Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
39
ísland á sér von
Frá Ingvari Hallgrímssyni:
Þegar íslenskir fiskifræðingar
birtu hinn ómerkilega áróður sinn
í vor, um að lukkudýr Islendinga,
þorskurinn, væri orðinn sjaldséður
á miðunum — studdir af mr. Pope
og alþjóðahafrannsóknaráðinu —
ruku upp menn, sem Jónas rit-
stjóri nefndi af skömmum sínum
grínista og ábyrgðarleysingja, en
eru í raun þjóðhollir ráðdeildar-
menn, og afhjúpuðu þeir aigjör-
lega fiskifræðingana. Þeir kynnu
nú ekki einu sinni að reikna, og
helst mátti ætla, að þeir teldu
tvisvar tvo vera þijá og trekvart
og önnur vísindi þeirra væru eftir
því. Slíka fávisku líður ekki gáfu-
þjóðin.
í umræðunum kom í ljós, eins
og vitað var, að íslendingar eiga
fjöldann allan af fiskifræðingum,
utan þessara ríkisreknu á Hafró,
og birtu þeir hinar markverðustu
tillögur og settu fram splunkunýj-
ar kenningar í fiskifræði, er
væntanlega munu valda hreinni
byltingu innan þessarar vesölu
fræðigreinar og var sannarlega
mál til komið. Einna merkastar
voru kenningarnar um, að það
hefði slæm áhrif að safna fiski í
sjóinn, samanber aldamótakarf-
ann og golþorskinn hér áður fyrr
(voru þetta bara ekki smátittir?),
og svo hitt að mikil sókn í lítinn
stofn gæfi best af sér (liggur það
ekki í augum uppi?). Litlu lakari
voru þær velgrunduðu kenningar
aflaskipstjórans mikla, að í vor
hefði þorskurinn synt suður um
höfin, síðan flúið undan togurum
upp á öll grunn, en væri nú kom-
inn norðaustur í Barentshaf. Þetta
gerir suðvestanáttin, og gefi nú
Guð, að duglega blási af norð-
austri svo að stofninn drattist heirn
til sín aftur. Væri nú ekki ráð, að
veðurfræðingar spáðu norðaustan-
átt í hafdjúpunum allt fram að
vertíð? Á traustum grunni stendur
einnig sú kenning doktors eins,
að fijósemi þorsks vaxi, búi hann
við sult og seyru, enda er það vel
skiljanlegt. Við hvað eiga blessuð
dýrin að gamna sér, þegar þau fá
ekki loðnuna sína að éta, en verða
að láta sér nægja vonda rækju til
ætis? Doktorinn telur nefnilega af
hyggjuviti sínu, að þorski finnist
rækja með afbrigðum vond
(bölvaður gikkurinn).
Nú er það svo með nýjar kenn-
ingar, að ekki er nægilegt að koma
þeim á framfæri í dagblöðum, þær
þurfa að birtast í vísindaritum eða
vera fram bornar á vísindalegum
ráðstefnum og hljóta þar maklega
umfjöllun og væntanlega lófa-
klapp. Ella er viðbúið að þær
gleymist í dægurmálaþrasi og að
vísindin fari á mis við allt saman,
en það vilja allir alvöru kenninga-
smiðir forðast. Nú ber svo dásam-
lega vel í veiði, að í næsta mánuði
hefst ársfundur alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, en ráð þetta er aðal-
vígi þeirra spámanna, sem telja
að fátt sé um þorsk í sjó hér við
land. Á fundi þessum verður m.a.
rætt um ástand þorskstofnsins við
ísland. Hingað til hafa fiskifræð-
ingar á Hafró sótt fundi þess fyrir
íslands hönd, jafnvel verið þar í
forsæti og fengið samþykktar þar
VELVAKANDI
HJÓL
Nýlegt blátt drengjahjól
fannst I Árbænum. Upp í síma
71331 eða síma 31755.
LÆÐA
Tveggja ára gömul læða týnd-
ist frá Hamrahlíð 1 þann 1. sept-
ember. Hún er svört, brún,
drapplit og hvít. Bakið er svart
og brúnt. Hún var vel merkt.
Vinsamlegast. hafið samband í
síma 19827 ef hún hefur fund-
ist.
KETTLINGAR
Tveir 10 vikna gamlir kassa-
vandir kettlingar fást gefins.
Annar er dökkgrár og hvítur en
hinn ljósgrár og hvítur. Upplýs-
ingar í síma 77636.
SKÓR
Svartir skór með ökklabönd-
um töpuðust fyrir nokkrum vik-
um. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 10413.
Fundarlaun.
