Morgunblaðið - 17.09.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 17.09.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 29 Gilsstöðum í Steingrímsfirði 6. sept- ember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Hjalti Jóhannsson og Ingi- gerður Gróa Þorkelsdóttir, greind hjón, af góðu bergi brotin, bæði af Vestfjörðum og Norðurlandi. Á æskuskeiði stundaði Jóhann nám við Unglingaskólann á Heydalsá í Strandasýslu og síðar við Alþýðu- skólann á Hvammstanga. Notfærði hann sér þessi námsár sín af áhuga og kostgæfni og aflaði sér síðar á ævinni alhliða menntunar og þekk- ingar í fjölmörgum fræðigreinum, þó hann legði mesta rækt við þjóð- fræði, ættfræði og íslenska tungu. Kennaraprófi lauk hann árið 1934, enda varð barna- og ungl- ingakennsla aðalstarf hans í lífinu. Hann var barnakennari í Snæfjalla- hreppi um 11 ára skeið, skólastjóri i Súðavík frá 1947-1954 og kenn- ari við Breiðagerðiskólann í Reykja- vík eftir að hann fluttist hingað suður. Auk kennslustarfanna hlóð- ust á hann ýmis aukastörf. Hann var t.d. hreppstjóri og deildarstjóri Kaupfélags Isfirðinga meðan hann bjó í Súðavíkurhreppi. Jóhann var afbragðsvel ritfær, og skrifaði kjarnmikinn og fágaðan stíl. Liggja eftir hann íjölmargar greinar og ritgerðir í blöðum og tímaritum. Fjalla þær flestar um sagnfræði og menntamál. Merkust íitverka hans munu þó vera tvær Ferðafélagsbækur, um Stranda- sýslu og Norður-ísafjarðarsýslu. Bera bækur þessar augljóst vitni um vandvirkni hans, nákvæmni og djúpstæða þekkingu á sögu og at- vinnuháttum héraðanna, að fornu og nýju. Þá ritaði Jóhann bókina „Frá Djúpi að Ströndum", er skýrir frá atburðum, sögnum og forvígis- mönnum sýslnanna á 19. og 20. öld. Jóhann var kvæntur hinni ágæt- ustu konu, Guðjónu Guðjónsdóttur frá Hafnarhólmi í Strandasýslu. Lifir hún mann sinn, komin á tíræð- isaldur, eftir ástúðlega umhyggju fyrir skylduliði og heimili og frá- bært fórnar- og líknarstarf bæði utan heimilis og innan. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Eru það þau Finnbogi, fýrrv. skólastjóri, Árni, trésmiður, Ingi- gerður, húsfreyja og Björn Hjalti, verslunarmaður. Kynni okkar Jóhanns voru mikil og náin og ná yfir 68 ára skeið, fyrst á Vestfjörðum og síðar eftir að við fluttum báðir hingað suður. Áttum við því fjölmargar sameigin- legar minningar um menn og at- burði er gerst höfðu á „Vestfjarða- leiðum“. Það var mér því ávallt sérstök ánægjustund er ég heim- sótti þau hjónin á Kleppsveg 54. Þar mætti mér’ ætíð hlýr arinn, opinn faðmur húsbænda og hlaðið veisluborð hjá húsfreyju. Jóhann hitti maður ávallt sitjandi við lestur fræðirita, skáldverka eða blaða- greina. Hann var ávallt að fræðast, nema og kynna sér stefnur og straumhvörf hinna margvíslegustu fræðigreina. Eitt sinn hitti ég svo á, að hann var að lesa Heilaga Ritn- ingu yfir í annað sinn. Eg varð hljóður og hugsandi, og svo mun fleirum fara. Minni Jóhanns var með ufbrigðum traust og entist honum fram að síðustu dögum. Hann var mikill fræðasjór, þó áhugi hans beindist fyrst og fremst, eins og áður er getið, að sagnfræði og málvísindum. Fornrit okkar voru honum mikil gullnáma, enda lágu tilvitnanir í þau honum létt á tungu. Þó Jóhann virtist vera alvörumaður gat hann verið manna gamansam- astur, þegar svo bar undir og til- efni gafst. Kunni hann manna best að segja frá skoplegum atburðum og kýmilegum tilsvörum. Er ég kveð þennan látna vin minn vakna kærar minningar og hugljúfar samverustundir í huga mér. Það er sem skær klukkna- hringing hljómi mér í eyrum. Hún boðar hið óhagganlega lögmál, „í dag mér á morgun þér“. Ég þakka þessum horfna vini mínum og þeim hjónum báðum einlæga vináttu, ástúð og tryggð á langri vegferð lífsins. Ljósið eilífa lýsi honum mót lífs- ins björtu strönd. Hönd Drottins leiði hann og styðji á vegum ljóss og þroska. Þorsteinn Jóhannesson. GRÁSTEiNN }LÁ<5RÝT^I,LIPARIT GABBRÓ.MARMARI G R A N f T .HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 HeimilistæKi hf SÆTUNI8 SÍMI6915 15 ■ KRINGLUNNISÍMI69 15 20 20" SAfÍYO FULLBÚIÐ, HÁGÆÐA SJÓNVARPSTÆKIÁ FRÁBÆRU VERÐI! Kr. 42.890.- stgr. Grímur Laxdal Lund - Minning Fæddur 22. nóvember 1914 Dáinn 9. september 1992 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér. nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Á kveðjustund langar mig að minnast móðurbróður míns Gríms Lund. Svo undarlegt er það, að eftir því sem árin líða skynjar maður líf- ið betur og hvað það er stuttur tími, sem okkur er gefinn. Ég minnist þessa frænda míns er ég var barn heima á Raufarhöfn og hann ungur maður, sem fór að heiman til Reykjavíkur að kanna nýjar slóðir. Síðan líða árin, og nú á síðasta ári þegar heilsa hans og kraftar eru á þrotum, þá heimsótti ég hann oftar en ég hafði áður gert og sát- um við þá við eldhúsborðið heima hjá honum á Háaleitisbrautinni og spjölluðum saman. Ég þakka fyrir að hafa gefið honum af tíma mínum, og bið góð- an Guð að blessa hann á nýjum vegum. Inga. Okkur langar að skrifa hér nokkrar línur um elskulegan afa okkar, Grím Lund, sem lést í síðast- liðinni viku. Það er skrítið að maður sem hef- ur verið fastur punktur í lífi okkar er horfinn. Það er þó mikil huggun að við eigum fullt af góðum minn- ingum um hann. Meðan afi keyrði bílinn kom hann við hjá okkur á hverjum degi. Hann fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar við vorum yngri fórum við oft niður að höfn með honum um helgar að skoða skip og báta. Sjór- inn var honum alltaf hugleikinn, enda var ævistarf hans þar, á skip- um Landhelgisgæslúnnar. Afa fannst gaman að veiða og tók okk- ur stundum með í veiðitúra. Jól án afa verða undarleg. Síð- asta ár var afa erfitt. Hann var oft veikur og komst lítið út. María amma var stoð hans og stytta í veikindunum. Við nutum þess að vera barna- börnin hans og minningarnar mörgu sem við eigum um hann munu ylja okkur i framtíðinni. Þórhallur, Steinunn og Eyþór. sokkabuxur 9 Óseyti4, Auðbrekku2, Skeifunni 13,9 Akureyri Kópavogi Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.