Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 Atvinnufrelsi Landamæraflakk- arar eru vandamál FLEIRI OG fleiri Frakkar frá héruðunum Lorraine og Alsace yfir- gefa Frakkland daglega til þess að stunda vinnu sína í Lúxem- borg, Þýskalandi og Sviss. Fjöldi þeirra er nú um 100.000, en þeim fer stöðugt fjölgandi. Bærinn Wisembourg í Norður- hluta Alsace er lýsandi dæmi. Þriðjungur vinnufærra íbúa bæjar- ins starfar hinum megin við Rín, í Þýskalandi. Bærinn er þar með orðinn að nokkurs konar þýskum svefnbæ. Ástæðan er einföld; 30-40% hærri laun en bjóðast í Frakklandi. í landamærahéruðum Frakk- lands er frelsi þegna Evrópubanda- lagsins til að stunda atvinnu hvar sem er innan bandalagsins löngu orðið hluti af lífi fólksins. En at- vinnufrelsið skapar einnig vanda- mál því það eru einungis Frakkarn- ir sem nýta sér það. Vandamálin sem skapast eru margs konar. Fyrst má nefna að samgöngukerfið ræður ekki með góðu móti við alla þessa umferð. A hverjum einasta morgni fara rúmlega 30.000 manns yfir landa- mæri Frakklands og Lúxemborgar, ýmist með lest eða á einkabifreið- um. Á hverju ári auka frönsku járnbrautirnar sætaframboð til Lúxemborgar um 10%. Fischer fer ekki rakleiðis heim Sveti Stefan. Eeuter. BOBBY Fischer gerir ekki ráð fyrir að halda rakleiðis heim til Kaliforníu eftir einvígið við Borís Spasskí í Svartfjalla- landi. Hann ætlar að vera í Sveti Stefan eða Belgrad í að minnsta kosti ár og ferðast milli Búdapest og Þýskalands. Fimmtán lífverðir umkringja Fischer jafnan og fréttamönn- um hefur ekki tekist að fá hann til að staðfesta áformin sem ábyggilegur heimildarmaður sagði frá. Samkvæmt upplýs- ingum mannsins vill Fischer halda áfram að tefla á skák- mótum, hann telur sig þó of gamlan fyrir stórmót og hyggst taka þátt í smærri keppnum og hraðskákmótum. Fischer hefur storkað bandarískum yf- irvöldum með framkomu sinni og ummælum síðustu daga og bendir það út af fyrir sig til að hann ætli ekki að flýta sér heim eftir keppnina við Spasskí. Þá er hin 19 ára gamla unnusta hans, Zita Rajcsani, búsett í Búdapest. Annað vandamál er verslun og viðskipti þessa fólks. Lúxemborg er efnað smáríki og þar er til dæm- is virðisaukaskattur 5-10% lægri en í Frakklandi og því er vöruverð þar almennt lægra. Flestir kjósa því að versla í Lúxemborg og stór hluti teknanna situr því eftir þar, sem aftur leiðir til þess að færri atvinnutækifæri skapast á heima- slóðum. Annar hluti vandans er hveijir sækjast helst eftir vinnu hinum megin við landamærin. Reynslan sýnir nefnilega að yfirleitt er um að ræða menntafólk sem oft og tíðum sættir sig við vinnu sem ekki gerir kröfur í samræmi við menntun þeirra. í Lúxemborg eru engar æðri menntastofnanir og mörgum Frökkum finnst að því betur sem þeir mennti fólk, því fljótara sé það að fá vinnu í Lúxem- borg. Þeir sem þykir grasið grænna hinum megin verða þó einnig að huga að framtíðinni. Yfirvöld í Frakklandi óttast nefnilega að ef atvinnuástand í Lúxemborg versni verði útlendingarnir fyrstir til að missa vinnuna, og þá verði engin störf að hafa á heimaslóðum. En enn sem komið er heldur þeim áfram að 'fjölga sem leita yfir i nágrannaríkið til að fá atvinnu. Reuter Mannijón í monsúnflóðum Pakistanskur hermaður ber konu á land úr bát sem notaður var til að bjarga fómarlömbum geysilegra flóða og aurskriða sem verið hafa í norðurhluta landsins síðustu daga vegna monsúnrigninga. Hundruð manna hafa týnt lífi, fjölmargra er saknað og um 3.000 þorp í hérað- inu Punjab eru undir vatni. Flóðgarðar sem eiga að varna vatni úr ánum Jhelum og Chenab leið að borginni Multan héldu enn er síð- ast fréttist. Margir borgarbúar láta fyrirberast á húsþökum þar sem þeir biðjast fyrir, muezzinar eða bænakallarar láta vel í sér heyra frá turnum moskanna. Multan hefur um milljón íbúa, er afar forn og heilög í augum múslima. Eignatjón er mikið, einkum á hrís- og baðmullarökrum. Kínaher beitt gegn uppreisnarseggjum Peking, Wahington. Reuter. KÍNVERSKI herinn hefur gefið út tilskipanir um aðgerðir til að berja niður óeirðir, þremur árum eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar í Peking. Tilskipanirnar, sem kynntar voru í gær en samþykktar í maímánuði, þykja sýna að Kommúnistaflokkurinn treystir enn á herinn til að tryggja völd yfir 1,1 milljarði þegna. Öldungadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt að neita beri