Morgunblaðið - 17.09.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 17.09.1992, Síða 4
í MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Borgarráð Fasteignamat í miðborg- inni verði endurskoðað BORGARRÁÐ Reykajvíkur hefur tekið undir erindi Þróunarfélags Reykjavíkur og samþykkt að beina þvi til Fasteignamats ríkisins að mat fasteigna í miðborginni verði tekið til endurskoðunar. Málið kom til umfjöllunar í borgarráði eftir að Þróunarfélag Reykjavíkur sendi borgarráði erindi með áskorun um að það beitti sér fyrir endurskoðun og lækkun á fasteignamati í miðborginni, þar sem lóðamat í miðborg- inni væri of hátt en húsamat lágt og í heild væri matið of hátt saman- borið við önnur borgarhverfi. Morgunblaðið/Kristinn Brunnpóstur í Aðalstræti Unnið er að lagfæringu á brunninum í Aðalstræti, sem kom í ljós þegar framkvæmdir hófust við götuna í vor. Að sögn Guðbjarts Sigfússonar, yfírverkfræðings gatnadeildar, er fyrirhugað að leggja steinflísar að brunninum, afmarka hann með hleðslu og setja upp brunnpóst. Þá er gert ráð fyrir að gatan verði opnuð fyrir bílaumferð í lok mánaðarins. VEÐUR Greinargerð Þróunarfélagsins fylgja útreikningar Stefáns Ingólfs- sonar verkfræðings þar sem gerður er samanburður á lóðarmati að teknu tilliti til byggingarmagns og þar kemur meðal annars fram að 250 fermetra ióð í Mjódd með nýtingar- hlutfallið 3.0 sé talin 2,1 milljónar króna virði og sé það 11% af mats- virði samskonar lóðar í Austur- stræti, sem talin sé 19,3 milljóna króna virði. í greinargerð Þróunárfélagsins segir að endurskoða þurfí og lækka mat lóða í Kvosinni milli hafnarinnar og Tjamarinnar; í Bankastræti og við Laugaveg að Hlemmi; á Skóia- /DAG kl. 12.00 f / HelmHd: Veðurslola íalands (Byggt á veðurspá kl. 16.1S t gœr) VEÐURHORFURIDAG, 17.SEPTEMBER YFIRLIT: Um 700 km suður af Vestmannaeyjum er heidur vaxandi 998 mb lægð, sem hreyfist norður, en yfir Grænlandi er 1022 mb hæð. SPA: Austlæg átt, víða allhvöss. Skýjað um alit land og víða rigning, mest þó um sunnan og vestanvert landið. Hægari suðlæg átt er líður á daginn. Hiti 6-12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Nokkuð hvöss suðaustlæg átt með rigningu víða um land, mest þó um sunnan og austanvert land- ið. Hlýnandi veður. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O Heiðskírt Léttskýjað / r r * f * r r * r r r r f * f Rigning Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V stig.. FÆRÐ A VEGUM: (W. 17.30 á þriðjudag) Allir aðal þjóðvegir iandsins eru nú greiðfærir en búast má við hálku á heiðum fyrri hluta dags á Vestfjörðum og sums staðar á Norðurlandi. Flestir hálendisfjallvegir á norðanverðu landinu eru ófærir vegna snjóa. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og grænnilínu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hitl 6 8 veður skýjað skýjaft Bergen 10 skúr Helslnki 14 skýjaft Kaupmannahöfn 15 skýjaft Narssarssuaq 9 skýjaft Nuuk 1 léttskýjað Ósló 15 léttskýjaft Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 28 léttskýjaft Amsterdam 17 skýjað Barcelona 25 þokumófta Berlín 17 alskýjað Chicago 21 þokumóða Feneyjar 25 heiftskírt Frankfurt 17 skýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 16 skýjað London 17 léttskýjað LosAngeles 17 léttskýjaft Lúxemborg 16 skýjaft Madrid 30 léttskýjað Mataga 26 mistur Mallorca 29 léttskýjaft Montreal 16 þokumófta NewYork vantar Orlando vantar París 18 heiðskfrt Madeira 24 léttskýjaft Róm 26 léttskýjaft Vín 25 léttskýjaft Washlngton 17 þokumóða Winnipeg 6 akýjaft vörðustíg og Hverfísgötu, við þver- götum á Laugaveg og Hverfísgötu; Lindargötu og Ingólfsstræti hluta Þingholtsstrætis; Laufásvegi og að- lægum götum; Vesturgötu, Garða- stræti og Tryggvagötu. Þá þurfí að endurskoða aðferðir við útreikning afskrifta. Mat at- vinnuhúsnæðis sé afskrifað of mikið miðað við aldur. Nýjar afskriftaregl- ur þurfi að vera hliðstæðar því sem gerist við mat íbúðarhúsnæðis. Hætt verði við að framreikna matsverð alls atvinnuhúsnæðis með einum stuðli en þess í stað verði byggt á ólíkri verðþróun á verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og