Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
7
Prestafélag Islands
Kjaradóm-
ur ákvarði
larni presta
FULLTRÚARÁÐS- og félags-
fundur Prestafélags íslands,
sem haldinn var í safnaðar-
heimili Dómkirkjunnar 14.
september sl., samþykkti álykt-
un þar sem lýst er fullum stuðn-
ingi við stefnu stjórnar félags-
ins og viðbrögð hennar við
frumvarpi því til laga um kjara-
dóm og kjaranefnd sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi.
í ályktuninni segir ennfremur:
„Fundurinn áréttar að kjaradómur
ákvarðar nú laun presta að lögum
og óskar eftir að sú skipan hald-
ist enda hafa engin ný rök komið
fram er mæla gegn því.
Fundurinn treysti því að hið háa
Alþingi virði sjálfstæði Þjóðkirkj-
unnar samkvæmt stjórnarskránni
og taki tillit til þeirrar sérstöðu
sem embættismenn hennar hafa
sem opinberir starfsmenn og
kirkjunnar þjónar í senn með því
að láta óvilhallan gerðardóm úr-
skurða um laun þeirra.
Því telur fundurinn með öllu
óásættanlegt að prestar taki laun
eftir einhliða úrskurði nefndar er
heyri undir fjármálaráðherra og
að sú nefnd skilgreini starfskjör
þeirra og starfsskyldur.
Fundurinn væntir þess að nú
sem fyrr verði málefnum presta-
stéttarinnar og þjóðkirkjunnar
ráðið til lykta með samstöðu al-
þingismanna."
Ofangreind ályktun var sam-
þykkt einróma.
------» ♦ ♦----
Ráðstefna um
Islendinga,
hafið og auð-
lindirnar
VÍSINDAFÉLAG íslendinga
gengst laugardaginn 19.
september fyrir ráðstefnu sem
ber heitið íslendingar, hafið og
auðlindir þess. í upphafi ráð-
stefnu og niðurlagi munu sagn-
fræðingur og félagsfræðingur
fjalla um þýðingu sjávarins fyr-
ir búsetu á íslandi og um hag-
nýta þekkingu og frumkvæði í
sjávarútvegi, en annars eru það
náttúruvísindamenn af ýmsum
sviðum haffræði og líffræði
sem þarna flytja erindi. Alls
verða fluttir sextán fyrirlestr-
ar.
Fjallað verður um „Umhverfí
og lífsskilyrði", „Ástand og af-
rakstur helstu nytjastofna", „Aðr-
ar hliðar sjávarlífs og nytja“ frá
ýmsum hliðum og auk þess efni
sem eru í brennidepli í dag, svo
sem „Mengun á íslandsmiðum“,
„Aðferðir til að meta stærðir
nytjastofna" og „Nýtingu auð-
linda í fæðuvistfræðilegu sam-
hengi“. Meðal fyrirlesara verða
flestir þekktustu vísindamenn
okkar á þeim sviðum sem ráð-
stefnan nær til.
Ráðstefnan verður haldin í
Odda, húsi Háskóla íslands, stofu
101, og hefst kl. 9. Áætlað er að
henni ljúki um kl. 17.30.
Hinir einu sönnu Hljómar;
Gunnar Þórðarson, Rúnar
Júlíusson, Engilbert Jensen,
Erlingur Björnsson úsamt Shady
Owens rifja upp hina einstöku
stemningu áranna frá '63-'69
með lögum eins og Fyrsti koss-
inn, Bláu augun þín, Æsandi
fögur og fleiri gullkorn íslenskrar
dægurtónlistar.
Frumsýning laugardaginn
26. september.
Matseðill:
Rækjukóngasúpa
Grillsteiktur lambahryggvöðvi,
Fondant
Frönsk súkkulaðimús Cointrau
Verðkr. 4.950-
Án matar kr. 2.000-
Leikstjórn Valgeir Skagfjörð.
Stórhljómsveit undir stjórn
Gunnars Þórðarsonar.
Ljósastjórn Kristján Magnússon.
HUSIÐ OPNARKL. 19.00.
B0RÐAPANTAN1R ISIMA 6871 1 1
HÓTF.I. tSTAND
Metsölublað á hverjum degi!