Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 Jazzhátíð Egilsstaða eftir Hauk Ágústsson Jazzhátíð er orðinn árlegur við- burður á Egilsstöðum. Að henni stendur Djassklúbbur Egilsstaða með dyggum stuðningi áhuga- manna um þessa grein tónlistarinn- ar af ölium Austfjörðum. Sú hátíð, sem haldin var 25. til 28. júní í sumar, var sú fimmta í röðinni og hefur ekkert ár fallið úr frá 1988, þegar fyrsta hátíðin var haldin. Það eitt mundi nægja til þess að gefa Jazzhátíð Egilsstaða sérstöðu. Reyndar var fyrsta jazz- hátíð á íslandi haldin í Reykjavík nokkrum árum fyrr á vegum Jazz- vakningar, en hún var stök og ekk- ert framhald á þar á bæ fyrr en til komu Norrænir jazzdagar og síðar Rúrek-hátíðin. Því er Jazzhátíð Eg- ilsstaða elsta samfellda hátíðin í landinu, framvarðarframtak ötulla áhugamanna undir forystu Aust- fjarðagoðans í jazzmálum landsins, Arna Isleifssonar. Jazzmenn Andreu Fyrst til leiks á hátíðinni var dixielandsveit ungmenna frá Nes- kaupstað, sem flutti þtjú lög og gerði það snyrtilega, en aðalflytj- endur tónleikanna í Valaskjálf 25. júní voru Jazzmenn Andreu, þar sem hin vinsæla söngkona, Andrea Gylfadóttir, er fremst í flokki. Jazzmenn Andreu eru án undan- tekninga færir tónlistarmenn. Hæfni þeirra á hljóðfæri sín er óum- deilanleg. Þeir áttu allir fallegar skorpur jafnt í sólóleik sem samleik og höfðu gott vald á blæbrigðum í túlkun. Sigurður Flosason, saxafónleik- ari, nær afar fallegum tóni og ljúf- um blæ í leik sínum, en fyrir kom, að sóló hans voru nokkuð lík tækni- æfingum. Kjartan Valdimarsson, píanóleikari, er lipur og skemmtileg- ur píanisti, sem hefur vald á jafnt sólóum, sem gjarnan eru skemmti- lega útfærð, og hóflegum hljóma- fyllingum í samleik. Þórður Högna- son, lék á kontrabassa og sýndi iðu- lega mikla hugmyndaauðgi í sóló- um, sem voru hvað tematískust í hans höndum. Matthías Hemstock er skemmtilegur trommuleikari í samleik, fjölbreyttur og öruggur í taktslagi sínu og gætir fulls hófs í styrk, sem er aðalsmerki góðs trommuleikara í jazzi. Andrea Gylfadóttir hefur fallega söngrödd, sem hún beitir af lipurð og fæmi. Hins vegar vill skorta fyll- ingu í röddina, þegar söngkonan tekur á og líka var flutningsstíll hennar dálítið einhæfur, en flest lögin, sem hún flutti voru hæg og keimlík. Ekki er þó vafamál, að Andrea er í allra fremstu röð söngv- ara á jazzsviði hér á landi. Danskir gestir Tónleikar annars dags jazzhátíð- arinnar á Egilsstöðum, 26. júní, hófust með leik tríós frá Danmörku: Contempo tríósins. Það er skipað Flemming Agerskov, sem leikur á trompet og flygelhorn, Jörgen Mass- erschmidt, píanóleikara og tón- skáldi, og Ole Rasmussen, bassa- leikara. Tríóið flutti einungis frumsamin lög, alls tólf, og er höfundur þeirra píanistinn Jörgen Masserschmidt/ í öllum var laglínan ljúf og laðandi. Þá bjuggu þau yfir skemmtilegri hljómaferð, sem gaf kost á fjöl- breyttri úrvinnslu í frjálsum spuna og samspili. Jazzstíl tríósins mætti ef til vill nefna „kammetjazz". Hann er mjög agaður og spilamennskan öll ná- kvæm og byggð á nánu samstarfi og ítarlegri æfingu. Þrátt fyrir þetta skorti ekki