Morgunblaðið - 16.09.1992, Page 23

Morgunblaðið - 16.09.1992, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Atvinnulífið og vaxtastigið Ifyrradag tilkynnti þýzki seðlabankinn um nokkra vaxtalækkun í kjölfar breyt- inga á innbyrðis gengi gjald- miðla í gjaldeyrissamstarfi Evrópuríkjanna. Millibanka- vextir í Þýzkalandi voru lækkaðir um flórðung úr pró- sentustigi og almennir út- lánsvextir um hálft prósentu- stig. I kjölfar þessarar ákvörð- unar þýzka seðlabankans lýsti Lamont, fjármálaráð- herra Breta, yfir því að það sem mestu máli skipti væri að vaxtabreytingar væru nú niður á við í stað þess að vextir hefðu farið hækkandi á undanförnum mánuðum. Gert er ráð fyrir að fleiri Evrópuríki tilkynni vaxta- lækkanir eftir næstu helgi, að lokinni atkvæðagreiðslu í Frakklandi um Maastricht- samkomulagið. Því er spáð að Danir muni lækka vexti og sænski seðlabankinn hefur lækkað millibankavexti úr 75% (!) í 20%. Jóhannes Nordal, formað- ur bankastjórnar Seðlabanka íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurð- ur um hugsanleg áhrif þess- arar þróunar á vaxtastigið hér: „Ekki er það nú beint, en það er kannski spurning um það, hvort þessi vaxta- lækkun er fyrirboði þess að vextir fari að síga niður á við aftur í Evrópu. Það er von- andi að það gerist. Smám saman mun þetta hafa áhrif bæði hér og annars staðar, svo fremi sem þessi vaxta- lækkun heldur.“ I umræðum um vaxtastigið í Evrópulöndum á undanförn- um vikum og mánuðum hefur hvað eftir annað komið fram að uppsveifla í atvinnulífi væri útilokuð á meðan raun- vextir næmu um sex pró- sentustigum. Hér á íslandi eru raunvextir um 9%. Það er jafn óhugsandi að atvinnu- lífið hér geti náð sér á strik meðan raunvextir eru svo háir eins og það er í Evrópu við vaxtastig sem þó er mun lægra. Þar með er ekki sagt að það sé einfalt mál að lækka raunvexti hér. Þar koma margir þættir til sögunnar og sumir hafa haldið því fram að raunvextir gætu jafnvel hækkað eitthvað fremur en að lækka. Á hinn bóginn er margt sem bendir til þess að eftirspurn eftir' lánsfé hafi dregizt mjög saman. Nú er svo komið að lesa má auglýs- ingar í Morgunblaðinu þar sem lánasjóðir eru bersýni- lega að auglýsa eftir umsókn- um um lánsfé. Sumir við- skiptabankanna a.m.k. hafa ekki kynnzt jafn lítilli eftir- spurn eftir lánsfé og verið hefur um skeið. Minnkandi eftirspurn eftir lánsfé ætti að öðru jöfnu að leiða til lækkunar vaxta. En ef ríkisvaldið kemur til skjal- anna á öllum vígstöðvum fjármagnsmarkaðarins og sækist eftir því fé sem ein- staklingar og einkafyrirtæki hafa ekki áhuga á að taka að láni er hins vegar ekki von á góðu. Þess vegna er engin spurning um það að áhrifa- ríkasta aðferð ríkisstjórnar- innar til þess að ýta undir uppsveiflu í atvinnulífinu er sú að draga úr umsvifum á lánamarkaðnum, sem leiði til umtalsverðrar lækkunar vaxta. í raun og veru ætti þetta að vera höfuðmarkmið þessarar ríkisstjórnar í at- vinnumálum. Hún ætti að leggja alla áherzlu á og beina allri athygli sinni að því að ná fram verulegri lækkun raunvaxta. Þess verður hins vegar ekki vart að ríkisstjórnin hugsi á þennan veg. Á meðan svo stendur er tæpast við því að búast að raunvextir lækki og á meðan raunvextir lækka ekki verulega er ekki hægt að búast við því að atvinnulíf- ið nái sér