Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI PELAGSLIÐA Morgunblaðið/RAX Marcel Witeczek skorar fyrsta mark Kaiserslautern með skalla án þess að Birkir Kristinsson nái að koma vömum við. Aðrir á myndinni eru Steinar Guð- onn r»rr rísHÁn .TÓnSSOn. geirsson, Jón Sveinsson og Kristján Jónsson. Áhugaleysi á báða bóga Framararfærðu Kaiserslautem tvö af þremur mörkum á silfurfati FRAMARAR náðu ekki að tendra neistann, sem hefur vantað að undanförnu, í Evr- ópuleiknum gegn Kaiserslaut- ern á Laugardalsvelli í gær. Leikurinn fór fram við ágæt- ustu aðstæður skömmu eftir hádegið, en svo var sem um leiðinlegt skylduverk væri að ræða hjá báðum liðum. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri. Þá voru Framarar síst lakari aðilinn, en áhugaleysið réði ríkjum eftir hlé og heima- menn færðu gestunum tvö mörk á silfurfati. Kaiserslaut- ern vann 3:0 eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik og verður seinni leikurinn nánastforms- atriði, en Þjóðverjarnir fara ekki langt að óbreyttu. Cramarar byrjuðu ágætlega, létu ® boltann ganga og reyndu að byggja upp spil. Þeir voru meira með boltann fyrsta Steinþó,stundarfjórðunginn Guóbjartsson Og sköpuðu sér þrjú skrifar ágæt marktækifæri, . en tókst ekki að reka endahnútinn á sóknimar. Leikmenn Kaiserslautern tóku smá kipp um miðjan hálfleikinn eftir að vinstri bakvörðurinn Martin Wagner, besti maður liðsins, átti skot í stöng af um 40 metra færi. Snörp sókn fylgdi í kjölfarið og fyrsta markið varð að veruleika skömmu síðar. Seinni hálfleikur var dapur. Svo virtist sem leikmenn Kaiserslautern sættu sig við orðinn hlut og Framar- ar voru ekki líklegir til stórræða. Reitabolti þeirra á miðjum vellinum Fram 0 Kaiserslautern 3 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni fé- lagsliða í knattspymu, fyrri leikur í 1. umferð, þriðjudaginn 15. sep. 1992. Aðstæður: Gott veður, sóiskin og norð- an gola, sex stiga liiti og völlurinn góður. MBrk Kaisersiautcrn: Marcel Witeca- ek (29.), Martin Wagner (64.), Kristinn R. Jónsson (sjálfsm. 66.). Guit spjald: Martin Wagner (17.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Thorbjöm Aass frá Noregi dæmdi vel. Línuverðir: Arild Haugstad og Emst Trulssen. Áhorfendur: 785 greiddu aðgangs- eyri. Fram: Birkir Kristinsson - Steinar Guðgeirsson, Jón Sveinsson, Kristján Jónsson - Ingólfur Ingólfsson, Pétur Amþórsson (Omar Sigtryggsson 80.), Anton Björn Markússon (Guðmundur Gísláson 83.), Kristinn R. Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson - Jón Erling Ragn- arsson, Valdimar Kristófersson. Kaiserslautern: G. Ehrmann - T. Ritt- er, M. Kadlec, W. Funkel, M. Wagner (T. Richter 75.) - A. Roos, M. Zeier, T. Dooley, D. Hotic - T. Vogei (M. Marin 46.), M. Witeczek. Om 4 Leverkusen sóttu upp hægri kantinn á 29. mínútu og eftir ■ I baráttu í teignum barst boltinn út til vinstri, þar sem Mart- in Wagner gaf fyrir nánast frá endalínu og Marcel Witeczek skallaði í markið af stuttu færi. OB Pétur Arnþórsson missti boltann nálægt miðlínu á 64. mín- m mmútu, Þjóðverjar brunuðu upp í skyndisókn og Markus Marin renndi áfram á Martin Wagner, sem átti ekki í erfíðleikum með að skora framhjá Birki Kristinssyni. OB^ÍMarcel Witeczek komst einn inn fyrir vöm Fram á 64. ■ ^JPmínútu, en Birkir varði glæsilega frá honum. Hann hélt samt ekki boltanum, sem hrökk út til Kristins R. Jónssonar, og hann skaut í Witeczek og inn. var hættulaus með öllu, tilgangs- laus og hafði ekkert upp á sig, og langsendingar á framheijana voru vita gagnslausar. Hugmyndaflug Þjóðveijanna var ekki heldur upp á marga fiska, en þeir þáðu gjafir heimamanna um miðjan hálfleikinn og þar við sat. Mikið mæddi á Jóni Sveinssyni í miðvarðarstöðunni, en hann var vandanum vaxinn og skilaði hlut- verki sínu vel, var bestur Framai’a. Pétur Arnþórsson barðist á miðj- unni, einkum í fyrri hálfleik, og Ásgeir Ásgeirsson hélt boltanum ágætlega og átti góða spretti. Martin Wagner stóð upp úr slöku liði Kaiserslautem, en þetta lið er ekki líklegt til stórræða með sama áframhaldi. Getum leikið betur sagði RainerZobel, þjálfari Kaiserslautem