líf í túlkun hvort heldur í samléik, þar sem hljóðfæraleikur- unum tókst oft frábærlega að ná fram skemmtilegum áhrifum með til dæmis „unisonleik“, eða í sólóum, sem voru iðulega afar skemmtilega unnin; einkum bassasóló Oles Ras- mussens, sem voru „tematískast" útfærð í ftjálsum spuna og oft svo vel, að unun var á að hlýða. Tregasveitin kom fram í seinni hluta tónleikanna 26. júní. Hún er skipuð Guðmundi Péturssyni og Pétri Tyrfingssyni, gítarleikurum, Sigurði Sigurðssyni, munnhörpu- leikara, Aðalbirni • Þorsteinssyni, bassaleikara, og Þorgeiri Óskars- syni, trommuleikara. Leiðandi hljóðfæraleikarar sveit- arinnar eru ugglaust Guðmundur Pétursson og Sigurður Sigurðsson. Guðmundur tók hvetja sólórispuna annarri glæsilegri á gítarinn og sýndi skemmtilega fjölbreytni í spuna og úrvinnslu. Sigurður setti viðeigandi blæ á blúsana með listi- legum tökum á munnhörpuna, sem á stundum virtist verða sem heil hljómsveit á vörum hans. Söng önnuðust Sigurður Sigurðs- son og Pétur Tyrfingsson. Báðir fluttu af innlifun, einkum Pétur, en raddir beggja mættu vera fyllri. Þeir komust þó í heild vel frá sínu. Arnískórinn og fleiri Oktavía Stefánsdóttir söng nokk- ur lög á þriðju tónleikum Jazzhátíð- ar Egilsstaða laugardaginn 27. júní. Oktavía hefur talsvert góða tilfínn- ingxi fyrir jazzsöng, en gerir líklega heldur lítið af því að stunda hann til þess að njóta sín sem skyldi. Linda Gísladóttur flutti þtjú lög. Linda hefur tilfinningu fyrir jazzi og þekkilegan raddblæ til flutnings þeirrar tónlistar. Hins vegar hættir henni nokkuð til þess að ofgera í túlkun sinni. Amís-jazzkórinn kom fram á þessum tónleikum og flutti alls sex lög. Kórinn hefur margt gott til að bera. Takttilfinning söngvaranna er góð, innkomur langoftast öruggar og hljómur hreinn nær undantekn- ingarlaust. Mestu varðar þó smit- andi sön^gleði kórfélaganna, sem greinilega höfðu unun af því að spreyta sig á útsetningum kórstjór- ans og stofnanda kórsins, Árna Isleifssonar. Þá spillti ekki lífleg og á stundum leikræn sviðsframkoma kórsins. Ýmsir kórfélaga sungu einsöng í stuttum innskotum. Þar vakti mesta athygli Ásta Sveinsdóttir. Hún hefur áheyrilega rödd og lipurð í flutn- ingi. Aðaleinsöngvari kórsins er Við- ar Aðalsteinsson. Hann stóð sig vel einkum í laginu Masquerade, þar sem hann naut sín til dæmis í glæsi- legri kadensu. All-Star-Band skipað Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Viðari Alfreðs- syni á trompet, Ástvaldi Traustasyni á píanó, Þórði Högnasyni á bassa og Pétri Grétarssyni á trommur, var næst á dagskrá. Hljómsveitin flutti átta lög og verður ekki annað sagt, en að hljóðfæraleikararnir hafi náð listavel saman. Viðar Alfreðsson fór á kostum til dæmis í löngu og vönduðu sólói í laginu Speak Low. Jón Páll Bjarna- son sýndi glæsileg tilþrif á gítarinn til dæmis í laginu May Friend, sem Haukur Ágústsson „Því er Jazzhátíð Egils- staða elsta samfellda hátíðin í landinu, fram- varðarframtak ötulla áhugamanna undir for- ystu Austfjarðagoðans íjazzmálum landsins, Arna ísleifssonar.