta á ákveðin fyrir- heit um að herliðið yrði flutt á brott. í gær var komið annað hljóð í strokkinn. „Ef til vill getum við tekið eitt eða tvö ákvæði í þessum tillögum og bætt þeim við sýrlensku tillögurnar, ef þau eru ekki með í þeim, en okkar tillögur eru grund- vallaratriði viðræðnanna,“ sagði Mouwafak al-Allaf, aðalfulltrúi Sýrlendinga. Itamar Rabinovich, talsmaður ísraela, sagði ljóst að sendinefnd hans væri reiðubúin að fjalla um Gólanhæðirnar. Ef ná ætti árangri yrðu aðilar að taka tillit til sjónarmiða gagnaðilans og hann sagðist sannfærður um að samkomulag næðist ef Sýrlending- ar hnikuðu til orðalagi í sínum til- lögum. Um 12.000 landnemar úr röðum gyðinga hafa búsett sig á Gólan- hæðum sem eru aðeins um 1.000 ferkílómetrar eða á stærð við Reykjanesskagann. Fulltrúar þeirra saka, að sögn danska blaðsins Berl- ingske Tidende, Rabin nú um svik. Ráðherrann hét því í kosningabar- áttunni fyrir skömmu að láta Gólan- hæðirnar aldrei af hendi og flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, hiaut meirihluta atkvæða meðal landnem- anna. Heimildarmenn álíta að Rab- in íhugi að afsala sér hæðunum gegn því að Sýrlendingar heiti því að hafa þar ekki herlið. Einnig er hugsanlegt að Sýrlendingar geri þá gagnkröfu að ekki verði ísraelskt herlið á nálægum svæðum í Galíleu. SÞ. Vitað er, að Rússar eru andvígir brottrekstrinum en talið er, að unnt sé að semja við þá á bak við tjöldin um, að Júgóslavía sæki formlega um nýja aðild. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, ákvað í gær að taka þátt í viðræðun- um um frið í júgóslavnesku lýðveld- unum en þær hefjast í Genf á föstu- dag. Var hann áður staðráðinn í að mæta ekki til þeirra en talsmaður hans sagði að sinnaskiptin stöfuðu af því að múslimar vildu ekki láta Serba komast upp með að kenna þeim um hörmungamar í landinu. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópu- bandatagið eru hlynnt eins konar kantónufyrirkomulagi í Bosníu að svissneskri fyrirmynd en múslimar eru því mjög andvígir. Þeir eru að vísu 43% landsmanna en búa óvíða saman í stórum byggðum eins og Serbar og Króatar, heldur eru þeir dreifðir um landið. Harðir bardagar geisuðu víða í Bosníu í gær og voru mestir við Bi- hac og nálæga bæi. Var beitt fjórum herflugvélum, merktum júgóslavn- eska sambandshemum, en talið er víst að um hafi verið að ræða vélar sem bosnískir Serbar ráði yfir. Herma óstaðfestar fregnir, að bær- inn Sokolac hafi að mestu verið lagð- Bonn. Reuter. JURGEN Möllemann, efnahags- ráðherra Þýskalands, hvatti í gær til róttæks uppskurðar á velferðar- og menntakerfinu í Iandinu í því skyni að styrkja samkeppnisstöðu atvinnuveg- Ahyggjur af Maastricht London. Reuter. GLEÐIVÍMAN, sem vaxta- lækkunin i Þýskalandi olli, rann af mönnum í gær og gamla svartsýnin gróf um sig að nýju. Er aðalástæðan sem fyrr áhyggjur af úrslit- um þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Frakklandi á sunnu- dag um Maastricht-samning- inn. Gengi dollarans lækkaði nokkuð í gær og þá fór einnig mesti kúfurinn af verðhækkun hlutabréfa í fyrradag. ítalska líran átti einnig í vök að veij- ast þrátt fyrir sjö prósent gengislækkun á mánudag og er það rakið til ástandsins í ítölskum efnahagsmálum, sem einkennast af gífurlegum ríkis- , sjoðshalla. Þá féll breska pund- ið gagnvart þýska markinu og kynti það undir ótta við hugs- anlega gengisfellingu þess. Þótt vaxtalækkuninni í Þýskalandi hafi verið fagnað er það óttinn við, að Frakkar hafni Maastricht-samningnum sem skyggir á allt annað. Geri þeir það er úti um nánara sam- starf Evrópubandalagsríkj- anna í efnahags- og peninga- málum, í bili að minnsta kosti, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir aðildarríkin. anna út á við. Kemur þetta fram í áætlun, sem hann kallar „Efna- hagsstefnan á tíunda áratugn- um“, en