Leikmenn Kaiserslautern blésu vart úr nös, þegar þeir fóm inn í búningsklefa að leik loknum, enda engin furða — þeir fóra nánast aldr- ei úr hlutlausum gír. Þegar Morgun- blaðið spurði Rainer Zobel, þjálfara, hvort hann væri sáttur við leik manna sinna svaraði hann því til að sigurinn skipti öllu. „Þetta var ekki eðlilegur leikur af okkar hálfu og við getum leikið mun betur. Það eru mikil viðbrigði að koma úr 23 til 24 stiga hita í sex stiga hita að ég tali ekki um vindinn. En við komum hingað til að sigra og það tókst. En það er rétt að leikmenn- imir lögðu ekki mikið á sig, heldur má segja að þeir hafi tekið rispur á 20 mínútna fresti." Svo var að sjá að leikmennimir sættu sig við 1:0 sigur, en Zobel sagðist ekki hafa verið ánægður fyrr en annað markið varð að veru leika. „Það er ágætt að vinna 2:0, en 3:0 er jafnvel of mikið — hætta er á að við fáum færri áhorfendur á heimaleikinn en ella. Annars kom mér á óvart hvað mótheijarnir vora daprir. Ég átti von á þeim harðari og ákveðnari, en kannski báru þeir of mikla virðingu fyrir okkur." ISLANDSMOTIÐ 1993 Átta leikmenn byria í leikbanni Atta leikmenn 1. og 2. deildar- liða byija í eins leiks banni þegar íslandsmóþið hefst á næsta ári. Bojan Beve, ÍBV, Gestur Gylfa- son, Grindavík, Pétur Marteinsson, Leiftri, Sveinbjöm Hákonarson, Þór og Tomislav Bosnjak, Víkingi, vora úrskurðaðir í gær í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjajda. Alexander Högnason, ÍA, Guð- mundur I. Magnússon, Víkingi og Halldór Kristinsson, KA, voru úr- skurðaðir í eins leiks bann vegna sex gulra spjalda. Sátlur viðfyrri hálf- leikinn - sagði Pétur Ormslev „ÉG er sáttur við fyrri hálf- leikinn. Tvö fyrstu mörkin sem við fengum á okkur voru of ódýr og það þriðja hlægilegV sagði Pétur Ormslev þjálfari Framara sem tók út leikbann í gær og stjórnaði liðinu því ekki frá varamannabekknum. Við vorum minna með í seinni hálfleiknum þó svo að við hefðum vindinn í bak- ið. Við pressuðum full mikið á þá í stað þess að vera þolinmóðir. Eftir að við fengum á okkur annað markið fór neistinn úr liðinu og vonin sem við eygðum í stöðunni 0:1 rann út í sandinn." Pétur sagði að það yrði erfítt að fara með þriggja marka tap til Kaiserslautem. „Það verður allt annað andrúmsloft á þeirra heimavelli og væntanlega mjög erfítt. Við verðum að leika meiri vamarleik úti og vera síð- an fljótir að koma mönnum fram þegar við sækjum," sagði Pétur. Hann vildi ekki segja af eða á um það hvort hann myndi leika með Fram í Kaiserslautern. Lögðum ðrar í bát Pétur Arnþórsson sagði að það hefði verið óþarfí að tapa svona stórt. „Þetta lið er ekkert sérstakt og við áttum að komast betur frá þessu. Fyrri hálfleikur var nokkuð góður þar sem við vorum að skapa okkur færi. Eftir að við fengum á okkur þessi tvö mörk í síðari hálfleik hættum við og lögðum árar í bát. Ég bjóst við þeim sterkari en þeir era líkamlega sterkari og fljótari en tækni þeirra er ekkert betri en okkar. Nú er bara að halda haus í síðari leikn- um og ná góðum úrslitum," sagði Pétur. Refsað fyrir mistökin „Ég er ósáttur við þessi tvö mörk í síðari hálfleik. En þetta sýnir okkur enn einu sinni að mönnum er refsað fyrir mistök in. Þýska liðið hafði það framyf- ir okkur að það gerði færri mis- tök en við,“ sagði Ómar Torfa- son, sem stjómaði Framliðinu frá varamannabekknum. „Ann- ars var fyrri hálfleikur í góðu lagi. Það þarf alltaf smá heppni til að ná fram hagstæðum úrslit um gegn svona liði. Við verðum að spila síðari leikinn af meira skynsemi enn í þessum leik. Verðum að halda boltanum og byggja á skyndisóknum.“ Ætlaðí aö hreinsa í hom Kristni R. Jónssyni, fyrirliða Fram, varð á að gera sjálfs mark. „Ég ætlaði að hreinsá í hom en boltinn fór í afturenda eins leikmanns þeirra og inn Annars var þetta allt í lagi hjá okkur til að byija með en þegar líða tók á leikinn fóram við að gera mistök sem okkur var síðan refsað fyrir. Eftir að við fengum á okkur þriðja markið var þetta búið. En við eram staðráðnir í því að láta þá hafa meira fyrir þessu í síðari leiknum,“ sagði Kristinn R. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.