iðnaðarhús- næði síðustu ár. í greinargerðinni kemur einnig fram að fasteignamat húsnæðis í borginni samanstandi af lóðarmati og húsmati. Lóðarmat sé aðallega háð staðsetningu í borginni, skipu- lagðri nýtingu og kostum lóðarinnar. Húsmat hliðstæðra bygginga sé hið sama í öllum borgarhverfum en lóð- armatinu sé ætlað að lýsa áhrifum staðsetningar á markaðsverðið. Mat lóða undir atvinnuhúsnæði hafí lítið breyst frá aðalmati fasteigna árið 1970. Þótt nýjar lóðir hafí verið metnar hafi mat hinna eldri verið hækkað með framreiknistuðlum ár- lega frá árinu 1976. „1970 var fast- eignaverð í Kvosinni hið hæsta i borginni og lóðarverð einnig. Síðan hefur markaðsverð verslunarhús- næðis í þessum borgarhluta lækkað mikið samanborið við verð verslana almennt," segir í greinargerð Þróun- arfélagsins. Meðal annars sem kemur fram er sú skoðun Þróunarfélagsins að í núverandi kerfí séu aldursaf- skriftir húsamats of miklar og taki ekki tillit til ástands og endumýjunar húsa. Einnig sé ekki tekið tillit til ólíkrar verðþróunar eftir tegundum atvinnuhúsnæðis á síðustu árum. Lífeyrisréttindi bankastarfsmanna Hugmyndir eru um mánaðargreiðslur inn á séreignasjóð GERT er ráð fyrir að viðræður Sambands íslenskra bankamanna og íslandsbanka um uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hefjist aftur í næstu viku. Viðræðurnar hófust síðastliðið vor en hafa legið niðri síðan í júní. Að sögn Önnu ívarsdóttir formanns Sambands íslenskra bankamanna hafa komið fram hugmyndir um að ýmis réttindi banka- manna og fleiri starfshópa, sem atvinnurekendur skuldbinda sig til að greiða, verði gerð upp um hver mánaðamót og upphæðirnar greidd- ar inn á séreignasjóð. Almennar lífeyrisgreiðslur verði áfram lagðar inn á viðkomandi Lifeyrissjóði. „Við höfum alls ekki hafnað þess- ari hugmynd. Við erum tilbúin til að skoða hana en við þekkjum það kerfí sem við búum við og viljum gera okkur betur grein fyrir þessu áður en við göngum til samninga,“ sagði Anna. Viðræðumar hófust í maí í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem fól í sér að starfsmenn einkabanka ættu rétt á sambærilegum lífeyrisréttindum og bótum og starfsmenn ríkisbanka, þar með eru talin réttindi til eftirlauna, örorku-, barna- og makalífeyris. Fyr- ' ir Félagsdómi var deilt um túlkun á bókun í kjarasamningi bankamanna sem gerður var í lók ársins 1980. Bókun þessi kveður á um að starfs- menn einkabanka njóti sömu lífeyris- réttinda og opinberir starfsmenn. Félagsdómur taldi að með kjara- samningum 15. desember 1980 hafí verið samið svo um að starfsmenn einkabanka, sem hefðu átta starfs- menn eða fleiri, skyldu öðlast sam- bærileg lífeyrisréttindi og bætur og starfsmenn ríkisbankanna nutu al- mennt þegar umræddur samningur var gerður 1. ágúst 1980. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ber einkum í milli banka- manna og íslandsbanka hvort miða skuli við lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisbankanna 1. ágúst 1980 eða hvort bankinn sé bundinn af breyt- ingum á reglugerðum lífeyrissjóða ríkisbankanna eftir þann tíma. Hefur komið til tals að bera það undir Fé- lagsdóm. Einar Ámason lögfræð- ingurhjá VSÍlátínn EINAR Árnason lögfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi Islands lést sl. þriðjudag á 67. aldursári. Einar fæddist 22. desember 1926 í Reykjavík, sonur hjónanna Áma Bjöms Bjömssonar gullsmíðameist- ara og kaupmanns og Svanbjargar Hróðnýjar Einarsdóttur húsfreyju. Einar lauk lögfræðiprófí frá Háskóla íslands 1953 og stundaði framhalds- nám í London 1956. Hann varð hér- aðsdómslögmaður 1962. Einar hóf störf hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands árið 1956 og starf- áði þar síðan sem lögfræðingur. Hann sat í ýmsum nefndum, einkum í tengslum við lífeyrismál, og var um árabil í stjóm Lífeyrissjóðs togarasjó- manna og farmanna. Þá sat hann sem fulltrúi VSÍ í Verðlagsnefnd og síðar varamaður í Verðlagsráði og sat í samráðsnefnd vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins frá Einar lætur eftir sig þijú uppkom- 1980. in böm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.