“ er eftir hann sjálfan. Aðrir hljóð- færaleikarar áttu allir góða kafla. Sérlega skemmtilegt var að eiga þess kost að heyra Ástvald Trausta- son píanóleikara. Hann er ungur maður og nýkominn frá námi í jazz- píanóleik. Ef dæma má af frammi- stöðu hans á Jazzhátíð Egilsstaða, geta jazzunnendur átt von á mörg- um góðum stundum við píanóleik hans í framtíðinni. Lokaatriðið á tónleikunum 27. júní var leikur Sveiflusextettsins, sem skipaður er af Friðriki Theód- órssyni, sem leikur á rafbassa og syngur, Kristjáni Kjartanssyni á trompet, Braga Einarssyni á klari- nett og saxafón, Guðjóni Einarssyni á básúnu, Árna Elfari á píanó og Guðmundi Steinssyni á trommur. Leikur sextettsins var á margan hátt ánægjuleg upprifjun þess tíma, þegar jazzinn var dansmúsíkin á böllunum. Ekki var allt slegið af fyllst setningi, en leikgleðin var ósvikin. Gammarnir Lokatónleikar Jazzhátíðar Egils- staða á þessu ári voru sunnudaginn 28. júní. Þar kom fram hljómsveitin Gammar. Hún er skipuð Birni Thor- oddsen-á gítar, Þóri Baldurssyni á píanó, Halldóri Haukssyni á tromm- ur og Bjarna Sveinbjamarsyni á bassa. Gammarnir fluttu sex iög af hljómdiski, sem þeir voru að gefa út. Lögin eru öll úr smiðju þeirra félaga. Þau eru öll vel áheyrileg og búa sum að fallegum laglínum, svo sem lagið Monk og Ættarmófcið. Önnur byggja ekki síst á skemmti- legum takttilþrifum svo sem lagið Stál og í góðu lagi, þar sem dríf- andi taktur rekur hljóðfæraleikar- ana áfram. Skemmtilegast í eyrum undirritaðs var -þó lagið Gjammað fram í eftir Rúnar Georgsson, saxa- fónleikara. í þessu lagi er byggt á áleitnu „ostinatói", sem liggur fram- an af í bassa og píanói en færist á milli hljóðfæra eftir því, hvert þeirra leikur sólólínur. Björn Thoroddsen og Þórir Bald- ursson voru mest áberandi í sólóleik og sýndu báðir góð tilþrif. Bjarni Sveinbjamarson hélt uppi traustri bassalínu á rafbassann og Halldór Hauksson átti nokkur góð trommu- skot, svo sem í laginu Gjammað fram í. Edda Borg söngkona kom fram tneð Gömmunum i seinni hluta leiks þeirra. Edda Borg hefur líflega í sviðsframkomu og tilfinningu fyrir tónlistinni, gott taktskyn og umtals- verða getu til „scat-söngs“. Rödd Eddu er hins vegar nokkuð lítil og spuni mætti vera henni tamari. Jazzinn enn Áður en jazzhátíðinni var slitið flutti fulltrúi Egilssýaðabæjar, Ásta Sigfúsdóttir, Árna ísleifssyni þakk- arávarp fyrir hönd bæjarbúa og færði honum orðu í viðurkenningar- skyni fyrir framlag hans til menn- ingarmála í bænum og á Austur- iandi. Að öllum ólöstuðum, sem lagt hafa hönd á plóginn í sambandi við jazzhátíðir á Egilsstöðum er óvé- fengjanlegt, að Árni Isleifsson hefur borið þar hitann og þungann. í hátíðarslitaræðu sinni hét Árni ísleifsson því, að enn skyldi efnt til hátíðar á næsta ári. Jazzáhugamenn ættu því að taka frá dagana í lok júnímánaðar árið 1993 og gera ráð fyrir veru á Egilsstöðum. Þeir verða tæplega fyrir vonbrigðum. Höfundur er kennari við Verkmenntaskóla Akureyrar. Lokatónleikar UNM 92 Tónlist Jón Ásgeirsson Yfirskrift lokatónleikanna var Mixed media og mátti búast við, að þar gæft að heyra það nýjasta á sviði tónmiðlunar. Svo var þó ekki. Fyrsta verkið The Tum of a Flute for Tape eftir