Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1-6. SEPTEMBER 1992
27
Sjávarútvegs-
fræðinemar
Fræðstum
sjávarúteg á
Austurlandi
25 manna hópur
í námsferð
NEMAR í sjávarútvegsfræði
við Háskólann á Akureyri
leggja í dag, miðvikudag, land
undir fót, en um 25 manna
hópur heldur austur á land til
að kynna sér fiskvinnslufyrir-
tæki þar og ræða við sveitar-
stjórnarmenn á svæðinu.
Skarphéðinn Jósepsson nemi í
sjávarútvegsdeild sagði að hug-
myndin væri sú að á hverju hausti
heimsæktu verðandi sjávarútvegs-
fræðingar einn landsfjórðung og
kynntu sér fyrirtæki á sviði út-
gerðar og fiskvinnslu auk þess að
ræða við sveitarstjórnarmenn.
Yrði hugmyndin að veruleika
hefðu menn við útskrift heimsótt
alla landsfjórðunga.
Lagt verður af stað austur frá
Akureyri í dag, miðvikudag, en
ferðin stendur fram á laugardag.
Fyrst verður farið á Norðfjörð,
síðan á Eskifjörð, Reyðarfjörð og
Fáskrúðsfjörð, þá á Seyðisfjörð og
loks á Egilsstaði, þar sem m.a.
verður rætt við forsvarsmenn sam-
taka sveitarfélaga á Austurlandi.
„Við stefnum að því að koma
sem víðast við og kynnast þannig
því sem er að gerast á okkar sviði
fyrir austan, en það má líka segja
að við séum að sýna okkur og sjá
aðra,“ sagði Skarphéðinn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þrátt fyrir blauta garða var verið að taka upp kartöflur af
fullum krafti á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi í gær.
Kartöflubændur
bíða eftir þurrki
„VIÐ bíðum bara róleg eftir sól og blíðu,“ sagði Eiríkur Sigfús-
son bóndi á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi, en þar á bæ hefur
kartöfluupptaka staðið yfir síðustu fjóra daga. Óvenjulítið er
búið að taka upp af kartöflum almennt miðað við árstíma, enda
hafa miklar rigningar sett strik í reikninginn og eru kartöflu-
garðar víðast hvar nvjög blautir og erfiðir yfirferðar.
Eiríkur á Sílastöðum sagði að
uppskeran í sínum görðum væri
þokkaleg, en að sögn Ólafs G.
Vagnssonar er uppskera æði
misjöfn á svæðinu, eða allt frá
því að vera í þokkalegu meðal-
lagi og niður í að vera afar léleg.
Mikið hefur rignt að undan-
fömu og eru kartöflugarðar
blautir og erfitt að komast um
þá víða. Eiríkur sagði að upptak-
an hefði þó gengið sæmilega
fram að þessu, en afleitt yrði ef
áfram héldi að rigna. Djúpur
jarðvegur í görðunum væri til
bóta, lengri tíma tæki að gegn-
blotna en þar sem grynnra væri.
Kartöflugrös eru enn ekki fall-
in og sagði Eiríkur að spretta
væri enn í gangi, menn biðu því
rólegir eftir að sólin léti sjá sig,
en upptökutíminn stæði yfir fram
undir næstu mánaðamót.
Slæmt atvinnuástand á haustdögum
Tæplega 100 nýskrán-
ingar atvinnulausra það
sem af er september
Á FYRSTU tveimur vikum septembermánaðar hafa á milli 90 og
100 manns komið til nýskráningar lijá Vinnumiðlunarskrifstofu
Akureyrar og þarf að leita alllangt aftur í tímann til að finna svo
margar nýjar skráningar á svo skömmum tíma. Þetta gerist á sama
tíma og um það bil 60 manns sem voru á atvinnuleysisskrá hafa
fengið vinnu í svokölluðu átaki í atvinnumálum sem nú stendur yfir
og að nokkur fjöldi fólks hafi verið ráðið til vinnu á sláturhúsi.
Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur
forstöðumanns Vinnumiðlunar-
skrifstofunnar er nú um 250 manns
á atvinnuleysiskrá og sagði hún
atvinnuástand afar bágborið um
þessar mundir. Á milli 90 og 100
manns hafa komið til skráningar á
atvinnuleysiskrá á fyrstu tveimur
vikum þessa mánaðar og sagði hún
að langt væri síðan svo margar
nýskráningar hefðu verið á þetta
skömmum tíma, eða nokkur ár. Af
þeim sem komið hafa til nýskrán-
ingar er um 30 manna hópur sem
unnið hefur hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa, en þar er einkum um
að ræða skólafólk.
