Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
Rithöfundasamband
íslands
Skattlagn-
ingu menn-
ingar harð-
lega mót-
mælt
„Rithöfundasamband Is-
lands mótmælir harðlega
þeim hugmyndum sem uppi
eru innan ríkissljórnarinnar
um að skattleggja útgáfu- og
menningarstarfsemi í land-
inu,“ segir í ályktun sljórnar
Rithöfundasambands Islands.
Ennfremur segir: „íslenskir
rithöfundar furða sig á því að
á sama tíma og sjálfstæði þjóð-
menningar á hvarvetna undir
högg að sækja gagnvart síbylju
alþjóðlegrar afþreyingarflatn-
eskju, skuli íslenskir ráðamenn
íhuga slíka aðför að menningu
þjóðar sinnar.
Verði þessum hugmyndum
veitt brautargengi af þjóðkjörn-
um fulltrúum þjóðarinnar er
það ekki aðeins sorgleg stað-
festing á ráðleysi stjómmála-
manna gagnvart þeirra eigin
verkefni, þ.e. því að stjórna
landinu, heldur einnig á því hve
allt hjal þeirra um íslenskar
menntir og menningarstarf á
tyllidögum er gersamlega
marklaust, en undir slíkum
ræðum hafa íslenskir rithöf-
undar líklega setið oftar en all-
ir aðrir þegnar þessa lands.
Um þessar mundir eru tvö
ár liðin síðan þeim áfanga.var
fagnað í okkar röðum að virðis-
aukaskattur var felldur niður
af bókum eftir áralanga bar-
áttu höfunda og útgefenda.
Enda þótt Rithöfundasamband
Islands sjái fram á stórvægi-
lega kjararýmun meðal félaga
sinna verði skattlagning nú
tekin upp að nýju, er það þó
ekkert hjá þeim skaða sem að-
gerðir af þessu tagi munu valda
þjóðinni sem heild er fram líða
stundir.
Þjóðmenning okkar er það
eina sem við íslendingar eigum
einir allra og hún hefur gert
okkur kleift að viðhalda sjálf-
stæði okkar og sérkennum í
aldanna rás. Aðför að henni er
aðför að þjóðinni sjálfri.“
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1993 afgreitt í ríkisstjórn
Rekstrarhalli ríkissjóðs
verði 6,2 milljarðar króna
Lífeyrisgreiðslur eignatekjutengdar og endurgreiðslur
virðisaukaskatts til sveitarfélaga felldar niður
SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að rekstrar- •
halli ríkissjóðs verði 6,2 milljarðar króna eftir sérstakar atvinnumálaað-
gerðir sem gripið verður til til eflingar atvinnulífi. Ríkisstjórnin gekk
frá fjárlagafrumvarpinu á fundi sínum í gær og síðdegis var frumvarp-
ið í heild sinni afgreitt af þingflokkum sljórnarinnar, þótt áfram verði
fjallað um einstakar breytingar í þingflokkunum á næstu dögum sem
ekki hefur náðst samkomulag um.
Ríkisstjórnin hefur komist að
samkomulagi um sérstakar aðgerð-
ir til að draga úr halla ríkissjóðs
sem hefði að óbreyttu orðið 5,8
milijarðar króna. Hafa þær miðast
við að ná hallanum niður í 4,1 millj-
arð króna, en sérstakar atvinnu-
málaaðgerðir munu kosta um 2,1
milljarð og auka hallann ní 6,2
milljarða.
I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að afla aukinna tekna af sölu
eigna ríkisins og af arðgreiðslum
ríkisstofnana að upphæð 300 millj-
ónir króna til viðbótar þeim 1.100
milljónum króna sem upphaflega
var gert ráð fyrir að yrði aflað í
fjárlagafrumvarpinu.
