Morgunblaðið - 17.09.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.09.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Þjóðverjar vilja fast sæti í Öryggisráði SÞ KLAUS Kinkel utanríkisráð- nerra Þýskalands hyggst leggja áherslu á áhuga landsins á fastasæti í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna þegar hann sækir þing SÞ í næstu viku. Þetta er stefnubreyting frá maímánuði þegar Helmut Kohl 'kanslari sagði Þjóðverja ekki ágimast slíkt. Japan er annað ríki sem varð undir í seinni heimsstyijöld og hefur nú lýst áhuga á fasta- sæti í Öryggisráðinu. Jafnframt hefur Indland, Brasilía og Níger- ía lýst vilja á að eignast þar fastan fulltrúa. Fimm ríki eiga fastamann í ráðinu, Bandaríkin, Kína, Bretland, Frakkland og Rússland sem sett hefur fulltrúa í stól Sovétríkjanna. Öryggisráð- ið er skipað tíu mönnum í viðbót og skiptast aðildarlönd SÞ um að setja þá. Þá brestur vald til að vísa frá ákvörðunum fasta- fulltrúanna. Erlendur kaf- bátur austur af Svíþjóð SÆNSKA strandgæslan skaut neðansjávarsprengjum að upp- tökum hljóðmerkja sem talin voru berast frá útlendum kaf- báti. Hljóðnemar í sjó suður af Stokkhólmi námu merkin í reglubundnu eftirliti og þegar var skotið þangað sem kafbátur- inn var talinn sigla. Yfirmaður strandgæslunnar, Bengt Gu- stafsson, sagði í sumar að vart hefði orðið í maí við hóp lítilla kafbáta á óleyfílegu ferðalagi innan sænskrar lögsögu. Hann gat ekki um hvaðan bátamir væm en Svíar höfðu áður sakað Sovétmenn um landhelgisbrot. Eftir upplausn Sovétríkjanna hafa Svíar hitt rússneska fiota- foringja þrisvar til að ræða meintar siglingar Rússa um sænskt yfírráðasvæði. Afbrot inn- flyljenda vandamál AFBROT ungra innfíytjenda í Danmörku em orðin alvarlegt vandamál. Samkvæmt upplýs- ingum Jyllandsposten er um við- varandi hættuástand að ræða á vissum svæðum í nokkmm hverfum stærri borga og bæja í landinu. Þátttaka þessara ung- menna, sem em af annarri kyn- slóð innflytjenda, í afbrotum er þrisvar sinnum tíðari en meðal danskra ungmenna. Milli 1000 og 2000 ungir innflytjendur em í skipulögðum glæpaflokkum og afbrot þeirra verða sífellt gróf- ari. Danskt gæslu- lið til Bosníu? DANSKA þjóðþingið verður kallað saman sérstaklega til að taka afstöðu til þess hvort senda eigi 200 hermenn til Bosníu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur verið samþykkt með miklum meirihluta í utanríkis- málanefnd þingsins eftir að ör- yggisráð SÞ samþykkti aðfar- arnótt þriðjudags að fjölga í gæsluliði samtakanna í Bosníu- Herzegovínu um 5-6000 manns til að veija bílalestir með mat og lyf. Danimir eiga að starfa í höfuðstöðvum samtakanna og' verða því ekki á hinum eiginlegu átakasvæðum. Uffe Ellemann- Jensen utanríkisráðherra dró þó ekki dul á að þátttaka í þessum gæslusveitum kynni að hafa áhættu í för með sér. Mitterrand með krabbamein Lítil hætta á ferð- um að sögn lækna París. Reuter. LÆKNAR Francois Mitterrands Frakklandsforseta segja að greinst hafi krabbamein í blöðruhálskirtli forsetans en ekki sé nein veruleg hætta á ferð, margir aldraðir karlar lifi árum saman með slíka meinsemd án þess að hún þjaki þá mjög. Mitterrand, er var skorinn upp á föstudag, fékk að fara af sjúkrahúsinu í gær og sagðist alls ekki hafa í hyggju að segja af sér. Hann er nú 75 ára gamall. Skýrt var frá því að Mitterrand myndi taka sér stutt hlé frá störf- um en taka þátt í þjóðaratkvæðinu um Maastricht-samkomulagið er kveður á um nánara samstarf ríkja Evrópubandalagsins, á sunnudag. Pierre Beregovoy forsætisráðherra situr í forsæti ríkisstjórnarfunda meðan forsetinn er fjarverandi. Claude Gubler, einkalæknir forset- ans, sagði fréttamönnum að engin vandkvæði hefðu komið upp í sam- bandi við uppskurðinn og