LYKLAR
Margir lyklar á lyklahring
töpuðust við Möðrufell eða á
leikvelli við Iðufell. Einnig er á
kippunni gamalt álmerki frá lög-
reglunni í Reykjavík og er núm-
er á því. Ung börn munu hafa
tekið lyklana í Möðrufelli 3 en
týnt þeim einhvers staðar á fyrr-
nefndum svæðum. Þeir sem
kynnu að hafa fundið umrædda
lykla, vinsamlegast hafi sam-
band í síma 75485, helst að
kvöldi til því þar býr aðeins einn
maður. Lyklarnir ganga að
fjölda dyra á mikilvægum stað.
PRJÓNADÓT
Poki með pijónadóti og 5
pijónum fannst fýrir skömmu.
Upplýsingar í síma 17315
GOLFKYLFUR
Þijár golfkylfur töpuðust af
bíl laugardaginn 12. september
á leiðinni frá Garðabæ til golf-
valla Oddfellowa í Urriðavatnsd-
ölum. Skilvís finnandi vinsam-
legast hringi í síma 657472.
ÁKEYRSLA
Laugardaginn 12. september
var ekið utan í hliðina á gráum
Galant, R-58368, og er hann
stórskemmdur. Enginn gaf sig
fram sem tjónavaldur og er
þetta mikið tjón fyrir eiganda
bílsins. Ef einhver sjónarvottur
hefur verið að ákeyrslunni er
viðkomandi beðinn að hafa sam-
band í síma 675370 til kl. 17
eða 672448 eftir kl. 18. Atburð-
urinn átti sér stað á bílastæði
við Hólagarð í Breiðholti um
hádegið. Einnig má hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík.
JAKKI
Grænn Barböru-leðurjakki
tapaðist á Coka Cola-rokk.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 657071.
HJÓL
Svart Moon goose, 24 tommu,
hvarf frá Skeiðarvogi í síðustu
viku. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 33966.
Fundarlaun.
þær tillögur, sem eru rót efnahags-
vandans á íslandi, eða hvað? Nú
er svo sannarlega mál að linni,
enda kalla breytt viðhorf á breytt
viðbrögð, og segir þjið sig reyndar
sjálft, jafnaugljóst og það er. Því
ber nú skilyrðislaust að láta fiski-
fræðingana sitja heima, en senda
þess í stað sterka sendinefnd á
umræddan fund, útvalda úr hópi
helstu nýkenningasmiða og láta
þá skýra fundinum frá reynslu
sinni og byltingarkenndum kenn-
ingum, eins og þeir hafa lýst þeim
í íslenskum blöðum. Kenninga-
smiðunum ber ótvíræð skylda til,
þjóðar sinnar vegna, að koma hin-
um merku kenningum sínum á
framfæri á alþjóðavettvangi, ekki
eiga þær skilið að liggja í láginni.
Sömuleiðis hvílir sú skylda á ís-
lenskumyfirvöldum að gera mönn-
um kleift að koma skoðunum sín-
um á framfæri á alþjóðlegum
fundi. Hér er mikið í húfi, og ann-
að slíkt tækifæri gefst ekki í bráð.
Hinar nýstárlegu kenningar munu
án efa hljóta hina mestu eftirtekt
og gætu gjörbylt allri fiskifræð-
inni, enda er helst að skilja á heil-
brigðisráðherra, að þar standi ekki
steinn yfir steini, og ekki er hann
neinn ábyrgðarleysingi og því síð-
ur grínisti. Alþjóðahafrannsókna-
ráðið yrði vafalítið að fallast á hin
pottþéttu íslensku rök — studd
veðurfræði — og falla frá öllum
fyrri ’yfirlýsingum um lélegt
ástand íslenska þorskstofnsins. Þá
myndi botninn detta úr öllum
svörtu skýrslunum frá Hafró, en
kenningasmiðirnir hlytu frægð
mikla. Nafn íslands kæmist enn
einu sinni í heimspressuna, ímynd
íslands kæmist í topp, það yrði á
allra vörum og miklar fiskbirgðir
innanlands seldust á augabragði,
og jafnvel ykist ferðamanna-
straumur (money, money). Hér
yrði ófyrirsjáanleg jákvæð kveðju-
verkun. En eitt er þó mest um
vert: þegar allt svartsýnisraus og
allar svartar skýrslur hefðu verið
felldar úr gildi, en við blasti grænt
ljós hinna nýju kenninga, gætum
við óhræddir haldið áfram að
stækka fiskiskipaflotann og marg-
hert sóknina í þorskinn áhyggju-
laust með hina nýju fiskifræði í
höndum. Öllum efnahagsþrautum
okkar myndi linna í einu vetfangi.
Þannig mætti auðveldlega leysa
efnahagsvandann að ráðum þess-
ara vitru manna. ísland á sér enn
von.
INGVAR HALLGRÍMSSON
fiskifræðingur
Einarsnesi 33, Reykjavík.