Hertar reglur til að draga úr
ýmsum kostnaði, meðal annars bif-
reiðakostnaði ríkisins, eigá að skila
200 milljónum kr. Sérstök hækkun
vörugjalds á áfengi, tóbak, bensín
og fólksbifreiðar vegna lækkunar á
almenna skatthlutfalli virðisauka-
skatts á að gefa af sér 250 millj.
kr. viðbótartekjur ríkissjóðs og af-
nám endurgreiðslna virðisauka-
skatts til sveitarfélaga hefur í för
með sér að ríkið heldur eftir 830
milljónum kr.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir
eignatekjutengingu lífeyris-
greiðslna almannatrygginga sem
lækkar útgjöld ríkissjóðs um 200
milljónir og loks er gert ráð fyrir
að 80 milljónum króna verði varið
til niðurgreiðslna húshitunar vegna
niðurfellingar á endurgreiðslum
virðisaukaskatts til húshitunar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði á fréttamannafundi í gær að
það hefði verið alveg ljóst að ekki
hefði gengið fram pólitískt að taka
upp tveggja þrepa virðisaukaskatt
nú en hins vegar sé það á stefnu
ríkisstjórnarinnar að breikka skatt-
stofna og fækka undanþágum.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra benti á að niðurstöðutölur
ijárlagafrumvarpsins gætu átt eftir
að taka breytingum á næstu dög-
um.
„Við ríkjandi kringumstæður í
þjóðarbúskap okkar skiptir það
mjög miklu máli að dregið sé úr
ríkisumsvifum og það hefur tekist.
Ríkisútgjöld hafa lækkað að raun-
gildi á Ijárlögum yfirstandandi árs
og þeirri stefnu er haldið í þessu
íjárlagafrumvarpi. Það er nauðsyn-
legt til að sprengja ekki upp vexti
og íjármagnskostnað og ræna öllu
fé af öllum innlendum sparnaði til
ríkisrekstrar frá atvinnulífinu,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra. í máli hans kom
fram að ekki hefði verið tekin
ákvörðun um hvaða hlutir í ríkis-
eigu yrðu seldir sem, ásamt arð-
greiðslum, gæfi ríkissjóði 1.400
millj. kr. í tekjur á næsta ári.
Hugmyndir sem ræddar hafa
verið innan ríkisstjórnar um að
breikka eignarskattsstofninn og
lækka skatthlutfall eignatekna eru
ekki í Ijárlagafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar og ekki er heldur gert ráð
fyrir upptöku Ijármagnstekju-
skatts. Davíð Oddsson sagði að
ákvörðun um Ijármagnstekjuskatt
hefði ekki verið tekin enn þar sem
málið væri ekki útrætt. Sagði hann
að þetta væri meira vandamál innan
Sjálfstæðisflokksins en í Alþýðu-
flokknum.
Jón Baldvin sagði að forsenda
þess að tekjutengja bætur almanna-
trygginga væri sú að þessi breyting
á eigna- og fjármagnstekjuskatti
næði fram að ganga. Hann sagði
að mikil vinna hefði verið lögð í
undirbúning fjármagnstekjuskatts
en málið væri vandmeðfarið og ekki
hefði verið gerlegt að leggja fram
lagafrumvarp í haust til að hrinda
því í framkvæmd. Því lægi nú fyrir
tillaga frá fjármálaráðherra um að
breikka eignarskattsstofninn, sem
væri skref í þessa átt. „Þetta mál
er í vinnslu, það er á stefnuskrá
ríkisstjórnarinnar. Það er flókið og
vandmeðfarið og ekki til lykta leitt,“
sagði Jón Baldvin.
Viðræður við Bandaríkin um öryggishagsmuni við breyttar aðstæður
Mat öryggishagsmuna enn byggt
á landfræðilegum staðreyndum
NEFND sem utanríkisráðherra skipaði til viðræðna við bandarísk
stjórnvöld um öryggishagsmuni íslands við breyttar aðstæður í alþjóða-
stjórnmálum átti viðræður við fulltrúa ríkisstjórnar Bandaríkjanna í
Washington í síðustu viku. I sameiginlegri tilkynningu sem aðilarnir
sendu frá sér kemur meðal annars fram að þeir telji að þrátt
fyrir stórfelld umskipti í alþjóðastjórnmálum byggðist mat á gagn-
kvæmum öryggishagsmunum að verulegu leyti enn á landfræðilegum
staðreyndum. Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins, hafði forystu fyrir íslensku nefndinni i veikindaforföllum
Benedikts Gröndals sendiherra.
