Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Tækifæri til að rífa okkur upp - segir Atli Helgason, fyrirliði Víkings VÍKINGUR og ZSKA Moskva mætast í Evropukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli ídag og hefst leikurinn klukkan 17.30. „Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Atli Helgason, fyrirliði Víkings. „Þungu fargi er af okkur létt og þetta er tækifærið til að rífa okkur upp.“ á færri mörkum gerðum á útivelli. Atli sagði að Víkingar vissu nán- ast ekkert um liðið. „Við höfum séð á myndbandi að þeir eru eldfljótir og með leiknina í lagi, láta boltann ganga, spila upp kantana og eru með einn sókndjarfan miðjumann, en eftir því sem okkur er sagt er ekki um reynslumikið lið að ræða. Möguleikar okkar felast ef til vill í líkamsstyrknum og við reynum að notfæra okkur hann eftir megni.“ Atli sagði að áhersla yrði lögð á að menn gleymdu sér ekki í varnar- leiknum og leikur Framara í gær væri víti til varnaðar. „Við höfum allt að vinna og förum ekki út á völl til að tapa. Við vitum að á bratt- ann verður að sækja, en leggjum okkur alla fram. Þetta verður fyrsta skrefið í undirbúningnum fyrir næsta tímabil og tími er kominn til að rétta úr kútnum." ÚRSLIT Evrópukeppni bikarhafa StoJ<khólmur: AIK - Árhus (Danmörku).............3:3 Pascal Simpson (51.), Peter Hellström (56.), Vadim Yevtuchenko (85.) - Stig Tosting (15.), Torben Christiansen 2 (36., 54.). 3.976 Bremen: Werder Brcmen - Hannover...........3:1 Wynton Rufer 2 (19., 28.), Rune Bratseth (45.) - Roman Wojcicki (26. - vítasp.). 17.000 Airdrei, Skotlandi: Airdrieonians — Sparta Prag (Tékk.)..0:l - Sopko (88.). 7.000. Lurgan, N-írlandi: Glenavon — Antwerpen (Belgíu)......1:1 Smith (45.) - Lehnhoff (46.). UEFA-keppnin Köln: Köln - Celtic......................2:0 Jan Jensen (24.), Frank Ordenewitz (82.). 15.000 Malta: Floriana (Möltu) - Dortmund.......0:1 Michael Rummenigge (21.). 5.000 Neuchatel: Neuchatel (Sviss) - Frem (Danm.)...2:2 Sutter (50.), Manfreda (52.) - Mikkelsen (17.), Henchoz (21. - sjálfsm.). 8.000 Edinborg: Hibs (Skotl.) - Anderlecht.........2:2 Beaumont (4.), McGinley (80. - De Gryse (39. - vítasp.), Van Vossen (67.). 14.213 Caen, Frakklandi: Caen - Real Zaragoza (Spáni).......3:2 Xavier Gravelaine (7., 14.), Paille (37.) - Garcia Sanjuan (37.), Miguel Pardeza (79.). 7.000. England Úrvalsdeild: Blackburn - Everton.............2:3 (Shearer vsp. - 12., 74.) - (Cottee 22., 81., Ebbrell 39.). 19.563. íslandsmótið, 2. deild: Víðir - Þróttur............... 3:1 Sævar Leifsson 2, Brynjar Jóhannesson - Ingvar Ólafsson. Akureyrarmótið Þór- KA..........................4:2 Kristján Kristjánsson, Halldór Áskelsson, Sveinbjörn Hákonarson, Bjarni Sveinbjörns- son - Pavel Vandas, Þórhallur Hinriksson. ■ KA komst i 2:0 en staðari f hálfleik var 2:1. Fjáröflunarleikur ÍA - „Útlendingahersveitin.........2:1 Firmakeppni Firmakeppni Víkings í knattspyrnu innan- húss fer fram í Víkinni n.k. sunnudag. Þátt- taka tilkynnist