Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
„þa% oetur verið ab 'egbi&ji unt
SkiLnab b&ar ’tg afturaf snyrti -
og fegrunarsioAmnc."
Ég létti mig aftur þegar ég
er búin með þetta.
7-31
... að hugsa hvort til
annars.
TM Reg. U.S Pat Otl - - all nghts reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Ef það bragðast vel skirptu
því þá.
HOGNI HREKKVISI
„ ts. KKERT JX\FNASr>\ \/i6> FALLeST
TRc."
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Getur fólk treyst
bönkunum fyrir pen
ingnnum sínum?
Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni
Morgunblaðið birti þann 11. sept-
ember frétt byggða á meðfylgjandi
greinarkorni. Þar sem mér finnast
þau atriði sem skipta máli ekki
hafa komið fram í fréttinni æski
ég þess að greinin verði birt í heild
sinni.
Tilefni spurningarinnar um það
hvort fólk geti treyst bönkunum er
að til Neytendafélags Akureyrar
leitaði aðili sem hafði fengið greidd
laun inn á reikning sinn í íslands-
banka. Eftir að greiðslan hafði ver-
ið lögð inn á reikninginn og stað-
festing þar um gefín til beggja að-
ila, launagreiðanda og launþega,
kemur upp missætti á milli þeirra.
Þrem dögum eftir að greiðslan
er innt af hendi, fer launagreiðand-
inn í afgreiðslu íslandsbanka og
segir starfsmönnum þar að umrætt
innlegg hans til þessa viðskipta-
manns Islandsbanka hafi verið mis-
tök. Starfsmenn bankans kanna
hvort hann sé sá sami og lagði inn
peningana, kr. 120.000.00. Þegar
þeir hafa gengið úr skugga um að
svo sé, leyfa þeir honum að taka
til baka alla upphæðina.
Þegar launþeginn uppgötvar að
búið er að taka peninga aftur út
af reikningnum án nokkurs leyfis,
Tekið út af sparisjóðsbók án leyfis eiganda
Óheimil úttekt eða
vanaleg leiðrétting?
MAÐUR uppgOtvaði inrmnu I aprflmánuði að teknar bðfðu verið
út 120 þ&sund kr. af iptriqjMibik hann I útibúi lalandabanka i
Kringlunni, án þcM að hann hefði veitt leyfl til þcaa. Um var að
neða innlrgg frá fyrirteklnu Ártaki hf. og hafði eigandi fyrirtek-
iainn íengið leyfi tdaidkera i útibúinu að taka það út af ■pari^Ma-
bókinni og bar hann þvi við að miatðk hefðu átt «ér »tað. ÚtihtU-
ntjúri I«landahanka ttgir að bér haH verið um vanalega leiðrétt-
ingu á rangri færmlu að neða.
Eftir að greiðsl&n hafði verið mínúturn -fyrir lokun bankana. KL
Iðgð Inn á reikning mannains og 9. eða 15 mlnútum áðuren Ulanda-
ataðfesting þar um geftn til beggja banki opnar næata mánudag,
aðila kom upp miasortti milli þeirra, hringdi eigandi Artaka I atarfa-
að þvi er fram kemur I máli Vil- mann lalandabanka og aagðist
hjálma Amasonar, formanns Neyt- þurfa að bakfora forslu alna frá
endafélags Akureyrar og nágrenn- því rétt fyrir kl. 4 á föstudeginum.
is, aem Qailað hefur um mál þetta. Starfsmaður Islandsbanka hafði
Þremur dðgum eftir að greiðslan samband við Landsbankann og
var innt af hendi fór greiðandinn sannreyndi fersluna frá þvt á
i afgreiðslu (slandsbanka og sagði fðstudeginum og framkvæmdi slð-
Btarfsmðnnum þar að umrastt inn- an umbeðna leiðrúttingu,” tagði
legg hana til þesaa viðakiptamanns Bjöm.
Islandsbanka hefAj verið mistðk. Hann sagði að nokkrum dðgum
Starfsmenn bankans kðnnuðu siðar hefði verktakinn haft sam-
hvort hann væri sá sami og lagði band við Isiandsbanka og farið
inn peningana, 120 þúsund kr.. og þess á leit við bankann að hann
leyfðu honum aiðan að taka út alla greiddi sér út kr. 120 þúsund kr.
uoohseðina. 1 máli hans hafi komið fram að
Reikningshaflnn kvartaði þegar hann atti f deilum við Artak hf.
hann uppgötvaði, þetta. Útibús- út af verklokum.
stjörinn visaði manninum á greið- .Það er nánast dsgiegt við-
andann og sagði honum qjálfum fangsefni I bönkum og sparisjóðum
að reyna að endurheimta pening- landaina að bakfora og leiðrétta
ana. en altlca hluti þarf að vinna með
Björn Eysteinaaon útbúastjóri mikilli varúð. I umræddu tilfelli
Islandsbanka I Kringiunni segir að var Islandsbanki að leiðrétta milli-
hér hafl verið um leiðrétUngu á færslu skðmmu eftlr að uppruna-
færslu að ræða en ekki óheimila lcg fersla var gcrð en ekki að
úttekt. .Artak hf., scm er (banka- taka út af reikningi eftir marga
viðakiptum við Landsbankann, daga án heimildar. Þetta er kjami
millifærði af slnum bankareikningi málsins," sagði Bjðm.
