Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÖBER 1992 HNHlTTOO I IIUOAGUTMMr'l ------------------- -f4K4 A: IH V?' J Dll O M Maastricht-andstaðan í Bretlandi Kynt undir óvild í garð Þjóðverja í gulu pressunni London. Reuter. VAXANDI óvildar í garð Þjóðverja virðist nú gæta í Bretlandi og það er ekki síst gula pressan svokallaða, sem veltir sér upp úr henni. Þá hafa andstæðingar Maastricht-samkomulagsins innan íhaldsflokksins einnig uppi stór orð um Þjóðverja og segja þá hafa valdið gengisfellingu pundsins og vilja drottna yfir Evrópu. Sumir, jafnvel frammámenn í íhaldsflokknum, hafa gripið til gömlu uppnefnanna á Þjóðveijum og mörgum þótti Kenneth Baker, fyrrverandi innanríkisráðherra, ganga fulllangt þegar hann skammaðist út í Martin Bange- mann, fulltrúa Þjóðveija í fram- kvæmdastjórn Evrópubandalags- ins, en hann hafði hvatt Breta til að gera skyldu sína og staðfesta Maastricht-samninginn. „Bangemann er hreinræktaður sambandssinni, sem sér fyrir sér Bandaríki Evrópu og feitan bita fyrir sjálfan sig,“ sagði Baker. Innan íhaldsflokksins stafar óvildin í garð Þjóðverja ekki aðeins af andstöðu sumra við Maastrihct, heldur einnig af niðurlægingunni, sem mörgum finnst gengisfelling sterlingspundsins vera. Er Þjóð- veijum kennt um og sumir virðast telja Maastricht-samninginn að- eins verkfæri í höndum þeirra. Mark Almond, fræðimaður í Ox- ford, sagði til dæmis, að verið væri að gera Evrópubandalagið að „því, sem efnahagsráðgjafar tækjum gæti orðið til þess að hand- hafar ávísananna losuðu sig við þær. * Samkvæmt skoðanakönnun Interfax hyggjast hartnær 40% Rússa selja ávísanirnar fyrir reiðufé sem allra fyrst. Jegor Gajdar forsætisráðherra hefur sagt að ef ávísanirnar verða seldar í ríkum mæli gæti það orðið til þess að auka verðbólguna frekar, en hún stefnir nú þegar í að verða um 1.000% fyrir næstu áramót. Embættismenn hafa gefið til kynna að til greina komi að bæta arðvæn- legum smáfyrirtækjum og jörðum við sölulistann til að gera ávísanirn- ar meira aðlaðandi og koma í veg fyrir nýja verðbólguholskeflu. Verða ávísanirnar seldar fyrir vodka? Efasemdamennirnir segja hins vegar lítlar líkur á að slík gylliboð hafi áhrif á þjóð, sem hefur litla þekkingu á fjárfestinguin að hætti kapítalismans. „Þetta er þjóð bab- úshka,“ sagði þátttakandi í sjón- varpsumræðum um málið. „Enginn veit hvað hann á að gera við þessar ávísanir." Margir telja að ef rússneska bab- úshkan ómaki sig á því að ná í ávís- unina sína sé líklegra að hún selji hana fyrsta manninum, er bjóði henni nokkur þúsund rúblna, nokkr- ar vodkaflöskur eða annan varning sem hún hefði annars ekki efni á. Ef megnið af ávísununum lenda í höndum gömlu forréttindastéttar- innar, gæti einkavæðingin stefnt umbótastefnu stjórnarinnar í hættu, en í augum margra Rússa hefur hún aðeins leitt til verðhækkana og skap- að hættu á miklu atvinnuleysi. Þeir skilja ekki hvers vegna endurskipu- leggja þurfi illa reknar verksmiðjur, sem hafa of marga starfsmenn eða framleiða vörur sem engir vilja kaupa, og besta leiðin til þess sé að taka þær úr höndum ríkisins. Aftur- haldsöflin ala