Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUIl 16. SEPTEMBER 1992 19 Jan Klovstad, Lars-Áke Engblom og Jakob Engblom fræða gesti Bókastefnunnar í Gautaborg um íslenska og færeyska bókstafi. Bóka- og bókasafnastefnan í Gautaborg Islenskir bók- stafir baráttumál Á BÓKA- og bókasafnastefnunni í Gautaborg sem er nýlokið tók Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, það upp sem baráttumál að notaðir verði allir islenskit og fær- eyskir bókstafir í norrænum tölvusamskiptum. Honum og mörgum öðrum Lars-Áke Engblom kvaðst hefur blöskrað hvernig frændur okkar á Norðurlöndum stafsetja íslensk nöfn og orð, einkum þeg- ar bókstafirnir þ og ð ættu að vera á sínum stað. „Þetta er mjög hvimleitt,“ sagði Engblom í samtali við Morgunblaðið, „og í rauninni lít- ill vandi að bæta úr sé vilji fyrir hendi. Því var mjög vel tekið þegar ég vakti máls á þessu á fundi forystumanna norrænna menningarstofnana á Bókastefn- unni og ég mun ásamt fleirum beita mér fyrir að fá þetta leið- rétt. Að minnsta kosti innan Norðurlandanna ætti að vera aðgangur að öllum bókstöfum og táknum sem nota þarf í tölv- usamskiptum landanna." vera ánægður með þátt Islands í bókastefnunni. ísland hefði eins og svo oft áður vakið mikla at- htygli. Hann nefndi sérstaklega góða frammistöðu leikhópsins Bláa hattarins. í sama streng tók Anna Ein- arsdóttir sem var í forsvari fyrir bókaútgefendum. Hún sagði að íslenska sýningarsvæðið hefði verið vinsælt, þangað hefðu mjög margir komið til að skoða og fræðast um íslenskar bækur og ísland yfirleitt. Á Bóka- og bókasafnastefn- unni voru 75-80 þúsund gestir að þessu sinni og eru það um 15 þúsund fleiri en í fyrra, að sögn Lars-Áke Engbloms. Heimsforseti JC heimsækir Island ALBERT Hiribarrondo, alþjóð- legur forseti JC-hreyfingarinnar (Junior Chamber International), kctnur hingað til lands í dag og dvelur hér í tvo daga. Albert var kosinn heimsforseti í nóvember á síðasta ári á heimsþingi hreyf- ingarinnar sem haldið var í Finn- landi og mun hann gegna emb- ættinu í eitt ár. Starf hans felst aðallega í því að ferðast á milli landa, heimsækja JC-félaga, kynna ný markmið heimssljórn- ar, kynna sín persónulegu mark- mið og koma á tengslum á milli aðildarlanda. Albert er franskur, fæddur 1955 og býr í Tours í Frakklandi. Hann gekk til liðs við Junior Chamber árið 1981 og hefur starfað ötullega síðan. Hann hefur gegnt ýmsum embættum innan síns aðildarfélags, aðildarlands og heimsstjórnarinnar. Kjörorð heimsforseta árið 1992 er „New Dimensions“ eða Nýjar víddir. Hann setti fram nokkur for- gangsmarkmið til styrktar fram- kvæmdaáætlun 1992 sem sam- þykkt var á síðasta heimsþingi. Þar kemur m.a. fram að sett skuli fram 5 ára áætlun um heimskjörorðið Heimur án landamæra, kynnt verði hugsjón JCI um fijálsa veröld í gegnum frjáls markaðssvæði, sér- staklega í Austur-Evrópu svo og í þróuðum ríkjum, ný þjálfunarverk- efni verði í samvinnu JC og UNICEF, stofnað verði fyrsta al- þjóðlega viðskiptanetið (IBN) í gegnum JCI, tekinn verði þáttur í umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNCED) í Rio de Janeiro og að stefnt skuli að þátttöku 7.500 manns á heimsþingi JCI á Miami í Albert Hiribarrando, forseti al- þjóðahreyfingar Junior Charnb- er. nóvember 1992. í tilefni þessarar heimsóknar Al- berts heldur Junior Chamber ísland fund á 2. hæð Hótels Sögu fimmtu- daginn 17. september kl. 20.00. Þar kynnir Albert stefnumál JC-hreyf- ingarinnar á heimsvísu og svarar fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Islenska JC-hreyfingin býr svo