á strik. Aðrar að- gerðir ríkisstjórnar geta auð- vitað skipt máli en þær ráða ekki þeim úrslitum sem veru- leg vaxtalækkun mundi gera. Þess vegna er nauðsynlegt að ríkisstjórnin horfi mjög til þróunar mála í Evrópu og kanni hvaða möguleika hún hefur til þess að tryggja að vextir stefni niður á við hér eins og er að byrja að gerast þar. Að öllu óbreyttu gerumst við aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu eftir áramót. Islenzk fyrirtæki verða ekki samkeppnisfær á þeim vett- vangi, ef þau borga margfalt hærri vexti en fyrirtæki þar. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að efla atvinnulíf Framkvæmdir auknar og tekjuskattur félaga lækkaður Hér fer á eftir yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá í gær um aðgerð- ir til að efla atvinnulíf, ásamt lista yfir fyrirhugaðar viðbótarfram- kvæmdir sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í, einkum á sviði vegagerð- ar, á næsta ári: framleiðslu frá því sem áður var áætl- að og mun það hafa áhrif á atvinnu- ástand og væntingar í þeim efnum. Viðbótarframkvæmdir næstu árin eru ákveðnar í trausti þess og í þeim tilgangi að hagvöxtur muni glæðast á ný. Þau lán sem tekin verða til þess- ara framkvæmda þarf að endurgreiða og það verður að gera af því fé sem til ráðstöfunar verður til framkvæmda á viðkomandi sviði. Þegar á heildina er litið yfir lánstimann verður þetta ekki til að auka útgjöld ríkisins. „Við gerð kjarasamninga á síðast- liðnu vori var ákveðið að efna til sam- starfs stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins um atvinnumál. Hafa þessi mál síðan verið rædd í sérstakri nefnd er sett var á laggirnar og hefur ríkis- stjórnin fylgst með störfum nefndar- innar. I ljósi þess að alvarlega horfir nú í atvinnumálum landsmanna hefur rík- isstjórnin ákveðið, í tengslum við fjár- lagagerð, að gera eftirfarandi ráðstaf- anir til að örva atvinnustarfsemi í landinu. 1. A næsta ári verður tveimur milljörð- um króna varið til viðbótarfram- kvæmda, einkum vegagerðar. A árinu 1994 verður einum milljarði króna varið til slíkra viðbótarframkvæmda og hálfum milljarði árið 1995. Hér er því samtals um að ræða 3‘/2 milljarð króna á næstu þremur árum. 2. Tekjuskattur félaga verður lækkað- ur úr 45% í 33%. 3. Á næsta ári verður 240 milljónum króna varið til sérstakra rannsókna- og J>róunarverkefna. 4. Á næsta ári verður varið 100 millj- ónum króna til sérstaks markaðsátaks á EES-markaði í samstarfi við samtök atvinnulífs og fyrirtæki til þess að nýta tækifæri sem EES-samningurinn býður. Franjkvæmdir Gott samgöngukerfi er veigamikill þáttur í öflugum hagvexti. Miklar breytingar hafa orðið í flutningatækni og munu halda áfram á næstu árum. Vegakerfið þarf að geta mætt þessum breytingum, m.a. með því að flutn- ingsþungi á vegum verði aukinn. Það auðveldar einnig að stækka atvinnu- og markaðssvæði en slíkt er nauðsyn- legt til að treysta stöðu fyrirtækja á landsbyggðinni. Góðar samgöngur eru einn mikilvægasti þáttur skynsam- legrar byggðastefnu. Þær stuðla einn- ig að sameiningu sveitarfélaga og samgöngubætur eru reyndar oft for- senda fyrir því að sveitarfélög samein- ist. Fyrir utan þá beinu hagkvæmni sem í sameiningunni felst fyrir rekstur sveitarfélaganna auðveldar hún einnig samstarf og samruna fyrirtækja