Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 16.09.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 17 Gróðurlundur Gauju og Ella í Eyjuni. okkur aðstoð með tækjavinnu og fleiru og Orn vörubílstjóri frá Brekku hefur oft rétt okkur hjálparhönd. Þá hefur fjöldi fólks gefið okkur ýmsar jurtir til að gróðursetja í lautinni." Gauja segist helst fara í gróður- reitinn á hveijum degi meðan veður leyfír til að dytta þar að. „Mér líður bara ekki vel ef ég kemst ekki aust- ur eftir daglega. Eg hef alltaf verið sjúk í garðrækt og puttarnir á mér tolla helst hvergi nema ofan í mold,“ sagði Gauja og bætti við að hún ætti sér tvær uppáhaldsjurtir, heilu- hnoðra og íslensku fjóluna. í sumar hafa ferðamenn farið að leggja leið sína í gróðurreitinn til Gauju og margir Eyjabúar hafa einn- ig heimsótt þau til að sjá þennan fagra reit í hrauninu. „Það kemur hingað talsvert af ferðamannahóp- um. Páll Helgason kemur hingað með smærri hópa og einnig er mikið um að Vestmanneyingar komi og sýni gestum sínum. Þetta hefur auk- ist mikið í sumar enda hafa 'ekki margir vitað af þessu fyrr en nú. Ég hef talið þá sem hafa komið þeg- ar ég hef verið þarna í sumar og mér telst til að flesta dagana hafi komið 40 til 60 manns þá stund sem ég er þarna, en það er nú ekki allan daginn þó ég eyði miklum tíma í þetta,“ sagði Gauja. Sunnudagseftirmiðdag fyrir skömmu buðu.Gauja og Elli öllum eldri borgurum í Vestmannaeyjum í heimsókn í gróðurreitinn. Þar tóku þau á móti gestum sínum með hlöðnu borði af kleinum, flatkökum og öðru góðgæti. Björn Kristjánsson og Arn- finnur Friðriksson mættu með nikkur sínar í veisluna og Eygló Ingólfsdótt- ir kom með gítarinn og eftir kaffi- drykkjuna var sungið og dansað í gróðurreitnum fram eftir degi. „Þetta var heilmikið flör og ég held að allir hafi skemmt sér ágætlega,“ sagði Gauja. • Gauja segist hafa mikla ánægju Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eldri borgarar í Eyjum gæða sér á kræsingum í kaffiboðinu. Hjónin Erlendur Stefánsson og Guðríður Ólafsdóttir í gróðurlundi sínum á nýja hrauninu í Eyjum. af garðræktinni i gróðurreitnum og hún muni örugglega halda áfram að hugsa um hann meðan hún hefur heilsu til. „Þegar ég byrjaði á þessu var ég 65 ára og þá sagðist ég halda 70 ára afmælið mitt þarna í reitnum. Það er nú eitt ár í það en ég held að ég geti ekki staðið við þessa yfír- lýsingu mína þar sem afmælið mitt er á óhentugum tíma til að halda það úti. Mér fínnst verst að mér skyldi ekki hugkvæmast fyrr að byija á þessu. Þetta er helsta tómstundaiðj- an yfir sumarið en á vetuma þegar snjórinn er fer ég á elliheimilið og föndra þar. En í fyrravetur var ég mikið austur í gróðurreitnum að und- irbúa fyrir sumarið þvi tíðin var svo góð. Þetta er það albesta sem maður getur gert fyrir sálina og líkamann. Þarna er kyrrð og ró og svo fær maður heilmikla hreyfingu út úr þessu,“ sagði Gauja. Grímur Teg. 2187 Verð 2.890,- Teg.2472 Verð 4.990,- Teg. 2137 Verð 3.890,- Teg.2482 Verð 5.990,- Teg. 1910 Hlaupaskór Verð 2.190,- Þú færð VALUR, FH. FRAM. STJARNAN. ÍBV SPILA í á eftirtöldum stöðum: Hummelbúðin, Ármúla. Útilíf, Glæsibæ. Trimmið, Klapparstíg. Sportmarkaðurinn, Hólagarði. Sport, Laugavegi. Músik og sport, Hafnarfirði. Akrasport, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Einar Guðfinnsson, Bolungarvík. Kf. Vestur Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Siglósport, Siglufirði. Sportvfk, Dalvík. Sporthúsið, Akureyri. Skóbúð Húsavíkur. Verslunarf. Austurlands., Egilsstöðum. Versl. Aldan, Seyðisfirði. Sportbúð Hákonar, Eskifirði. Kf. Fram, Neskaupstað. Sportbær, Selfossi. Skipaþjónusta Suðurlands, Þorlákshöfn Báran, Grindavík. Sportbúð Óskars, Keflavík. Aldan, Sandgerði. AGUST ARMANN hf. SUNDABORG 24 - REYKJAVÍK. SÍMI 91-686677. i. jfK Teg.2476 Verð 4.990,- Teg.2485 Verð 5.980, Teg.2474 Verð 4.980,- _ l I i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.