Morgunblaðið - 17.09.1992, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Innflytj endab örn - börn sem þarfnast aðstoðar eftir Arthur Morthens Á undanfömum árum hefur sá hópur barna sem á sér annað móð- urmál en íslenskuna farið ört stækkandi hér á landi. Sem dæmi má nefna, að á síðasta ári voru 68 börn með litla sem enga ís- lenskukunnáttu í grunnskólum Reykjavíkur og álíka stóran hóp er að finna í fræðsluumdæmi Reykjaness. Þó að þau búi flest í þessum tveimur fræðsluumdæm- um er þau að fínna um allt land. Þessi börn eru auðvitað jafn mis- jöfn og þau eru mörg en eiga það þó sameiginleget að geta ekki tjáð sig á íslensku við upphaf skóla- göngu og hið félagslega umhverfi er þeim oft og tíðum mjög fram- andi. Með byltingu í öllum samgöng- um hafa samskipti þjóða aukist stórlega og fólksflutningar landa í milli margfaldast. íslendingar sem flutt hafa þúsundum saman til náms og starfa erlendis hafa séð með hvaða hætti þeir og börn þeirra hafa fengið félagslega að- stoð í upphafi dvalar í viðkomandi landi sem og aukna kennslu og aðstoð fyrir böm sín. Enda menn sammála um nauðsyn þess að veita slíka aðstoð við þá sem koma í ókunnugt umhverfi, þar sem aðrar hefðir og reglur gilda, að ekki sé talað um framandi tungu. Hæfileikinn til að nota hið talaða mál er í hugum fólks í nánum tengslum við greind og hæfni til almennra samskipta. Erfiðleikar innflytjendabama felast m.a. í því hve erfitt það er þeim að móta fullnægjandi tjáskipti. Félags- og tilfínningaþroski bama er ná- tengdur fæmi þeirra til að móta tengsl við aðra, að geta tjáð sig og gert sig skiljanleg sem og að skilja það sem sagt er. Barn sem ekki getur tjáð sig á því máli sem allir aðrir tala, á það á hættu að einangrast. Kvíði og öryggisleysi verður fylgifiskur þess ef ekkert er að gert. í íslensku samfélagi þar sem málið skipar jafn veglegan sess og raun ber vitni í okkar menningu, hljóta menn að geta sett sig í spor þeirra barna sem búa við það að geta ekki tjáð sig með skiljanlegum hætti. Hversu ógnvekjandi er ekki sú tilfinning að geta ekki gert sér grein fyrir því sem er að gerast í umhverfínu. Er nokkuð eðlilegra en að sum þessara bama byggi um sig þagnarmúr meðan önnur láta tilfínningar sínar bijótast út í reiði eða vonleysi. í 29. gr. barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna um réttindi bama þar sem fjallað er um að hveiju menntun skuli beinast segir m.a. í c-lið: ,,c) Móta með því virðingu fyrir foreldmm þess, menningarlegri arfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands sem það býr í og þess er það kann að vera upprunið frá, og fyrir öðr- um menningarháttum sem frá- brugðnir eru menningu þess sjálfs." Samkvæmt sáttmálanum ber okkur íslendingum skylda til að fræða bamið um eigin menningu og tungu sem og að fræða það um menningu íslendinga og tungu. Slíkt verður ekki gert nema að kenna baminu íslensku eins fljótt og auðið er. Að draga slíkt á lang- inn eða vera með hálfkák í þeim efnum er í alla staði varasamt bæði fyrir barnið og ekki síður þjóðfélagið. Menningarleg arfleifð þeirra fjölmörgu útlendinga sem hingað til lands koma til lengri veru eru oft allt önnur en okkar. Viðhorf og siðvenjur eru eðlilega aðrar. Þeir þekkja ekki til okkar samfé- lagshátta og þessi vanþekking skapar oft kvíða við hið óþekkta. Uppeldið er oft með allt öðrum hætti en hér tíðkast. í heimalandi þeirra búa oft margar kynslóðir saman og taka þá allar þátt í upp- eldi bamanna. Börnin taka þátt í störfum foreldranna. í vinnunni og í umræðum um vinnuna læra börn- in með eðlilegum hætti að efla málþroska sinn. Hér á landi ríkja aðrar fjölskylduhefðir og barnið á því erfítt með að læra málið gegn- um vinnuna. Hlutverk kynjanna er oft með öðrum hætti en hjá okkur. Staða konunnar er á heimil- inu og því er hætta á að þegar í framandi umhverfí er komið ein- angrist hún inni á heimilinu, læri ekki málið og standi því bónda sín- um og börnum að baki er fram líða stundir. Þegar svo við bætist að á stundum hefur eiginmaðurinn lítinn áhuga á að því að ijúfa þessa einangrun vegna þeirra hefða sem hann á að venjast verður staða konunnar vægast sagt veik. Þegar móðirin er heima eru oft litlar líkur á því að yngstu bömin fái leikskólapláss enda kannski ekki hefð fyrir því í heimalandinu. Þar með glatast dýrmætur tími fyrir bamið að læra íslensku þegar á fyrstu æviárum. Gmnnskólinn verður því oft að byggja upp og efla íslenskan málþroska barnsins sem hefði átt að vera búið að gera nokkmm ámm fyrr, Hér skal sér- staklega tekið fram að sem betur Arthur Morthens „Barn sem ekki getur tjáð sig á því máli sem allir aðrir tala, á það á hættu að einangrast.