Morgunblaðið - 17.09.1992, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Búnaðarbankinn Fj ármálanámskeið fyrir unglinga Búnaðarbankinn er að hleypa af stokkunum sérstöku fjármála- námskeiði fyrir unglinga þessa dagana. Námskeiðið er opið öllum unglingum en einkum ætlað nemendum í 8.-9. bekk grunnskóla. Kennt verður að reikna út vexti, fylla út víxla, skuldabréf og ávís- anir, rætt um sparnað og lántökur, vanskil lána, ábyrgð á lántökum annarra o.m.fl. Skráning og kennsla fer fram í útibúum Búnaðar- bankans um allt land nema í Reykjavík þar sem kennsla fer fram í aðalbankanum Austurstræti 5. Námskeiðin verða haldin síðdegis út þennan og næsta mánuð og stendur hvert þeirra í þijár klukku- stundir. Endurfundir systkina á heimili föðurins. Morgunbiaðið/jón Svavarsson Þjóðleikhúsið: Hafið frumsýnt á Stóra sviði Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu næstkomandi laugardagskvöld, 19. september. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson. Edda Svavarsdóttir, fulltrúi í markaðsdeild Búnaðarbanka, sagði að þar sem tilraunanámskeið síðastliðið vor hefði gefíð góða raun hefði verið ákveðið a halda áfram með námskeiðið og bjóða upp á það víðs vegar um landið. Hún sagði að því fylgdi sérstök fjármálahandbók þar sem helstu hugtök væru skýrð. „Þama er ýmislegt sem jafnvel sumt fullorðið fólk skilur ekki og þorir ekki að spyija um vegna þess að það held- ur að þetta sé eitthvað sem það ætti að vita. Auðvitað er það ekki sjálfgefið," sagði Edda og bætti við að komið hefði í ljós að þegar þátttakendur í tilraunanámskeið- inu hefðu komið heim til sín hefðu foreldrar þeirra sýnt námsefninu mikinn áhuga. Aðspurð sagði Edda að tilgang- urinn með námskeiðinu væri fyrst og fremst að uppfræða unglingana og gefa þeim innsýn inn í íjármála- heiminn. „Við viljum gera þau hæfari til að verða sjáifstæð í pen- ingamálum, gera áætlanir, fylgjast með því í hvað peningamir fara og spara,“ sagði Edda og minnti á að engin ijármálafræðsla væri í grunnskólum. Kennslubókin í námskeiðinu, sem nefnd hefur verið Fjármála- bók, er 32 bls. og skiptist í 11 kafla sem fjalla um sögu peninga, sjálfræði og fjárræði, vexti og vísi- tölu, innlán, útlán, greiðslukort, íjárhagslegar skuldbindingar, er- lendan gjaldeyri, verðbréf, útgjöld o.fl. Hugtök eru útskýrð með stuttum texta. Nefnum sem dæmi raunvexti en um þá segir: „Raun- vextir era þeir vextir sem fást án tillits til verðbólgu. Ef raunvextir era 8%,þá er alveg sama hvort verðbólgan er lítil eða mikil, út- VAXTAIÍNAN V I ö U R K E N N I N C •Jóna Jónsdóttir PitU»k»ndl MJArmálanémskolöi Vaxulínunnnar 1892 Fjármálanámskeiðinu fylgir ókeypis fjármálahandbók og fá þátttakendur einnig viðurkenn- ingarskjal. koman verður alltaf sú sama þegar upp er staðið. Á raunveralegan höfuðstól era reiknaðir 8% vextir." Þátttakendur á námskeiðinu, sem er ókeypis, fá viðurkenningar- skjal, boðið er upp á veitingar og bankinn skoðaður. Þetta nýja leikrit Ólafs Hauks gerist í íslensku sjávarplássi þar sem við blasir atvinnuleysi og gjald- þrot útgerðarfyrirtækisins, sem hingað til hefur verið burðarás sam- félagsins. Gamli útgerðarjaxlinn, Þórður, hefur verið kóngur í þessu ríki, en nú þykir fjölskyldu hans vera lag til að hann flytjist í