Á atvinnuleysiskrá eru um 250
manns nú, þrátt fyrir að um 60
manns sem voru á atvinnuleysis-
skrá hafi verið ráðnir til ýmissa
starfa í átaki gegn atvinnuleysi sem
nú stendur yfir á Akureyri og að
nokkur fjöldi fólks hafi fengið at-
vinnu í tengslum við sláturtíð.
Kristín Hjálmarsdóttir formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, sagðist
merkja að nokkur hreyfing væri á
sínu fólki á atvinnuleysisskránni
vegna átaksins. Rúmlega 60 Iðjufé-
lagar eru án atvinnu af um 500
vinnandi félagsmönnum, þannig að
atvinnuleysi meðal félagsmanna er
Bæjarfulltrúar óttast auknar álögur ríkisvaldsins
Þrátt fyrir fjárþröng er ekki
rétt að ganga í annarra vasa
segir Björn Jósef Arnviðarson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
„FRAMUNDAN kunna að vera erfiðir tímar í rekstri, hvort sem
það snýr að sveitarfélögum, ríki, fyrirtækjum eða einstaklingum
og því nauðsynlegt að leita allra leiða til að nýting fjármuna verði
sem best. Umræður um aukin verkefni sveitarfélaga verða æ hávær-
ari og sveitarfélögin sjálf hafa í reynd ekki staðið gegn því að
taka að sér fleiri verkefni að því gefnu að tryggt væri að tekjur
fylgdu þessum auknu skyldum," sagði Ilalldór Jónsson bæjarstjóri
á Akureyri í ræðu við fyrri umræðu um þriggja ára áætlun bæjar-
ins um rekstur, fjármál og framkvæmdir á árunum 1993 til 1995.
í umræðum kom fram í máli bæjarfulltrúa ótti við að forsendur
áætlunarinnar gætu breyst legði rikisvaldið auknar álögur á sveitar-
félögin.
í máli bæjarstjóra kom fram að
reynsla undanfarinna missera hvað
varðar samstarf ríkis og sveitarfé-
laga væri ekki hvetjandi fyrir
Ahugafólk um
lifandi tónlist
stofnar félag
STOFNFUNDUR Félags áhuga-
fólks um lifandi tónlist verður
haldinn í Dynheimum annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.
Markmið félagsins verður að
glæða tónlistarlíf í bænum og þá
mun það beita sér fyrir því að félag-
ið eignist æfingahúsnæði og félags-
aðstöðu.
Að loknum stofnfundi verður
stormað á Dropann þar sem félags-
menn bjóða upp á sveiflu, en m.a.
verður þar spilaður blús og jass.
(Fréttatilkynning)
sveitarfélögin. „í þessu efni, sem
öðru verður hvor að teysta hinum
og það er auðvitað ekki sanngjarn
leikur þegar annar aðiiinn hefur
dómarann og þann sem semur leik-
reglurnar á sínU valdi. Sveitarfélög-
in eru tilbúin að taka að sér aukin
vérkefni, gegn því skilyrði að samn-
ingar um slíka verkaskiptingu séu
traustir og hægt að byggja sína
áætlanagerð á þeim grundvelli til
nokkurra ára í senn,“ sagði Halldór.
í máli bæjarfulltrúa kom fram
ótti um að nýgerð þriggja ára áætl-
un um rekstur og framkvæmdir
bæjarins gæti raskast ef ríkisvaldið
myndi áfram leggja auknar álögur
á sveitarfélög. Jakob Björnsson,
Framsóknarflokki sagði áætlunina
í uppnámi vegna fyrirhugaðra að-
gerða ríksivaldsins, trúnaðarbrest-
ur sem orðið hefði milli ríkis og
sveitarfélaga væri af hinu illa og
slæmt væri að ríkisvaldið stuðlaði
að því að gera slíkar áætlanir
ómarkvissar og gætu menn eins
reiknað með að lækka þyrfti ein-
hveija liði áætlunarinnar vegna
þessarar óvissu.
