Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 ÁSBYRGI Borgartúni 33, 105 Reykjavík 623444 Frostafold m/bílsk. Glæsil. 115 fm íb. á 3. hæð í lyftuh. ásamt 20 fm bílsk. Nýtt eldhús. Parket og flísar. Húsið er nýviðg. að utan. Áhv. 3,3 millj. byggsj. Verð 10,8 millj. Þingholtin — 4ra 4ra herb. 103 fm falleg íb. á 1. hæð i góðu steinh. íb. skiptist í 2 stórar saml. stofur, 2 stór svefnh., rúmg. eldh. og bað. Hagst. áhv. lán kr. 3,0 millj. Verð 7,7 millj. Höfdabakki — skrifsth. 220 fm skrifsthúsn. á 2. hæð í nýbygg- ingu. Til afh. strax. Bæjarhraun — Hf. 135 fm gott verslhúsn. við fjölf. götu. Verö 7,5 milj. Hringbraut 119 Til sölu 2 verslein. 181,7 fm. Verð 6,4 millj. og 291,2 fm, verð 10,2 millj. Húsn. hentar vel fyrir verslun eða þjónustu og er til afh. strax. Flugumýri — Mos. Nýl. stálgrindarhús, 312 fm m. tvennum stórum innkdyrum. Mikil lofthæð. Stórt útisvæði. Byggingarréttur. Áhv. 9,0 millj. iðnlánasj. Verð 12,0 millj. Funahöfði 440 fm Butlers-stálgrindarhús með 215 fra millilofti. Lofthæð allt að 7 metrar. Stórar innkdyr. Hagst. áhv. lán. Gjáhella 1 - Hf. 650 fm stálgrindarhús með mikilli loft- hæð og stórum innkdyrum. Lóð 2442 fm. Til afh. strax. Góð greiðslukj. Smiðjuvegur — Kóp. 209 fm glæsil. iðnhúsn. sem er hentugt fyrir heildsölu eða léttan iðnað. Til afh. strax. Verð 9,0 millj.' SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI Cq uJlSjJaIsZJJUiÍhI [ j INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. ÖRN STEFÁNSSON, sölum. 51500 Maríubakki- Rvík Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Herb. fylgir í kj. Vesturgata Til sölu gamalt einbhús nærri miðbænum, byggt kringum aldamót. Verð tilboð. Laust. Hafnarfjörður Laufvangur Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á 2. hæð í sex íbúða stigahúsi. Áhv. ca. 2 millj. Hjallabraut Góð 4-5 herb. íb. á 1. hæð. Álfaskeið Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð m. bílskúr. Áhv. ca. 3 millj. nýl. byggingarsjóðslán (40 ára). Laus. Vantar Vantar gott einb. í Hafnarfirði fyrir fjársterkan aðila, helst í skiptum f. glæsilega hæð og ris í Hafnarfirði. Milligjöf stað- greidd. Allar nánari uppl. á skrif- stofunni. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3,2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601 VZterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! Seltjarnarnes Raðhús við sjávarsíðuna Vorum að fá í sölu raðhús í fremstu röð við Barða- strönd. Húsið er alls 221 fm. Á jarðhæð eru 3 herb. (geta verið 4), anddyri, rúmg. hol, rúmg. flísal. bað- herb. m. baðkari og sturtuklefa, þvottaherb. og geymslu auk innb. bílskúrs. Á efri hæð eru rúmg. stofur m/arni, eldhús og snyrting. Suðursvalir. Ræktuð lóð. Mjög gott útsýni yfir sjóinn og fjallahringinn. Góð eign á eftirsótt- um stað. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 8, símar 19540,19191,619191. 011 KH 01 07Í1 LARUS Þ' VAl-DIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I wUaL I 0 / U KRISTINWSIGURJ0NSS0W, HRL,loggilturfasteigmasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Landspítalanum Ný endurbyggð 4ra herb. neðri hæð í þríb. tæpir 100 fm. Góð endur- bætt sameign. Langtímalán kr. 2,1 millj. Laus fljótlega. Tilboðóskast. Eitt af vinsælu einbýlishúsunum í Stekkjahverfi steinhús ein hæð með bílskúr um 160 fm. 4 svefn- herb. Ræktuð lóð 812 fm. Vel byggð og vel meðfarin eign. í lyftuhúsi í gamla Vesturbænum Ný og glæsileg „stúdíó"-íbúö á 5. hæð um 90 fm. Svalir. Sólskáli. í risi fylgja 2 góð herb. Frábært útsýni. Laus strax. Hafnarfj. - Reykjavfk - skipti möguleg Stein hús ein hæð 130 fm. Ný endurbyggt og stækktð á útsýnisstað í Suöurbænum i Hafnarfirði. Bílskúr 36 fm. Skipti möguleg helst á íbúð miðsvæðis í borginni með bílskúr. Tilboð óskast. Úrvals íbúð í Nýja miðbænum Skammt frá Verslunarskólanum 4ra herb. íbúð á 3. hæð í enda 104 fm. 3 góð svefnherb. Sérþvhús. Tvennar svalir. Góður bílskúr með geymslu- risi. Langtímalán. Þetta er eign í sérflokki á útsýnisstað. Skammt frá Kennaraháskólanum 3ja herb. mjög góð íbúð á 3. hæð rúmir 80 fm. Ágæt sameign. Góður bílskúr. Tilboð óskast. Skammt frá Menntaskólanum við Sund Steinhús ein hæð um 165 fm. 5 svefnherb. Glæsileg ióð. Bílskúr 23 fm. Eignaskipti möguleg. Góð eign é góðu verði Aðalhæð í tvíbýlishúsi við Lyngbrekku, Kóp. Hæðin er 5 herb. 138 fm nettó. Allt sér. Sólverönd. Stór glæsilegur trjágarður. • • • Til kaups óskast 2ja herb. ibúð f Fossvogi og 3ja herb. ibúð miðsvæðis i Kópavogi. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGN ASAL AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Bókmenntahátíð 1992 Kort af landslagi maimsins SÆNSKI rithöfundurinn Torgny Lindgren mun ásamt öðrum höfundum kynna verk sín á rithöfundakynningu i Ráðhúsi Reykjavíkurborgar í kvöld. Lindgren fæddist 1938 og er framarlega í flokki sæn- skra góðskálda, og hefur skapað sér gott orð víða um heim. Hann hóf ritstörf á sjö- unda áratugnum en skáldsög- ur hans vöktu fyrst umtals- verða athygli á þessum hæfi- leikaríka höfundi á síðasta áratug. Lindgren er meðlimur Sænsku akademíunnar, og var yngsti höfundurinn þar uns Katarina Frostenson, sem einnig er gestur Bókmennta- hátiðar, var kjörin til sætis í nefndinni í lok síðasta árs. Meðal bóka Torgny Lindgrens frá síðasta áratug má nefna „Ormens vág pá hálleberget“ er nefndist Naðran á klöppinni í íslenskri þýðingu Hannesar Sig- fússonar, „Merabs skönhet“ sem gefin var út 1983, „Bat Seba“ (1984), „Legender" (1986), „Ljuset“ (1987), „Kárleksguden Frö“ (1988) og á síðasta ári var gefin út bókin „Tiil sanningens lov“ sem veltir upp spurningum um hvaða merkingu ber að leggja í hugtakið sannleika, og hvað er ófölsuð list. „Einu sinni hafði ég áhuga á list og listföls- unum, en tæpast lengur, segir Lindgren þegar hann er spurður um hugrenningar sínar í þeirri bók. „Allt er jafnrétthátt í listum og skiptir ekki máli hvað er falskt og hvað ekki, að verðgildi undanskildu, t.d. eins og ef mað- ur á málverk sem þarf að meta til fjár. I því tilviki er skilgrein- ingin þó mikilvægust fyrir börnin manns sem eiga að erfa góssið. Menning okkar er byggð á eftir- líkingum og fölsunum og ég held varla að hún væri til ef við rýnd- um í sífellu í landamærin á milli hins raunverulega og hins sanna. Ef einhver loddari er dreginn fram fyrir fjöldann af auglýs- ingameisturum og áróðursherr- um og kallaður iistamaður, sann- ar það einungis að ekkert er við skrumi í listum og menningu að gera, það er einungis leiðinleg staðreynd." Lindgren er mjög á móti skapi að ræða um eigin bækur, og kveðst hann aldrei lesa verk sín eftir útkomu þeirra. „Bókaskrif eru áþekk elda- mennsku,“ segir hann hæglát- lega, „maður hyggst elda eftir- lætismatinn sinn, blandar saman teskeiðum og matskeiðum af margvíslegu hráefni, en að því loknu gleymir maður jafnharðan af hvetju eldað var og máltíðin er búin að glata bragðinu. Eins er með bækur, ég skrifa þær og er ástfanginn af hugmyndinni og vinnunni, en síðan reyni ég að gleyma þeim og halda áfram Torgny Lindgren til annarra markmiða. Oft hitti ég lesendur sem tala fjálglega um persónur verka minna og þekkja þær með nafni og hvað- eina, en alltaf kem ég af fjöllum og hef ekki hugmynd um hvaða persónur verið er að tala um. Það er svo auðvelt að gleyma þegar stefnt er fram á við.