L. wynnm tðlvu. sem er tengd Bankaeftiriitið neitaði að tjá aig
fer hann í bankann og kvartar.
Starfsmenn bankans viðurkenna
verknaðinn, en vísa honum á banka-
stjórann sem því miður var erlend-
is. Eftir að hafa beðið lengi eftir
að bankastjórinn kæmi heim frá
útlöndum, fær hann loks viðtal.
Þrátt fyrir að launþeginn gæti
sýnt bankastjóranum frám á að
þetta væru með réttu sínir pening-
ar, vísaði bankastjórinn þessum við-
skiptamanni sínum á launagreið-
andann og sagði honum sjálfum að
reyna að endurheimta peningana.
Með það mátti launþeginn fara og
hefur ekki fengið peningana enn,
þó atvikið hafi átt sér stað í apríl sl.
Ég hef sannreynt þessa sögu
launþegans með viðtali við fulltrúa
viðkomandi bankaútibús sem kann-
aðist vel við málið.
Niðurstaðan virðist sú að íslands-
banki telur sig geta tekið út af
reikningum viðskiptamanna sinna
án heimilda. Þegar það kemur í ljós
að úttektirnar eru byggðar á röng-
um forsendum, þá leiðréttir bankinn
ekki misgjörðir sínar, heldur bendir
viðskiptamönnunum sjálfum á að
reyna að innheimta þá peninga sem
bankinn hefur ranglega afhent.
Fróðlegt væri að fá álit stjórnar-
manna íslandsbanka, einkum þeirra
sem eiga að teljast fulltrúar verka-
lýðshreyfingarinnar, á þessum
vinnubrögðum gagnvart launþeg-
anum.
VILHJÁLMUR INGI ÁRNASON
formaður Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis.
HEILRÆÐI
GETUR LÍTH) BARN KANNAÐ
HEIMILIÐ ÞITT SLYSALAUST?
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Víkveiji skrifar
Agúst Geirsson, símstöðvarstjóri
í Reykjavík, hafði samband
við blaðið vegna skrifa Víkveija á
laugardag um um skort á síma-
skrám og að þær yrði ekki að hafa
fyrr en á næsta ári. Ágúst sagði
að viðkomandi hefði ekki fengið
réttar upplýsingar þegar honum
hefði verið sagt að símaskrá 1992
væri uppurin. Afgreiðslustaðir
Pósts og síma væru yfir 100 á öllu
landinu og símaskráin væri til hjá
afgreiðslum út um allt land og í
nokkrum afgreiðslum í Reykjavík
þó í öðrum væri hún uppurinn. Þá
væri 2. prentun símaskrárinnar
þegar hafin og yrði til afgreiðslu
síðar í vikunni. Það væri alltaf séð
til þess að símaskráin væri til með-
al annars vegna þess að nýir símar
væni afgreiddir árið um kring.
Ágúst sagði að símaskráin hefði
verið prentuð í 162 þúsund eintök-
um, en reynt væri að hafa upplagið
sem næst þörfínni. Þetta væri í
annað skipti á tíu árum sem prenta
hefði þurft viðbótarupplag.
Við þetta má hins vegar bæta
að af hálfu símans er sjálfsagt að
gera starfsmönnum sínum grein
fyrir þessari stöðu mála sem Agúst
lýsir, þannig að þeir geti gefið við-
skiptamönnum sínum réttar upplýs-
ingar.
xxx
Víkverja eru lífeyrismál hugleik-
in, enda er þar um gífurlegt
hagsmunamál að ræða, sem alls
ekki hafa fengið þá athygli sem
vert er. Það kerfi sem við íslending-
ar búum við er óviðunandi svo ekki
sé meira sagt, og þá einkum sú
mismunun sem fær að viðgangast
óátalið. Það er kannski of sterkt til
orða tekið að kalla þá ringulreið sem
ríkir í lífeyrismálum hér á landi
kerfi og þrátt fyrir að nefndir hafi
haft það verkefni að endurskoða
lífeyriskerfið meira og minna í tvo
áratugi virðumst við jafnfjarri því
og nokkru sinni að fá niðurstöðu
þar sem jafnræðis er gætt og öllum
tryggðar nokkrar tekjur þegar elli-
lífeyrisaldri er náð. Eins og málum
er nú háttað ríkir ójafnræði milli
þeirra sem eru skuldbundnir lögum
samkvæmt til að greiða í lífeyris-
sjóð og hinna sem ekki þurfa þess.
Félögum í stéttarfélögum er skyld
að greiða í lífeyrissjóð starfsgreinar
sinnar en aðrir hafa val um það
hvernig þeir ávaxta það fé sem
þeir ætla til elliáranna. Iðgjöld til
lífeyrissjóða voru undanþegin skatti
þar til staðgreiðslukerfið var tekið
upp, en eru nú skattlögð eins og
aðrar tekjur. Greiðslur úr lífeyris-
sjóðum eru skattlagðar umfram
persónufrádrátt og tekjur úr lífeyr-
issjóðum skerða tekjutryggingu frá
Almannatryggingum. Það ber
brýna nauðsyn til að hyggja að
þessu kerfi í heild og það verður
ekki látið reka á reiðanum öllu leng-
ur í þessum efnum.