“ fer em aðstæður mismunandi og oft og tíðum er þessi aðlögun sárs- aukalítil, sérstaklega þar sem hefð- ir og norm heimalandsins og „nýja landsins“ em með svipuðum hætti. Það er orðið afar brýnt að ís- lensk stjómvöld marki heilstæða stefnu er varðar innflytjendur og böm þeirra. Bæði félagslega stefnu er varðar alhliða aðstoð við fjöl- skyldur sem skólastefnu. Því ber sérstaklega að fagna að mennta- málaráðuneytið er þessa dagana að ganga frá langþráðri stefnu- mörkun hvað varðar kennslu bama sem hafa ekki íslensku að móður- máli og er vonandi að sú stefnu- mörkun komist í framkvæmd sem fyrst. Hér er þó rétt að nefna fá- ein atriði sem hafa þarf í huga þegar heildstæð stefna verður mótuð. * Bjóða verður upp á markvissa íslenskukennslu fyrir foreldra, þar með verða þau færari um að styðja við bakið á börnum sínum innan og utan skóla. * Bjóða verður foreldrum upp á leikskólapláss fyrir börn sín og þannig efla mál og félagsþroska barnanna í leik og starfi. * Bjóða verður foreldmm upp á markvissa ráðgjöf um réttindi þeirra og skyldur meðan þau eru að aðlagast íslenskum aðstæðum. Kerfið er mikill fmmskógur fyrir íslendinga hvað þá fyrir innflytj- endur. * Bjóða verður kennurum og fóstr- um upp á námskeið í kennslu og umönnun innflytjendabarna. * Bjóða verður upp á námsefni sem hentar við kennslu þessara barna. * Koma verður á fót málveram þar sem börnin geta dvalið fyrstu mánuðina og lært undirstöðu ís- lenskunnar áður en þau fara út í skólana. Þar þurfa að starfa kennarar og aðrir sérfræðingar sem geta metið stöðu bamanna og gefið umsögn um stöðu þeirra áður en þau fara út í grunnskólann. * Gera verður fjárhagsáætlun fyr- ir þessa starfsemi og veita til þess fjármagn á fjárlögum sem getur staðið skammlaust undir starfsem- inni. * Setja þarf niður samstarfshóp á vegum menntamálaráðuneytis, fé- lagsmálaráðuneytis, dómsmála- ráðuneytis og utanríkisráðuneytis, er marki heildstæða stefnu í þess- um málaflokki. Með þessum hætti er hugsan- lega hægt að koma í veg fyrir að innflytjendaböm og foreldrar þeirra séu til frambúðar ofurseld vankunnáttu og skilningsleysi þjóðar sem alla tíð hefur notið velvilja og skilnings nálægra þjóða hvað varðar menntun íslenskra námsmanna og bama þeirra. Höfundur er formaður Barnaheilla. Lundinn, skáldleg hliðstæða mannlífsins Undan skilnings- __________trjenu____________ Egill Egilsson Þessi skrif era gerð undir áhrif- um ljóðabókar Svíans Gunnars Hanssons, sem varð vitni að því er síðustu lundapörin í Svíþjóð hættu að verpa á skeijunum úti fyrir Bohuslan fyrir nokkram ára- tugum. Bókin heitir einfaldlega „Lunneboken", og fjallar um skáld- legar hliðstæður mannlífsins í lífí lundans. Sjálfur telur Gunnar Hansson lundann vera einkennis- fugl úteyja Norðuratlantshafsins, og vel geta verið einkenni eða bar- áttumerki þessa heimssvæðis í bar- áttunni gegn Efnahagsbandalag- inu. Hið fullkomna kaldlyndi lund- ans í að vera eins og hann er, ós- nortinn af því hvemig sköpunar- verk eins og t.d. fugl á að vera, hið fáránlega gervi hans, sem er líkt og búið til í tilraunastarfsemi, sem hefur kannski ekki mistekist beinlínis, en altént ekki tekist, og síðan eins og skapandinn hafí hlaupið frá tilrauninni hálfgerðri, hið fáránlega atferli, sem er eins og eftiröpun eða skopstæling manniegs atferlis, - allt verður þetta til að andspænis svona skepnu verður maður feiminn við sjálfan sig, og spyr sig ósjálfrátt að því hvort skapari þessarar skepnu hafí fundið hana upp okkur sjálfum til háðungar, þar eð vér eram ekki alltof öragg um