Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 29 Minning Indriði Bogason Fæddur 13. desember 1911 Dáinn 6. september 1992 Þótt seint sé, og raunar um sein- an, vil ég þakka góðvini mínum, Indriða Bogasyni, fyrir samfylgd í fjöldamörg ár. Fyrst lágu leiðir okk- ar saman á skrifstofu Verslun- armannafélags Reykjavíkur í Von- arstræti 4 á öndverðum stríðsáram, er Indriði var þar skrifstofustjóri en ég einn af stjórnarmönnum félags- ins. En þá fyrst kynntumst við að marki stríðslokavorið 1945, þegar ég réðst þangað til að ritstýra Frjálsri verslun, tímariti félagsins. Voram við þá einustu starfsmenn VR í fullri vinnu, en Hjörtur Hans- son fyrrverandi formaður félagsins var í hlutastarfi. Gott var að blanda geði við þessa heiðursmenn, því að báðir voru þeir þægilegir í viðmóti og grannt hjá þeim á gamansemi. Þama stóð samvinna okkar Indr- iða í 2‘/2 ár, uns ég fór til Ríkisút- varpsins, en raunar hélt ég áfram ritstjórninni enn um sinn eftir það. Liðu svo fram stundir, og þar kom að Indriði brá einnig starfsvettvangi og gerðist líka starfsmaður Ríkisút- varpsins. Hann var tónlistarmaður og gekk til liðs við tónlistardeild, vann þar u.þ.b. hálfan dag, því að hann var þá fastráðinn lágfiðluleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Þótt verkasamskipti okkar væru þar ekki náin, en nokkur þó, fannst mér alltaf gott að vita af Indriða á næsta leiti og geta leitað ráða hans í tón- listarefnum. Síðustu árin eftir að við hættum báðir útvarpsmennsku varð lítið um samfundi, en þá sjald- an gladdi hann enn geðið með hlý- leika sínum. Indriði Bogason var sérlega vand- aður maður til orðs og æðis. Hann gerði alla hluti vel, hafði t.d. frá- bæra rithönd, og eru þar til vitnis margar bókhaldsbækur og ekki síð- ur nótnahefti. Hann var um langt skeið helsti nótnaskrifari útvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar og fórst það afbragðsvel út hendi. Hann var líka hinn mætasti hljóð- færaleikari, músíkalskur, glöggur og nákvæmur. Þótt hann væri lam- aður á fæti, lét hann það ekki aftra sér frá störfum, og má kallast að- dáun_arvert, hvetju hann fékk áork- að. Ég sendi Jóhönnu Ólafsdóttur konu hans og börnum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur og þykir leitt að vera fjarverandi og geta ekki fylgt vini mínum til grafar. Baldur Pálmason. Hinn 6. september andaðist á Landspítalanum Indriði Bogason, hljóðfæraleikari, tæplega 81 árs að aldri. Með Indriða er að kveðja sú kyn- slóð sem hefur á fáum áratugum breytt lífsháttum í landinu úr van- þróun og fátækt í nútíma þjóðfélag og velmegun. Kynslóð sem endur- heimti sjálfstæði þjóðarinnar og gerði landið að lýðveldi. Á þessum uppgangs- og umbrota- tímum gerðu margir sér ekki grein fyrir þvf að það er fleira verðmæti en vélar og steinsteypa. Ýmsar listir áttu erfitt uppdráttar, t.d. tónlistin. Enda voru margar hljómsveitir í landinu og einu hljóðfærin sem flest- Minning Ingi S. Bjarnason Fæddur 21. mars 1908 Dáinn 7. september 1992 Það er ýmislegt sem kemur upp í huga minn nú þegar ég ætla að minn- ast elsku afa míns. Þó era það tveir atburðir sem standa örlítið ofar í huga mér en aðrir. Fyrst langar mig að nefna hve gaman hann hafði af því að spila og var ég ekki há í loftinu er hann kenndi mér marías, var það alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara í heim- sókn til afa og ömmu því ég vissi að afi myndi spila við mig og oftast stakk hann upp í mig bláum ópal sem hann geymdi í krakku á skrifborði sínu. Einnig era mér minnisstæðar ferð- irnar til Sigga rakara en þangað fórum við alltaf saman í klippingu, keypti afi þá alltaf handa mér fullan