sem nú eru í fleiri en einu sveitarfélagi. Það má þannig færa veigamikil rök fyrir því að samgönguframkvæmdir séu arðbærar framkvæmdir fyrir allt þjóðarbúið. Þess vegna verða þessar framkvæmdir auknar frá því sem fyrri ákvarðanir gera ráð fyrir. Þá er einn- ig haft í huga að þessi fjárfesting kallar ekki á árleg rekstrarútgjöld síð- ar. Við ákvörðun einstakra fram- kvæmda verður miðað við að þær: - auki flutningsgetu vega, - stækki atvinnu- og markaðssvæði, - auðveldi sameiningu sveitarfélaga. Einnig verður þess gætt að unnt verði að hefja þessar viðbótarfram- kvæmdir sem fyrst í Ijósi atvinnu- ástands. Það á ekki síður við um við- haidsverkefni við opinberar bygging- ar, sem einnig verður ráðist í. * Miðað við núverandi stöðu ríkisfjár- mála þýða auknar framkvæmdir auknar lántökur ríkisins. Þetta setur viðbótarframkvæmdum þrengri skorður en ella. Sama gildir einnig vegna þess að enn verður mikill halli á utanríkisviðskiptum á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir því að hann minnki talsvert frá því sem er í ár. Hvort viðbótarframkvæmdir verða fjármagnaðar innanlands eða með er- lendum lánum fer fyrst og fremst eft- ir ástandinu á innlendum fjármagns- markaði með tilliti til heildarlánsfjár- þarfar opinberra aðila og líklegs sparnaðar. Við núverandi aðstæður er ekki útlit fyrir aukna lánsfjáreftir- spurn fyrirtækja. Það verður að vera tryggt að fjármögnun þessara fram- kvæmda valdi ekki vaxtahækkun. Gera má ráð fyrir að þessar fram- kvæmdir þýði um 0,6% aukna lands- Tekjuskattur félaga I stefnu ríkisstjórnarinnar segir að skattlagning fyrirtækja verði sam- ræmd því sem gerist með samkeppnis- þjóðum. Þetta er reyndar veigamikil forsenda þess að íslensk fyrirtæki standi ekki lakar en erlendir keppi- nautar á Evrópska efnahagssvæðinu og þau geti nýtt sér þau tækifæri sem þar verða í boði. Á undanförnum árum hafa miklar breytingar verið gerðar á tekjuskatti fyrirtækja víða um lönd. Þessar breyt- ingar hafa verið í þá átt að breikka skattstofn og lækka skatthlutfall. Sama breyting verður nú gerð hér. Tillaga í fjárfestingarsjóð verður af- numið, frádráttur vegna arðgreiðslu verður minnkaður og nokkrar aðrar breytingar gerðar svo sem varðandi bifreiðakostnað og risnu. Jafnframt verður skatthlutfallið lækkað úr 45% í 33% og verður skatturinn þá svipað- ur því sem algengt er í samkeppnis- löndum. Þetta mun treysta stöðu íslenskra fyrirtækja þegar fram í sækir. Þetta mun einnig treysta samkeppnisstöðu íslands að því er varðar fjárfestingu erlendra fyrirtækja hér á landi, m.a. í orkufrekum iðnaði. Með þessu er staðfest að tekjuskattslagning fyrir- tækja á Islandi verður nálægt því sem hún er í helstu samkeppnislöndum. Rannsókna-og þróunarverkefni Mikilvægt er að auka nýsköpun og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og efla þannig hagvöxt á næstu árum. Það hafa verið leiddar að því vaxandi líkur að vísindi og rannsóknir séu veigamikil undirstaða hagvaxtar til lengri tíma litið. Er ekki ástæða til að ætla annað en það eigi einnig við hér á landi. í þessu sambandi skiptir mestu máli að nýta sem best það fé sem varið er til þessarar starfsemi. Viðbótarframkvæmdir við vegi og opinberar byggingar á næsta ári in.kr. 1. llöfudbonrarsvteði Suðurlandsv., Vcsturlandsv., Amamesv., þjóðv. í þétlbýli. 