Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 Kjaradeila starfsmanna ÍSAL og vinnuveitenda Starfsmenn ISAL motmæla ALLIR starfsmenn álversins, sem mögnlega gátu farið frá störfum sínum, tóku þátt í mót- mælafundi við skrifstofubygg- ingingu verksmiðjunnar í gær. Fundurinn, sem haldinn var í til- efni af því að ár var liðið frá því samningar urðu lausir, mótmælti harðlega framkomu VSÍ/ÍSAL í samningaviðræðum við verka- lýðsfélag starfsmanna og krafð- ist þess að samningar yrðu tekn- ir í gildi. Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna, sagði að fund- urinn hefði byijað á göngu. Byrjað hafi verið í kerskálanum og smám saman hefðu fleiri bæst í hópinn. Gengið var í gegnum verksmiðjuna og skrifstofubygginguna og fór fundurinn fram fyrir framan hana, við hliðið. Eftirfarandi mótmæli voru samþykkt og verða send fram- kvæmdastjóm ÍSAL og stjórn VSÍ: „Við starfsmenn ÍSAL mótmælum harðlegá framkomu VSÍ/ÍSAL í samningaviðræðum við verkalýðs- VEÐUR félög okkar og krefjumst samning- anna í gildi.“ Öm Friðriksson, annar varafor- seti ASÍ, flutti eftirfarandi stuðn- ingsyfirlýsingu frá ASÍ. „Alþýðu- samband íslands styður réttmætar kröfur starfsmanna álversins í Straumsvík um að ÍSAL geri þegar í stað við þá kjarasamning. Það er ólíðandi að jafn öflugt og stórt fyrir- tæki og ÍSAL skuli með stuðningi Vinnuveitendasambands íslands hafa fellt miðlunartillögu sátta- semjara og víki sér þannig undan því að gera kjarasamning sem al- menn samstaða er um milli launa- fólks og atvinnurekenda." Aðspurður sagði Gylfi að fundur- inn hefði verið fjölmennur og góður en lítið virðist haggast í samninga- átt við viðsemjendur. Enginn fund- ur er nú boðaður í deilunni. Frá fundi starfsmanna álversins í Straumsvík Tap af rekstri Samskipa hf. 129 milljónir króna á fyrra árshelmingi Stefnt að sölu tveggja skipa TAP AF rekstri Samskipa hf. fyrstu sex mánuði ársins nam alls 129 milljónum króna sem er lið- lega tvöfalt tap félagsins á sama tímabili í fyrra. Rekstraráætlun fyrir árið 1992 gerði ráð fyrir hagnaði upp á 122 milljónir króna, en árið 1991 var 23 millj- óna hagnaður af rekstrinum. Ómar • Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeg- ar hefði verið gripið til viðamik- illa aðgerða til að draga úr rekstr- arkostnaði félagsins og framund- an væru enn frekari aðgerðir. / DAG kl. 12.00 Heimitd: Veöurstofa tslands (Byggt ó veöurspá ki. 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 16. SEPTEMBER: YFIRLIT: Suðvestur af Færeyjum er 990 mb lægð á norðausturleið, en yfir Svalbarða er 1.020 bm hæð. SPÁ: Norölæg átt, víðast fremur hæg. Skýjað norðanlands og dálítil súld við ströndina en þurrt og víða léttskýjað sunnan til. Hití á bilinu 4-12, stig, hlýjast suöaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustlæg átt, víðast hæg en strekkingur á Vestfjörðum. Súld eða rigning með köflum norðan og austan til en víða léttskýjað suðvestanlands. Hlýnandi veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi suðaustanátt. Fer að rigna sunnan- lands en fyrir norðan veröur þurrt. Hiti á bilinu 4-12 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o & é Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað hell fjöður er 2 vindstig.. / / / * / * * * * . JL ♦ 10° Hitastig / / / / / * / / * / * * * * * V V V V Súld \ Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ^ FÆRÐA VEGUM: <n. 17.301««) Allir aðalþjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Nokkur hálka er þó á heiðum á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Hátendis- vegir eru orðnir þungfærir eða ófærir vegna snjóa. Þó eru vegir um sunnanvert hálendið taldir færir fjallabílum. Má þar nefna Kaldadal og Fjallabaksleiðir, syöri og nyrðri. Kjalvegur er talinn fær fjallabilum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavík hiti veður 7 alskýjað 6 léttskýjað Bergen vantar Helslnki vantar Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk 2 léttskýjað Óslö 12 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Þórshöfn 17 skýjað Algarve vantar Amsterdam vantar Barcelona vantar Berfín vantar Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt, Glasgow' vantar vantar Hamborg 17 hálfskýjað London vantar Los Angeles vantar Lúxemborg vantar Madríd vantar Malaga vantar Mallorca 28 skýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar Parfs vantar Madeira vantar Róm vantar Vín vantar Washington vantar Wlnnipeg vantar Ómar sagði að þrátt fyrir að menn sæju fram á hagnað á seinni árshelmingi væri ólíklegt að hann dygði til að jafna upp tap fyrri árshelmings. Rekstrartekjur Samskipa fyrstu sex mánuði þessa árs námu alls 1.937 milljónum króna og er þar um að ræða 5% aukningu frá fyrri árs- helmingi 1991. Á sama tíma varð 7% aukning á heildarrekstrargjöld- um sem í ár námu 2.066 milljónum. Fjármagnsgjöld umfram fjármuna- tekjur hækkuðu um 40% á tímabil- inu. Eigið fé Samskipa nam 853 milljónum í lok júní sl. og var eiginfj- árhlutfallið 23,5%. Að sögn Ómars má að mestu rekja ástæður lakari rekstrarárangurs en vænst hafði verið til almenns efna- hagsástands í þjóðfélaginu sem skil- aði sér í samdrætti í inn- og útflutn- ingsverslun. Þá hefði dregið veru- lega úr almennum stórflutningum og flutningum milli erlendra hafna, en aukning orðið í almennum milli- landaflutningum og strandflutning- um. Ómar sagði að á fyrri hluta árs hefði mikið verið lagt í ýmsar nýj- ungar hjá Samskipum sem fyrirséð hefði verið að skiluðu sér ekki fyrr en seinni hluta árs og á næstu árum. „I ljósi þess og þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til innan fyrirtæk- isins til að draga úr rekstrarkostn- aði reiknum við nokkuð örugglega með rekstrarhagnaði á seinni árs- helmingi. Miðað við spár um efna- hagsþróun hér á landi eru hins veg- ar ekki miklar líkur á að það takist að vinna upp tapið á fyrra árshelm- ingi.“ I kjölfar samdráttar í stórflutning- um og siglingum Samskipa milli er- lendra hafna sagði Ómar að unnið væri að því að fækka í skipastofni félagsins. „Við erum að kanna mark- aðsaðstæður með sölu Hvassafells og Skaftafells í huga, en þau skip hafa m.a. verið í þessum flutningum gegnum árin.“ Sl. vor samþykkti flutningadeild bandariska sjóhersins tilboð Sam- skipa í 65% varnarliðsflutninga. Ómar sagði að þeir flutningar hefðu, þann tíma sem liðinn er, verið ívið meiri en gert var ráð fyrir auk þess sem Ameríkuflutningar fyrir ís- lenska innflytjendur hefðu fyllilega skilað því sem áætlað var. Um tuttugu starfsmönnum hjá Samskipum var sagt upp í byijun ágúst sl., en uppsagnirnar voru liður í endurskipulagningu og hagræð- ingaraðgerðum innan fyrirtækisins. Ómar sagði að væntanlega yrði um enn frekari fækkun starfsfólks að ræða á næstu mánuðum. Ekki yrði þó um beinar uppsagnir að ræða heldur yrði reynt að komast hjá því að ráða í stöður þeirra sem létu af störfum. --------------------- Kveikt var í Café Jensen LJÓST ÞYKIR að kveikt hafi ver- ið í veitingahúsinu Café Jensen við Þönglabakka í Reykjavík en þar kom upp eldur um klukkan hálfsex í fyrrinótt. RLR vinnur að, rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er ekki talinn nokkur vafi á að um íkveikju hafi verið að ræða þótt ýmislegt annað sé óljóst í málinu. Enginn hefur verið handekinn vegna rannsóknarinnar en RLR ósk- ar eftir að ná tali af vitnum sem kunna að hafa orðið vör við manna- ferðir þessa nótt. Prófessor Ottar P. Halldórsson látinn Á mánudaginn 14. þ.m. lést í Land- spitalanum eftir langvarandi veik- indi Óttar Pétur Halldórsson, pró- fessor í burðarþolsfræði við verk- fræðideild Háskólans, 55 ára að aldri. Hann fæddist á ísafirði 19. júlí 1937. Foreldrar hans voru Halldór Halldórsson, bankaútibússtjóri þar, og kona hans, Liv Ellingsen. Að stúd- entsprófi loknu frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 lagði hann stund á byggingaverkfræði við Wisconsinhá- skóla í Bandaríkjunum og lauk verk- fræðiprófi 1962. Hann lauk þaðan MS-prófi 1963 og PhD-prófi í sér- grein sinni 1966. Það sama ár hóf hann störf hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Var hann þar yfirverkfræðingur og aðstoðarfor- stjóri. Þar lét hann af störfum 1975 er hann varð prófessor við Háskóla íslands. Óttar sat m.a. í starfshópi Almannavarna um varnaraðgerðir gegn landskjálftum á Suðurlandi. Hann sat í stjórn Verkfræðingafé- lags íslands. Fulltrúi félagsins var hann í „Norrænum byggingardegi" og í stjórn samtakanna hér á landi frá 1975. Hann var formaður þeirra Óttar P. Halldórsson 1984 og var það nú, er hann lést. Eiginkona próf. Öttars er Nína Kristtn Gísladóttir. Börn þeirra eru tvö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.