Morgunblaðið - 01.10.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 01.10.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 33 Eftirréttir með appelsínum Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Allir ávextir eru góðir i máltíð- arlok sem eftirréttir, eins og þeir koma fyrir, og ættu helst að vera daglega á borðum. En það er einn- ig hægt að búa til góða ábætis- rétti úr ávöxtum til að hafa þegar meira er haft við, svo sem eins og á sunnudögum. í dag verður hugað að appelsínum. Appelsínur með þeyttum rjóma Gera þarf ráð fyrir meðalstórri appelsínu á mann. Hýðið er tekið af appelsínunum, þær skornar í sneiðar, þversum. Sneiðamar eru lagðar í lög í skál, sykri stráð yfir á milli. Hæfílegt magn af þeyttum ijóma sett yfir allt saman. Einfald- ur en góður eftirréttur. Sykurmagn fer eftir því hvað appelsínumar eru súrar. Kaka með appelsínu-„fromage“ Botninn 2 dl. hafrakexmolar IV2 dl. sykur 1. dl. brætt smjör Þessu er blandað saman og sett í formið (u.þ.b. 24 cm í þvermál) sem bera á fram í. Bakað í 15 mín. við 185°C. Appelsínu-búðingurinn 5 plötur af matarlími 3 egg 100 g sykur 1 dl. hreinn appelsínusafi rifinn börkur af 1 appelsínu 2‘A dl. þeyttur ijómi Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn, kreist. Appelsínusafmn velgdur, matarlímið hrært útí og látið kólna. Egg og sykur þeytt vel, appelsínuberki bætt út í og síðan matarlími og safa. Að síðustu er stífþeyttum ijómanum blandað varlega saman við. Búðingurinn settur yfir kökuna og látinn standa á köldum stað, gott að laga hana daginn fyrir neyslu. Skreytt með appelsínusneiðum. Appelsínuábætir 3 appelsínur (u.þ.b. 300 g) 200 g kransakökumolar eða ann- að sætabrauð Kaka með appelsínu-„fromage“. Appelsínuábætir. 1 dl. sykur 2 tsk. sítrónusafi 3 dl. þeyttur ijómi Appelsínumar þvegnar vel, hýð- ið tekið af einni þeirra, allar skom- ar í litla bita og síðan settar í bland- ara eða kvöm. Saman við appelsín- umar er blandað sykri og sítrónus- afa og öllu hrært vel saman. Rjóm- inn er stífþeyttur og kökumolamir muldir. Það má bæta við appelsín- umar ef þurfa þykir. Ábætirinn settur í litlar skálar eða eina stóra. Neðst er sett lag af kökumylsn- unni, síðan appelsínumaukið og svo ijóminn. Þetta er endurtekið meðan magn endist. Skreytt með appels- ínusneiðum. Þessi mynd var tekin þegar gjöfin var afhent. Frá vinstri eru Sveinn Gestsson, gjaldkeri björgunarsveitarinnar, Stefán Gíslason og Elísa- bet Þórarinsdóttir gefendur, Sigrún Halldórsdóttir og Jón Egilsson meðstjórnendur i stjórn Óskar. Dalasýsla Björgunarsveitin Ósk fær veglega gjöf Búdardal. HJÓNIN Elsa Þórarinsdóttir og Stefán Gislason, fyrrverandi flugstjóri, færðu nýlega björgun- arsveitinni Ósk í Dalasýslu veg- lega peningagjöf ásamt fjórum talstöðvum og ýmsum fjarskipta- tækjum. Þessi gjöf er gefin til minningar um systkini Stefáns, Gísley, sem ólst upp á Brekku í Saurbæ, bjó síðar í Reykjavík og andaðist 1987, og Benedikt, sem bjó í Miðgarði í Hvammssveit og andaðist 1974. Björgunarsveitin hefur nú fest kaup á sex manna gúmmíbjörgunarbát ásamt tilheyrandi búnaði, björgun- arvestum, flotgölium o.fl. Báturinn verður staðsettur í Búðardal og verður notaður við alhliða björgunar- og hjálparstarf. Svona gjafir gera sjálfboðaliðastörf eins og unnin eru innan björgunarsvei- tinnar möguleg og sýna hvaða hlýhug og traust fólk ber til deild- arinnar. - Kristjana Kynningarfundur í kvöld að Sogavegi 69 Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRIMUIMARSKÓLIIMN Konráð Adolphsson. Einkaumboð fvrlr Dale Carneaie námskeíðin" 1.-10. október Veggflísar Gólfflísar Gólfdúkar Stökteppi Parket Geríðgóðkaupá góHéfnadögum Húsasmiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.