Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 Uppsagnir framundan hjá Járnblendiverksmiðjunni Akveða verður framtíð rekstrarins á næstunni - segir Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar STARFSMÖNNUM Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga var til- kynnt á fundi með stjórnendum fyrirtækisins í fyrradag að á næst- unni yrði leitað allra leiða til að lækka rekstrarkostnað, þar á meðal yrði gripið til uppsagna. Fyrirtækið var rekið með 220 milljóna króna tapi á fyrri helmingi ársins, að sögn Jóns Sigurðssonar forstjóra þess. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri endanlega ákveðið hve mörgum hinna 180 starfsmanna fyrirtækisins yrði sagt upp en lagt yrði kapp á að eyða þeirri óvissu, sem starfsfólk byggi nú við, sem fyrst. Hann kvaðst telja að innan fárra vikna þyrftu eigendur Járnblendiverksmiðjunnar að taka ákvarðanir um hver framtíð fyrir- tækisins eigi að vera eftir langvarandi taprekstur og erfiðar markaðsað- stæður þrátt fyrir miklar aðhaldsaðgerðir í rekstrinum undanfarin misseri. Þegar hefur verið ákveðið að annar tveggja bræðsluofna verk- smiðjunnar verði ekki ræstur að nýju að loknu hefðbundnu viðgerðar- stoppi þessar vikurnar. „Við höfufn verið að búast við því í tvö ár að verðlag skánaði og höfum í lengstu lög reynt að komast undan svona aðgerð en það verður ekki vik- ist undan henni lengur,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði að fátt virt- ist benda til að betri rekstrarskilyrða væri að vænta í þessum iðnaði. „Rekstrarkostnaðurinn er of hár mið- að við það verð sem við fáum fyrir framleiðsluna. Við sjáum ekki annað en að við verðum að reyna að lækka okkar kostnað til þess að fyrirtækið geti verið lífvænlegt." Jón sagði afkomu fyrri hluta þessa árs svipaða og verið hefði fyrir sama tímabil í fyrra en gengisþróun Bandaríkjadals hefði verið afkomu fyrirtækisins hagstæð á fyrrihluta þessa árs. „Það er augljóst mál að þessi teg- und af rekstri getur ekki gengið til frambúðar að óbreyttu," sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði vandamálið alþjóðlegt í þessum iðnaði og tengt þeirri lægð sem efnahagslíf iðnríkja virtist seint ætla að ná sér upp úr. í Noregi væri stór hluti fyrirtækja af þessu tagi þegar kominn í umsjá skiptaréttar. Aðspurður hvort eigendur verk- smiðjunnar, Ríkissjóður íslands, norska fyrirtækið Elkem og japanska fyrirtækið Sumitomo, væru farnir í fullri alvöru að ræða um að hætta rekstrinum sagði Jón Sigurðsson: „Það á eftir að ræða það í alvöru við þá. Það segir sig sjálft að aðgerð- ir eins og þessar eru nokkurs konar undirbúningur að því. Þeir mundu alls ekki vera til viðtals um neitt nema þeir væru vissir um að við værum búnir að taka okkur tak eins og við frekast gætum á heimaveilin- um.“ Aðspurður hvort hann teldi að ákvörðunar hinna erlendu eignaraðila um framtíð verksmiðjunnar væri að vænta innan einhvers ákveðins tíma, sagði Jón: *Ég mundi segja að það yrði að taka afstöðu innan fárra vikna um hvaða ráðstafanir eru nauðsynleg- ar til að þessi rekstrareining geti ver- ið lífvænleg til frambúðar.