Kínverjum um bestu kjör í viðskiptum við Bandaríkin nema að til komi breyting í átt til batnað- ar þar eystra á sviði mannréttinda. Öldungadeildarþingmenn áfram bestu kjara á næsta ári fel- greiddu ekki formlega atkvæði um ast í kröfum um framþróun í mann- skilyrðin en í stuttri umræðu sögðu andstæðingar frumvarpsins að með því vildu demókratar storka George Bush Bandaríkjaforseta, afleiðing- arnar yrðu einangrun Kína og þús- undir atvinnulausra Bandaríkja- manna. Fylgismenn sökuðu kín- versk yfirvöld um undirokun þegn- anna og mannréttindabrot og sögðu útlit fyrir að viðskiptahalli landanna næði 20 milljörðum á árinu. Skilyrðin sem þingmenn vilja setja fyrir því að Kínverjar njóti réttindamálum, lausn þeirra sem fangelsaðir voru eftir mótmæli lýð- ræðissinna í Peking 1989, breyt- ingu óréttmætra viðskiptahátta og hlýðni við hindranir á útflutningi eldflauga og kjarnorku. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vetur neitunarvaldi gegn frumvarpi um viðskiptahömlur gagnvart Kína og á þingi féllu atkvæði 60-38, en tvo þriðjuhluta þarf til að hnekkja synjun forsetans. Því hefur hann ekki þurft að sæta hingað til. Tilskipanir kínverska hersins benda til að yfirvöld dragi þrenns konar lærdóm af þeim alþjóðlega álitshnekki sem þau urðu fyrir við drápin á Torgi hins himneska frið- ar: Óeirðir skulu kæfðar í fæðingu, með eins lítilli valdbeitingu og unnt er og úr augsýn erlendra frétta- manna. Þó er ekki girt fyrir byssu- notkun en tekið fram að hvorki skuli skotið í hrinum né inn í hóp manna. Hvatt er til sérstakrar árvekni hersins á landamærasvæðum þar sem íbúar hafa krafist sjálfstjórnar og sagt að halda skuli leiðtogum byltingarsinna frá glæpahyski og erlendum óvinaöflum. í tilskipunum hersins segir að handtaka eigi út- lenda fréttamenn á óleyfilegum þvælingi þegar óeirðir blossa upp og gera upptæk tæki þeirra, skjöl og efni sem unnið hefur verið. Ný tt Libresse inv isib 21 Amato fær stuðning GIULIANO Amato, forsætis- ráðherra Ítalíu, fékk í gær póli- tískan stuðning við þá stefnu sem hann hefur boðað til bjarg- ar veikburða efnahagslífí Ítalíu. Á sama tíma var ljóst að ítalska líran stæði illa, þrátt fyrir að aðeins tveir dagar væru liðnir frá gengisfellingu hennar. Osc- ar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, sagði í hvassyrtri yfirlýsingu, að hann styddi efnahagsáætlun Amatos. Hann hrósaði stjórn- völdum fyrir dugnað við að kveða niður pólitíska spillingu og hvatti einarðlega til að kné yrði látið fylgja kviði. Forsetinn skoraði enn fremur á stjórn- málaflokka, verkalýðsfélög og vinnuveitendur að sýna ábyrgð og axla sinn hluta af byrðunum. Hægriöfgar í Hollandi HÆGRI öfgaflokkur, sem ætl- unin er að fylgi svipaðri stefnu og hægri þjóðernisflokkurinn Vlaams Blok í Belgíu, hefur verið stofnaður í Hollandi. Eitt af stefnumörkum flokksins, sem kallaður er Hollands Blok, er að berjast fyrir verndun „hol- lensks menningarsamfélags". Hollenskum hægriöfgamönn- um hefur hingað til ekki tekist að vinna hylli almennings eins og skoðanabræðrum þeirra víða í Evrópu. Bretar aftur- kalla bóluefni BRESK heilbrigðisyfirvöld aft- urkölluðu í gær tvær gerðir af bóluefnum sem notaðar hafa verið til að vernda börn gegn mislingum, hettusótt og rauð- um hundum, þar sem rannsókn- ir sýndu fram á tengsl bóluefn- anna við væga heilahimnu- bólgu. Heilbrigðisráðuneytið sagði, að áhættan væri mjög lítil, þar sem aðeins eitt af hverjum 11.000 börnum kynni að veikjast. Bóluefnin sem aft- urkölluð voru eru Pluserix- MMR og Immravax. Hyggst selja húsið til að kosta aðgerð NORÐUR-írinn George Jamison hefur ákveðið að selja hús sitt til að komast í hjartaaðgerð á einkasjúkrahúsi, því að annars yrði hann að bíða í allt að þrjú ár, þar til hann verður 48 ára. Læknar hafa lýst yfir að hann geti hvenær sem er fengið hjartaáfall og þarf hann því á 8000 pundum (um 850.000 ÍSK) að halda. Libresse invisible er aðeins 4 mm. þykkt. Nýja Libresse bindið er helmingi þynnra en venjuleg dömubindi en alveg jafn öruggt. Það er fest með tveimur litlum vængjum, (límflipum), þunnt, öruggt og þægilegt. Ysta lag bindisins, sem er úr nýju efni (Dry sensation), er alltaf þurrt viðkomu, 100% óbleikt. Þú hreinlega tekur ekki eftir nýja Libresse invisible dömubindinu. Libresse - alveg náttúrulegt. Kaupsel hf. Sími: 27770 - 27740

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.