Morgunblaðið - 16.09.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.09.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 13 Einkavæðing borgar- fyrirtækja hafin eftir Svein Andra Sveinsson Á fundi borgarráðs Reykjavíkur þann 21. júlí sl. var samþykkt til- laga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis að stofnað verði hlutafé- lag er yfirtaki eignir og rekstur Pípugerðar Reykjavíkurborgar og endurráði starfsfólk. í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkur- borg taki ákvörðun á síðari stigum um sölu hlutafjárins. Sterkt fyrirtæki Pípugerð Reykjavíkurborgar hóf starfsemi sína 1946 og hefur síðan þá framleitt megnið af steyptum vörum og einingum í holræsakerfi borgarinnar. Á mæli- kvarða borgarfyrirtækja er það ekki stórt, en áætlað hefur verið að verðmæti eigna fyrirtækisins losi 100 milljónir kr. Afkoma fyrir- tækisins hefur verið góð; rúmlega 22 milljóna rekstrarafgangur árið 1990 og um 18 milljónir á árinu 1991, samkvæmt áætlunum. Markaðsstaða Pípugerðarinnar er mjög sterk. Er talið að hlutdeild hennar á höfuðborgarsvæðinu sé um 35-45% í holræsaefni og 10-15% í hellum og steinum. Framleiðsluverðmæti Pípugerðar- innar á núgildandi verðlagi er rúm- lega 100 milljónir á ári en miðað við núverandi tækjabúnað og vinnufyrirkomulag gæti fram- leiðslan náð um 130 milljónum í verðmæti. 50% framleiðslunnar eru keypt af gatnamálastjóra, 5% fara til annarra borgarstofnana og 45% eru seld á almennum markaði. í harðri samkeppni Hvað varðar hellu- og steina- framleiðsluna er Pípugerðin í sam- keppni við fjölda einkafyrirtækja og á sviði holræsagerðar er önnur verksmiðja starfrækt á höfuðborg- arsvæðinu. Þessi einkafyrirtæki standa ekki jafnfætis Pípugerðinni varðandi viðskiptin við Reykjavík- urborg né í samkeppninni að öðru leyti, varðandi aðgang að fjár- magni og greiðslu opinberra gjalda. Það grundvallarsjónarmið að opinber eða hálfopinber fyrirtæki standi ekki í beinni samkeppni við einkafyrirtæki virðist ekki fá hljómgrunn hjá öllum borgarfull- trúum. Er sérstaklega athyglisvert að skoða sjónarmið Siguijóns Pét- urssonar, Alþýðubandalagi, í bók- un vegna afgreiðslu málsins. í fyrsta lagi bendir Sigurjón á að fyrirtækið skili góðum arði í borg- Starf Selkórs- ins að hefjast SELKÓRINN á Seltjarnamesi er um þessar mundir að hefja vetrarstarfsemi sína. Fyrirhug- aðir eru aðventutónleikar og vortónleikar með fjölbreyttri dagskrá. Félagar í Selkómum undanfarin ár hafa verið u.þ.b. fjörutíu. Nú stendur til að fjölga þeim og verð- ur opin æfing og kynning á kóm- um í kvöld, miðvikudagskvöldið 16. september, kl. 20.00 í Tónlist- arskóla Seltjamamess. Auk kynn- ingar á starfsemi kórsins verður boðið upp á kaffi. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. Stjómandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson. „Einkavæðing Pípu- gerðarinnar er aðeins fyrsta skrefið af mörg- um sem borgaryfirvöld hljóta að stíga á næstu misserum. Tilgangurinn með einkavæðingunni er tvíþættur; annars vegar að koma í veg fyrir að opinber fyrirtæki séu í samkeppni við einkaað- ila og hins vegar að hinn opinberi rekstur sé ávalit seni ódýrastur; vel sé farið með fé skatt- borgaranna.“ arsjóð, í öðru lagi starfi fyrirtækið í heiðarlegri samkeppni við einka- aðila og í þriðja lagi að séu pípur í sver holræsi ekki framleidd og seld af Pípugerðinni, verði að flytja þau inn erlendis frá. Það er harla einkennilegt rétt- læting með starfrækslu borgar- fyrirtækis á samkeppnissviði að það skili hagnaði. Það er ekki til- gangur borgarinnar að reka gróðafyrirtæki; ef svo er væri gæti borgin skellt sér út í verðbréf- amiðlun og bankarekstur, verk- takastarfsemi eða verslun. Einnig er það ljóst að þar sem einn aðili býr við veruleg skattalegt