Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
Hvatning Sambands verkalýðsfélaga í EB
Frakkarjáti
Maastricht
Brussel, Lissabon, Haag. Reuter.
SAMBAND verkaslýðsfélaga í ríkjum Evrópubandalagsins (ETUC)
hvatti í gær franska kjósendur til að greiða atkvæði með Maastricht-
samkomulaginu um nánara samstarf ríkja Evrópubandalagsins (EB)
en þjóðaratkvæði verður um málið í Frakklandi á sunnudag. Emilo
Gabaglio, framkvæmdastjóri sambandsins, sagði að vissulega væri
Maastricht-samkomulagið gallað en það myndi þó hamla mjög tilraun-
um verkalýðshreyfingarinnar í aðildarríkjunum til að tryggja réttindi
launþega ef ekkert yrði af því.
Gabaglio sagði að færi svo að
andstæðingamir hefðu sigur myndu
hægri-öfgahreyfingar sem hafa
mjög færst í aukana að undanförnu
í álfunni túlka úrslitin sem hvatn-
ingu til dáða. Einnig myndi slík nið-
urstaða draga úr áhuga Austur-Evr-
ópuþjóða sem litu á Evrópubanda-
lagið sem fyrirmynd samvinnu þjóð-
anna og vildu ganga í það. Ga-
baglio gagnrýndi Breta, sem em
forystuþjóð bandalagsins þetta
misserið, fyrir að efna ekki nógu
oft til funda félagsmálaráðherra
ríkjanna og taldi að með þessu
væru þeir að reyna að hindra að
samþykkt yrði sameiginleg félags-
málalöggjöf fyrir allt bandalagið.
Bretar hafa áskilið sér rétt til að
standa utan við slíka löggjöf og telja
að með henni yrðu lagðar hindranir
I veg ftjálsrar samkeppni. Gabaglio
sagðist ætla að fara þess á leit við
bresk stjómvöld að kallaður yrði
saman skyndifundur ráðherra til að
ræða ráðstafanir gegn vaxandi at-
vinnuleysi f bandalaginu.
Fleiri áhrifamenn hvetja nú
Frakka til að styðja Maastricht.
Anibal Cavaco da Silva, forsætisráð-
herra Portúgals, sagði í gær að
höfnuðu Frakkar samningnum
myndu Þjóðveijar fá mun betri tæki-
færi en ella til að neyta aflsmunar
í álfunni, andstætt því sem margir
gagnrýnendur samkomulagsins
segðu. Þýski seðlabankinn yrði alls-
Mandela rétt-
ir sáttahönd
NELSON Mandela, leiðtogi Af-
ríska þjóðarráðsins, sagði í gær,
að hann vildi gera það sem hann
gæti til að bjarga Suður-Afríku
frá hörmungum og greiða fyrir
lýðræðis-viðræðum við stjóm-
völd.
„Við verðum að losna úr sjálf-
heldunni," sagði Mandela í viðtali
við suður-afríska dagblaðið The
Star. „Ef efnahagslífið fer illa kann
svo að fara, að lýðræðislega kjörin
ríkisstjóm ráði ekki neitt við neitt,
þegar hún tekur við völdunum,"
sagði Manáela. Hann sagði, að de
Klerk forseti þyrfti ekkert annað
til að fá Afríska þjóðarráðið aftur
að samningaborðinu en standa við
gefín loforð og koma í veg fyrir
ofbeldisverk.
ráðandi. Það væri Portúgölum og
öðmm fátækum þjóðum bandalags-
ins einnig áhyggjuefni að án samn-
ingsins myndi framtíð sjóða sem
ætlað er að aðstoða þessi ríki verða
óviss og hætta væri á að efnahags-
leg og félagsleg samhæfíng aðildar-
þjóðanna færi minnkandi. Beatrix
Hollandsdrottning flutti í gær hefð-
bundið ávarp sitt til þingmanna og
sagði m.a. að nánara samstarf EB-
þjóða myndi gera þeim kleift • að
treysta enn þjóðareinkenni sín.
„Frakkar ætla að efna til þjóðarat-
kvæðis. Látum engan velkjast í vafa
um það hvers við væntum, við emm
sannfærð um að stuðningsmennirnir
munu sigra,“ sagði drottning.
Reuter
Karlinn kominn bak við rimla
Stráklingar í Lima virða fyrir sér forsíður blaða þar sem skýrt var frá handtöku Abimaels Guzmans, sem sagður
er mesta núlifandi illmenni jarðarinnar.
Abimael Guzman, leiðtogi Skínandi stígs, handtekinn
Blóðhundar heimspekings-
ins nú sem höfuðlaus her?
Daily Telegraph.