vel að eiga frambjóðanda til næstu heimsstjórnar sem verður kosin í nóvember á Miami en það er Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Hún er frá- farandi landsforseti íslensku hreyf- ingarinnar. (Úr rréttatilkynningu.) Ný norsk Islandsbók „Vil með bókinni þakka fyrir hvernig Island hefur tekið mér“ - segir höfundurinn Knut Odegárd í GÆR kom út í Noregi bókin „Island — oya niellom ost og vest“ eftir Knut 0degárd. í fréttatilkynningu frá Aschehoug-forlagi sem gefur bókina út stendur að hún sé litrík og fjölbreytileg kynning á íslandi og íslendingum í fortíð og nútíð. Bókin, sem er 189 bls. í stóru broti, er skreytt ljósmyndum eftir Pál Stefánsson. For- mála skrifar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Knut 0degárd sagði í samtali við Morgunblaðið í tilefni útkomu bókarinnar að liðin væru meira en fjörutíu ár síðan bók af þessu tagi hefði komið út í Noregi. Hann minnti þó á skemmtilega ferðalýs- ingu eftir Kjell Arild Pollestad sem Perlan Mont Blanc með sýningu MONT Blanc-umboðið á íslandi heldur ljósmyndasýninguna „Meisterstiick in Focus“ í Perl- unni til 23. september nk. Á sýningunni eru einnig pennar, þ. á m. sá dýrasti sem Mont Blanc framleiðir en hann kostar yfir 600.000 krónur. Einnig eru á sýn- ingunni margir aðrir úrvals pennar frá Mont Blanc. kom fyrir nokkrum árum, en þar er frekar um ferðasögu að ræða, sagði 0degárd. „Margir hafa saknað alhliða bókar um ísland,“ benti Knut 0degárd á og bætti við: „Fólk í Noregi hefur áhuga á að fá vitn- eskju um sögu íslands, menningu þess, náttúru, jarðfræði og póli- tíska stöðu landsins. Norðmenn þekkja til sögu íslands á miðöjdum, en ég þori að fullyrða að Island samtíðarinnar þekkja menn lítið.“ 0degárd var spurður að því hvort jafn ítarleg bók um land og þjóð, sögu og menningu, hefði ekki kostað hann mikla vinnu og tekið sinn tíma að afla heimilda. Hann sagðist hafa byijað á bókinni fyrir 6-7 árum, en orðið að fresta vinnu við hana vegna veikinda, en undan- farin tvö ár hefði hann unnið nær óslitið að henni. „Þar sem bókin nær fram á þetta ár hefur mér m.a. tekist að skýra frá nýjustu straumum í samfélagsumræðunni. Ég vona að mér hafi auðnast Knut Odegárd það sem ég ætlaði mér með bók- inni að þakka fyrir hvernig ísland hefur tekið mér,“ sagði Knut 0degárd að lokum. Knut Odegárd er meðal kunnari skálda í Noregi. Eftir hann hefur komið út íjöldi ljóðabóka, lausa- málsverka og þýðinga. Hann hefur sérstaklega lagt sig eftir að þýða úr íslensku, bæði fornan skáldskap og nýjan. Kjarnahvítlaukur - 100% hreinn Hreitileiki Kjamahvítlaukur er 100% hreinn hvítlaukur. Hann er ekki þynntur meðneinumfylliefnum, s.s. olíum, geri, mjólkur- sykri.spíraeða salti. 100% hvitlaukur 60% hvítlauksseyói 40% hvitlaukur 28% hvitlaukur aukacfni Kjamahvitlaukur hollusta i hverju hylki! Gamla aóferóin Garlic, Langleginn hvitlaukur og mysa Citrus Super Formúla 100 & Oil Garlic, Citrus & Oil (huóaó) Sfyrkur Kjarnahvítlaukur inniheldur500mg.af hreinu hvítlauksdufti unnu úr rúmlega 1,250mg.afhvítlauk. 500 mg r^ 300 mg 200 mg r> 67 mg Sw Kjarnahvitlaukur Gamla aóferóin Garlic, - hollusta i hverju hylki! Langleginn hvitlaukur og mysa Citrus Super Formúla 100 & Oil Garlic, Citrus & Oil (húóaó) Kjarnahvítlaukur er framleiddur af stærsta hvítlauksframleiðanda heims, Pure Gar í Bandaríkjunum, með upplýsingum á íslensku. Kjarnahvítlaukur gefur framúrskarandi virkni og góðan hvítlauksilm ÁN ANDREMMU. Er hvítlaukurinn þinn hreinn hvítlaukur? Komdu beint að kjarnanum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.