eigið ágæti til allra hluta, og spéhrædd- ir, jafnvel, einkum þó hræddir um að verða hlægilegri í eigin augum. Ýmislegt í fari þessarar skepnu mætti hugsa sér að sé búið til okk- ur ekki til háðungar aðeins, heldur viðvöranar einnig. Gervið t.d. eitt sér, en einkum þó í samhengi við fas þessa fugls. Kjóll & hvítt, líkt og vér sjálf íklæðumst á hátíðleg- ustu og mikilvægustu stundum lífs vors. En fasið þar sem hann heldur sinn hæga gang vaggandi I átt til búholna sinna á efstu hæð í blokk fuglabjargabreiðholta þessa lands, nema miklu fjölmennnari en við í okkar áskapaða Breiðholti. Nema hvað göngulagi svo mikið út til hliðanna, að það er allt ein hreyfing sem einungis virðist vera til vinstri og hægri á víxl, og minnir þá í einu á stefnu Framsóknarflokksins og á hreyfingar hins íslenska kjós- endaskara til hægri og vinstri á víxl. Nema sú hreyfing sé orðin svo mikið til hliðanna, að eftir sjáist einungis sú hliðarhreyfing, og þá aðeins í því það göngulag sem vér lærðum ungir í skólaleikfími og heitir ganga á staðnum, og miðaði þá í öngva átt. Og þá nefíð maður, þetta þverrákótta með litskrúði, sem hæfir svo kjólfötunum, einkum ef hann kemur sprangandi með sex síli þverlögð ýfir kjaftinn, sem minna á rostungsskegg Einsteins eða Schweitzers, Björnssons eða Griegs, eða annarra stórmenna. Nema Gunnari Hansson verður þó öllu tíðhugsaðra til þess hagnýla máls, hvernig skepnan beri sig til við það í hafdjúpinu, að vera kom- in með einhveiju móti með þssi fyrstu fímm síli í gogginn, og hvernig sé þá sú hreyfíng nefsins, að grípa hið sjötta án þess að hin fímm sílin sleppi út sem fyrir era. Atferlismynstur, eins og sagt væri nú á lærðu máli, era til meðal lundans, sem virðast til þess gerð að vara oss breyska menn við í eigin lífi. Á ég þar til dæmis við þetta sem einkennir oss menn svo mjög unga, að vér höfum öðlast vissa flughæfni, ferð og hæð flugs- ins, en, líkt og ungi lundans, pysjan eða kofan, að enginn hæfileiki er oss enn gefinn að stýra stefnu ferðarinnar, og er þá ferðin til lít- ils farin, ef lengd hennar er ein vort afrek, en ekki að henni sé stýrt til skynsamlegrar stefnu. Því að pysjan hefur líkt og vér í yfír- færðri merkingu þroskað með sér vængi sína á undan stélfjöðrunum. Enn er sú eigind lundans, að missa flugs síns ef hann sér ekki sjóinn. Þetta er ótrúlegt, en satt, að svo sé, og má spyija hver sé sá eiginleiki vor sem þetta er gert til háðungar. Hvert er það andans haf vort, sem vér þörfnumst sjónar af ef vér eigum að halda voru flugi? Er það trúin á flokkinn eða Guð eða.... ? Einn er sá eiginleiki sem er oss sæmilega skiljanlegur á þann veg að oss sé ekki gerður til háðungar né viðvöranar. Hann er sá sem lundinn hefur uppi einmitt nætur síðsumars, að leita blint og gagn- rýnislaust í átt ljóssins, með þeim árangri að hann lendir bjargarlaus uppi á umferðargötum Vestmanna- eyjakaupstaðar, börnum að leik og til athlægis. Þetta er einmitt sá eiginleiki sem með oss er alinn, að vér megum verða gjaldgeng í að lifa í kristilegu standi, að leita birt- unnar, helst blindað og gagnrýnis- laust, án áhyggju þess hvar vér lendum á enda þess flugs, því hvar lendum vér á því flugi sem ljóssins leitar nema hjá uppsprettu þess ljóss sem flogið var á? Með lundakveðju. Læram af þeim fugli, bæði af hinni jákvæðu ljóssins leit, og af því háðulega atferli vor eigin, sem hann ýkir og skrumskælir. Drottinn hefur fundið upp þennan fugl oss bæði til eftir- breytni og viðvörunar. V*Ö*K*U Dœmi um nokkur sértiíbod: Venjulegt Tllboðs- Af- verð: verð: sláttur: Hagleiksverk Hjálmars í Bólu - eftir Kristján Eldjárn. 1.349,- 295,- 78% Jakinn í blíOu og stríðu - Æviminningar Guðmundar J... 2.580,- 495,- 80% Á bláþræði — skáldsaga eftir Viktoríu Holt.... 1.790,- 395,- 78% Launráð í Lundúnum — skáldsaga eftir Ken Follett...... 1.344,- 295,- 78% Paskval Dvarte og hyski hans — í þýðingu Kristins R. Ólafssonar.................... 1.829,- 295,- 84% Opið alla virka daga frá kL 9-18, laugardaga frá kl 10-16, * VAKVHEIGAFELL Síðumúla 6, sími 688300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.