LEIÐRÉTTIN G AR
Nafn besta sýn-
anda rangt
I frétt Morgunblaðsins f gær,
þriðjudag, um hundaræktarsýningu
í Laugardalshöll var greint frá keppni
í flokkum ungra sýnenda. Þar misrit-
aðist nafn sigurvegarans í flokki
12-15 ára. Hann heitir Baldur Rafn
Gylfason. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á mistökunum.
Villur í lesenda-
bréfi
I niðurlagi lesendabréfs eftir Einar
Ingva Magnússon, sem birtist sunnu-
daginn 13. september, urðu nokkrar
villur í setningu og birtist lokakafli
bréfsins hér leiðréttur. Er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
„Skammt frá lágu níu strengir
rafmagns á háum burðarstólpum.
En svo varð mér litið á meistaraverk
í klettaborginni, þar sem ein veran
hafði einnig lagt sína strengi; - og
hvílíkir útreikningar; en sú stærð-
fræðisnilld! Þarna fór bæði verkfræð-
ingurinn og stærðfræðingurinn, án
þess að hafa nokkra pappíra upp á
slíka menntun úr mennskum há-
skóla. Þarna glitraði á vefinn á milli
klettanna, um leið og þetta úthugs-
aða meistaraverk minnti mig á smæð
mína og vankunnáttu og raunar allra
annara einstaklinga minnar tegund-
ar, frammi fyrir köngulónni úti í
móa.“
WMVA’A
ÞORf
ÁRMÚLA <11 - BlMI G81BOO
Leikfimi Kramhússins
Frá kl. 7.30 að morgni til kl. 19.30 að kvöldi
Músikleikfimi, kennarar: Hafdís, Elisabet, Agnes.
Orkuleikfimi á morgnana, kennari: Agnes
Kripalu jóga fyrir morgunhana og hænur, kennari: Helga Mogensen
Tai-chi, kínversk morgunleikfimi, einfaldar orkugefandi æfingar,
kennari: Guðný.
Mömmuleikfimi með barnapössun eftir morgunverkin,
kennari: Agnes
Leikfimi fyrir bakveika eða vöðvabólguþolendur, 3svar á dag,
kennari: Harpa, sjúkraþjálfari
Leiðbeinendanámskeið: Leikfimi — dans — spuni. Ætlað þeim sem
leiða kennslu og hópstarf, kennarar: Hafdís, Árni Péturo.fl.
DANS
Gestakennari: Orville Pennant dansari frá Jamaica.
Afró, kraftmiklir vestur-afrískir danstímar fyrir dansglaða með
trommaranum Rockes, kennari: Orville
Argentískur tangó, kennari: Haný Haday
Djass/funk, fjörugir og djassaðir djasstímar, kennari: Orville.
Reggaecise, dans og hreyfing á Ijúfum reggaenótum, kennari: Orville
Dans - leikhús, tímar fyrir dansara sem vilja reyna nýjar leiðir, kennari:
Sylvia, dansari frá Amsterdam
Danstími fyrir dansara, gefur dönsurum tækifæri til að þróa list sína
og tækni undir handleiðslu Orvilles.
LEIKLIST OG SONGUR
Leiksmiðja, unnið verður með nútímaleikhúsið, öðruvísi leikhús er
krefst mikils af þátttakendum, bæði líkamlega og andlega,
kennarar: Árni Pétur og Sylvía
„Leyndir draumar". Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna sem hefur alltaf
langað til þess að leika en ekki þorað að láta drauminn rætast,
kennari: Hlín Agnarsdóttir
Kórskóli Margrétar Pálmadóttur: Tónfræði, raddbeiting og kórsöngur
Söngleikjakórskóli Margrétar Pálmadóttur fyrir ungt fólk sem vill
spreyta sig
FYRIR BORN OG UNGLINGA
Dans - leikir - spuni (4-5) (6-7) unnið út frá ævintýrum og
hugmyndaheimi barnsins, kennarar: Guðbjörg, Harpa Björg.
Leiklist (7-9) (10-13), þroskandi tímar sem auka öryggi og
samstarfshæfileika nemenda, kennarar: Þórey, Björg, Harpa.
Tónmennt (4-5) (6-7), í anda Karls Orff, gefur baminu tækifæri til að
upplifa tónlistina í sjálfu sér og í umhverfi sínu,
kennari: Elfa Lilja Gísladóttir
Djassdans (7-9) (10-13), sniðið að yngri kynslóðinni, kennari: Katrín.
Hip-hopp fyrir unglinga, lærið hip-hoppið hjá meistara Orville.
H&SI&
Innritun hafin í símum
15103 og 17860.
Við Bergstaðastræti
EITTHYAÐ fyrir alla
FJOLSKYLDUNA
Bladid sem þu vakrnr við!