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skútur teknar upp Félagar í Siglingaklúbbnum Brokey eru farnir að undirbúa vetrarkom- una og taka upp skúturnar sem hafa aðstöðu við Ingólfsgarð. Yfir- leitt eru allar skútur komnar á land í október en í sumar voru um 30 skútur með aðstöðu í höfninni, að sögn Hannesar Valdimarsson- ar hafnarstjóra. Seiðarannsóknar benda til að þorskárgangur nú sé undir meðaltali eins og síðustu 7 ár Seiðavísitala lág og stærð seiða í slöku meðallagi í ár NÝLEGA lauk árlegum rann- sóknum á fjölda og útbreiðslu fiskseiða í ágústmánuði úti af Vestur-, Norður- og Austurlandi, við Austur-Grænland og í Græn- landshafi. Fyrstu vísbendingarn- ar um stærð 1992-árgangs þorsks Breyting á fjarskiptalögnm undirbúin Einkaaðilar gætu rekið farsímakerfi EINKAAÐILAR gætu fengið heimild til að reka farsímakerfi sam- kvæmt frumvarpi um breytingu stjórnin hefur samþykkt. Breytingarnar sem lagðar eru til á fjarskiptalögunum eru til samræm- is við samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Þar er gert ráð fyrir að Póstur og sími hafi áfram einkarétt á að veita talsímaþjónustu og að eiga og reka almennt fjarskiptanet. Ekki hefur verið skilgreint endanlega hvað almennt fjarskiptanet er en það yrði væntanlega gert með reglugerð. Frumvarpið gerir síðan ráð fyrir því að samgönguráðherra fái heimild til að leyfa einkaaðilum aðgang að fjar- skiptanetinu og að reka þá þætti fjar- skipta sem falla utan við einkarétt Pósts og síma, svo sem farsíma- kerfi, einkafjarskiptanet, og gagna- flutningsþjónustu af ýmsu tagi. á lögum um fjarskipti sem ríkis- Breytingar þessar eru sniðnar eft- ir tilskipunum Evrópubandalagsins um samkeppni á sviði íjarskiptaþjón- ustu og að koma á frjálsum aðgangi að fjarskiptanetum þótt ríki hafi einkarétt á netinu sjálfu. í frumvarp- inu er kveðið á um að ráðherra setji skilyrði fyrir leyfisveitingu þar sem jafnræðis sé gætt. Dæmi eru um að Evrópuríki hafi boðið út ýmsa þætti fj'arskiptakerfís síns. í tímaritinu Economist kom fram í ágúst sl. að gríska stjórnin hafí boðið út tvö farsímaleyfí og fengið fyrir þau jafnvirði 320 millj- óna Bandaríkjadala, eða á átjánda miiljarð íslenskra króna. benda til að hann verði undir meðallagi eins og þorskárgangar undanfarin sjö ár. Seiðavísitala þorsks (fjöldi) var lág og svipuð því, sem verið hefur á undanförn- um árum. Einnig voru seiðin til- tölulega smávaxin. Ekki varð vart við seiðarek yfir til Græn- lands, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. „Það er gleðilegt að skilin milli kald- sjávar og hlýsjávar liggi norðarlega og því lengur, sem það varir, því betra. Þá virðist loðnuklakið hafa tekist þokkalega og hvorutveggja er gott fyrir þann þorsk, sem þó er hér í sjónum,“ segir Kristján Þórar- insson stofnvistfræðingur Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. „Þegar skoðaðar eru seiðatölurnar fyrir þorskinn er vandamálið það að aðferðin sjálf er ekki mjög góð sem spáaðferð og í rauninni er ekki til nein góð aðferð til að spá fyrir um þorskinn fyrr en hann er orðinn svolítið eldri. Þessi aðferð hefur þó það gildi að ef mjög lélegt kemur út úr seiða- leiðangri er viðkomandi árgangur lélegur en ef mjög gott kemur út úr leiðangririum er árgangurinn góður. Ef niðurstaðan er þar á milli er erfíðara að segja til um árgang- inn, þannig að menn mega gæta sín á að vera ekki of svartsýnir, en í ljósi þessara mælinga er þó óhætt að segja að ólíklegt sé að 1992- árgangurinn sé sá sterki árgangur, sem við höfum lengi beðið eftir." í fréttatilkynningu Hafrann- sóknastofnunar segir einnig: Flæði hlýsjávar vestur og norður fyrir land var töluvert í ágúst og var sjávar- hiti fyrir Norðurlandi hár og skilin milli hlý- og kaldsjávar lágu norðar- lega. Aftur á móti einkenndist ástand sjávar fyrir sunnan land af lágu hitastigi og lítilli upphitun yfir- borðslaga. Fyrir Austurlandi var sjávarhiti í efstu 100 metrunum einnig tiltölulega hár, þannig að þegar á heildina er litið var ástand á Islandsmiðum gott. Seiðavísitala ýsu var einnig mjög lág, eða svipuð og 1991. Stærð seið- anna var í slöku meðallagi. Fyrstu vísbendingar um stærð 1992- ár- gangs ýsu