Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
p$£w|f
* ★ * ★ Bíólínan
Sýnd kl. 5 og 9.
Umsagnir: „BESTA W1YIVID“,
STELLAIM SKARSGARD Arb. -
„MEISTARAVERK“, Sv.D. -
„MYND SEM ÞÚ VERÐÚR
AÐ SJÁ“, Eldorado -
★ ★ ★ ★, Expressen.
SÆIMSKA KVIKMYIUDAAKADEMÍAN
VALDI ÞESSA MYIMD SEM: „BESTA
MYIMDIIM" - „BESTA LEIKSTJÓRIM" -
„BESTA HAIMDRIT" - „BESTA KVIK-
MYIMDATAKA" fyrir árið 1991.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
SPECTBAL RCCOfiDlfjG .
□□I DOLBYSTEREO ISB
í A og B sal
DOLPH LUNDGREN
¥ ÞEIR VORU NÆSTUM ÞVI MANNLEGIR, NÆSTUM ÞVÍ
FULLKOMNIR, NÆSTUM ÞVÍ VTÐRÁÐANLEGIR
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
★
*
¥
¥
¥
börnnáttúrunnarJ
¥
¥
¥
¥
-¥
Sýnd kl. 5 í B-sal.
Miðaverð kr. 500.
ÓÐURTILHAFSINS
Sýnd kl. 7.
Bönnuði. 14ára.
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
Sýnd kl. 9.15 og 11.
Bönnuði. 16ára.
Fflharmóma hefur starfið
SÖNGSVEITIN Fílharmónía tekur til
starfa aftur af fullum krafti í dag, 16.
september, eftir venjulegt sumarhlé. Sl.
vetur var starfsemin með almesta móti
vegna upptöku á geisladiski og fyrir Rík-
issjónvarpið á 22 jólalögum og öðru efni,
sem flutt hefur verið á aðventutónleikum
kórsins undanfarin ár. Á geisladisknum
sem kemur út í lok næsta mánaðar syng-
ur Sigrún Hjálmtýsdóttir með kórnum í
allmörgum lögum. Hún tekur þátt í að-
ventutónleikum söngsveitarinnarí Krists-
kirkju í þriðja sinn í desember nk.
Aðalverkefni næsta vetrar verða Árstíðirn-
ar eftir J. Haydn sem kórinn flytur næsta
vor í Langholtskirkju með þremur einsöngv-
urum og stórri hljómsveit. Þetta er eitt höfuð-
verk kórtónbókmenntanna, samið 1799-
1800. Verkið er ákaflega myndrænt og lýs-
ir, eins og nafið bendir til, árstíðunum fjór-
um, frá vori til vetrar. Texti verksins er eft-
ir Gottfried van Swieten og grundvallast á
hjarðljóði eftir James Thomson. Árstíðimar
em að heita má framhald af Sköpuninni,
bæði hvað snertir tónlist og söguþráð. Verk-
ið lýsir fyrirmyndarlífi sveitafólks og textinn
lofar vinnuna og ástina. í Árstíðunum kemur
glögglega í ljós hugmyndaauðgi og snilld
Haydns. Árstíðimar er síðasta stóra verkið
sem Haydn samdi.
Starf Selkórs-
ins að hefjast
SELKÓRINN á Seltjarnamesi er um þessar
mundir að hefja vetrarstarfsemi sína. Fyr-
irhugaðir em aðventutónleikar og vortón-
leikar með fjölbreyttri dagskrá.
Félagar í Selkómum undanfarin ár hafa
verið u.þ.b. fjörutíu. Nú stendur til að fjölga
þeim og verður opin æfing og kynning á kóm-
um í kvöld, miðvikudagskvöldið 16. septem-
ber, kl. 20.00 í Tónlistarskóla Seltjarnamess.
Auk kynningar á starfsemi kórsins verður
boðið upp á kaffí. Allir sem áhuga hafa em
hvattir til að mæta.
Stjómandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson.
(Fréttatilkynning)
í athugun er einnig að fara í tónleikaferð
m.a. til Kaupmannahafnar með Petite Messe
Solenelle eftir Rossini sem söngsveitin flutti
í Langholtskirkju sl. vor. Söngsveitin er nær
fullskipuð næsta vetur en unnt er að bæta
við nokkmm góðum röddum, einkum karla.
