Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
11
Við þurfum skáldskap
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bókmenntahátíð 1992. Rithöf-
undakynning í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Péter Esterházy, Erik
Fosnes Hansen, Klaus Rifbjerg,
Thor Villyálmsson og Olafur
Gunnarsson.
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra sagði í ávarpi við
setningu Bókmenntahátíðar 1992
að bókmenntirnar væru „helsta
kjölfestan í íslensku menningar-
lífi“. Og Thor Vilhjálmsson fullyrti
við sama tækifæri: „Við þurfum
skáldskapinn til að ná til okkar
sjálfra." Þetta eru eftirminnileg
orð;
Á mánudaginn lásu fimm rithöf-
undar úr verkum sínum í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Fyrstur las Ólafur
Gunnarsson úr væntanlegri skáld-
sögu, Tröllakirkju. Kaflinn sem
Ólafur las gefur fyrirheit um æsi-
lega atburði, enda mótaðist hann
af ofbeldisþönkum en líka Biblíu-
innskotum.
Erik Fosnes Hansen, hin skæra
stjarna Norðmanna, kornungur
höfundur með tvær víðfrægar skál-
dögur að baki, flutti kafla úr Sálmi
að leiðarlokum. Skáldsagan fjallar
um Titanic slysið eða réttara sagt
undanfara þess, þ.e.a.s. greinir frá
ævi og örlögum sjö tónlistarmanna
sem léku í skipshljómsveitinni. Við
fengum að skyggnast inn í líf eins
þeirra í London og annars í Vínar-
borg. Fosnes Hansen er nákvæmur
í lýsingum og las ákveðið og var
sannfærandi. Það er auðvelt að
Miimingar-
athöfnum
Charcot og
áhöfn Ponr-
quoi-pas?
SENDIRÁÐ Frakklands á ís-
landi og aðstandendur kvik-
myndarinnar Svo á jörðu sem á
himni halda minningarathöfn
um Jean-Baptiste Charcot og
áhöfn vísindaskipsins Pourquoi-
pas? í dag, miðvikudag, kl.
10.30.
Athöfnin fer fram við minnis-
varðann um dr. Charcot sunnan
við Jarðfræðistofnun Háskóla ís-
lands. Dr. Jean-Baptiste Charcot
er einn þekktasti landkönnuður og
vísindamaður Frakka á öldinni.
Sendiherra Frakklands á ís-
landi, Jacques Mer, og Kristín Jó-
hannesdóttir, kvikmyndaleikstjóri,
halda ávörp og leggja blómsveig
við minnisvarðann.
Þennan dag, 16. september
1936, fórst Pourquoi-pas? við
Straumfjörð á Mýrum eins og al-
kunna er og með því allir sem um
borð voru nema einn sem komst
lífs af. Skipið hafði komið við í
Reykjavík á leið sinni heim til
Frakklands eftir könnunarleiðang-
ur um Norðurhöf. Pourqoi-pas?
sigldi út úr Reykjavíkurhöfn í blíð-
skaparveðri að kvöldi dags þann
15. september, eins og mörgum
er enn í fersku minni, en hreppti
svo aftakaveður um nóttina, barst
af leið og steytti á skeri utan við
Mýrar með fyrrgreindum hörmu-
legu afleiðingum.
í kvikmyndinni Svo á jörðu sem
á himni er m.a. fjallað um þetta
harmsögulega sjóslys, en myndin
er fyrsta samstarfsverkefni ís-
lendinga og Frakka á grundvelli
kvikmyndasáttmála milli ríkjanna
sem undirritaður var þegar
Francois Mitterand forseti Frakk-
lands og Jack Lang menningar-
málaráðherra komu í opinbera
heimsókn til íslands árið 1990.
(Fréttatilkynning)
skilja að lesendur skuli hrífast af
frásagnargáfu hans.
Péter Esterházy er Ungveiji og
setur saman smámyndir úr borgar-
lífi eftir þeirri smásögu áð dæma
sem flutt var eftir hann. Hann er
háðskur í túlkun sinni á lífi borgar-
anna í borg þar sem ástandið er
hvorki gott né slæmt. „Þetta er
lélegur líkami", segir söguhetjan
um sjálfa sig. Fólki er stýrt eins
og hænsnum: „Ef við lofum ekki
stjórnmálamennina fálla þeir í
þunglyndi."
Klaus Rifbjerg, sennilega einn
af afkastamestu höfundum sam-
tímans, las úr splunkunýrri ljóða-
bók, Krigen. í þessari bók er Rif-
bjerg á hinum einföldu og opinskáu
nótum og hann getur fengið fólk
til að brosa, jafnvel alvörugefíð
bókmenntaáhugafólk. Minningar
og hversdagsleiki setja svip sinn á
Krigen, óskylt andrúmsloft því sem
við fengum að kynnast í eldra ljóði
eftir hann sem var mælskt og
myndríkt.
Thor Vilhjálmsson kynnti nýja
bók sem er endurminningabók og
hann hefur ekki enn fundið nafn
á, enda sagðist hann alltaf vera í
vandræðum með slíkt. Thor sagði
afar skemmtilega frá frænda sín-
um, Kristjáni Albertssyni, 1947 í
París og að lokum á dvalarheimili
í Reykjavík þegar farið var að halla
undan fæti. Thor dró upp mynd
veraldar sem var þegar menn dáðu
Péter Esterházy
skáld og enginn efaðist um mikil-
vægi skáldskapar. Stillinn var
stundum myndríkur og ljóðrænn,
en frásögnin gat líka orðið raunsæ
og skorinorð.
Erik Fosnes Hansen
Þetta fyrsta kynningarkvöld
Bókmenntahátíðar lofar góðu og
má þakka fyrir að hlustendum var
ekki ofboðið með löngum lestrum.
Andríkið var yfírleitt í hófí.
a
sértiíboöi
Air Europa
Frábær þjónusta í beinu
leiguflugi til Kanarí. Eftir
Ijúffenga máltíð verður boðin,
tollfrjáls varningur til sölu og
sýnd kvikmynd til að stytta
farþegum stundir á leið í fríið.
með Air Europa
Turavia og
Heimsferðum
á ótrúlegu
verði
Með tímamótasamstarfi stærsta leiguflugfélags Spánar
— Air Europa, Turavia — eins stærsta
ferðaþjónustufyrirtækis Spánar og Heimsferða býðst
nú íslendingum* hagstæðari Kanaríeyjaferðir
en nokkru sinni fyrr.
250 sæti á sértilboði
Air Europa flýgur nú í fyrsta sinn til íslands og býður því
farþegum Heimsferða 250 sæti á sérstöku
kynningarverði.
Bókaðu strax og tryggðu þér þessi einstöku kjör.
mm ■> r
7. januar
JkMtaWBSBMáMftÉteiÍjk’
. ■ w}
Verð frá aðeins
kr. 39.700 pr. mann
m. v. hjón með tvö börn, 2-11 ára,
Verð kr.
m.v. tvo í smáhýsi
Jólaferð 17. des.
gifff
'
Verð frá kr. 58.400 pr. mann
Hjón með tvö börn.
Verð kr. 74.900 m. v. tvo í íbúð
Glæsílegir nýir gististaðir:
Vista Dorada / Sonnenland - Smáhýsi í Maspalomas
Duna Beach / Duna Golf - Glæsileg smáhýsi hjá golfvellinum í Maspalomas
Liberty Sol - í miðbæ Playa del Inglés
Corona Roja - Við ströndina á Playa del Inglés
air europa
HEIMSFERDIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
TURAUIA