HANDTAKA Abimaels Guzmans Reynoso, stofnanda og leiðtoga
ofstækisfullu maóistasamtakanna Skínandi stígs skiptir miklu máli
og kann að reynast rothögg hryðjuverkasamtaka hans. Draumsýn
þessa manns sem nefndur hefur verið „mesti óþokki jarðarinnar"
var að umbreyta Perú, stofna þar nýtt lýðræði á grundvelli kenni-
setninga sinna, þjóðfélagsskipan er myndi síðan breiðast út til ann-
arra landa. Ásamt Guzman voru margir af helstu leiðtogum Skín-
andi stígs handteknir um síðustu helgi en þar er fyrst og fremst um
að ræða vonsvikna og grama einstaklingar sem notfærðu sér þjóðfé-
lagslega veikleika og trúgirni almúgans til að bpijast fyrir úreltum
hugmyndum um betra þjóðfélag.
Skínandi stígur hefur staðið fyrir
mikilli eyðileggingu í Perú frá því
samtökin lýstu yfír „alþýðustríði"
fyrir röskum 12 árum. Er tjónið
metið á milljarða dollara en í því
sambandi ber að hafa í huga að
Perú telst ekki til efnaðra ríkja.
Samtökin hafa valdið mikilli
hræðslu og stökkt hundruð þúsunda
manna á flótta frá heimkynnum
sínum. Þau hafa gert það að verkum
að eðlileg persónuleg samskipti er
tæpast um að ræða lengur meðal
þjóðarinnar.
Sömuleiðis hefur Skínandi stígur
rænt fólki, einkum ungum bömum
og alið þau upp í sínum anda, jafn-
vel breytt níu ára bömum í mis-
kunnarlausa morðingja.
Alþjóðasamtök jafnaðarmanna
Lokakveðja Brandts
Berlín. Reuter.
WILLY Brandt, fyrrverandi leiðtogi þýskra jafnaðarmanna og um
árabil kanslari V-Þýskalands, er nú sjúkur af krabbameini og sendi
hann ráðstefnu Alþjóðasambands jafnaðarmanna síðustu kveðju sína
í gær. Hann hvatti sambandið m.a. til að leggja sitt af mörkum til
að kveða niður blóðug átök sem fylgt hafa í kjölfar endaloka kalda
stríðsins.
Það var annar
fyrrverandi for-
maður þýskra
jafnaðarmanna,
Hans-Jochen
Vogel, er las upp
kveðju Brandts á
ráðstefnunni sem
haldin er í Berlín.
Fjöldi þjóðarleið-
toga, meðal þeirra Willy Brandt.
Yitzhak Rabin,
forsætisráðherra Israels, og
spænskur starfsbróðir hans, Felipe
Gonzales, eru á ráðstefnunni.
Brandt er nú 78 ára. Hann var
forseti sambandsins í 16 ár og
fjölgaði þá aðildarflokkunum úr 55
í 88. Gonzales sagði það Brandt
að þakka að sambandið hefði í
auknum mæli beint sjónum til
landa utan Evrópu. Um 20 stjórn-
málaflokkar frá austurhluta Evr-
ópu og Afríku verða teknir í sam-
bandið að þessu sinni.
Takmarklaus villimennska
Villimennska hefur verið eins og
rauður þráður í starfsemi Skínandi
stígs. Enginn verknaður hefur talist
of villimannslegur í framkvæmd.
Af urmul dæma má nefna eftirfar-
andi: dýnamit var bundið við móður
og hún sprengd í tætlur frammi
fyrir börnum sínum, kona með barn
á bijósti var flegin lifandi og barn-
inu slegið utan í klettsvegg, í þorpi
nokkru var öllum íbúum af karlkyni
safnað saman og þeir síðan skornir
á háls hver á fætur öðrum og kon-
umar neyddar til að fylgjast með
öllu saman.
Hvemig hefur starfsemi af þessu
tagi getað þrifíst? Hvernig má það
vera að jafn fámenn samtök [liðs-
menn þeirra hafa í mesta lagi skipt
nokkrum þúsundum] geti gert svo
mikinn usla í svo stóru landi sem
Perú er? Umheimurinn hefur ekki
veitt stríðinu við hryðjuverkamenn
Skínandi stígs mikla athygli þó það
hafí kostað um 30.000 mannslíf þar
sem Perú hefur haft litla hemaðar-
lega eða efnahagslega þýðingu. Þá
hafa samtökin forðast samstarf við
önnur kommúnistasamtök og
kommúnistastjórnir enda talið sig
einu ómenguðu byltingarsamtök
marxista í heiminum.
Sú kenning að fátækt og lang-
varandi áþján bænda í Perú hafí
verið kjörinn jarvegur fyrir samtök-
in er engan veginn fullnægjandi.
