Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 P**-------------------------------------------------i" :■ >i ‘ .... ■ ■■ : ‘ ■■ : Minning Sigríður Jónatans dóttir frá Hóli Fædd 26. apríl 1904 Dáin 22. september 1992 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Sigríður Jónatansdóttir lézt að morgni 22. september síðastliðinn í Borgarspítalanum eftir skamma legu, en langvarandi vanheilsu. Sigríður fæddist að Ytri-Veðrará 26. apríl 1904. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, bónda að Efstabóli og Vífilsmýrum í Önund- arfirði, Jóhannessonar og Jónatan Magnússon, bónda á Ytri-Veðrará og síðar á Hóli í Önundarfirði. Systkini Sigríðar voru: Magnús, áður bóndi, síðar sjómaður í Reykja- vík, f. 2. janúar 1897, d. 30. marz 1985, kvæntur Jónu Guðjónsdóttur; Guðrún, húsfreyja í Reykjavík, f. 14. desember 1898, _ d. 17. marz 1937, gift Brynjólfi Ámasyni, lög- fræðingi; Jóna, f. 9. nóvember 1900, d. 11. nóvember 1900; Jón, bóndi á Hóli í Önundarfirði, f. 3. febrúar 1902, d. 26. febrúar 1991, kvæntur Margréti Guðmundsdótt- ur; Bóas, áður bóndi, síðar strarfs- maður í Áburðarverksmiðjunni, f. 13. ágúst 1905,_ d. 12. desember 1977, kvæntur Ólöfu Bjömsdóttur og Jensína, f. 7. desember 1907, d. 6. september 1992, gift Her- manni Egilssyni, bónda á Galtalæk í Biskupstungum. Sigríður ólst upp í foreldrahúsum við öll venjuleg búskaparstörf. Á áranum 1919-1921 stundaði hún nám í Núpsskóla í Dýrafirði og var einnig um tíma við nám í ísafirði. Árið 1926 giftist hún Júlíusi Rósinkranssyni, sem þá var kaupfé- lagsstjóri á Flateyri, en sama ár fluttust þau búferlum til Stykkis- hólms. Þar var Júlíus bókari hjá Kaupfélagi Stykkishólms næstu 20 árin. 1946 fluttust þau til Reykja- víkur, þar sem Júlíus varð fulltrúi á Vegamálaskrifstofunni og gegndi því starfi, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigríður og Júlíus vora í ham- ingjusömu hjónabandi, þar til hann lézt 4. marz 1978. I Stykkishólmi eignuðust þau hjónin 2 börn: Jón, fíl. kand. skrif- stofustjóra, sem kvæntur er Signýju Sen, lögfræðingi, og Önnu, cand. phil. og ritara, sem er gift þeim, er þetta ritar. Böm Jóns og Signýj- ar era Erlendur, dósent kvæntur Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, lyf- sala, og eiga þau tvo syni, og Sigríð- ur Hrafnhildur, deildarsérfræðing- ur, sem gift er Sveini Úlfarssyni, rekstrarhagfræðingi, og eiga þau tvær dætur. Sonur Önnu og Berg- þórs er Júlíus, lögfræðingur. Þegar ég kynntist Sigríði, er hún var á miðjum aldri, virtist líf henn- ar og þeirra hjóna, vera slétt og fellt, þau samstillt í flestum grein- um, þótt ólík væra í lund: Hann mjög hæglátur, en hún frekar ör í skapi, en þó stillt vel. Var það auð- séð hveijum manni hversu mjög þau unnu hvort öðra. Eftir að Sigríður varð ekkja (1978) bjó hún ein í íbúð sinni við góða heilsu, unz hún fékk heilablæðingu í október 1986 og lamaðist að hluta. Hlaut hún að vísu all-mikinn bata, en heita mátti þó, að hún bæri aldrei sitt barr eft- ir það og færi smáhnignandi ár frá ári, en bar sig af karlmennsku og kiknaði aldrei, unz yfír lauk, seiglan og harkan við sjálfa sig var miklu meiri en almennt gerist. Frá því