360 2. Sudurlánd Laupirvatnsv., Laugard. - Geysir, I>in)(- vallavegur. 156 3. Reykjanes Reykjanesbraut við flugvallarveg, Bláfjall- vegur. 80 4. Vnsturland Snsefdlsnesvegur uro Mjósund og Búlands- höfða, VestfjaiÁavegur um Sudurá, Vestur- landsvegur um Hellistungur. 170 5. Vestfirðlr Hálfdín, ÓshlB - vegsvalir, Hrúta(jaríará. 200 6. Nordurland vestra Hrútafjarðará, Vatnsskurð. 100 7. Nordurland eystra Öxnadalsheiði, ÓlafsQarðarvegur, Dalvlk - Ólafsfjórdur, Nordurlandsvegur 1 Mývatns- sveit 170 8. Austurland Austurlandsvegur um Jókulsá á Dal, Aust- urlímdsvcgur, Skeöarársandur - Breiðdal- svlk. 230 9. Stórverkefni Kúðaf\jót, Vegsvalir í Óshlíð, Jokuká á Dal. 335 10. Viðhald opinlaerra Irygginga, Þjúðminjasafn 100 11. Bygging húss fyrir Hæstarétt, byijunar- framkv. 100 Samtak 2000 En ríkisstjórnin viil einnig setja ákveðnar áherslur í þessu efni, ekki síst við núverandi aðstæður. Á undanförnum árum hefur alþjóð- legt samstarf um rannsóknir farið vaxandi og á vettvangi Evrópubanda- lagsins er t.d. beinlínis hvatt til þess með fjárframlögum af hálfu banda- lagsjns. Með EES-samningnum opn- ast íslendingum miklir möguleikar til þátttöku í þessu samstarfi. Er því mikilvægt að íslenskar rannsókna- stofnanir og fyrirtæki geti nýtt þessa möguleika sem best. Til þess þarf að efla íslenska vísinda- og rannsókna- starfsemi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að veija sérstaklega 240 milljónum króna á næsta ári til nýrra verkefna á sviði rannsókna og þróunarstarfsemi. Til þess verður varið hluta af söluand- virði þeirra eigna ríkisins sem seldar verða á næsta ári. Lögð verður áhersla á rannsókna- og námsstyrki og stuðn- ing við þróunarverkefni. Sérstök nefnd vinnur nú að gerða tillagna um þessi mál. Markaðsátak Samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði opnar íslensku atvinnulífi ný tækifæri á Evrópumarkaði. Þetta á bæði við um útflutning sjávarafurða og iðnaðarvöru og reyndar einnig um þjónustu. Tollalækkun á sjávarafurð- um opnar nýjum afurðum leið inn á markaðinn en í iðnaði og þjónustu eru einnig margir möguleikar sem þarf' að kanna vel. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki nýti þessi tækifæri svo sem kostur er. Til þess þarf hinsvegar í mörgum tilvikum kostnaðarsaman undirbúning og nýrri markaðssókn fylgir jafnan nokkur áhætta. Þess vegna hefur rík- isstjórnin ákveðið að veija 100 milljón- um króna í sérstakt markaðsátak á EES-markaði á næsta ári. Þetta átak verður undirbúið og framkvæmt í nánu samstarfi við samtök atvinnulífs- ins og fyrirtæki þannig að það nýtist sem best. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar kynntar á blaðamannafundi í Ráðherra- bústaðnum. Frá vinstri: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Virðisaukaskattur verði lækkaður um 1 prósent 1.700 milljóna endurgreiðslur virðisaukaskatts til fyrirtækja felldar niður RÍKISSTJÓRNIN hefur fallið frá hugmyndum um tveggja þrepa virðis- aukaskatt og almennt afnám undanþága frá innheimtu skattsins. Þess í stað náðist samkomulag á fundum ríkistjórnarinnar í fyrrakvöld og gærdag um að lækka núverandi skatthlutfall um 1% eða úr 24,5% í 23,5% og fella niður endurgreiðslur virðisaukaskatts til fyrirtækja sem eru undanþegin innheimtu virðisaukaskatts