Þeim sem hafa áhuga er bent á að snúa sér
til söngstjórans, Úlriks Ólafssonar, sem gef-
ur allar nánari upplýsingar. Boðið er upp á
raddþjálfun. Raddþjálfari kórsins er Elísabet
Erlingsdóttir og píanóleikari er Hrefna Eg-
gertsdóttir.
(Fréttatilkynning)
--------«------------
Námskeið um
fjölskylduna
FJÖLSKYLDUFRÆÐSLAN stendur fyrir
námskeiði um hjónabandið og fjölskylduna
með norska fjölskylduráðgjafanum Eivind
Fröen dagana 17. og 18. þessa mánaðar.
Eivind hefur komið margoft til Islands og
kennt á slíkum námskeiðum víðs vegar um
landið. Ætla má að ekki færri en 800 manns
hafi sótt námskeið hans.
Hér er um tveggja kvölda námskeið að
ræða, þrjá fyrirlestra hvort kvöld. Aðalefnið
er samskipti hjóna og er í því sambandi fjallað
um hvemig góð tjáskipti megi takast innan
fjölskyldunnar, hvernig hjón geti mætt þörfum
hvort annars, hvernig kynlífíð geti verið til
gleði fyrir báða aðila, hvemig koma megi í
veg fyrir að ástin kulni o.fl. Eivind ræðir þessi
mikilvægu og vandmeðfömu mál í hæfílega
léttum dúr og kryddar mál sitt mikið með
dæmum af eigin reynslu og annarra svo og
broslegum líkingum sem allir skilja.
Enginn er beðinn um að gera grein fyrir
einkalífí sínu né svara spumingum þar um.
Fólki er einfaldlega boðið að hlusta og njóta.
Kennslan er flutt á norsku en túlkuð jafnharð-
an á íslensku.
Námskeiðsgjald er 1.500 krónur á mann
(3.000 á hjón) og em veitingar innifaldar.
Skráning fer fram á skrifstofu Fjölskyldu-
fræðslunnar, hjá KFH og í Bústaðakirkju.
(Fréttatilkynning)
Hún sá dauðann nálgast...
ALVÖRU STÓRMYND UM OFSA í TILFINNINGUM OG NÁTTÚRUÖFLUM.
SPENNANDI SAGA.
Leikstjóri: KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. (Sýnd í sal 1).
Verð kr. 700. Lægra verð fyrir börn innan 12 ára og ellilífeyrisþega.
ÁRBYSSUNNAR
SHARON STONE, HIN MAGNAÐA
ÞOKKAGYÐJA ÚR MYNDINNI „ÓGNAR-
EÐLI“, FER MEÐ EITT AÐALHLUTVERK-
IÐ ÁSAMT ANDREW McCARTY (CLASS)
OG VALERIU GOLINO (RAIN MAN).
LEIKSTJÓRI: JOHN FRANKENHEIMER.
TILÞRIFAMIKIL - Ihe Sunday Express.
ÁTÖK UPPÁLÍF OG DAUDA - Ihe Daily Slar.
UMDEILD - Empire Magasin.
Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05.
Bönnuð innan 16 ára.
Wallenberg í Búdapest
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Gott kvöld, herra Wallenberg
(„God afton, herr Wallenberg).
Sýnd I Háskólabíói. Leikstjóri
og handritshöfundur: Kjell
Grede. Aðalhlutverk: Stellan
Skarsgard, Katharina Thalbach,
Karoly Epeijes. Svíþjóð. 1991.
Titill sænsku myndarinnar Gott
kvöld, herra Wallenberg er kveðja
sem arkitekt útrýmingarherferðar-
innar gegn gyðingum í seinni
heimsstyijöldinni, Adolf Eichmann,
kastar á sænska diplómatann Rao-
ul Wallenberg, sem talið er að hafí
bjargað 100.000 gyðingum frá tor-
tímingu. Kveðjan er köld frá kald-
rifjuðum morðingja í borg þar sem
Wallenberg, sænskur milljónaerf-
ingi fæddur með silfurskeið í munn-
inum, upplifír helvíti gyðingaof-
sóknanna, Búdapest í árslok 1944.
Gott kvöld ... leysir ekki gátuna
um hvarf Wallenbergs eða fjailar
á neinn hátt um afdrif hans eftir
að hann er handtekinn af Sovét-
mönnum við frelsun Búdapest. Hún
er heldur ekki ævisaga þessa erf-
ingja Wallenberg-auðæfanna, sem
kaus að fara á vegum sænsku utan-
ríkisþjónustunnar til Búdapest í
þeim tilgangi að bjarga gyðingum.