fyrir föstudag, en nánari upplýsingar í síma 813245 og 687755. Bikarkeppnin: FH-ingar til Eyja Dregið var í 1. umferð bikar- keppni HSÍ í gær. Það er ljóst að þijú 1. deildarlið falla úr eftir fyrstu umferð þar sem þau lenda saman. Það eru Stjarnan - Selfoss, Fram - Þór og ÍBV - FH. Leikirnir fara fram sunnudaginn 25. októ- ber. Eftirtalin lið drógust saman, heimalið nefnt á undan: Stjarnan - Selfoss, KR - Haukar, Hauk- ar-B - Afturelding, Valur-B - KA, HKN - Valur, Grótta - Fylkir, UBK - ÍH-B, Fjölnir - ÍR, Fram - Þór, Ármann - Vík- ingur, Leiftri - HK, Ögri - ÍR-B, ÍBV - FH, FH-B - Ármann-B og ÍBV-B - ÍH. B-lið Fram situr yfir í 1. umferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjamenn færðu Víkingum uppstoppaðan lunda sem þakklætisvott fyrir hjálpina, en í síðustu viku æfðu nokkrir leikmenn ÍBV með Víkingum fyrir lokaumferð íslandsmótsins, auk þess sem Víkingur sigraði Breiðablik á sunnudag, sigur sem kom ÍBV mjög til góða. Á myndinni eru frá vinstri Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson og Víkingarnir Þorsteinn Þorsteinsson, Ólafur Árnason, áður ÍBV, Janni Zilnik, og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Rússneska liðið vann Rostov 4:0 í þriðju umferð deildarinnar ytra, en leikurinn fór fram s.l. fimmtudag. Framheijinn og lands- liðsmaðurinn Sergeev var með þrennu í leiknum, en í síðustu níu leikjum hefur liðið gert 17 mörk og fengið á sig 12, sigrað í þrem- ur, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum. Liðið mætti Roma frá Ítalíu í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa í fyrra, tapaði 2:1 heima en vann 1:0 úti og féll því úr keppni Val spáð meistaratitlinum ÍSLANDSMÓTIÐ íhandknatt- leik hefst í kvöld með sex leikj- um í 1. deild. Fimm hefjast kl. 20:00, en einn kl. 20:30. Búist er við spennandi keppni. Keppnisfyrirkomulag er með sama sniði og í fyrra þar sem liðin tólf keppast um að kom- ast í úrslitakeppni átta efstu liða. Erfitt er að spá um styrkleika lið- anna í vetur þar sem töluvert hefur verið um mannabreytingar hjá liðunum frá síðasta vetri. Sam- kvæmt spá forráðamanna 1. deild- arliðanna, sem birt var á blaða- mannafundi í gær er Val og ís- lands- og bikarmeisturum FH spáð bestu gengi. Valsmenn hlutu 102 stig af 120 mögulegum. FH kom rétt á eftir með 100 stig. Samkvæmt spánni munu ÍBV og ÍR verma neðstu tvö sæti deildarinnar. Á blaðamannafundinup, i gær kom fram að enn ætti eftir að ganga frá félagaskiptum 25 leikmanna. Forráðamenn félaganna sögðust vera að ræða málin og vonuðust til að flest þeirra yrðu leyst áður en flautað yrði til leiks í kvöld. Þeir töldu þó að líklega yrðu fimm til tíu félagaskipti erfiðari viðfangs en önn- ur og óvíst hvort um semdist fyrir kvöldið. Átta efstu liðin eftir undankeppn- ina leika í sérstakri úrslitakeppni sem hefst 16. apríl. Lið númer 9 og 10 í forkeppninni verða um kyrrt í deildinni en tvö neðstu liðin falla í 2. deild. Geir Sveinsson er aftur kominn í raðir Valsmanna. íslenska