Skínandi stígur er klofningsdeild
úr Kommúnistaflokki Perú sem
klofnaði í fylkingar Moskvusinna
og Pekingsinna snemma á sjöunda
áratugnum. Maóistar klofnuðu
frekar og Abimael Guzman, heim-
spekiprófessor við háskólann í Ay-
acucho, stofnaði þá Kommúnista-
flokkinn skínandi stígur Perú.
Abimael Guzman.
Guzman er lýst sem alvörugefn-
um manni sem er lítið fyrir að gera
að gamni sínu. Hann skrifaði dokt-
orsritgerð um kenningar Immanu-
els Kant um tímann og rúmið og
er sagður hafa notað stöðu sína til
að innræta þúsundir heimspekistúd-
enta. Hann mun hafa búið yfír fátíð-
um eiginleikum af Perúmanni að
vera; úthugsaður, stundvís og sam-
viskusamur, og áttavilltir stúdentar
hafí því auðveldlega hrifist af hon-
um og meðtekið kenningar hans.
Guzman var óbifanlegur marxisti
sem þoldi ekki andstöðu og réði
hann því eingöngu skoðanabræður
til starfa er hann samhliða prófess-
orsstarfi var starfsmannastjóri há-
skólans í Ayacucho. Áhrifa hans
gætti einna mest í kennaradeildinni
en þaðan voru útskrifaðir hundruð
ungra kennara sem sendir voru út
í sveitimar til að uppfræða börn
og unglinga.
Um árabil hélt Guzman innræt-
ingu sinni áfram óáreittur og má
segja að of lítið hafi verið gert úr
þætti háskólanna í að kynda undir
þjóðfélagsólgu í ríkjum rómönsku
Ameríku. Þeir hafa notið viss sjálfs-
forræðis sem lýsir sér m.a. í því
að til þess að komast inn fyrir veggi
háskólanna hafa fulltrúar ríkis-
valdsins orðið að fá sérstakt leyfi
hjá stjórnendum háskólanna sem
oftar en ekki eru stúdentarnir sjálf-
ir. í þess konar andrúmslofti hefur
andleg og líkamleg kúgun blómstr-
að; öfgafyllstu stúdentarnir hafa
tranað sér fram. Vegna offramboðs
á háskólamenntuðu fólki kom að
því að ekki var lengur hægt að
uppfylla væntingar stúdenta um
störf við hæfí. Gremja gróf þá um
sig og öfgasinnum óx ásmegin.
Alið á óánægju og hatri
Skínandi stígur varð til og óx í
þessu umhverfi og ekki varð her-
byltingin 1968 og aukin ríkisaf-
skipti á öllum sviðum þjóðlífsins í
kjölfar valdatöku Velascos hers-
höfðingja til þess að skemma fyrir
samtökunum. Velasco kom á fót
risavöxnu skrifræðiskerfí og stofn-
aði ríkisfyrirtæki sem vegna ógur-
legs hallareksturs og óskilvirkni
leiddu til þess að hið opinbera gat
um síðir ekki uppfyllt lágmarks
skyldur sínar. Varð það til þess að
ala á óánægju og hatri og þurfti
ekki mikla kænsku til að átta sig
á því að auðvelt ætti að vera að
virkja svekktan almenning gegn
ríkisvaldinu.
Boðskapur Guzmans um uppræt-
ingu viðvarandi arðráns og áþjánar
og síðan stofnunar nýs samfélags
á grundvelli algjörs jöfnuðar,
bræðralags og réttlætis átti greiðan
aðgang að fólki. Guzman undirbjó
og skipulagði hryðjuverkastarfsemi
Skínandi stígs úr lúxusvillu sinni í
útjaðri borgarinnar Ayacucho með-
an stúdentarnir fengu þjálfun í
hryðjuverkum og skæruhernaði í
óblíðu landslaginu í nágrenni vill-
unnar. Þegar komið var að því að
lýsa yfír stríði bar Guzman við veik-
indum, fór til Lima og sást aldrei
framar í háskólanum í Ayacucho.
Þegar Guzman lét til skarar
skríða og lýsti yfír stríði á hendur
stjórnvöldum voru stofnanir ríkisins
orðnar það þreklitlar að þær gátu
ekki brugðist við af ákveðni og
festu.
Óttast er að hreyfing Guzmans
hafí þegar skotið rótum í Bólivíu,
Ecuador og Kólumbíu en stuðnings-
mannasellur er að finna í höfuð-
borgum allra Evrópuríkja. Gefur
Skínandi stígur út blað, El Diario,
í Brussel og kemur það út í þremur
útgáfum, á ensku, frönsku og
spænsku.