Ötjan Sandred, var hefðbundin segulbandsupptaka á alls konar trommu-, blásturs- og líklega píanóhljóðum, sem voru í heild þokkalega samansett. Hymni fyrir fiðlu, klarinett og harmonikku eftir Jyrki Linjama, var besta verk tónleikanna, þrátt fyrir fábrotið tónferli, sem smám saman var stefnt til nokkurra átaka og leikið var fallega með þessa sérstæðu hljóðfæraskipan. Heaven can wait eftir Evu Noer Kondrup er í efnis- skrá sagt vera „lifandi raftónlist og fiðlu“ en notar í raun raftækn- ina aðeins til að magna upp fiðlu- leikinn. Verkið sjálft er í þremur köflum og er fyrsti kaflinn samsafn af „klisjum" úr gömlum fiðlukon- sertum. Annar kaflinn er byggður upp af „minimal“-tónefni, sem not- ar tónana frá lága-la til mí og er hrynferlið allt í fjórðapartsgildum. Þriðji kaflinn er snúinn saman úr skölum í sífelldri áttundaparts- hreyfmgu. Varla verður annað sagt en að þetta verk sé ekki spennandi áheyrnar og rafmagnstilstandið „út í hött“. Jovank Trbojevic-Valkonen (frá Júgóslavíu) er höfundur verks sem nefnist Kada bih mog’o biti drag, sem samkvæmt enskri þýðingu gæti verið „Ef ég aðeins elskaður væri“ er bæn til Guðs og fjallar um það hve sárt er að vera einn og veikburða, gamall en þó ungur. Bæn þessi er um margt áhrifamik- il og sökum þess að texti og tón- list virðast bundin sterkum bönd- um, er erfitt að meta hversu vel hefur til tekist en tónmál verksins, sem er fyrir mezzosópran, bassa- klarinett, kontrabassa og slagverk, var mikið á plani hljómmyndunart- ilrauna og margt í því ekki óþekki- lega gert. Taleamroch Senzordium 92 heit- ið hið eiginlega multi-media verk tónleikanna og er það eftir Ríkharð H. Friðriksson og Hans Peter Stubbe-Teglbjærg. Þetta sam- vinnuverk er fyrir raftæki, fiðlu, selló og myndvarpa. Hlutverk hljóðfæranna var ákaflega fábrotið og ekki var meira að gerast í raf- tækjunum, nema undir það síðasta og myndefnið á kvikmyndatjaldinu var fáránlegt, þar sem illa skrifuð orð á ensku birtust án tengsla við tónlistina og oft á tíðum án innra samhengis. Þetta er eitt af þeim tilraunatónverkum, sem fyrir hlust- endur er bið eftir því að eitthvað gerist. Tilraunin er byggð á „algó- ritmiskum" reikniaðferðum, sem eru útskýrðar í efnisskrá og þar má lesa eftirfarandi: „í reyndinni er hægt að lýsa mörgum aðgerðum sem víð gerum dags daglega sem algóritmum, eins og t.d. að taka af stað þegar það kemur grænt ljós. Þessi sama verklýsing á einnig við margt sem viðkemur tónsmíðum.“ Margt merkilegt er að finna í efnis- skrá tónleikanna, þar sem höfund- arnir fjalla um algóritmiskar tón- smíðaaðferðir en vandséð er hveiju þær bjarga, varðandi gerð góðrar tónlistar og ef tilraun þeirra fé- laga, Ríkharðs og Hans Peters, er vel heppnuð, verður fátt annað notað um útkomuna en að hún sé ólíkleg til að vísa veg til nýrra list- rænna afreka. Ung söngkona, Guðrún Jóns- dóttir, hélt sína fyrstu tónleika í Hafnarborg sl. mánudag og naut til þess ágætrar aðstoðar Ólafs yignis Albertssonar píanóleikara. Á efnisskránni voru Lieder-verk eftir Schumann, Brahms, Mahler og Strauss en á seinni hluta tónleik- anna voru viðfangsefnin aríur