benda til þess að hann verði undir meðalllagi. Seiðavísitala loðnu var í góðu meðallagi seinustu 11 ár en stærð seiðanna var nokkuð undir meðallagi. Loðnuklakið 1992 virðist því hafa tekist þokkalega og það verður því afkoma seiðanna næstu misserin, sem mestu ræður um það hversu vel þessi árgangur skilar sér í veiðistofninn að tveimur árum liðnum. Mun minna var um karfaseiði í Grænlandshafí og við Austur-Græn- land en í fyrra og var fjöldi þeirra í slöku meðallagi. Mest var um þau í sunnanverðu Grænlandshafi og um miðbik þess. Lítið var um karfaseiði norðan til yfír grænlenska land- grunninu en mikið var á Fylkis- bankasvæðinu. Meira var um grál- úðuseiði en oft áður og voru þau mjög dreifð um Grænlandshaf og stærri en í meðallagi. Óvenju mikið var um sandsíli og marsíli, bæði við ísland og A-Grænland. Geitungastofninn á Norðurlandi hruninn / dag Einkavæðing borgarfyrirtækja Sveinn Andri Sveinsson segir að innan skamms muni fyrirætlanir um frekari einkavæðingu borgar- fyrirtækja koma fram og mögu- leikamir séu fjölmargir 13 Kynbætur i skógrækt_____________ Með kynbótum er talið að fá megi sterkan íslenskan lerkistofn 18 Fjárlaganefnd á faraldsfæti í heimsókn í Stykkishólmi 33 Leiðari Atvinnulífíð og vaxlastigið 22 , ..... pt'Tæuyy UM SJAVARÚTVM ,_B -C'i? ^ Ingólfur Skúlawon byjfgir rækjuverksniHyu á IndJamli H.U.JUT --ýjr-g ’ t' * 'K x •« LEiKTlORNII SEPTF.MBER Úr verínu ► íslendingur kaupir alþjóðlegt fisksölufyrirtæki og reisir rækju- verksmiðju á Indlandi - Fisk- vinnslan flyzt út á sjó á næstu árum - Börnin vilja fisk í raspi. Myndasögur ► Pennavinir - Leikhornið - Falin setning - Landafræði - Músateikningar - Drátthagi blý- anturinn - Rétt svör við þrautum GEITUNGUM hefur fjölgað veru- lega í Reykjavík frá því í fyrra en nær algjört hrun hefur orðið í stofninum á norðanverðu land- inu að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á Náttúru- fræðistofnun íslands. Hann segir að afdrif stofnsins fyrir norðan veki forvitni og allar upplýsingar um hann séu vel þegnar. Hann vekur athygli fólks á því að geit- ungar geti farið inn í barnavagna og bendir barnafólki á að strengja flugnanet fyrir skermana. Mikið hefur verið um að fólk hafi fundið geitungabú í ágúst og sept- ember að sögn Erlings. Hann sagði að flestir létu eyða þeim og hefur hann sjálfur eytt nokkrum tugum búa að undanförnu. Einhveijir beija svo í sig kjark og vinna sjálfir í búunum og til eru dæmi þess að fólk láti búin vera. Erling sagði að alltaf væri eitt- hvað um að fólk kvartaði undan stungum geitunga en þær væru ekki hættulegar. Aftur á móti fylgdi þeim yfirleitt sár og þungur verkur í 1-2 klukkutíma og á eftir bólgnaði hold- ið upp. Bólgan væri þó mjög mis- munandi mikil. Þegar spurst var fyrir um hver væru réttu viðbrögðin þegar geit- ungur nálgaðist eða sæti á fólki sagði Erling að best væri að vera Geitungabú. alveg kyrr því snöggar hreyfingar væru geitungum ógeðfelldar. Ekki sagðist hann þó geta sagt að hreyf- ingaleysi væri algjör trygging fyrir því að losna við stungu. Erling rakti fjölgun geitunga í Reykjavík til góðs sumars í fyrra og benti á að Jónsmessuhretið fyrir norðan gæti hafa haft áhrif á fækk- un þar. Engu að síður sagði hann að fækkunin væri forvitnileg og all- ar upplýsingar um ferðir geitunga fyrir norðan væru vel þegnar. Helst verður vart við geitunga þegar bú þeirra verða fyrir röskun og síðsumars þegar los er komið á búskapinn og þemur fara á vergang að sögn Erlings. Ef áfram verður sólríkt er búist við að þeir verði áfram áberandi út þennan mánuð og jafnvel fram í október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.