Myndin spannar nær einvörðungu
síðustu daga Wailenbergs í Búda-
pest og lýsir baráttu hans gegn því
að tugir þúsunda gyðinga úr gettó-
unum verði drepnir áður en sovéski
herinn heldur innreið sína í borgina.
Umheimurinn hefur allt frá
stríðslokum veit fyrir sér spurning-
unni um afdrif Wallenbergs og síð-
ast þegar gerð var mynd um hann
var það alþjóðleg smáþáttaröð með
Richard Chamberlain í hlutverki
Svíans. Þessi mynd, gerð af Svíum
með sænska leikaranum Stellan
Skarsgard í titilhlutverkinu, er öllu
raunsærri og grimmari. Hún er
átakanleg mynd og sláandi í lýs-
ingu sinni á helförinni í Búdapest
og þrotlausri baráttu Walienbergs
við þýska hernámsliðið og ung-
versku fasistahreyfinguna, sem
samkvæmt myndinni, átti ekki síð-
ur þátt en Þjóðveijarnir í drápun-
um. Allar myndir eða sögur um
Wallenberg hijóta að vera hetjusög-
ur og allar sögur úr Helförinni eru
hrollvekjur. Gott kvöld ... er minn-
isstæður vitnisburður þess.
Myndin, sem Kjell Grede leik-
stýrir og skrifar handrit að, reynir
að varpa ljósi á atburði í borginni
síðustu daga Wallenbergs þar og
hlutverki Svíans, svo fær um að
lýsa bæði vanmætti hans og sorg
með látlausu yfírbragði, einnig og
ekki síður oft fullkomnum van-
mætti hans gagnvart drápsöflun-
um. Hann var ekki diplómat að
atvinnu, var fullkomlega reynslu-
laus og stóð í raun utan við þjón-
ustuna og laut ekki lögmálum
hennar. Því gat hann neitað að
fara úr borginni þegar sænska
sendiráðinu var lokað og starfs-
mennirnir fiugu úr landi. Hann gat
ekki hugsað sér að yfírgefa gyðing-
ana fyrr en hann vissi þá frelsaða.
Það kostaði hann lífið.
Gott kvöld... er með bestu
myndum sem Svíar hafa gert und-
anfarin ár og hún á ekki síst erindi
í dag þegar mál hafa þróast svo í
Evrópu að stríð ríkir í Júgóslavíu
þar sem sakleysingjar falla daglega
og ofsóknir nýnasista aukast á
hendur innflytjendum í Þýskalandi.
Úr sænsku myndinni Gott
kvöld, herra Wallenberg.
tekst mætavel upp með grámyglu-
legu útliti, kaldri iýsingu og mis-
kunnarlausri kvikmyndatöku sem
birtir dauðann eins og hann kemur
fyrir konur, gamalmenni og ekki
síst börn. í ringulreiðinni miðri og
þessu þykka andrúmslofti dauðans
er Wallenberg eina von hinna
dæmdu og unir sér ekki hvíldar
með morðhótanir Þjóðverja yfír sér.
Stellan Skarsgard er frábær í
RAPSÓDÍAIÁGÚST
Sýndkl.'7.15og 11.15.
STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM
IALLIR SALIR ERU (------
FYRSTA FLOKKS
GOTT KVÖLD,
HERRA WALLENBERG
Leikstjón: KJELL GRLDL
HASKOLABIO SÍMI22140
O
>
un
Umsagnir:
ÁKVEÐIN MYND OG LAUS VIÐ
ALLA TILGERÐ...FULLKOMIN
TÆKNIViNNA, TÓNLIST,
HLJÓÐ OG KLIPPING
D. E - Variety.
ÍSLENDINGAR HAFA LOKS-
INS, LOKSINS EIGNAST
ALVÖRUKVIKMYND
Ó.T.H. Rás 2.
HÉR ER STJARNA FÆDD
S.V. Mbl.
HEILDARYFIRBRAGÐ MYND-
ARINNAR ER GLÆSILEGT
E. H. Pressan.
TVÍMÆLALAUST MYND SEM
HÆGT ER AÐ MÆLA MEÐ -
SANNKÖLLUÐ STÓRMYND
B.G. Tíminn.