útvarpsfélagið helsti styrktaraðilinn Samtök 1. deildar félaga og íslenska útvarpsfélagið komust að samkomulagi í gær þess efnis að fyrirtækið yrði helsti styrktaraðili íslandsmótsins í vet- ur og keppnin í 1. deild karla yrði nefnd Stöðvar 2 mótið. Sigurður I. Tómasson, talsmað- ur samtakanna, sagði á frétta- mannafundi að samningurinn væri mjög góður, „einn sá besti peningalega." Aðspurður um inni- hald samingsins sagði Sigurður að ekki kæmi til greina að segja frá efni hans, fjölmiðlum kæmi það ekki við og það yrði ekki gefið út! Svörin féllu í grýttan jarðveg og svo^fór að fulltrúi Islesnka útvarpsfélagsins sagði samning- inn ekkert leyndarmál og sárs- aukalaust væri af hálfu fyrirtæk- isins að nefna upphæðir, en færð- ist undan að svara beinum spurn- ingum þess efnis. Hann sagði að landsliðið hefði verið landi og þjóð til sóma og heiður væri að styrkja hreyfinguna. Fram kom í máli hans að Stöð 2 hefði keypt nafnið á mótinu en hefði ekki einkarétt á útsendingum heldur forgangs- rétt á beinum útsendingum. Að- spurður sagði hann ennfremur að útsendingar yrðu sjálfsagt bæði í opinni og læstri dagskrá. Samtökin sáu að sér Eftir að fréttamannafundinum lauk sendu samtökin fjölmiðlum símbréf, þar sem kom fram auk ofanritaðs að íslenska útvarpsfé- lagið hefði forgang að aðstöðu á keppnisstöðum og samningurinn væri metinn á þrjár milljónir. Þar af væru beinar peningagreiðslur til samtakanna 1,5 millj. króna/ en hinn helmingurinn væri í formi auglýsinga. Spáin Forráðamenn 1. deildarfélag- anna spáðu um úrslit íslands- mótsins og fer spái þeirra hér á eftir: 1. Valur 102 2. FH 100 3. Stjarnan 89 4. Selfoss 82 5.KA 48 6. HK -. 47 6. Fram 47 8. Víkingur 45 9. Haukar 40 10. Þór 24 ll.ÍBV 20 12. ÍR 16 HANDKNATTLEiKUR / ISLANDSMOTIÐ J Frjálsíþróttaþiálfari Héraóssambandið Skarphéðinn óskar eftir aó ráða frjálsíþróttaþjálfara fyrir komandi æfinga- og keppnistímabil. Umsóknir berist á skrifstofu HSK, Engjavegi 44, Selfossi, fyrir 25. september nk. Nánari upplýsingar í síma 98-21 1 89. V r KNATTSPYRNA / 2. DEILD Víðismenn kuöddu med sigri Víðismenn kvöddu 2. deild með 3:1 sigri Þrótturum í gærkvöldi. Þróttarar voru betri í fyrri hálfleik og fengu nokkur ákjósanleg færi til að setja mörk. Víðismenn komu sterkir til leiks eftir hlé. Það var Sævar Leifsson sem setti fyrsta mark Víðis á 63. mínútu eftir góðan undirbúning Hlyns Jóhannsson- ar. Sævar bæti síðan við öðru marki á 84. mínútu, en Þróttarar gáfust ekki upp og þeir náðu að minka muninn með marki Ingvars Ólafssonar tveim mínútum fyrir leikslok, en mínútu síðar gulltryggði Brynjar Jóhannesson sigur Víðis- manna. B.B. í kvöld Knattspyrna Víkingur - ZSKA Moskva......18.30 Handknattleikur 1. deild karla Akureyri, Þór- Fram.........20.30 Digranes, HK - Víkingur........20 Selfoss, Selfoss - Stjarnan....20 Seljaskóli, ÍR - FH............20 Strandgata, Haukar - ÍBV.......20 Valsheimili, Valur - KA........20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.