Morgunblaðið - 17.09.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.09.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 HRAÐLESTUR - NÁMSTÆKNI Ef þú vilt margfalda lestrarhraðann til að njóta þess að lesa meira af góðum bókum eða til að taka næstu próf með glæsi- brag, ættir þú að skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Lestrarhraði nemenda meira en þrefaldast að jafnaði, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 24. september nk. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! ” 1978-1992 l~El Snyrtisérfrœðingur kynnirDior haustlitina ídagkl. 13-17. Qfjjfjíari, Hamraborg 14a, Kópavogi. F örðunarnámskeið Nú heQast að nýju hin geysivinsælu förðunamámskeið Kristínar Stefánsdóttur. - Eitt kvöld - Dag- og kvöldförðun - Persónuleg ráðgjöf - Aðeins 8 í hóp NÝJUNG Erla Magnúsdóttir hjá Hári og förðun mun koma og veita hverri og einni persónulega ráðgjöf um eigið hár og hárgreiðslu. Innritun og nánari upplýsingar í síma 26525 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. NO NAME .—— COSMETICS .. „ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Áð í Hvanngili á Rangárvallaafrétti við kertaljós og kaffisopa. Fjallkóngarnir Ingvar Magnússon frá Minna-Hofi t.h. og Ingimar ísleifsson, Sólvöllum, ásamt matráðskonunni Grétu Þorsteinsdóttur frá Geldingalæk. RANGARVALLAAFRETTUR Fjallkóngar æja í Hvanngili Gangnamenn á Rangárvallaaf- rétti sem hófu leitir sl. sunnu- dag hafa fengið blíðskaparveður það sem af er og að sögn íjallkóngs- ins Ingimars ísleifssonar er féð vel á sig komið og fallegt eftir sumarið. Alls voru um 1.300 fullorðnar ær reknar á fjall að þessu sinni eða um 3.000 fjár frá átta bæjum á Rangárvöllum. Ellefu manns taka þátt í leitunum, en fara þarf í tvenn- ar eftirleitir síðar í haust. Réttað er í Reyðarvatnsréttum nk. laugdag eftir sex daga leitir, en gangnamenn gista m.a. í Hvanngili og á Fitjum. Að sögn leitarmanna hefur fé farið fækkandi á undanfömum árum eins og annars staðar á land- inu en þeir telja ástand afréttarins mjög gott og gróðurfar hafa farið batnandi í seinni tíð. - A.H. Frá útgáfuteitinu. ÚTGÁFA Veg-gfóð- ur á plasti Mikið hefur verið látið með ís- lensku myndi Veggfóður, sem gengið hefur fyrir fullu húdi í nopkkurn tíma. Tónlist úr mynd- inni, sem kom út fyrir nokkru, hefur ekki síður vakið athygli og seldist snemma upp. Fyrir stuttu kom annað upplag í verslanir, og á meðfylgjandi myndum má sjá hvar aðstandendur myndarinnar og tónlistarinnar fagna útgáfu plötunnar. Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Veggfóðursliðsmenn. Frá vinstri Steinn Ármann Magnússon, Ingi- björg Stefánsdóttir og Baltasar Kormákur. Steinn Armann leikur annað helsta karlhlutverk myndarinnar, Ingibjörg helsta kvenhlut- verk og er að auki söngkona hljómsveitarinar Pís of keik, sem á flest lög Veggfóðursplötunnar, og Baltasar leikur hitt helsta karlhlut- verk myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.