Sameiginleg tilkynning nefnd-
anna er svohljóðandi:
„Fulltrúar ríkisstjórna íslands og
Bandaríkjanna hittust í Washington
10.-11. september 1992 og ræddu
um tvíhliða samskipti ríkjanna í ör-
yggismálum. Á fundum í utanríki-
ráðuneytinu, varnarmálaráðuneyt-
inu og Hvíta húsinu ræddu þeir um
þær breytingar, sem orðið hafa á
hernaðarlegri stöðu á Norður-Atl-
antshafi og almennt í heiminum auk
þess sem viðræðurnar snerust um
þróun samstarfs ríkjanna í varnar-
málum á undanförnum áratugum.
Þeir áréttuðu hve þetta samstarf
hefði skilað miklum árangri, sem sjá
mætti á jákvæðum breytingum á
sviði öryggismála á síðustu árum.
Einnig var lögð áhersla á að þrátt
fyrir stórfelld umskipti í alþjóða-
stjórnmálum byggðist mat á gagn-
kvæmum öryggishagsmunum að
verulegu leyti enn á landfræðilegum
staðreyndum.
Báðir aðilar ítrekuðu áframhald-
andi mikilvægi þess samstarfs þeirra
sem byggist á varnarsamningpum
frá 1951 og hefur stuðlað að því að
tryggja öryggi þeirra og Atlants-
hafsbandalagsríkjanna allra. Bent
var á að varnarsamstarf Islands og
Bandaríkjanna hefði sérstaklega
mikilvægu hlutverki að gegna sem
liður í öryggiskerfinu er tengir
NATO-ríki Evrópu og Norður-Amer-
íku um Atlantshaf. Þeir staðfestu
vilja sinn til að halda áfram sam-
starfi sínu báðum til hagsbóta á
grundvelli náinnar samvinnu og
samráðs í anda varnarsamningsins
frá 1951.“
Frumvarp frá sjávarútvegsráðherra
Erlendum aðilum leyfist að
fjárfesta í fiskmörkuðunum
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra mælti í gær fyrir frum-
varpi sem heimilar erlendum aðilum að eiga eignarhlut eða reka upp-
boðsmarkað með sjávarafla á íslandi. Þetta er gert til að fullnægja
skuldbindingum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Stjórn-
arandstæðingar óttast sumir hverjir að. verið sé að opna bakdyraleið
fyrir útlendinga inn í landhelgina. En Halldór Asgrímsson (F-AI) telur
enga stórhættu á ferðum.
í framsöguræðu Þorsteins Páls-
sonar sjávarútvegsráðherra kom
fram að þetta frumvarp um breyt-
ingu á lögum um uppboðsmarkað
fyrir sjávarafla væri flutt vegna
samningsins um Evrópskt efnahags-
svæði, EES. Samkvæmt samkomu-
laginu næði frelsi erlendra aðila til
fjárfestinga á íslandi ekki til fisk-
veiða og fiskvinnslu. Þar hefðu ís-
lendingar náð fram fyrirvara. Þessi
fynrvari næði hins vegar ekki til
verslunar með fisk. Það væri því
nauðsynlegt að gera breytingar á
lögunum um uppboðsmarkað með
sjávarafla sem undanskildu borgara
EES-landa frá banni þessara laga.
Varhugavert
Anna Ólafsdóttir Björnsson
(SK-Rv) fékk ekki betur séð en að
útlendingum væri opnuð bakdyraleið
inn í landhelgina. Erlendum aðilum
yrði mögulegt setja upp fiskmarkað,
þeir gætu keypt fisk og flutt óunninn
úr landi. Jóhann Ársælsson (Ab-Vl)
taldi nú komið fram að útlendingar
ættu ýmsa möguleika í íslenskum
sjávarútvegi. Það væri erfitt að fram-
fylgja stíft okkar fyrirvörum eða
undanþágum. Hann taldi litlar líkur
á því að við gætum stjómað okkar
útflutningi og skammtað vörur á
markað. Kristinn H. Gunnarsson
(Ab-Vf) tók undir skoðun fyrra ræðu-
manns.