“ Torgny Lindgren þykir lesa verk sín á einstakan hátt, og lifn- ar þá töfrahula sögumannsins að norrænum sið. „Þegar ég var barn þjáðist ég af berklum og var því hljóðlátt barn sem meinað var að synda og leika sér í hefð- bundnum barnaleikjum. Þá gerði ég tvennt mér til dægrastytting- ar. Annars vegar hlustaði ég á gamalt fólk segja sögur, og í þorpinu sem ég bjó í safnaðist fólk gjarnan saman í einhveijum eldhúskróknum og sagði ótal, endalausar sögut' tímunum sam- an, þannig að tækifærin til að heyra sögukorn voru ófá. Hins vegar varð ég fyrir því láni áskotnast um tíu ára aldur út- gáfu af íslendingasögunum í sex bindum. Þær gleypti ég í mig, hef margítrekað lesið þær síðan og mun halda því áfram eins og að lesa Biblíuna eða önnur sígild stórvirki bókmenntanna. Mér varð ljóst af þessu tvennu að helsta markmið rithöfundar er að miðla öðru fólki sýn, drepa á vandamálum og leggja fram mögulegar lausnir vandamála, en umframt allt að segja sögur. Með því að segja sögu getur maður skapað ímyndanir af því sem mannlegt líf inniheldur, teiknað kort af landslagi manns- ins. A Norðurlöndum eigum við sérstæða sagnhefð sem byggist Morgunblaðið/RAX á staðbundnum frásögnum að miklu leyti, en þótt þær séu stað- bundnar þurfa þær ekki að vera hlægilegar í augum annarra. Sagnahefðin felur í sér rannsókn á sammannlegum vandamálum og útfærir þau eftir megni. Þetta einkenni þjóðanna áttum við saman þangað til sjónvarpið kom til sögunnar og drap sagnahefð- ina. Fólk hittist ekki lengur og segir sögur vegna þeirra gífur- legu umskipta sem koma sjón- varpsins hefur haft í för með sér. Rithöfundar neyðast til að keppa við þennan forheimskandi miðil, og þótt furðulegt megi virðast les fólk ennþá, þótt við náum ekki til jafnmargra og sjónvarpið. Enn vilja 50- 100.000 manns kaupa bækur mínar í Svíþjóð, og það er engin svínamykja, eins og við segjum þar. Því ekkert getur leyst af hólmi nautnina sem bókin veitir, og dagblöð, útvarp eða sjónvarp eru ekki fær um að miðla því sama og hún gerir. Auk þess sem bókin er meðfærileg og maður getur flett fram og til baka til að athuga óljós eða margbrotin atriði textans. Vandamál nú- tímabóka og einkum kilja eru lítil gæði pappírsins sem mun eyðileggja þær innanfrá á einni öld eða svo. Ég er mjög íhalds- samur, ekki í pólítískum skiln- ingi, en varðandi eigin lífsstíl og mörg viðhorf, og allt það sem ég afhendi útgefanda mínum er handskrifað. Ef hægt væri að fjölfalda jafnsterkt efni og skinn- ið sem fornbækur íslendinga eru skráðar á, þætti mér óskaplega gaman að skrifa eina bók eða svo á skinn.“ Sindri Til sölu - Hafnarfjörður Til sölu er stórglæsilegt einbýlishús í Háahvammi í Hafnarfirði. Húsið er fullfrágengið með mjög vönduðum innréttingum og fallegri, ræktaðri lóð. Til greina kemur að taka minni eign í Hafnarfirði upp í kaupin. Upplýsingar á skrifstofutíma. LÖGMENN SELTJARNARNESI ÖLAFUR GARÐARSSON HDL JÚHANN PÉTUR SVEINSSON HDL. Austurströnd 6 ■ Sími 622012 ■ Tclcfax 611730 • Pósthól/75 ■ 172 Scltjamamcs Bókmennta- hátíð 1992 DAGSKRÁ Miðvikudagur 16. september Ráðhús Reykjavíkur kl. 20.30: Rithöfundakynning. Hans Magnus Enzenberger, Torgny Lindgren, Kirsten Thor- up, Antti Tuuri, Einar Bragi og Vigdís Grímsdóttir kynna verk sín og lesa upp. Einnig verða lesnar islenskar þýðingar á efni eftir erlendu höfundana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.