Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992
3
STARFSFÓLKI Flugleiða í
Bandaríkjunum hefur á undan-
förnum þremur árum fækkað um
25%, en umsvif félagsins hafa
ekki dregist saman að sama skapi.
A sama tíma og Flugleiðir hafa
dregið saman seglin í mannahaldi
í Bandaríkjunum hafa tekjur fyr-
irtækisins vestan hafs aukist um
10-12%, að sögn Sigfúsar Erl-
ingssonar, svæðisstjóra Flugleiða
í Bandaríkjunum.
Sigfús segir að ástæðurnar fyrir
þessari umtalsverðu fækkun starfs-
fólks séu fyrst og fremst þær að
félagið hafi tæknivætt reksturinn
betur og þar sé einkum um tækni-
væðingu farskrárþáttarins að ræða,
sem sé mun sjálfvirkari nú en hann
var fyrir þremur árum.
„Þegar ég kom hingað 1989 voru
um 100 manns í starfi hjá félaginu.
í heild starfa nú um 75 manns hjá
félaginu," sagði Sigfús í samtali við
Morgunblaðið. „Umsvifin hafa ekki
minnkað þótt þessi fækkun hafi orð-
ið, en þau hafa þó breyst.“
Sigfús segir að Atlantshafsflugið
gangi alveg sæmilega, en að sjálf-
sögðu væri æskilegt að það gengi
betur. Samkeppnin aukist alltaf, en
Flugleiðum hafi þó tekist að halda
í horfinu.
Sjá nánar Viðskiptablað á bls,
6C
------»-♦"♦-----
Klemmdist
illa í sundi
ÁTTA ára drengur slasaðist illa
á hendi þegar hann klemmdist
milli stafs og hurðar í Sundhöll
Hafnarfjarðar í gærmorgun.
Hurðin skilur að bað og búnings-
herbergi. Þrír fingur á hendi
drengsins klemmdust milli stafs og
hurðar við lamir þegar hurðin
skelltist í lás. Að sögn lögreglu var
drengurinn mikið meiddur á hend-
inni og fluttur á sjúkrahús til að-
hlynningar.
Grœna kortid fcest Reykjavík: Kópavogur: Hafnarfjördur:
á eftirtöldum stööum: Skiptistööin Lcckjartorgi Brœdraborg í Hamraborg Holtanesti Melabraut 11
Skiptistödin Hlemmi Skiptistödin Mjódd Skiptistöd AV Skiptistöd AV/ BSH
Skiptistödin Grensásvegi Gardabær: Mosfellsbœr:
Skrifstofa SVR Borgartúni 35 Sölutuminn Hallinn Bókhlödustíg Bitabœr Ásgardi Sölutuminn Snceland v/ Vcsturlandsveg
Grœna kortið gildir
á ölluni leiðum Strœtísvagna
Hey'k/avíkur og Almemiingsvagna,
þ.e. íRiykjavík. Hafnarfirði,
Kópavogi, Mosfellsbœ, Garðabœ,
3Bessastaðahreppi
og á Seltjamamesi.
’
Grmna kortíð gildir í 30 daga.
Dagsetningar á kortí sýna fyrsta
■ og síðasta dagirm sem kortíð
er í gildi. Nauðsynlegt er
að sýna vagnstjóm
dagsetningu þegfir
kortiðernotað.
Gratna lcortið er ísiimu stterð og
greiðslukort. Það er handhœgt og afar
þatgilegt í iwtkmi. Þií sýnir einfaldlega vagnstjóm
kortið mn leið ogþá gerigur irui ívagninn.
Hér má skrifa súnamímer
sem fimumdi getur hringt
iefkortiðgiatast. Grama
kortið er ekki skrúð á nafn.
Það er handliafakort.
Gnvna kortíð gildir í 30 daga
og kostar 2.900 kr. Efiirsem
áðurgcfst viðskiptavinum SVR
ogA Vlíka kostur á að kauixt
farmiðakort og að sjálfsögðu
verður áfrani hœgt að greiða
einstíiktfargjald með peningmn.
