Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 „Litríkt ævintýri“ í Vognnum Vogum. LITRÍKT ævintýri nefnist mál- verkasýning Patriciu Hans sem haldin er í Lionsheimilinu Sól- völlum í Vogum og hófst form- lega fimmtudaginn 10. septem- ber. Þar sýnir Patricia 63 verk sem flest eru unnin á silki sem hefur verið henni hugleikið síðastliðin ár. Hún hefur áður haldið þrjár einka- sýningar og eru verk eftir hana til í einkaeign út um allan heim, með- al annars í Ástrajíu, Ameríku, Tælandi, Keníu, Suður-Afríku, Bretlandi, Frakklandi, Bahama- eyjum aúk íslands. Patricia er fædd í Victoria í Ástralíu 1939. Til íslands kom hún 1968 og varð íslenskur ríkisborg- VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióili! fforgwMafoifo Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Patricia Hand við myndir sínar á sýningunni. ari 1986. Hún hefur búið í Vogum síðan 1975. Hún er að mestu Ieyti sjálf- menntuð í myndlist en á árunum 1970-1971, er hún vann hjá Sam- einuðu þjóðunum, nam hún olíu- málun, skúlptúr og keramik- við Peter Stuyvesant Collega í New York. Hún byijaði fyrir alvöru að mála eftir að hún kom aftur heim til íslands árið 1972. Sýningin er opin fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. september kl. 20-22, laugardag 19. og sunnu- dagin 20. september kl. 15-21. - EG Opnum aftur á morgun, fimmtudag, <-------------> Q benelíon v______ J Markaóinn, Skipholti 50C. Mikió úrval af ungbarna- og barnafatnaói. Italskur gæóafatnaóur á alla fjölskylduna á verði sem kemur á óvart. Opió mánudag til föstudags frá kl. 10.30-1 8.00 V estmannaeyjar Puttamir tolla helst hvergi nema í mold - segir Guðríður Olafsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum hefur ræktað upp fallegan gróðurlund á nýja hrauninu Vestmannacyjum. AUSTANTIL á nýja hrauninu á Heimaey hafa hjónin Guðríður Ólafs- dóttir og Erlendur Stefánsson komið upp gríðarlega fallegum gróður- reit. Er reiturinn staðsettur í lægð og er þar eins og vin í eyðimörk því allt í kring er kolsvartur vikur og möl. Þau hjón byrjuðu að rækta reit sinn fyrir fjórum árum og hafa unnið óhemju starf enda er reitur- inn náttúruperla sem ferðamenn sem koma til Eyja eru farnir að leggja leið sína í til að skoða. Fyrir skömmu héldu hjónin veislu í gróður- reitnum og buðu þangað eldri borgurum Vestmannaeyjabæjar. Var þar borið fram kaffi og meðlæti og síðan dansað og sungið fram eft- ir degi. Fréttaritari leit við í veisiunni í gróðurreitnum og síðan var spjallað við Guðríði, eða Gauju, eins og hún er alltaf kölluð. „Ég byijaði að rækta þetta svæði haustið 1988. Ástæðu þess að ég byijaði á þessu má eflaust rekja til að við hjónin gengum alltaf mjög mikið um hraunið og fórum oft aust- ur í fjöru og ég varð strax svo hrifin af þessari laut. Þeir voru svo sér- kennilegir steinarnir þarna. Ég og Ingibjörg Pétursdóttir frænka mín áttum orðið svo mikið af blómum sem við þurftum að losna við úr görðunum að við fórum að setja þau niður í lautinni þama austur frá. Einnig settum við þama hey sem slegið var í görðunum heima hjá okkur, en fólk hafði verið beðið um að fara með gróðurafganga og koma þei’m fyrir á hrauninu til að flýta uppgræðslu þess og það var svona upphafið að þessu,“ sagði Gauja. „Það var svo um veturinn þarna á eftir að ég sá þátt sem Ómar Ragnarsson var með í sjónvarpinu þar sem hann var að segja frá fólki sem hafði tekið flag í fóstur og þá ákvað ég að reyna að fá leyfi til að taka þessa laut í fóst- ur. Eg reikna nú