úr óperuverkum eftir Mozart, Boito, Puccini og Donizetti. Tónleikarnir hófust á Widmung og Er, der Herrlicheste von allen, eftir Schumann og eftir Brahms voru það Stándchen og Von ewiger Liebe. Widmung var mjög vel sung- ið og sömuleiðis Staandchen en í því lagi var t.d. leikur Ólafs sér- staklega fallegur. Von ewiger Li- ebe er lag sem á betur við að sung- ið sé með dökkum tóni og þrátt fyrir að lagið væri vel flutt, vant- Eftir að hafa hlýtt á nær alla (utan eina) tónleika UMN-hátíðar- innar, kemur margt upp í hugann, því á þessum tónleikum gat að heyra verk eftir þá sem eru í námi, sumir að ljúka því og starfandi tónsmiði innan við þrítugt. Þá er hlutur flytjenda ekki síður athyglis- verður og komu þar við sögu efni- legir listamenn frá öllum Norður- löndunum. Hvað sem segja má um einstaka tónverk og frammistöðu flytjenda, er Ijóst að þátttakendur eru allir vel kunnandi en eðlilega eru flestir nokkuð bundnir af því, sem leiðbeinendur þeirra hafa ne- stað þá með. Tíminn einn mun leiða í ljós, hversu þessu vel kunnandi aði þungann. í fyrri hlutann og í heild var lagið flutt of hægt. Mahler var vel fluttur en lögin eftir hann voru Starke Ein- bildungskraft og Hans und Grete, sem Guðrún lék fallega með og lögin eftir Strauss, Du meines Herzens Krönelein og snilldarverk- ið Zueignung voru góð, sérstaklega Zueignung, er var ásamt Stándc- hen og Widmung best sungnu lög- in fyrir hlé. Þrátt fyrir að ljóðasöngvarnir væru mjög vel fluttir vantaði þunga í röddina á lágsviðinu, sem aftur á móti gætti ekki í aríunum, því þar naut sín há og glæsileg rödd Guð- tónlistarfólki nýtist afl og þróttur til frekari sköpunar á komandi árum. Því hefur verið haldið fram, að gagnrýna eigi með gætni unga listamenn. Gegn þessari skoðun stendur sú staðhæfmg, að góð- mennska á því sviði geti villt um fyrir ungu fólki en að hörð og jafn- vel ósanngjörn gagnrýni verði þess valdandi, að þeir bijótist í gegn sem knúnir eru af innri þörf og hafa manndóm og áræði til að bijótast gegn hvers konar mótbyr. Listinn er harður húsbóndi og víst er að margir þeir ungu listamenn, sem tóku þátt í UNM 92 eiga eftir að vinna mikla og merka sigra á tón- listarsviðinu á kcmandi árum. rúnar og eins í Ijóðasöngvunum var túlkunin góð. Aríurnar voru úr óperunum Don Giovanni (Non mir dir bell’idol mio) eftir Mozart, Mefi- stofeles (L’Altra notte in fondo al mare) eftir Boito, Turandot (Tu che di gel sei cinta) eftir Puccini og Don Pasquale (Cavatína Norinu) eftir Donizetti. Allar aríurnar voru mjög vel sungnar, bæði raddlega og hvað snertir túlkun en glæsileg- astur var þó söngur Guðrúnar í aríu Margheritu (Boito) og í glæsi- aríu Norinu (Donizetti) en þessar aríur eru ákaflega ólíkar að gerð og innihaldi. í sérkennilegri aríu Margheritu (úr 3. þætti óperuhnar) var bænaþrungin angist hennar túlkuð á áhrifamikinn máta og í leikandi léttri aríu gamanseminnar, kavatínu Norinu, var söngur Guð- rúnar glæsilegur. Með þessum tón- leikum hefur Guðrún Jónsdóttir haslað sér völl við hlið efnilegustu söngkvenna okkar íslendinga. Guðrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.