þjón- ustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Auðvitað vill sá gamli síst af öllu gerast ómagi senr fær reglulega fótsnyrtingu í einhverri gamal- mennageymslu. Verkið gerist á fáum dögum um áramót. Böm og tengdaböm Þórðar koma saman á heimili hans til að ákveða hvað á að verða um gamla manninn og allar eignirnar. Móðir barnanna er látin fyrir allöngu, en seinni kona Þórðar er yngri systir hennar. Nokkur bamanna hafa flust á brott fyrir mörgum áram en sum búa enn í plássinu. Systkin- in era afar ólík, vinna ólík störf og geta að sumu leyti staðið sem full- trúar ólíkra þjóðfélagshópa. Leikendur era Helgi Skúlason, Bríet Héðinsdóttir, Jóhann Sigurð- arson, Pálmi Gestsson, Sigurður Siguijónsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Edda Arnljóts- dóttir, Þórey Sigþórsdóttir og Stef- án Jónsson. Leikmynd og búninga gerir Þórunn S. Þorgrímsdóttir og ljósameistari er Páll Ragnarsson. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjávarútvegsnefnd SUS Opnir fundir um sjávarútvegsmál Sjávarútvegsnefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að halda nokkra opna fundi um sjávarútvegsmál. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, formanns nefndarinnar, er markmið- ið með þessum fundum að fá sem flesta til að taka þátt í stefnumót- un SUS í sjávarútvegsmálum fyrir málefnaþing sambandsins, sem haldið verður í Neskaupstað 25.-27. september. Guðlaugur sagði að fundir af þessu tagi væru nýlunda í starfi nefndarinnar og þá væri það einn- ig nýbreytni að fundimir væru ekki bundnir við Reykjavíkur- svæðið. Þegar hefði verið haldinn fundur í Vestmannaeyjum og um næstu helgi, laugardaginn 19. september, verður fundur á ísafirði með Einari Oddi Kristjáns- syni og Einari Guðfinnsyni. Þá verður í dag haldinn hádegisverð- arfundur á Gauk á Stöng klukkan 12 og í kvöld verður á vegum nefndarinnar fundur með Kristni Péturssyni, framkvæmdastjóra á Bakkafirði. Verður fundurinn haldinn í Valhöll og hefst klukkan 20.30. Algjört hrun hjá Spasskí Skák Margeir Pétursson BOBBY Fischer vann í gær þriðju skákina í röð í einvígi sínu við Borís Spasskí í aðeins 21 leik. Fylgt var troðnum slóð- um framan af skákinni en Fisc- her kom með nýjung í 17. leik. Liklega var um að ræða eitt af þeim vopnum sem hann hef- ur safnað sér í 20 ára þjáset- unni. Strax og Spasskí þurfti að tefla frá eigin brjósti lék hann gróflega af sér og staðan hrundi samstundis. Þetta er eitthvert mesta afhroð sem Spasski hefur beðið á gervöll- um ferli sínum. Þar með er Bobby Fischer kom- inn með tveggja vinninga forskot í einvíginu, hefur unnið fjórar skákir en Spasskí tvær. Til að teljast sigurvegari þarf annar hvor að vinna tíu skákir. Þegar öðram hefur tekist að vinna fímm skákir verður gert viku hlé á ein- víginu og það síðan flutt til Belgrads. Miðað við grófan afleik Spasskís í áttundu skákinni á sunnudaginn og hörmulega tafl- mennsku í gær þá kæmi ekki á óvart þótt margir væra famir að pakka niður í töskurnar í Sveti Stefan. Tíunda skákin verður tefld í dag. Þá hefur Spasskí hvítt. Opið hús er hjá Skáksambandi íslands frá klukkan 16.00. Spasskí kvartaði mjög undan þreytu eftir tapið í sjöundu skák- inni á laugardaginn. Samkvæmt áreiðanlegri heimild Morgun- blaðsins lýsti Fischer sig fúsan til