af sölu en geta við núver- andi skattkerfi fengið virðisaukaskatt af aðföngum, svokallaðan inn- skatt, endurgreiddan í rekstri sínum. Á þetta við um húshitun, afnota- gjöld útvarps og sjónvarps, bækur, blöð og tímarit. Er gert ráð fyrir að á móti verði auknar niðurgreiðslur til húshitunar á köldum svæðum um 80 milljónir króna. Heildarupphæð þessara endurgreiðslna nemur rúmlega 1.700 milljónum króna en ríkissjóður verður hins vegar af um 1.500 millj. kr. tekjum vegna lækkunar álagningarhlutfalls virðis- aukaskatts um 1%. Ríkisstjórnin kom saman til fundar á mánudagskvöld til að ganga frá tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins en þá lá fyrir að þingflokkar stjórnarinnar gátu ekki sætt sig við hugmyndir fjár- málaráðherra um tveggja þrepa virðis- aukaskatt. Fundurinn stóð í rúmlega fimm klukkustundir og fyrir hádegi í gær kom ríkisstjórnin saman að nýju þar sem endanlega var gengið frá nýjum tillögum og frágangi fjárlaga- frumvarps var lokið. Var niðurstaðan Iögð fyrir þingflokkana kl. 18 í gær og síðan kynnt á fréttamannafundi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn í gær að fjárlagatillögunum væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar í öllum megin- atriðum. Hugsunin á bak við það að endurgreiðslur virðisaukaskatts verða felldar niður sé sú að það sé óeðlilegt að þeir sem ekki borguðu virðisauka- skatt fái virðisaukaskatt endurgreidd- an af vörum sem þeir kaupa. Sagði hann fullt samkomulag í ríkisstjórn um þessar tillögur. Hann neitaði því hins vegar að upphafleg tillaga um tveggja þrepa virðisaukaskatt hefði verið felld í þingflokkum stjórnarinn- ar. „Hugmynd fjármálaráðherra var rædd og menn bentu á ýmis atriði. Það er verkefni okkar sem erum í rík- isstjórn í umboði þingflokka að taka tillit til sjónarmiða sem þar koma fram,“ sagði Davíð. 250 millj. vörugjald á áfengi, bensín o.fl. Heildartekjur ríkissjóðs af virðis- aukaskatti eru taldar nema um 40 milljörðum króna. Að sölu kindakjöts og mjólkurvara frádregnum, sem njóta niðurgreiðslna í dag, áætlar fjáF- málaráðuneytið að tekjutap ríkissjo )s vegna 1% lækkunar virðisaukaskatt- hlutfallsins nemi um 1.500 milljónum króna. Auknar tekjur sem fást af því að hætta endurgreiðslum virðisauka- skatts af aðföngum nema rúmlega 1.700 milljónum króna. Þessu til við- bótar var svo ákveðið að minnka end- urgreiðslur virðisaukaskatts til iðnað- armanna vegna vinnu við íbúðarhús- næði en heildarupphæð þeirra í dag nemur um 1.200 millj. kr. Nemur lækkunin 480 milljónum króna í frum- varpinu. Þá er talið að sérstakar inn- heimtuaðgerðir muni skila ríkissjóði 150 milljóna króna viðbótartekjum þannig að nettóáhrif aðgerðanna fyrir ríkissjóð nema 750 milljónum króna. Þá er ákveðið að verð tóbaks, áfengis, bíla og bensíns verði áfram óbreytt þrátt fyrir lækkun virðisauka- skattshlutfallsins með upptöku vöru- gjalda á þessar vörur sem er áætlað að skili ríkissjóði um 250 milljónum króna í viðbótartekjum en í upphafleg- um tillögum um tveggja þrepa virðis- aukaskatt var gert ráð fyrir að vöru- gjald á þessar vörur myndi skiia 500-600 milljónum króna. Heildarhlutur hitaveitna og raf- veitna í endurgreiðslum ríkissjóðs á virðisaukaskatti nemur um 40% af heildarupphæðinni eða rúmlega 700 millj. króna. Bráðabirgðaaðgerð Rök íjármálaráðherra fyrir því að ekki var ráðist í fækkun undanþága frá virðisaukaskatti nú er sú að slík breyting krefjist vandlegs undirbún- ings. Þá hafi komið fram ábendingar um að gildistaka þeirrar breytingar um næstu áramót geti skapað sér- staka erfiðleika eins og í ferðaþjón- ustu sem þurfi að verðleggja sína þjón- ustu með löngum fyrii'vara. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er sú breyting sem nú hefur verið ákveðin ekki hugsuð til frambúðar heldur sem skref í átt til þess að lækka almenna skatthlutfallið og fækka und- anþágum frá virðisaukaskatti. Talið er að niðurfelling endur- greiðslna virðisaukaskatts vegna hús- hitunar komi þyngst niður á þeim veitum sem hafa ráðist í miklar íjár- festingar og framkvæmdir að undan- förnu og hafa þannig getað fengið kostnað vegna virðisaukaskatts af aðföngum endurgreiddan. Samkvæmt þessum tillögum verður ekki hróflað við núverandi undan- þágukerfi. Fyrir fjölmiðil sem leggur ekki virðisaukaskatt á sölu eða áskriftargjöld fyrir vöruna þýðir þessi breyting að virðisaukaskattur af kostnaði, svo sem af pappírskaupum, fæst ekki endurgreiddur eftir næstu áramót, verði þessi breyting í 12. grein fjárlagafrumvarpsins samþykkt. Hins vegar hefur auglýsingasala verið virð- isaukaskattskyld samkvæmt núgild- andi kerfi og verður það áfram en fjölmiðillinn mun geta dregið innskatt í tengslum við auglýsingasölu frá þeim skatti sem hann þarf að standa skil á til ríkisins. Aðrar greinar vöru og þjónustu sem hafa verið undanþegnar virðisauka- skatti, svo sem fyrirtæki í flutninga1 þjónustu og ferðaþjónustu, hafa þurft að greiða virðisaukaskatt af öllum sín- um aðföngum en ekki verið heimilt að draga innskatt frá útskatti og er talið að með því að fella niður endur- greiðslur til fjölmiðla og bókaútgáfu sé verið að jafna aðstöðu á milli þess- ara greina. Ósamkomulag um einstakar tillögur í þingflokkum Samkvæmt upphaflegu hugmynd fjármálaráðherra átti að ná um 400 milljónum króna með auknum skatt- skilum og fækkun undanskota frá skattheimtu en breytingarnar sem nú hafa verið ákveðnar gera aðeins ráð fyrir 150 milljónum króna vegna auk- innar innheimtu. Þingflokkar stjórnarinnar fjölluðu um þær breytingar sem hafa verið gerðar á fjárlagafrumvarpinu í með- ferð ríkisstjórnarinnar á fundum síð- degis. Var fjárlagafrumvarpið í heild sinni samþykkt í báðum þingflokkun- um en af viðtölum við einstaka þing- menn má ráða að enn sé verulegur ágreiningur uppi um einstakar að- gerðir og tiliögur á tekjuhlið frum- varpsins. Einn þingmanna Sjálfstæð- isflokksins sagði að þingmenn þess flokks hefðu eingöngu samþykkt ramma fjárlaganna en eftir væri að útkljá Jjölmörg atriði, meðal annars sættu ekki allir sig við breytingar á endurgreiðslu virðisaukaskatts til hús- hitunar. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri Heita vatnið þarf að hækka um 12-13% HITAVEITA Reykjavíkur fær um 330 milljóna króna innskatt endur- greiddan á þessu ári. Sé tekið tillit til hugmynda um iækkun virðis- aukaskattsins í 23,5% nemur gjaldaauki Hitaveitunnar um 316 milljónum á einu ári. „Þetta þýðir verðhækkun á vatni,“ sagði Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri í Reykjavík, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans við afnámi end- urgreiðslu