Morgunblaðið - 16.09.1992, Page 44

Morgunblaðið - 16.09.1992, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Naumlega fellt á fjölmennum safnaðarfundi að byggja kirkju á Víghóli Kirkjulóðin tilheyri Hjallasókn Á AÐALFUNDI Digranessafnaðar sem lauk eftir miðnætti í nótt og 1.100 manns sóttu, var felld með 542 atkvæðum gegn 523 til- iaga Þorbjargar Daníelsdóttur formanns safnaðarnefndar um að haldið skyldi áfram byggingu kirkju fyrir söfnuðinn á Heiða- vallasvæði. Að ákvörðun fundarstjóra skoðaðist með þessári niðurstöðu samþykkt tillaga frá Ólafi Jens Péturssyni um að leita skuli að lóð undir kirkju sem sátt ríki um innan safnaðarins. Einn- ig var samþykkt með eins atkvæðis mun, 440 atkvæðum gegn 439, tillaga um að óska eftir endurskoðun á sóknarmörkum þannig að hluti Digranessóknar, þar á meðal lóð hinnar fyrir- huguðu kirkjubyggingar, tilheyri framvegis Hjallasókn. Frá afhendingu kjörgagna á safnaðarfundinum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hráefnisskortur fiskvinnslunnar 30 þús. tonn af þorski úr Barentshafi ARNAR Sigurniundsson for- maður Samtaka fiskvinnslu- stöðva segist telja að íslenskar fiskvinnslustöðvar muni kaupa allt að 30 þúsund tonn af þorski úr Barentshafi til að bæta upp mikinn samdrátt í þorskveiðum hér við land. Arnar segir að mikið virðist nú vera af þorski í Barentshafi og því muni fiskvinnslan sjálfsagt leita leiða af þessu tagi nú þegar fyrstu vísbendingar um 1992- árgang þorsks úr seiðatalningar- leiðangri Hafrannsóknarstofnunar bendi til enn eins áfallsins til við- bótar fyrir íslenskan sjávarútveg. Bíldudalur Leiga fram- lengdtil 1. nóvember Bíldudal. Á FUNDI skiptaráðanda þrotabús Fiskvinnslunnar á Bildudal hf. og forráðamanna Útgerðarfélags Bílddælinga hf., sem haldinn var síðdegis í gær, var ákveðið að framlengja samning um leigu ÚB á rekstrinum til 1. nóvember. Skarphéðinn Þórisson bústjóri sagði að finna þyrfti framtíðarlausn á málum þrotabúsins. „Það er tak- markað hvað er hægt að halda svona dæmi gangandi, því þrotabúinu ber : að koma eignunum í verð og það er verið að vinna í því þó hægt gangi,“ sagði Skarphéðinn. Forráðamenn Útgerðarfélagsins hafa staðið í viðræðum við skiptaráð- anda um kaup á eignum þrotabúsins en ekkert liggur endanlega fyrir um það, að sögn Skarphéðins. Fyrsti skiptafundur verður 29. október. R. Schmidt. Ráðstafanir ríkisstjórnarinar til að efla atvinnustarfsemi í landinu Nýjar framkvæmdir fyrir tvo milljarða á næsta ári Tekjuskattur fyrirtækja lækkar — Markaðsátak vegna EES — 240 millj. í rannsóknir RÍKISSTJÓRNIN kynnti í gær ráðstafanir til að efla atvinnustarfsemi í landinu. Ákveðið hefur verið að ráðast í opinberar framkvæmdir umfram það, sem áður var ætlað, fyrir tvo milljarða króna á næsta ári, einn milljarð árið 1994 og hálfan milljarð 1995. Einkum er um vegaframkvæmdir að ræða. Þá verður gert markaðsátak í löndum Evrópska efnahagssvæðisins fyrir 100 milþ'ónir og 240 milljónum var- ið til þróunarstarfs og rannsókna. Tekjuskattur fyrirtækja verður lækk- aður úr 45% í 33%. Þegar þessar aðgerðir hafa verið teknar með í reikninginn er hallinn á fjárlogum næsta árs, sem nú eru í smíðum, kominn í 6,2 milljarða króna. Ekki liggur fyrir hvort tekin verða er- lend lán til að mæta auknum halla. Ráðstafanir ríkisstjómarinnar, sem ákveðnar eru með hliðsjón af störfum atvinnumálanefndar stjóm- arinnar, vom kynntar á blaðamanna- fundi fiögurra ráðherra í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði nú tekið allar helztu pólitískar ákvarðanir, sem taka þyrfti í tengslum við fjárlög. Hann sagði að þær framkvæmdir, sem ráðizt væri í, væm valdar með það fyrir augum að þær kölluðu ekki á mikinn rekstrarkostnað í framtíð- inni, heldur minnkuðu þvert á móti kostnað og væru arðsamar. Hann sagði að ráð væri fyrir því gert að markaðir tekjustofnar, til dæmis vegáskattur, yrðu notaðir þegar efnahagsástand batnaði til að greiða upp þau lán, sem tekin yrðu vegna þessara framkvæmda. Dæmi um stórframkvæmdir, sem ríkisstjómin hyggst ráðast í, em brýr yfir Kúðafliót og Jökulsá á Dal og vegsvalir í Öshlíð. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra lagði Virðisaukaskattur lækkar um 1% og breytingar gerðar á innskattsfrádrætti Áætlað að heitt vatn í Reykja- vík hækki um 12-13 prósent Endurgreiðslur vegna húshitunar, bóka og fjölmiðla felldar niður RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að lækka skatthlutfall virðisauka- skatts um 1%, eða úr 24,5% í 23,5% og fella niður endiirgreiðslur inn- skatts vegna húshitunar, afnotagjalda útvarps og sjónvarps, bóka, blaða og tímarita í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Gert er ráð fyrir að á móti verði sérstakar niðurgreiðslur húshitunar auknar um 80 milljónir króna. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri í Reykjavik segir að mæta verði þessum nýja gjaldalið með hækkun á heitu vatni til notenda, sem við fyrstu sýn megi áætla að nemi 12-13%. Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags islenskra bókaútgefenda, segir að kostnaður við bóka- úlgáfu muni hækka um 18%, sem hfióti að leiða til samsvarandi hækkun- ar bókaverðs. Hann segir að með þessari aðgerð sé verið að greiða íslenskri bókaútgáfu rothögg. Ríkisstjómin náði samkomulagi um fjárlagafrumvarp næsta árs í gær og hefur heildamiðurstaða þess hlot- ið samþykki í þingflokkum stiórnarinnar. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar verða á virðisaukaskatti mun lækkun virð- isaukaskatts um 1% leiða til 1.500 milljóna_ króna tekjutaps fyrir rík- issjóð. Ákvörðun um að fella niður endurgreiðslur virðisaukaskatts til fyrirtækja sem hafa notið undan- þága frá álagningu virðisauka- skatts á vöru og þjónustu leiðir til 1.700 millj. kr. tekjuauka fyrir rík- issjóð. Áætlað er að endurgreiðslur til húshitunar nemi um 40% af þeirri upphæð og mun ríkið því spara um einn milljarð króna með því að hætta endurgreiðslum innskatts vegna fjölmiðla og bóka ef farið verð- ur að tillögum ríkisstjórnarinnar. Þá er gert ráð fyrir sérstakri hækkun vörugjalds á áfengi, tób- ak, bensín og fólksbifreiðar og að ríkissjóður afli 250 milljóna króna viðbótartekna vegna þess. Auk þessara aðgerða er ákveðið að minnka endurgreiðslur af virðisaukaskatti vegna vinnu iðn- aðarmanna við íbúðarhúsnæði um 480 millj. kr. Loks er gert ráð fyr- ir að ríkissjóður afli um 150 millj. kr. vegna sérstakra innheimtuað- gerða samhliða þessum breyting- um. Fjármálaráðuneytið telur að framfærsluvísitalan muni hækka um 0,28% vegna breytinga á virðis- aukaskatti og að meðalútgjöld vísi- tölufiölskyldunnar muni hækka um 7.500 kr. á ári. Matvörur muni lækka um 0,7% vegna lækkunar virðisaukaskatts en hita- og raf- magnskostnaður og bækur, blöð og tímarit muni hækka um 10%. Sjá fréttir og viðtöl á miðopnu og bls. 26. áherzlu á það á fundinum að sam- göngubætur myndu skapa bættar forsendur fyrir sameiningu sveitarfé- laga. Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra eiga þær framkvæmdir, sem ráðizt er í, að skapa 400-500 ársstörf. Ríkisstjóm- in telur að þar með muni 300 milljón- ir króna, sem ella hefðu farið í at- vinnuleysisbætur, sparast. Friðrik Sophusson fiármálaráðherra sagði að þensluáhrif aðgerðanna á vexti og gengi yrðu takmörkuð, þar sem við framkvæmdirnar yrðu notaðar vinnuvélar, sem ella stæðu ónotaðar og mannafli, sem annars væri -át- vinnulaus. Forsætisráðherra sagði að ef innlend lántaka myndi leiða til þess að vextir hækkuðu, kynni að þurfa að taka einhver erlend lán. Hvað varðar lækkun tekjuskatts fyrirtækja sagði forsætisráðherra að einkum væri verið að horfa til fram- tíðar og samræma skattlagningu við það, sem gerðist í samkeppnislöndum Islendinga. Friðrik Sophusson sagði að um leið og skatthlutfallið yrði lækkað, yrðu ýmsar heimildir til skattfrádráttar þrengdar. Væntan- lega myndi ríkissjóður missa um 300 milljóna króna skatttekjur með breytingunni. Á móti kemur að skatt- tekur ríkisins hækka um leið og umsvif færast í aukana. Áætlað er að sá tekjuauki verði um 300 milljón- ir. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá fjármálaráðuneytinu verður kostnað- urinn við efnahagsaðgerðirnar á næsta ári um 2.100 milljónir króna þegar sparnaður í atvinnuleysisbót- um og auknar skatttekjur hafa verið tekin inn í dæmið. Hallinn á íjárlög- um næsta árs verður því 6,2 milljarð- ar króna, en án efnahagsaðgerðanna hefði hallinn orðið 4,1 milljarður. Heildartekjur ríkisins á næsta ári eru áætlaðar 104,8 milljarðar króna, en gjöldin tæpir 111 milljarðar. Sjá miðopnu og bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.