Þorsteinn Pálsson sjávarútveg-
ráðherra lagði áherslu á að í EES-
samningnum hefðum við náð fram
okkar fyrirvara um að fjárfesting
hIMIMSI
útlendinga í íslenskum sjávaútvegi
væri óheimil. Hér væri ekki verið að
breyta lögunum um fjárfestingar
útlendinga frá 1991. Hér væri verið
að breyta lögunum um uppboðs-
markað með sjávarafla frá 1989.
Sjávarútvegsráðherra sagði að menn
mættu hafa það í huga að þetta
frumvarp mælti einvörðungu fyrir
um að borgarar EES, gætu verið
eignaraðilar að uppboðsmörkuðun-
um. Frumvarpið breytti engu gild-
andi reglum um útflutning á sjávar-
afurðum. Eignaraðilar að uppboðs-
mörkuðum væru jafnháðir íslenskum
reglum og aðrir lögaðilar. Samning-
urinn um EES fæli ekki í sér að við
yrðum að gera breytingar á þeirri
skipan sem nú væri. T.d. héldum við
óbreyttu því álagi sem væri lagt á
útflutning á ferskum fiski. Við gæt-
um haldið áfram óbreyttri starfsemi
Aflamiðlunar. Þetta frumvarp breytti
engu þar um.
Engin stórhætta
Halldór Ásgrímsson (F-Al) taldi
þetta frumvarp í sjálfu sér ekki
skipta sköpum í íslenskum sjávarút-
vegi. EES-samningurinn tæki ekki
til sjávarútvegs né landbúnaðar. Við
myndum ekki með samþykkt þess
samnings gerast aðilar að sameigin-
legri sjávarútvegsstefnu eða sameig-
inlegri landbúnaðarstefnu Evrópu-
bandalagsihs, EB. Hann var sam-
mála sjávarútvegsráðherra. Við gæt-
um viðhaldið þeim takmörkunum
sem við hefðum haft á útflutningi á
ferskum físki. Það væri og alveg í
samræmi við það sem gengi og
gerðist í löndum EB. EB væri með
margvísleg ítök í sjávarútvegi á sínu
svæði; boð og bönn, styrkveitingar
o.fl. Það væri því alveg ljóst að við
gætum haft afskipti af útflutningi
af ferskum fiski eins og við hefðum
hingað til gert.
Halldór Ásgrímsson taldi hins veg-
ar fyllstu ástæðu til að vekja athygi
á því að Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra hefði haft um það
orð að það þyrfti að gera breytingar
á útflutningsverslun íslendinga
vegna EES. Þetta væri sjónarmið
sem hann væri algjörlega ósammála.
Við ættum ekki að gera aðrar breyt-
ingar en þær sem okkar hagsmunum
þjónuðu. Það væri ótvírætt að við
gætum viðhaldið okkar sölusamtök-
um með sama hætti og verið hefði.
Við værum á engan hátt skuldbundn-
ir til þess að leggja það kerfi niður.
Halldór sagðist vera í vissum vafa
um að það væri nauðsynlegt að gera
þá breytingu sem sjávarútvegsráð-
herra mælti nú fyrir. Erlendum aðil-
um yrði áfram bannað að stunda
frumvinnslu á fiski. Ef þetta frum-
varp yrði að lögum gætu útlendingar
orðið eignaraðilar að uppboðsmark-
aði en þeir gætu ekki tekið þátt í
vinnslu þess fisks sem þar yrði boð-
inn upp. Þetta væri á vissan hátt
óeðlilegt. Þess vegna mætti efast um
að þessi lagabreyting væri nauðsyn-
leg. En jafnvel þó svo yrði teldi hann
ekki vera neina stórhættu á ferðum,
enda héldu ákvæði um bann við fjár-
festingu í frumvinnslu og að okkur
væri heimilt að stýra útflutningi á
ferskum fiski. Halldór sagði að það
yrði vel skoðað í nefnd hvort þetta
frumvarp væri yfirleitt nauðsynlegt.
Fyrstu umræðu lauk en atkvæða-
greiðslu var frestað.