krabba- meinið sem greindist. „Meðferðin er alls ekki hættuleg. Það er ekki þörf á lyfjameðferð og forsetinn mun geta sinnt störfum sínum af fullum krafti“. Mitterrand hefur yfirleitt verið heilsugóður þau ellefu ár sem hann hefur gegnt forsetaembættinu. Hann hefur ávallt reynt að láta sem minnst bera á öllum veikleik- um og vísað því á bug að aldurinn væri að verða honum fjötur um fót. Veikindi hans nú eru af sum- um talin geta aflað honum samúð- ar, einkum eldra fólks, er muni þá fremur en ella greiða atkvæði með Maastricht. Aðrir segja að þau hafí aðeins þau áhrif að grafa enn undan stöðu hans og auka lík- ur á að hann segi af sér fljótlega eftir þjóðaratkvæðið, hver sem úrslit þess verði. Bent er á að hann geti notað veikindin sem af- sökun fyrir afsögn. Helstu leiðtogar stjórnarand- stöðunnar, hægrimaðurinn Jacqu- es Chirac og miðjumaðurinn Val- ery Giscard d’Estaing, tóku þátt í fjöldafundum á þriðjudagskvöld til stuðnings Maastricht. Erlendir stjórnarerindrekar í París eru margir þeirrar trúar að samkomu- lagið verði felit þrátt fyrir viðvar- anir fjölmargra frammámanna, franskra sem erlendra, um að þá tæki við hættuástand í Evrópu. Síðustu skoðanakannanir í Frakk- landi benda til þess að fýlgi stuðn- ingsmanna og andstæðinga Ma- astricht sé mjög svipað. Reuter Mitterrand forseti á leið út úr sjúkrahúsinu í gær í fylgd lækna. Hann sagðist alls ekki ætla að segja af sér af heilsufarsástæðum. Gengisfelling breska pundsins talin líkleg Hefur vart mikil áhrif hér —segir Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri MIKLAR hræringar eru enn á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum og í gær fengu þær fregnir byr undir báða vængi að gengi breska punds- ins yrði fellt eftir að Bretar drógu sig út úr gjaldeyrissamstarfi Evr- ópubandalagsríkja (ERM). Gengi krónunnar er miðað við gengisvog þar sem gjaldmiðill Evrópubandalsgins, ecu, hefur um 76% vægi. Er Morgunblaðið ræddi við Jóhannes Nordal, bankastjóra Seðlabankans, síðdegis í gær kom fram að hann taldi gengisfellingu pundsins ekki myndu hafa mikil áhrif á islenska gengisstefnu og efnahagsmál. „Annars er erfitt að vera með nokkrar spár meðan enginn veit í sjálfu sér hvað muni gerast. Ég held nú ekki að innbyrðis breytingar á myntum í Evrópu muni hafa mikil áhrif á okkur. Okkar gengisviðmiðun breytist að vísu sjálfkrafa við það að breytingar verða innbyrðis á Evr- ópumyntunum. En við vitum ekki enn að hve miklu Ieyti þarna er um að ræða skammtímaóróleika sem stafar auðvitað af ýmsu sem enn getur breyst, t.d. gæti Maastricht- samningurinn hlotið samþykki í Frakklandi". Jóhannes var spurður hvort hann teldi að óróleikinn núna myndi breyta skoðunum manna á framtíð mynteiningaráforma Evrópubanda- lagsins. „Mér finnst alveg ljóst að þetta hlýtur að hafa í för með sér að menn velti meira fyrir sér hvað langan tíma það geti tekið að ná fram samræmingu í efnahagsstefnu og verðbólgu milli Evrópuríkja, hvort fullkomin gengisfesta og sameigin- legur gjaldmiðill séu orðin að raun- verulegum möguleika. Þetta er áreiðanlega áfall fyrir trú manna á að það geti gerst eins hratt og Ma- astricht-samningurinn gerir ráð fyr- ir“. Jóhannes sagði að auk óvissunnar um Maastricht hefði verið vaxandi spenna innan gengissamstarfs bandalagsþjóðanna upp á síðkastið. Verðbólga væri ákaflega mismun- andi í aðildarríkjunum og háir vext- ir í Þýskalandi hefðu þrýst mjög á gengi gjaldmiðla annarra landa. Þegar þetta hefði lagst á eitt með Maastricht-óvissunni hefði niður- staðan orðið óróleikinn á mörkuðun- um undanfarnar vikur. Þessi þróun þyrfti þó ekki að breyta skoðunum manna á því að hvaða markmiði bæri að stefna þegar til lengri tíma væri litið, þ. e. stöðugleika i