Hlutafjáraukning í Miklagarði
Rekstur fyrirtækisins
tryggður til frambúðar
- -segir Björn Ingimarsson
Hluthafafundur í Miklagarði hefur samþykkt tillögu sljórnar um
heimild til hlutafjáraukningar úr rúmum 53 milljónum í 670 milljón-
ir króna. Um 98% hlutafjárins hefur þegar verið afgreitt eða verður
afgreitt til Miklagarðs á næstu dögum. Björn Ingimarsson, fram-
kvæmdasljóri Miklagarðs, segir að með hlutafjáraukningunni sé
rekstur fyrirtækisins tryggður til frambúðar.
Björn sagði að strax við uppgjör
í vor hefði verið ljóst að leiðrétta
þyrfti efnahag fyrirtækisins. Síðan
þá hefði verið unnið í málinu og
línur hefði verið orðnar nokkuð
skýrar í ágúst.
Hann sagði að hlutafjáraukingin
hefði þá þýðingu að rekstur fyrir-
tækisins væri tryggður. „Við gerum
síðan ráð fyrir að búið verði að
vinna upp þá skerðingu, sem hluta-
féð óneitanlega verður fýrir við að
dekka neikvæða eiginfjárstöðu, á
árinu 1994. Þannig að þá verði eig-
ið fé orðið hærra en sem nemur
hlutafé," sagði Björn.
Hann sagði að hann hefði gjam-
an viljað hafa haft möguleika til
að segja frá breytingunni fýrr því
sú umræða sem orðið hefði um fyr-
irtækið á síðustú vikum og mánuð-
um hefði skapað óróa meðal birgja
þess. „Við tökum nú upp eðlileg
viðskipti við birgja og ijármögnun
okkar verður að sjálfsögðu ódýrari
heldur en hún hefur verið. Það hef-
ur háð okkur hversu mikið við höf-
um orðið að fjármagna okkur á
skammtíma fjármagni. Jafnframt
Flugleiðir vestan hafs
Tekjur aukast
um 10^12% á
þremur árum
Veitt innganga í virt
félag vatnslitamálara
Karólínu Lárusdóttur myndlistarmanni hefur verið veitt innganga
í Hið konunglega félag breskra vatnslitamálara, The Royal Watercol-
or Society. Félagið var stofnað 1804 og hefur í gegnum tíðina haft
innan sinna vébanda margá virtustu og frægustu vatnslitamálara 19.
og 20. aldarinnar.
getum við sett inn nýjungar í
rekstri, sem lagðar höfðu verið í
salt þar til þessi mál væri komin í
höfn, á fulla ferð og munum gera
það,“ sagði Björn. Ennfremur sagði
hann að breytingarnar sneru bæði
að smásölu og dreifingu.
Karólína Lárusdóttir myndlistar-
maður.
Karólína hefur um margra ára
skeið verið búsett í Bretlandi en er
engu að síður íslenskur ríkisborgari
og það er enn óvenjulegra að lista-
manni af erlendu þjóðerni sé boðið
sæti í þessum virta félagsskap. Kar-
ólína sagði í samtali við Morgunblað-
ið að þetta væri sér mikill heiður; á
hveiju ári væru aðeins teknir inn
1-2 nýir félagar af miklum fjölda
umsækjenda. „Þetta er örugglega
sú besta viðurkenning sem mér hef-
ur hlotnast og ég er varla komin
niður á jörðina ennþá.“
Félagið hefur frá upphafi staðið
fyrir 2 sýningum á ári í London á
verkum meðlima sinna og þann 8.
október verður opnuð seinni sýning
þessa árs í Bankside Gallery. Þar
munu verk eftir Karólínu Lárusdótt-
ir birtast í fyrsta sinn á vegum Kon-
unglega vatnslitafélagsins en sýn-
ingin verður opnuð formlega af Car-
el Weight sem er einn þekktasti
breski núlifandi vatnslitamálarinn.
Það er öllum í
lófa lagið að nota
Græna kortíð.
Crrena kortið er afsláttarkort. Fyrir
heimili ogþá sem notfiem sér reglu
lega þjónustu almennings-
vagna er Grama kortið
luigkviemasti
kosturimi.