Morgunblaðið - 16.09.1992, Side 34

Morgunblaðið - 16.09.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Málin þróast þér í hag á vinnustað. Kauphækkun eða stöðuhækkun gæti verið í sjónmáli. Forðastu deilur um peningamál í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) ir% Menningarmálin veita þér meiri ánægju en viðskiptin. Þú færð áhugavert heimboð. Sýndu öðrum skilning í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þróun í peningamálum á bak við tjöldin eru þér hagstæð í dag. Þú leggur hart að þér við lausn á erfiðu verkefni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér verður boðið í smá ferða- lag. Þú ættir að greiða gamla skuld. Öfund einhvers í þinn garð kemur þér á óvart. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér berast góðar fréttir um peningamálin. Félagi eða ættingi er eitthvað miður sín. Sinntu heimilinu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septemberl Þér gengur vel í dag. Jákvæð afstaða þín opnar þér nýjar leiðir. Hugmyndir um helg- arskemmtun falla í góðan jarðveg. Vog (23. sept. - 22. október) Þú færð meiri ánægju út úr því að vera heima en að leita^ afþreyingar á öðrum vett- vangi. Peningamálin geta valdið einhverri misklíð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér berst mjög ánægjulegt boð frá vini. Félagi þinn gæti haft áhyggjur af velferð ættingja. Sinntu þörfum annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú hlýtur viðurkenningu og lof í vinnunni í dag. Verkefni getur verið erfítt viðureign- ar, en þér miðar vel áfram. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stattu við loforð sem þú gafst ættingja. Láttu ekki fjárhagsáhyggjur hindra þig í að njóta tækifæris sem þér býðst. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú færð góðar fréttir um fjárfestingu eða peningamál. Kröfuharka á hvergi heima þegar ástvinir eiga í hlut. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 2* Þetta er góður dagur fyrir hjón og hjónaleysi. Upplagt að nota daginn til að heim- sækja vini eða ættingja og láta áhyggjurnar lönd og leið. Stjömusþána á aö lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS UÓSKA SMÁFÓLK Ég er ekki viss um að mig langi framar að eiga hund. Nú, maður „á“ ekki hund í raun og veru. Maður lætur hann bara finna að hann sé skuldugurr til að halda sig nærri. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í leik Frakka og Indónesa fann Michel Perron ekki réttu leiðina í spennandi þriggja granda samningi. Leikurinn var sýndur á töflu og þar höfðu áhorfendur farið í gegnum margar vinningsleiðir: Vestur gefur; allir á hættu. Norður Vestur ♦ DG7 y 97 ♦ DG72 *G432 ♦ 10964 V8 ♦ Á643 ♦ ÁK105 II Suður ♦ ÁK3 yÁ1063 ♦ K98 + 976 Austur ♦ 852 ▼ KDG542 ♦ 105 ♦ D8 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 hjarta Dobl Pass 1 spaði Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartanía. Austur lét gosann á hjarta- níuna og Perron dúkkaði. Austur skipti þá yfir í spaðaáttu, sem Perron drap á ás, tók ÁK í laufi og spilaði þriðja laufinu á gosa vesturs. Nú á sagnhafi 8 slagi og getur til dæmis unnið spilið með því að fría spaðann. Én Perron beit það í sig að austur ætti tvílit í spaða (hann spilaði áttunni) og vestur þar með DGxx. Vestur fann nú bestu vörnina þegar hann spilaði tígultvistin- um til baka. Perron dúkkaði tíg- ultíu austurs, enda sannfærður um að liturinn félli 3-3, úr þv( að austur virtist eiga 2 spaða, 6 hjörtu og greinilega 2 lauf. Austur spilaði áfram tígli, sem Perron tók á kóng og spil- aði litnum aftur á ásinn. Nú kom legan í ljós og spilið virtist tap- að. Og þó. Austur hafði hent spaða í tígulásinn. Sem vora mistök, því nú gat Perron farið heim á spaða og spilað út hjarta- tíunni! Tían fellir sjöuna og býr til gaffla! — Á6 yfir K5! en Perr- on sá ekki þessa leið og fór einn niður. jf SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Gausdal í Noregi í ágúst kom þessi staða upp í við- ureign rússneska stórmeistarans Sergei Tivjakov (2.585) og norska alþjóðameistarans Berge Östenstad (2.450), sem hafði svart og átti leik. Tivjakov lék síðast 27. Rc3xd5??, sem er falleg- ur leikur, en rangur. Við skulum fyrst líta á lok skák- arinnar: 27. — Hxfl+??, 28. Hxfl - Dd8, 29. Bh4 - Dd7, 30. Dc5! og Norðmaðurinn gaf. Sannarlega glæsileg lok, en það var stór gloppa í útreikningum Rússans. Ostenstad gat nefnilega látið hann falla á eigin bragði með því að leika 27. — Dxcl! og verð- ur þá manni yfir með gjörunna stöðu. Þessa athugasemd er að finna í svissneska vikublaðinu „Schachwoche". Þar er einnig fjallað um sóknarsigur Akur- eyringsins Gylfa Þórhallssonar gegn sænska stórmeistaranum Emst, en skákin birtist hér í Mbl. sunnudaginn 30. ágúst sl. „Skák sem vert er að skoða, sú sérstæð- asta á Gausdalmótum sumarsins" er dómur sérfræðinga þessa út- breidda skákblaðs um sigur Gylfa. Þar voru þó tefldar hundruð skáka af bæði stórmeisturum og alþjóð- legum meisturam.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.