gengis- málum. Fyrsta kappflug mannaðra loftbelgja yfir Atlantshaf Bangor. Reuter. FIMM loftbelgir lögðu upp í kappflug yfir Atlantshaf í fyrrinótt. Gert er ráð fyrir að flugið frá Maine í Bandaríkjunum taki yfir þijá daga en tveggja manna áhöfn er í körfu hvers belgs. Þetta er fyrsta kappflug loft- belgja yfír Atlantshaf en hingað til hafa aðeins fimm flug heppnast af sextán sem reynd hafa verið með mönnuðum loftbelg frá árinu 1978. Belgfararnir biðu heppilegs flugveðurs í heilan mánuð í Maine og var loftförunum lyft frá jörðu með fjögurra mínútna millibili um klukkan þrjú aðfaranótt miðviku- dags, sjö um morgun að íslenskum tíma. Lið frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Belgíu, Þýskalandi og Hol- landi keppa um hver kemst lengst á stystum tíma og hreppir sá loft- belgur hraðaverðlaun sem fyrstur lendir handan línu sem ákveðin hefur verið á austurströnd Atl- antshafs. Þó er ómögulegt að stýra því hvar loftbelgur lendir og segir þýski flugmaðurinn Jochen Mass að svolítil heppni sé nauðsynleg, það verði afrek ef allir belgirnir fimm komist á leiðarenda. Belgim- ir eru 27 metra háir og körfurnar undir þeim búnar til að geta lent í sjó. Mynd af líki Hitiers sýnd í sjónvarpinu Moskvu. Reuter. MYND af ósködduðu líki, sem lá á jörðinni í garði Kanslara- hallarinnar í Berlín og sagt var af Adolf Hitler, var sýnd í sjón- varpinu í Samveldisríkjunum síðdegis á þriðjudag. Ef mynd- in er ófölsuð hlýtur hún að vekja efasemdir um útbreiddan orðróm frá því í heimsstyrjöld- inni síðari, að lík Hitlers hafi verið brennt eftir að hann skaut sig eða tók inn eitur. Myndin sem Samveldissjónvarpið sýndi á þriðjudag og sagði að væri af líki Adolfs Hitlers. Myndin sýndi líkið í einkennisbún- ingi, liggjandi á yfírhöfn herfor- ingja, og sást hið sérkennilega yfírskegg greinilega. Líkið var aðeins sýnt í fáeinar sekúndur. Það var unikringt sovéskum her- mönnum og með þeim var einn Þjóðveiji, sem greinilega var stríðsfangi. Ekki var frá þvi greint hvaðan myndin væri fengin, en fílmubúturinn virtist vera úr safni sovésku öryggislögreglunnar, KGB. Sjónvarpsþulurinn sagði:„Þetta var ef til vill óvæntasti fundurinn, líkið af Hitler í garði kanslarahall- arinnar. Það hefur svo margt ver- ið á huldu um líf þessa harðstjóra og sumt hefur ekki verið upplýst enn þann dag í dag.“ Talið var að Hitler og hjákona hans, Eva Braun, hefðu framið sjálfsmorð og þýskir liðsforingjar brennt lík þeirra í samræmi við það sem þau höfðu sjálf mælt fyr- ir um. Rússneskur sagnfræðingur, Lev Bezymensky, sagði í blaðaviðtali í júlímánuði síðastliðnum, að njósnarar á vegum rússneska hersins hefðu fundið lík þeirra Hitlers og Evu Braun, sem frömdu sjálfsmorð 30. apríl 1945. „Þau höfðu ekki verið brennd," sagði hann. Sovéski einræðisherrann Jósef Stalín fyrirskipaði, að líkin skyldu grafin með leynd, en líkamsleifar þeirra voru fluttar milli staða að minnsta kosti sex sinnum. Síðast voru þær grafnar í nágrenni Magdeburg, sem þá var í Austur- Þýskalandi, sagði sagnfræðingur- inn. Á sama hátt fóru sovésk stjóm- völd með líkin af Jósef Göbbels, hugmyndafræðingi nasista, og fjölskyldu hans. Árið 1946 skipaði Stalín svo fyrir um, að lík Hitlers og Evu Braun skyldu enn einu sinni graf- in upp og lét hann lækna ganga úr skugga um, að þau væru af réttum aðilum. Árið 1970 var líkamsleifum þeirra svo eytt með öllu til að gera nýnasistum ómögulegt að eigna sér „helga gröf‘ sem sam- einingartákn, sagði Bezymensky. í sjónvarpsþættinum var aðeins minnst á Hitler í framhjáhlaupi, en aðaláherslan lögð á sögu frænku hans, Maríu Koppenstein- er. Sovéska öryggislögreglan handtók hana í Austurríki 1945 og flutti hana til Moskvu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.