poka af töggum til að japla á, meðan klippt var. Þessum sið hélt hann svo áfram þó ég yxi upp úr honum, því barnabömin urðu fleiri og keyrði ég hann og Inga Sævar, litla bróður, stundum í klippinguna og „töggurn- ar“. Já, það era margar ljúfar og skemmtilegar minningaraar sem rifj- ast upp. Þakka ég elskulegum afa mínum fyrir þær. Þær lifa áfram. Guðný. Sumir trúa því að mönnum séu sköpuð örlög með þeim hætti að þeir ráði engu um framvindu lífsferils. Aðrir eru sannfærðir um það að við búum yfir afli til þess að ráða að verulegu leyti lífshlaupi okkar sjálf og valdi þar mestu vilji og hæfileikar hvers og eins. Flest okkar hygg ég þó hafa þá lífsskoðun, að hvort tveggja ráði að nokkra örlögum ein- staklingsins. Svo vel tel ég mig hafa þekkt vin minn, Kristinn Einarsson, að hann hafi talið sig ráða allmiklu um fram- vindu eigin mála, þótt í lífi hans hafi skiptst á skin og skúrir eins og verða vill hjá flestum okkar. Alloft á liðnum árum ræddum við Kristinn mannleg örlög og spunnust þær umræður þá gjaman af einhverj- um vángaveltum vegna lögfræði- legra málefna. En Kristinn var, um leið og hann taldi hvera einstakling sinnar eigin gæfu smið, einn sá umburðarlyndasti maður sem ég hef kynnst og man ég þess varla dæmi að ég hafi heyrt hann hallmæla nokkrum manni. Nú þegar Kristinn er allur, langt um aldur fram, koma í hug ótal stundir sem við áttum saman, þar sem jöfnum höndum var rætt um skáldskap eða bókmenntir, sem var sameiginlegt áhúgamál, en Kristinn var ágætlega lesinn, auk þess sem hann átti það til að kasta fram vísu þegar vel lá á honum. Eg kynntist Kristni ekki að marki fyrr en eftir að hann hafði, að loknu lagaprófí, sett á stofn eigin Iög- mannsstofu, sem hann rak allt til dauðadags. Tel ég mér lán að hafa eignast Kristin að vini, þar sem fór bæði góður drengur, auk þess að hann var stálgreindur og ágætur lög- maður. Kristinn var mannasættir og sleipur samningamaður og veit ég mörg dæmi þess að hann leysti með lagni sinni og lögviti úr málum sem virtust í óleysanlegum hnút. Þrátt fyrir góða lagakunnáttu og lögmennsku að ævistarfi tel ég mig hafa vissu fyrir því að hann var oft þreyttur á lögmennskunni og hafði oftar en einu sinni orðað það við mig að hann vildi gjaraan hætta henni og breyta um starfsvettvang, en þar sem enginn má sköpum renna, auðnaðist honum ekki að koma þessu í framkvæmd. Nú, að leiðarlokum, vil ég ljúka þessum fáu línum með því að þakka Kristni órofa vináttu um leið og ég sendi Guðrúnu og bömum Kristins mínar innilegustu samúðarkveðjur, í von þess, að minningin um góðan dreng megi draga úr söknuði þeirra. Þorsteinn Júlíusson. Látinn er góður söngbróðir okkar, Ingi S. Bjarnason, múrarameistari. Hann var um áratugaskeið virkur félagi, og það sem við félagarnir dáðum mest, var hve lengi hans ágæta tenór-rödd entist, og það í hárri elli. ir þekktu voru kirkjuorgel og harm- onikka. Það er lengst af ævistarf Indriða að vera hljóðfæraleikari. Trúlega hefur flestum ekki þótt það ábatasamt ævistarf. Enda þurfti Indriði ætíð að vinna önnur störf með hljóðfæraleiknum til að fram- fleyta sér og fjölskyldu sinni. En Indriði og stéttarbræður hans þurftu einnig að kynna fyrir þjóðinni töfra- heim tónlistarinnar og fá þessa list- grein metna og viðurkennda. Indriði fæddist á Seyðisfirði 13. desember 1911. Foreldrar hans voru hjónin Bogi Benediktsson frá Garði í Fnjóskadal og Elín Sigurðardóttir frá Firði í Seyðisfirði. Þegar Indriði var 7 ára fékk hann lömunarveiki og lamaðist þá hægri fótur. Geta menn ímyndað sér hvílíkt áfall það hefur verið ungum dreng. Því áfalli tók Indriði með karlmennsku og lét lömunina aldrei hafa