í apríllok 1987 dvaldist hún í Hrafn- istu í Hafnarfírði og hlaut hin ágæt- ustu aðhlynningu. Á yngri áram var Sigríður glæsi- leg kona, dökk á brún og brá og bar sig vel. Sigríður var merkileg kona fyrir margra hluta sakir. Fáa álít ég mig hafa þekkt jafnvei, hvað þá betur. Sigríður var ljómandi vel gefín, grandvör í orðum og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkum mann, en hún var þétt fyrir og hélt fast á sínum skoðunum. Mjög sjaldan varð okkur sundurorða, þótt hvort hefði sitt álit. Hún virti skoð- anir annarra og reyndi ekki að troða sínum skoðunum upp á aðra. Auk þess hafði hún ágætt skopskyn, sem gerir öllum lífið léttara, sem þess njóta. Vera hennar í Núpsskóla hefur vafalítið haft mikil og góð áhrif á þroska hennar, og oft heyrði ég hana minnast þeirrar skólavistar með ánægju. Þar lærði hún meðal annars að meta ljóð og fékk mikið dálæti á íslenzkri tungu, enda reyndi hún að vanda mál sitt sem bezt. Á Núpi hafði hún einnig orðið hrifín af tijárækt og varð einn af framkvöðlum Skrúðgarðsins í Stykkishólmi, auk þess sem hún ræktaði hinn fegursta garð við hús þeirra hjóna þar. Sigríður hafði mikið yndi af söng og hljóðfæra- slætti og starfaði í kirkjukór Stykk- ishólms, er hún dvaldist þar. Einnig starfaði hún mikið fyrir Kvenfélag- ið Hringinn og var formaður þess um tíma. Margs er að minnast eftir ára- tuga samvera og mikla vináttu. Auk samvera hversdagsins, sem í raun er mest um vert, hlýt ég að ylja mér við minningar um hinar mörgu ferðir okkar fjölskyldnanna innan- lands og utan, sem veittu okkur öllum mikla ánægju. Sigríður var ekki allra, og ókunnugum kann að hafa fundist hún fremur fálát, en hún var mikill vinur vina sinna og trölltrygg, og mikill Vestfirðingur var hún alla tíð. Svo áreiðanleg og heiðarleg var hún í hvívetna, að betur gátu menn treyst munnlegu loforði hennar en skriflegri undir- skrift margra annarra, og stundvísi hennar var fágæt. Sigríður var gæfukona: Hún gift- ist ung einstökum manni, sem bar hana á höndum sér alla tíð, hún var lengst af heilsugóð, iðjusöm og gat á sinn hófsama hátt notið þess sem lífíð hefur að bjóða. Ég kveð mikla sómakonu með söknuði og er þakklátur fyrir að hafa átt vináttu hennar og hafa fengið að njóta samvistar við hana áratugum saman. Bergþór Smári. Amma okkar, „amma í Eskihlíð“, eins og við voram vön að kalla hana, kvaddi þennan heim einn fagran haustmorgun fyrir tæpri viku síðan. Þótt við hefðum verið viðbúin því í nokkurn tíma, að líf hennar gæti fjarað út fyrr en varði, kom fregnin um andlát hennar sem reiðarslag. Nokkrum dögum áður hafði hún dottið illa og fótbrotnað og þurft að gangast undir uppskurð sem getur orðið lífshættulegur há- öldraðu fólki. En er við systkinin heimsóttum hana á sjúkrahúsið bar hún sig vel þrátt fyrir þjáningar og sótthita. Hún var föl og veikluleg en brosti sínu fallega, blíða, brosi, sem reyndist vera í síðasta sinn. Örfáum dögum áður hafði Jens- ína systir hennar verið borin til hinstu hvílu. Framrás tímans hefur nú lokið við að sverfa burt hóp sjö systkina frá Hóli í Önundarfírði, hóp, sem fæddist og óx upp rétt um síðustu aldamót og enst hefur nú næstum heila öld. Sú