innskatts til hitaveitna. í fyrra varð um 170 milljóna króna tap á Hitaveitunni og reiknað er með ein- hvetju tapi í ár. Gunnar sagði að stefnt væri að hallalausum rekstri Hitaveit- unnar og því yrði að mæta þessum nýja gjaldalið með hækkun á heitu vatni. Við fyrstu sýn mætti áætla að hækkunin yrði að nema 12-13%. Gunnar kvaðst ekki trúaður á að jöfn- unargreiðslur milli veitusvæða kæmu viðskiptavinum Hitaveitu Reykjavíkur til góða, líklegra væri að þeir yrðu að leggja til jöfnunarsjóðsins. María Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri SÍH Verðjöfnun leysir ekki vandann HITAVEITUR ná til um um 85% landsmanna og áætlar María Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra hitaveitna, að við- skiptavinir hitaveitnanna verði að greiða að meðaltali 10-12% meira fyrir heita vatnið en nú, ef farið verður að tillögum ríkissljórnar- innar varðandi virðisaukaskattinn. María telur að í heild leggist um 500 milljónir króna á hitaveiturnar í landinu og að þær álögur hljóti að skila sér út í verðlagið. Hún segir að hér sé um beina skattheimtu að ræða en til þessa hafi hitaveitur ekki greitt skatta. Helsti aðstöðumunur hita- veitna felst í því að veitur sem voru reistar í kjölfar olíuverðhækkana á 8. áratugnum bera þunga greiðslu- byrði af fjárfestingum samanborið við eldri veítur. María segir það útbreidda skoðun forsvarsmanna hitaveitna að Vísitölufjölskyldan Utgjöld hækka um 7.500 krónur á ári Fjármálaráðuneytið áætlar að framfærsluvísitalan hækki um 0,28% vegna breytinga sem gerðar verða á virðisaukaskatti. Þá er talið að sérstök hækkun vörugjalds á áfengi, tóbak, bens- ín og fólksbifreiðar gætu aukið heildarútgjöld vísitölufjölskyld- unnar um 3.000 krónur á ári. Alls muni útgjöld vísitölufjöl- skyldunnar hækka um 7.500 krónur á árinu. Þannig er áætlað að matvörur rnuni lækka um 0,7% og fatnaður um 0,8%. Ljós og hiti hækka hins vegar um 10%, tómstundaiðkun, menning og menntun um 2,3%. Munar þar mestu að talið er að útgjöld vísitöluíjölskyldunnar vegna bóka, blaða og tímarita muni aukast um 5.730 kr. eða 10%. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra benti á það á fréttamanna- fundi í gær að þessar áætlanir gerðu ráð fyrir að allar breytingar færu út í verðlag en þar sem verð- bólga hefði verið lítil að undanförnu væri óvíst að fyrirtækin veltu kostnaðaraukanum að fullu út í verðlagið. Minnti hann á að bænd- ur hefðu nýlega samþykkt að hækka ekki verð á kjöti um 1% heldur taka sjálfir á sig þá hækkun til að valda ekki röskun á markaði. Áætl. heildaráhrif Krónur % Matvörur -3.626 -0,7 Áfengiog tóbak - - Fatnaður -1.712 -0,8 Húsnæði, Ijós og hiti 9.471 2,4 Ljós o g hiti 6.449 10,0 Viðhaldskostn. o.fl. 4.022 1,2 Húsbúnaður -1.455 -0,8 Heimilisaðst., barnag. - - Lyf og læknislijálp -216 -0,3 Lyf o.fl. -216 -0,8 Llkamsrækt — — Læknishjálp - - Ferðir og flutningar -864 -0,2 Bifreiðar og bensín — — Annar rekstrarkostn. -616 -0,4 Almenn flutningatæki — — Pósturogsími -248 -0,7 Tómstundaiðkuu 7.070 2,3 Tómstundavörur -558 -0,8 Afnotagj. sjónvarps 2.169 6,0 Menning, skemmtanir -277 -0,2 Bækur, blöð 5.736 10,0 Annað -1.167 -0,4 Snyrtivörur -682 -0,8 Orlofsferðir — — Veitingahús -485 -0,7 Hótelgisting . — — Ýmis þjónusta — — Framfærsluvíst. alls 7.500 0,28 verðjöfnun sem byggist á millifærslum milli veitna skekki myndina þannig að raunverulegur kostnaður sjáist ekki. Það bjóði heim hættunni á óarð- bærum fjárfestingum. Því sé mun vit- urlegra að jafna aðstöðumun hita- veitnanna með því að cíkið greiði nið- ur skuldir þeirra sem verst eru stadd- ar. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RÚV Mikill kostnaðarauki AFNOTAGJÖLD Ríkisútvarpsins hafa ekki hækkað undanfarin þijú ár í neinu hlutfalli við almennar verðlagshækkanir. Þess vegna er stofnunin illa í stakk búin að tak- ast á herðar enn auknar álögur, að sögn Harðar Vilhjálmssonar fjármálasljóra Ríkisútvarpsins. Nákvæmar tölur um kostnaðarauka Ríkisútvarpsins vegna niðurfellingar endurgreiðslu innskatts lágu ekki fyr- ir í gærkvöldi. Hörður vildi ekki tjá sig nánar um upphæðir, né bein áhrif á rekstur stofnunarinnar, fyrr en að betur athuguðu máli. Jóhann P. Valdimarsson, formaður bókaútgefenda 18% hækkun kostnaðar „Kostnaður við bókaútgáfu hækkar um 18%, sem hlýtur að leiða til samsvarandi hækkunar bókaverðs," segir Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. „Það veld- ur minni bókasölu sem aftur getur kallað á enn frekari verðhækkun." Jóhann Páll sagði íslenska bóka- útgefendur hafa átt í miklum rekstrar- erfíðleikum undanfarið, eins og gjald- þrot stórra bókaútgáfa og miklir fjár- hagserfiðleikar annarra beri vitni. Bókaverð hafi verið sem næst óbreytt undanfarin þijú ár. Jóhann Páll segir bókaútgefendur hafa látið neytendur njóta þess að fullu þegar virðisauka- skatti var Jétt af bókum. „Sú verð- lækkun skilaði sér í aukinni bókasölu. Verðhækkun nú mun koma verst nið- ur á bókum sem seljast í litlum upplög- um á útgáfuári, íslenskum skáldsög- um, ljóðabókum og öðrum bókmennta- verkum,“ sagði hann. Jóhann segir að þessi skattabreyt- ing komi langþyngst niður á bókaút- gefendum af þeim sem verði fyrir breyttri skattameðferð. Hann telur að hreinlegra hefði verið að setja aftur virðisaukaskatt á bækur. Það hefði jafnvel verið auðveldara fyrir bóka- útgefendur en þessi breyting. Nú verði þeir að fjármagna innskatt af tilkostn- aði allan fyrrihluta ársins, meðan bókasala er í lágmarki. Bjarni Kristjánsson hjá íslenska útvarpsfélaginu Tug’milljóna álögur EF AUKNUM útgjöldum íslenska útvarpsfélagsins hf. vegna niður- fellingar endurgi’eiðslu á innskatti verður velt yfir á áskrifendur Stöðvar 2 þarf að hækka áskriftar- gjöldin um 4-5%. Þá er miðað við að áskrifendum fækki ekki í kjölfar hækkunarinnar. „Mér sýnist í fljótu bragði að við verðum að bera um 40 milljóna króna kostnaðarauka miðað við síðasta ár,“ segir Bjarni Kristjánsson fjármála- stjóri íslenska útvarpsfélagsins. Hann sagði rekstur Stöðvar 2 erfiðan en hefði farið batnandi. Bjarni sagði það grátlegt að menn væru ekki fyrr komnir upp á hnén, fjárhagslega tal- að, en þeir væru slegnir marflatir aft- ur. Hann sagði jafnframt að þessar auknu álögur myndu höggva stórt skarð í þann hagnað sem menn hefðu búist við af rekstrinum. Sá hagnaður hefði verið nauðsynlegur til að vega upp mikið tap fyrri ára. Bjarni taldi þessa aðgerð ríkisstjórnarinnar draga verulega úr framtíðarmöguleikum einkarekinna ljósvakamiðla í landinu og raunar draga úr vilja manna til að leggja peninga í atvinnurekstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.