aftra sér. Fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur um 1920. Ingi var spengilegur á velli og ákaflega glaðlyndur. Hann var ætíð tilbúinn til starfs í kórnum þegar til hans var leitað utan hins hefðbundna starfs. Sönghæfni hans og tóneyra var með ólíkindum, enda eftir honum sóst við öll tækifæri, er kórinn þurfti á traustu liði að halda. Stundum brá hann á leik og stjórn- aði kórnum, er „gleði var í höll“, og gerði það með sóma; svo vel, að við félagarnir kölluðum hann í gamni Toscanini. Það er mikil eftirsjá að félaga okkar, Inga S. Bjarnasyni. Hans Ungur að arum for Indnði að vinna við bókhald og stundaði jafn- framt nám í fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni. Síðar lék hann í Hljómsveit Reykjavíkur, Útvarps- hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit íslands frá stofnun hennar þar til hann hætti hljóðfæraleik 70 ára. Hann hóf störf á skrifstofu Verslun- armannafélags Reykjavíkur um ára- mótin 1938-1939. Varð þar síðar skrifstofustjóri og gegndi því starfi til 1953 en gerðist þá starfsmaður Tónlistardeildar Ríkisútvarpsins. Ég tel Indriða vera gæfumann. Hann kvæntist 18. júní 1938 mikilli sómakonu, Jóhönnu Ólafsdóttur frá Múlakoti á Síðu í Vestur-Skaftafell- sýslu. Þau bjuggu lengi á Melhaga 12 í Reykjavík og' síðar á Kapla- skjólsvegi 35. Börn þeirra era: Sig- ríður Hjördís kennari, Bogi fram- leiðslustjóri hjá Námsgagnastofnun, Ólafur rafmagnstæknifræðingur og Magnús blikksmíðameistari. Barna- bömin era sex og barnabarnabörnin tvö. Indriði og Jóhanna létu sér mjög annt um heimili sitt og ljölskyldu. Indriði átti gott bókasafn, var víð- lesinn og vel að sér. Hann lærði sjálf- ur dönsku, ensku og þýsku, las bækur og tímarit á þessum málum og talaði málin ágætlega. Hann hafði fagra rithönd og nótur skrifaði hann sérstaklega vel og var eftirsótt- ur nótnaskrifari. Einnig hafði hann gaman af smíðum. Þó Indriði færi á eftirlaun 70 ára og hafði hann nóg að sýsla og áhugamálin vora mörg. Eitt af því sem einkenndi Indriða var hve hann var léttur í lund. Hann sá oft skoplegu hliðarnar á tilver- unni og kunni ótal skrýtlur og gam- ansögur sem allar voru án illkvittni og rætni. Indriða hef ég þekkt í 30 ár. Ég er þakklátur fyrir þau kynni. Blessuð sé minning Indriða Boga- sonar. Þórir Hallgrímsson. munu kórfélagar minnast lengi, enda vandfundnir slíkir söngmenn sem hann; auk þess sem hann var ein- stakt ljúfmenni og góður félagi. Aðstandendum hans sendir Karla- kór Reykjavíkur dýpstu samúðar- kveðjur við fráfall hans. Ragnar Ingólfsson. í dag fer fram útför Inga S. Bjarnasonar. Undanfarna fjóra mán- uði hefur Ingi legið á Borgarspítalan- um og lést hann þar í þessum mán- uði. Eg vil þekka starfsfólki deildar A7 fyrir góða umönnun við Inga á þessum tíma. Ég er heyrnarskertur og þegar ég var 4 ára sendu foreldrar mínir mig í Heyrnleysingjaskólann. Dvaldi ég þar í heimavist. Þegar ég var 6 ára kynntist ég Birnu dóttur Inga, sem fór með mig heim og kynnti mig fýrir foreldrum sínum, Borghildi og Inga. Meðan ég var í Heyrnleysingjaskó- lanum var ég fastagestur á heimili þeirra um hvetja helgi, því má segja að þau hafi verið fósturforeldrar mínir. Ég á margar góðar minningar um þau frá þessum tíma. Ég kem til með að sakna Inga nú þegar hann er horfinn. Ingi var mjög góður söngmaður og var í Karlakór Reykjavíkur yfir 50 ár. Ingi missti eiginkonu sína Borghildi Vilmundar- dóttur 1987. Þau áttu níu böm og barnabömin era orðin fjórtán. Ég vil votta fjölskyldu hans mínar inni- legustu samúð. Rúnar Þórir Ingólfsson. Hýlt skrifstofutækninám Tölvuskóii Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.