kynslóð hefur lifað einhveija mestu breyt- inga- og framfaratíma í sögu mann- kynsins. Á æviskeiði hennar hefur heimurinn mátt þola tvær heims- styijaldir og upplifað tilkomu bíls- ins, útvarpsins, sjónvarpsins og kjarnorkuvopna. Árið 1903, ári áð- ur en amma fæddist, fljúga Wright- bræður fyrstu flugvélinni, og árið eftir setur Einstein fram afstæðis- kenningu sína. Það hlýtur að hafa verið ævintýralegt að fá að lifa þessa tíma. Maður hafði samt aldrei á tilfinn- ingunni, að amma hefði tekið þátt í miklum umbrotatímum eða að hún hefði áhuga á að breyta heiminum. Hún tók honum eins og hann var, leit hann rólegum augum hins nægjusama áhorfanda. Hún fædd- ist og ólst upp í Önundarfirðinum, bjó í blóma lífs síns í Stykkishólmi og fluttist svo til Reykjavíkur, þar sem hún dvaldist allan seinni helm- ing langrar ævi. Þar bjó hún sér og fjölskyldu sinni hlýlegt og list- rænt heimili og annaðist öll hús- móðurstörf af einstakri alúð og samviskusemi. Amma og afí bjuggu 40 ár í íjölbýlishúsi við Eskihlíðina, þar sem þau nutu í fyllsta mæli útsýnisins yfír Öskjuhlíð og til Snæ- fellsjökuls. Síðustu árin, sem amma bjó í Eskihlíðinni, stytti það henni stundir að sjá svo vel til allra átta og fylgjast með iðandi mannlífínu í kringum sig. Amma og afí voru sátt við sjálf sig og tilverana, og sú sátt endur- speglaðist í heimili þeirra, þar sem ávallt ríkti kyrrð og friður og sér- stakt innra jafnvægi. Heimilið var lítið og ekki ríkmannlegt, en er maður kom þangað inn frá skark- ala umheimsins var eins og heimur- inn stöðvaðist eitt andartak, sem gengið væri inn í friðarhof. Á veggj- um héngu myndir af fjölskyldunni, ljósmynd frá Alþingishátíðinni 1930, klukkustrengir og útsaumað- ur svanur, sem amma hafði gert á yngri áram. Við barnabömin voram ávallt innilega velkomin á heimili ömmu og afa og þar áttum við ótal margar notalegar stundir. Fýrst var boðið inn i eldhús, þar sem amma dró fram kökubox með heima- bakstri, bóndakökum eða hálfmán- um, „Viltu mjók eða öl?“ var svo spurt, og síðan boðið inn í stofu. Við kveðjum ömmu okkar með sáram trega og söknuði en eram jafnframt þakklát fyrir að hafa mátt eiga ömmu svona lengi. Það t Ástkær eiginmaður minn, RUNÓLFUR JÓN SIGURÐSSON, Skjólbraut 1, Kópavogi, fyrrverandi bóndi á Húsavík, Strandasýslu, andaðist í Landspítalanum 28. september. Stefanía Grímsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir og sonur, ÁSGEIR B. FRIÐJÓNSSON, Hjallalandi 29, Reykjavfk, lést þann 29. september 1992. Kolfinna Gunnarsdóttir, Friðjón Sigurðsson, Gunnar Már Ásgeirsson, Áslaug Siggeirsdóttir, Friðjón Ásgeirsson, Sigurður H. Friðjónsson, Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir, Jón G. Friðjónsson, Ingólfur Friðjónsson, Friðjón Örn Friðjónsson. t Faðir okkar, SVAVAR SIGFINNSSON, Máshólum 10, Reykjavik, áftur búsettur í Ytri Njarðvík, lést 29. september í Borgarspítalanum. Börnin. t Eiginmaður minn og stjúpfaðir, KRISTINN E. GUÐMUNDSSON, Skipholti 18, lést í Borgarspítalanum 18. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. ' Hulda Valdimarsdóttir, Sigríður Þorgilsdóttir. t Bróðir okkar, SKARPHÉÐINN KRISTBERGSSON, múrari, Hátúni 10A, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 29. september. Elin Kristbergsdóttir, Gunnar Kristbergsson. er dýrmæt eign, sem enginn getur frá manni tekið. Erlendur og Sigríður Hrafnhildur. Sú kynslóð, sem sleit bamsskón- um upp úr síðustu aldamótum, er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Tengdamóðir mín, Sigríður Jón- atansdóttir, síðast húsfreyja í Eski- hlíð 12b í Reykjavík, andaðist hinn 22. septemnber sl., þá háöldruð kona, fædd 26. apríl 1904. Við hennar aðstæður má segja, að ekk- ert hafí verið betra en að fá hægt andlát og skilja sátt við þetta jarð- neska líf, úr því að heilsan, lífsork- an og lífsgleðin var að mestu þorr- in, þótt hennar sé sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Sigríður var fædd að Ytri-Veðraá í Öndunarfírði. Ung að áram flutt- ist hún með foreldram sínum að Hóli í sömu sveit. Foreldrar hennar vora Jónatan Magnússon, bóndi, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, virt og annálað dugnaðarfólk. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, en með Sigríði allri era Hólssystkinin nú öll látin. Skammt var á milli hennar og systur hennar, Jensínu, sem lést 7. september sl. Á áranum 1920—22 var Sigríður við nám á Núpsskóla í Dýrafírði eins og svo margir aðrir Önfírðing- ar þess tíma undir handleiðslu hins kunna skólamanns séra Sigtryggs Guðlaugssonar og konu hans Hjalt- línu Guðjónsdóttur. Skólaganga hennar á Núpsskóla markaði djúp og varanleg spor í öllu hennar lífí og þar eignaðist hún marga góða vini. Á þessum tímum voru lífskjörin almennt kröpp og kröfur til ytri lífs- gæða hófsamar. Þá var gleðin og lífshamingjan meira háð hinu innra lífi en hinu ytra eða eins og skáldið segir: „Gleði yfir engu og gleði yfír öllu, gleðin: Áð vera til“. Bemsku- brek og jafnvel hinir smæstu at- burðir urðu gersemar í geymd minninganna. Þetta kom glöggt í ljós þegar Sigríður minntist æsku- áranna og ekki síst námsdvalarinn- ar á Núpi. Er hún sagði yngri kyn- slóðinni sögur frá þessum tíma, færðist yfír andlit hennar sérstakur ánægjusvipur með glampa og gleði í augum. Ásamt Guðrúnu systur sinni nam hún fatasaum í tvo vetur á ísafirði. Tilsögn kennara hlýtur að hafa ver- ið íneð afbrigðum góð og hún í meira lagi næm. Ég leyfí mér að fullyrða að hún hafí saumað karl- mannaföt og annan fatnað eins vel og fagmannlega og hefði hún verið hálærður og þaulvanur klæðskera- meistari. Þessi handmennt kom henni að góðum notum síðar á lífs- leiðinni. Hún vann við saumaskap af þessu tagi á saumastofu Kaupfé- lags Stykkishólms um árabil. Áuk þess leitaði fjölskyldan iðulega til hennar þegar sauma þurfti glugga- tjöld, sængurfatnað og annað það sem þarf til heimilisnota. Allur saumaskapur sem hún lét frá sér fara var hreint afbragð, allt upp á millimetra, nákvæmnin var eitt af hennar aðalsmerkjum. Hún var og snillingur í að sauma bamaföt upp úr gömlumm ónýttum fötum. Naut fjölskylda okkar hjóna þess í ríkum mæli. Ekki vil ég láta hjá líða að geta þess, að Sigríður veitti okkur hjón- ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p e r l a n sími 620200 Opið alla daga frá kl. 9 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.