reyndar með að við hefðum haldið áfram að setja einhver blóm þama í lautina þó þessi þáttur hefði ekki komið til, en hann ýtti verulega undir að við héldum þessu áfram af krafti." Fyrstu jurtirnar sem Gauja setti niður haustið 1988 voru blóðrót, graslaukur, dagstjama, garðabrúða, höfuðklukka og næturfjóla og lifðu þær allar nema næturfjólan. Síðan þá hefur verið bætt við jurtum á hveiju ári og nú skipta tegundirnar sem í gróðurreitnum eru orðið hundr- uðum. „Þegar ég byijaði að rækta þarna voru fimm jurtir þar fyrir, en það eru jurtir sem finnast um allt hraunið. Þetta voru flugublóm, þúfu- steinbijótur, melagras, músareyra og fjöruarfi. Það var einn brúskur af fjöruarfanum og ég ætlaði að halda honum en hann drapst þegar ég fór að rækta, það var eins og hann vildi ekki vera í félagsskap með öðrum. Þetta voru einu jurtirnar sem þama var að finna en annars var bara svartur vikur og það fannst, held ég, öllum þetta fáránleg ákvörð- un hjá okkur að ætla að gera þama gróðurreit. Síðar setti ég niður aspar- hríslur og þó þær hafi drepist fyrstu veturna er ég nú búin að koma upp hríslum sem dafna ágætlega. Þá er þama mikið af sumarblómum og einnig er ég með gulrætur og kartöfi- ur sem ég rækta og það sprettur ljómandi vel. Fyrir tveimur árum sáði ég lúpínufræi og það hefur tek- ið vel við sér.“ Mikil vinna liggur á bak við gróð- urreit Gauju og Ella. Þau hafa hlað- ið gijótveggi til að mynda betra skjól í lautinni og þau hafa borið í fötum og keyrt í hjólbörum nokkra vöru- bílsfarma af mold. Þá tyrfðu þau lautina í fyrra þannig að mörg hand- tök liggja að baki. „Þetta er mikil vinna og við höfum að mestu leyti unnið þetta sjálf þó auðvitað hafi okkur verið rétt hjálp- arhönd. Bærinn hefur til dæmis veitt Stúdentahljómsveitin frá Freiburg. Morgunbiaðið/Ámí Heigason HAUSTYÖRUR 'l GARDEUR Stakkir jakkar, einlitir, köflóttir Pils - felld og bein, stutt og millisíð Dömubuxur, Qölbreytt úrval Stretch-buxur, margar gerðir Hnébuxur Peysur GEISSLER Dragtir Kápujakkar Kápur Divina blússur og samstæðufatnaður Seidensticker blússur Jágro peysur Qfuntu fataverzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið dagiega kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Pökkunar límbönd Gæðalímbönd sem bregbast ekki. Hrabvirk leib vib pökkunarstörfin. j.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 Stykkishólmur Stúdenta- hljómsveit frá Freiburg- Stykkishólmi. STUDENTAHLJÓMSVEITIN frá Freiburg, eins og hjjómsveitar- stjórinn, Gunnsteinn Ólafsson, nefnir hana, hélt tónleika i Stykk- ishólmskirkju 3. september sl. í hljómsveitinni eru 46 manns og 10 af þeim íslendingar. Þessi hljómsveil; hefir haft bækistöðvar til æfinga á Hvanneyri undanfarið en fyrstu tónleikar hennar voru hér í Stykkishólmi, síðan á Kirkju- bæjarklaustri og hinir síðustu í Langholtskirkju. Sjaldan hefir betur komið í ljós hversu kirkjan í Stykkishólmi hefir góðan hijóm- burð og skilar öllu því til áheyr- enda sem til er ætlast. í píanókonsert Beethovens lék aðalhlutverkið Ólafur Einarsson, ungur og upprennandi píanóleikari. Efnisskrá tónleikanna var í þrennu Iagi, forleikurinn að Don Giovanni eftir Mozart, píanókonsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Beethov- en, sinfónía í g-moll nr. 8 („Hæn- an“) eftir Haydn. í hléi lék Olafur Elíasson einleik á píanó. Dynjandi lófatak áheyrenda gaf vel til kynna þá hrifningu sem fór um salinn og þakkir í lok tónleikanna. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.