þar segir hann, að Þjóð- verjar verði að horfast í augu við veikleikana í efnahagslífinu vilji þeir hafa einhverja von um bætt kjör. Þýska alþýðusam- bandið hefur tekið illa í þessar hugmyndir Möllcmanns. Möllemann sagði á blaðamanna- fundi í gær, að efnahagsástandið í Þýskalandi væri ískyggilegt, hag- vöxtur í austurhlutanum væri minni en vonast hefði verið til og stöðnun að færast yfir í vesturhlut- anum. Við þessu yrði að bregðast og tillögur hans eru meðal annars þær, að eftirlaunaaldur, sem er nú 65 ár, verði hækkaður; skorður settar við því hve lengi fólk getur stundað háskólanám; eftirlaun þeirra, sem betur mega sín, minnk- uð og atvinnuleysingjum í austur- hlutanum útveguð vinna við opin- berar framkvæmdir. Þá sagði hann, að skera yrði niður opinber útgjöld á öllum sviðum, lækka skatta á fyrirtækjum, að launahækkanir færu ekki fram úr framleiðniaukn- ingu, vinnutími og laun yrðu sveigj- anlegri og loks, að hraða yrði einka- væðingu og afnámi alls kyns hafta. Þýska alþýðusambandið brást við tillögunum með því að leggja til í háðungarskyni, að Möllemann yrði sæmdur titlinum „hetja vinn- unnar“ og sagði, að kjarninn í þeim væri þessi: „Meiri vinna fyrir minni laun.“ Þetta er í fyrsta sinn, að lagðar eru fram beinar tillögur um veru- lega uppstokkun í þýska velferðar- kerfinu en Þjóðverjar geta meðal annars státað sig af því að vinna skemmri vinnuviku en aðrar þjóðir, eiga elstu stúdentana, yngstu eftir- launaþegana og njóta lengra sum- arleyfis en nokkrir aðrir. Verður Guz- man tek- inn af lífi? Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, gefur í skyn að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Skínandi stígs (Sendero Lum- inoso á spænsku), Abimael Guzman, verði ef til vill tek- inn af lífi krefjist almenning- ur þess. Dauðarefsing er ekki leyfð í stjórnarskrá landsins. Skæruhemaður liðsmanna Skínandi stígs hefur kostað meira en 26.000 manns lífið undanfarinn áratug og eigna- tjónið er metið á 20 milljarða Bandaríkjadollara (um 1.000 milljarðar ÍSK). Víða var þjóðfáninn dreginn að hún um helgina til að fagna handtökunum sem margir telja upphafið að endalokum samtak- anna. Sjá „Blóðhundar heimspek- ingsins . . .“ á bls. 20. Reuter Sonurinn syrgður Múslimskur hermaður í Bosníu huggar móður eins félaga síns, sem féll í stríðinu við Serba í fyrradag. Að minnsta kosti 28 manns létu lífið í Sarajevo í gær og fréttir eru um, að Serbar hafi þurrkað út eitt þorp í loftárásum. Evrópubandalagið við upphaf allsherjarþings Vilja brottrekstur Júgóslavíu úr SÞ Sar^jevo, Bel^rad. Reuter. AÐILDARRIKI Evrópubandalags- ins ætla að krefjast þess, að Júgó- slavía, Serbía og Svartfjallaland, verði svipt sæti sínu þjá Samein- uðu þjóðunum. Sendiherra Breta hjá samtökunum tilkynnti þetta í gær við setningu allsherjarþings- ins en Rússar hafa látið í ljós nokkra andstöðu við brottrekstur- inn. Múslimskir leiðtogar Bosníu hafa látið undan alþjóðlegum þrýstingi og fallist á að taka þátt í friðarráðstefnunni í Genf, sem hefst á föstudag. Víða var barist í landinu í gær og var vitað um 80 fallna og mörg hundruð særða. Sir David Hannay, sendiherra Bretlands hjá SÞ, sagði á allsherjar- þinginu í gær, að Júgóslavía hefði engan rétt sem arftaki júgóslavneska sambandsríkisins, sem áður var, og því yrði lögð fram tillaga um brott- rekstur ríkisins úr öllum stofnunum ur í rúst í loftárásunum. Hundrað dagar voru liðnir í gær síðan öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti efnahagslegar refsi- aðgerðir gegn Serbíu og Svartfjalla- landi. Þótt viðskiptabannið hafi verið brotið að ýmsu leyti hefur það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir allan almenning. Tala atvinnuleysingja er komin í 750.000 og annar eins fjöldi er í „fyrirskipuðu leyfi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.