að fresta næstu skák, en móts- stjómin benti á að engin heimild væri í einvígissamningnum til að fresta skákum vegna þreytu. Ekk- ert nema veikindi yrði tekið til greina. Spasskí hætti þá við að biðja um frestun. Einvígið í Sveti Stefan minnir nokkuð á ferlið í einvígum Fisc- hers við þá Petrosjan og Spasskí fyrir 20 áram. Þeir héldu í við hann fyrstu skákirnar en síðan fór hann að vinna hveija á fætur annarri, virtist ná að bijóta þá niður. Níunda einvígisskákin: Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasskí Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Bxc6!? í fjóram fyrri skákum sínum í einvíginu hefur Fischer leikið 4. Ba4, en nú grípur hann til upp- skiptaafbrigðisins sem hann hefur lengi haft dálæti á. 4. — dxc6, 5. 0-0 — f6, 6. d4 — exd4 Fischer beitti einnig uppskipta- afbrigðinu í einviginu 1972. Það var í sextándu skákinni, sem lauk með jafntefli í 60 leikjum. Þá lék Spasskí 6. — Bg4, sem Fischer svaraði með 7. fxe5 — Dxdl, 8. Hxdl - fxe5, 9. Hd3. 7. Rxd4 - c5, 8. Rb3 - Dxdl, 9. Hxdl - Bg4 Talið nákvæmast. Á Ólympíu- skákmótinu í Havana 1966 lék Portisch hér 9. — Bd6 gegn Fisch- er, en lenti í þrengingum eftir 10. Ra5! Einnig er talið ónákvæmt að leika 9. — Be6 strax, þá væri 10. Bf4! sterkt. 10. f3 - Be6, 11. Rc3 Hugmyndin á bak við 9. leiks svarts er að geta nú svarað 11. Bf4 með 11. - c4, 12. Rd4 - 0-0-0, 13. Rc3 — Hxd4!, ogjafnað taflið fyllilega. 11. - Bd6, 12. Be3 - b6, 13. a4 - 0-0-0,14. a5 - Kb7,15. e5! Þessi skemmtilega framrás er alls ekki ný af nálinni. Það er löngu vitað að svartur má ekki leika 15. — fxe5?, 16. axb6 — cxb6, 17. Re4 - Be7, 18. Hxd8 — Bxd8, 19. Rbxc5+ og vinnur. 15. - Be7, 16. Hxd8 - Bxd8, 17. Re4! Nýjung Fischers, sem leggur erfíð vandamál fyrir svart og slær Spasskí gersamlega út af laginu. Skákin Adoijan-Ivkov, Skopje 1976, fékk friðsælan endi eftir 17. axb6 - cxb6, 18. Re4 (18. Bxc5 svarar svartur best með 18. — Rh6! og á þá góða möguleika á að jafna taflið), 18. — Bxb3, 19. Rd6+ - Kc6, 20. cxb3 - Re7, 21. Hxa6 — Rd5, og samið jafntefli. Ivkov aðstoðaði Spasskí einmitt í undirbúningnum fyrir einvígið, en hefur ekki getað var- að hann við hættunum í þessari stöðu. 17. - Kc6?? Uppgjöf eða skákblinda? Fisc- her hótaði óþyrmilega að drepa með riddara eða biskup á c5. Nærtækasta leiðin til að mæta því var að leika 17. — Be7, 18. axb6 — Bxb3! (Svartur tapar peði bótalaust eftir 18. — cxb6, 19. Bxc5! — Bxb3, 20. Bxe7 — Rxe7, 21. cxb3 — fxe5, 22. Rd6+ — Kc7, 23. Rf7) 19. cxb3 - cxb6 og nú stendur hvítur öllu betur eftir 20. Rd6+!? - Bxd6, 21. exd6. Það hefði þó verið afar fróðlegt að sjá hvemig Fischer ætlaði að fylgja nýjung sinni eftir, en rétt eins og á sunnudaginn reyndi ekki verulega á réttmæti hug- mynda hans. 18. axb6 — axb6, 19. Rbxc5! Vinnur þvingað, eftir 19. — bxc5, 20. Hxa6+ — Kd5, 21. Hd6+ fellur svarti biskupinn á d8. Það sýnir reyndar hversu 17. leik- ur Spasskís var gersamlega út í hött að Fischer hefði einnig átt hartnær unnið tafl eftir 19. Hxa6, þannig að um ótrúlega yfírsjón er að ræða. 19. - Bc8, 20. Rxa6 - fxe5, 21. Rb4+ og Spasskí gaf þessa von- lausu stöðu. Fallegustu lokin væra 21. - Kb5, 22. Rd6+ - Kxb4, 23. Ha3! og mát með 24. c3 er óveijandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.