Sigríður Stefánsdóttir forseti
bæjarstjórnar sagði óskiljanlegt ef.
ríkið ætlaði að efna til ófriðar við
sveitarfélögin. Hún nefndi svokall-
aðan lögregluskatt sem lagður var
á sveitarfélögin síðasta vetur og að
þá hefði verið talað um að hann
yrði einungis settur á í eitt ár, en
því miður virtist sem ríkið ætlaði
ekki að gefast upp við að leggja
nýjar álögur á sveitarfélögin miðað
við þau áform sem uppi væru.
Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði ekki líðandi að
ríkið seildist á ný í vasa sveitarfé-
laganná og tilhugsunin um að jafn-
vel enn hærri álögur yrðu lagðar á
sveitarfélögin nú væri skelfileg.
„Þrátt fyrir fjárþröng ríkissjóðs er
það ekki stórmannlegt að ganga í
annarra vasa,“ sagði Bjöm. Þórar-
inn E. Sveinsson, Framsóknar-
flokki, sagði vinnubrögð ríkisins
geta riðlað áætluninni allnokkuð,
en flokkssystir hans, Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir, benti á að óþarfí
væri fyrir bæjarfulltrúa að æsa sig
um of yfir málinu áður en „við vit-
um hvað við fáum í hausinn".
um 11%. „Það er alls staðar sam-
dráttur og langt í frá að ástæða
sé til bjartsýni á betri tíð, menn sjá
ekkert nýtt framundan og jafnvel
frekar að ástandið versni," sagði
Kristín.
Björn Snæbjörnsson formaður
verkalýðsfélagsins Einingar sagði
að nú fengju 145 Einingarfélagar
atvinnuleysisbætur og væri það
hærri tala en sést hefði um alllang-
an tíma. „Ástandið er óvenju slæmt
núna, allsheijar samdráttur á öllum
sviðum og dauft yfir. Atvinnurek-
endur taka enga áhættu og þar
spilar eflaust inn í óvissa um niður-
skurð ríkisvaldsins á næsta ári,“
sagði Björn. „Þetta er óvenjuslæmt
ástand miðað við árstíma, hefð-
bundin haustvinna eins og við ýms-
ar verklegar framkvæmdir og á
sláturhúsum gera yfirleitt að verk-
um að tímabundið fækkar á at-
vinnuleysisskrá og þá stendur líka
yfir átak í atvinnumálum, en samt
eru þetta margir atvinnulausir."
♦ ♦ >------
Mývatnssveit
Nýr skóla-
stjóri ráðinn
Bjðrk, Mývatnssveit.
KENNSLA hófst í barna- og
unglingaskólanum í Mývatns-
sveit 10. september sl. Kennt
verður í Reykjahlíð og á Skútu-
stöðum. Nemendur verða 80 í
vetur óg tala kennara verður sú
sama og var á síðasta skólaári.
Garðar Karlsson tekur nú við
skólastjórn í Mývatnssveit. Garðar
hefur undanfarin ár verið skóla-
stjóri í Eyjafirði. Þráinn Þórisson
sem búinn er að vera skólastjóri
hér í 45 ár lætur af skólastjórn
vegna aldurs. Mývetningaar færa
honum bestu þakkir fyrir farsælt
og árangursríkt skólastarf.
Nýr bamaskóli er í byggingu í
Reykjahlíð. Reiknað er með að
kennsla hefjist þar haustið 1993.
Ákveðið er að fara af stað með
skólabúðir hér í Mývatnssveit í
vetur. Gert er ráð fyrir að þær
hefjist í byijun októbermánaðar.
Munu þessar búðir verða með svip-
uðu sniði og á síðastliðnum vetri.
Var talið að þá hefði mjög vel til
tekist.
— Kristján
Einn á sjúkrahús
eftir árekstur
Harður árekstur varð er tveir
bílar skullu saman á gatnamótum
Lönguhlíðar og Skarðshiíðar laust
fyrir kl. 13 í gær. Ökumenn voru
einir í bflum sínum og var annar
þeirra með skurð á höfði eftir
áreksturinn og var fluttur á
sjúkrahús, en meiðsl voru ekki
alvarleg að sögn varðstjóra lög-
reglunnar. Báðir bílarnir eru mik-
ið skemmdir. Öðrum bílnum, af
gerðinni Volvo, var ekið austur
Lönguhlíð og hugðist ökumaður
beygja í norður upp Skarðshlíð,
en lenti þá á bíl sem ekið var nið-
ur götuna. Biðskylda er við
Lönguhlíð.
Morgunblaðið/Rúnar Þór