hagræði og með opinberan aðila sem fjár- hagslegan bakhjarl, þar er ekki um heiðarlega samkeppni er að ræða. Þriðja aðfinnslan er einn allsheijar misskilningur, þar eð hlutafélaginu er ætlað að halda uppi sömu starfsemi og borgarfyr- irtækinu. Afleiðing breytingarinnar Gert er ráð fyrir að á síðari stig- um verði einkaaðilum seld hluta- bréf í Pípugerðinni hf. Þrennt er Sveinn Andri Sveinsson það sem stendur upp úr sem afleið- ing þessarar breytingar. í fyrsta lagi skapast veruleg verðmæti fyr- ir borgarsjóð við sölu hlutafjárins. í öðru lagi verða aðeins einkafyrir- tæki í samkeppni á viðkomandi markaði. í þriðja lagi má gera ráð fyrir sparnaði í opinberum fram- kvæmdum við það að efni verði hluti af útboði á verkframkvæmd- um á vegum gatnamálastjóra, þannig að það félli í hlut verktaka að leita hagstæðasta verðs. Um framkvæmdir á eigin vegum hlyti gatnamálastjóri að óska verðtil- boða frá framleiðendum og fá þannig hagstæðasta verð. Fyrsta skrefið af mörgum Einkavæðing Pípugerðarinnar er aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem borgaryfírvöld hljóta að stíga á næstu misserum. Tilgangurinn með einkavæðingunni er tvíþætt- ur; annars vegar að koma í veg fyrir að opinber fyrirtæki séu í samkeppni við einkaaðila og hins vegar að hinn oþinberi rekstur sé ávallt sem ódýrastur; vel sé farið með fé skattborgaranna. Lands- menn virðist almennt vera á þeirri skoðun að einkavæðing opinberra fyrirtækja sé æskileg. Er það ánægjulegt að einn af homsteinum sjálfstæðisstefnunnar hafí svo góðan hljómgrunn meðal almenn- ings. Reykjavíkurborg mun ekki láta staðar numið við einkavæð- ingu Pípugerðarinnar, enda fjöl- margir möguleikar fyrir hendi í einkavæðingu borgarfyrirtækja, sem og í útboðum verkefna á veg- um borgarinnar, sem verið er að athuga og útfæra. Þær fyrirætlan- ir munu líta dagsins ljós innan skamms. Höfundur er borgurfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. uiii 5 ára afmæli á iginn og þess vegna verða O o erðir til Newcastle í æfmælispottinum! > Við bjóðum til spennandi afmælisleiks á föstudaginn þar sem J 5 heppnir viðskiptavinir fá fría ferð til Newcastle, en á tímabilinu ' 21. október—29. nóvember munum við fljúga þangað tvisvar í < viku með íslenska ferðalanga. Newcastle var einn vinsælasti áfangastaður íslendinga í haustferðunum í íyrra og það bendir allt til þess að hann verði ennþá eftirsóttari í ár. o • o • ......... V Föstudagur til fjár! ^ Ef pú gengur frá pöntun á Newcastleferð á föstudaginn og staðgreiðir ferðina (í reiðufé eða • með greiðslukorti) færðu 5% afmælisafslátt í tilefni dagsins. Og þetta er bara byrjunln.... Þú lendir líka f afmælispottinum og par með gætir pú orðið einn peirra 5 viðskiptavina sem fá ferðina endurgreidda og fara frltt til Newcastle! Sannkallað afmælisverð Það er ekki síður afmælisbragur á verðinu, enda höfum við lagt okkur fram við að ná sem allra hagstæðustum samningum á afmælisárinu. Kr. 22.900 fyrir 4ra daga ferð. Kr. 24.900 fyrir 5 daga ferð. Kr. 32.400 fyrir 8 daga ferð — og þá á eftir að draga afmælisafslátt frá! Taktu daginn snemma Við opnum kl. 8.00 og munum draga úr pottinum, kl. 17.30.-. Það er best að vera snemma á ferðinni á föstudaginn svo að þú sért með frá byrjun. dnnifalið: Flug, gisting með morgunverði í tveggja manna herbergi á fyrsta flokks hóteli í hjarta borgarinnar, ferðir að og frá flugvelli erlendis og Islensk fararstjórn. Flugvallarskattar. innritunargjöld og forfallatrygging er ekki innifalin I verði. Athugið! Símapantanir hvaðan sem er af landinu teljast fullgild staðgreiðsla á föstudaginn ef greitt er með greiðslukorti eða í banka. Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651160 (FréttatilkynninK)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.