á þeirri trú að einka- væðingaráformin séu ódýr leið til að múta verkamönnunum, sem margir hveijir eigi á hættu að missa vinnuna vegna einkavæðingarinnar á sama tíma og yfirstéttin og rússn- eska mafían hagnist á henni. og bankastjórar Hitlers hefðu látið sig dreyma um“. Fyrirætlanir frammámanna í þýska loftferðaiðnaðinum um að minnast fyrsta V2-flugskeytisins sem undanfara geimferðatækn- innar höfðu svo sömu áhrif og olía á eld og var þeim mótmælt harð- lega í Bretlandi og raunar í Þýska- landi einnig. Þýsk stjórnvöld munu því hvergi koma nærri ráðstefnu um V2 en margir Þjóðveijar minna á, að í sumar hefði því verið mót- mælt við bresk stjórnvöld, að reist væri stytta af „Bomber“ Harris, manninum, sem skipulagði og réð því, að einhver mesta loftárás sög- unnar var gerð á Dresden í Þýska- landi á síðustu dögum stríðsins. Þótti hún með öllu ástæðulaus en hún kostaði tugi þúsunda manna lífið. Mótmælum Þjóðveija við styttunni var þó ekki sinnt. Ýmsir fréttaskýrendur segja, að þótt Bretar hafi enn gaman af því að minna Þjóðveija á „hveijir hafi unnið stríðið“, þá eigi þeir erfitt með að kyngja því, að Þýskaland skuli vera orðið forysturíki í Evr- ópu en þeir sjálfir búnir að missa heimsveldið og fyrri áhrif. ERLENT Collor forseti eftir hraðar sér út eftir samþykkt þingsins. Brazilía Collor ætl- ar ekki að segja af sér Brasilíu. Reuter. FERNANDO Collor de Mello, for- seti Brazilíu, ætlar ekki að segja af sér embætti þótt þingið hafi samþykkt að sækja hann til saka fyrir ýmiss konar spilingu. Skýrði talsmaður hans frá þessu í gær en Collor verður samt vikið úr embætti um sex mánaða skeið eða á meðan málareksturinn gegn honum stendur. Neðri deild brazilíska þingsins samþykkti á þriðjudagskvöld með 441 atkvæði gegn 38 að víkja Collor úr embætti í hálft ár og hefja form- lega rannsókn á ákærum á hendur honum um spillingu. Talsmaður Coll- ors sagði hins vegar í gær, að forset- inn ætlaði ekki að segja af sér þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Itamar Franco varaforseti, sem tekur við af Collor, ræddi í gær við þijá helstu frammámenn stjórnar- andstöðunnar um framtíð ríkis- stjórnarinnar og þykja góðar líkur á, að um samstarf semjist milli flokk- anna. DUNULPUR Verð kr: 7.990,- Stærðir: S-XXL. Litir. Blátt, rautt, grænt. 270 gr. dúnn. Ytra birði 100% bómull. Verð kn 6.490,- Stærðin 140-176. Litir Rautt, fjólublátt. 5% staðgreiðslu afsláttur. Sendum í póstkröfu. »hummel 6 SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMAR 8 1 3 5 55, 8 1 3 6 5 5 NJÁLS SAGA Njáls saga er miðaldarit. Hún er rituð eins og beztu mið- aldarit Evrópu, annars vegar sem einföld frásögn og hins vegar sem launsögn sögð á torskildu táknmáli, er nefnt var allegóría. í ritsafninu Rætur fslenzkrar menningar eftir Einar Pálsson eru lagðar fram lausnir á öllum helztu gátum táknmálsins í Njálu. Enginn getur rökrætt gerð Njáls sögu, sem ekki kynnir sér þetta ritsafn. Sem ein- föld frásögn er Njáls saga góð; sem allegóría er hún meistaraverk, sem vart á sér hliðstæðu í Evrópu. BÓKAÚTGÁFAN MÍMIR, Sólvallagötu 28, sími 25149. ILMANDI OSTABRAUÐ iuiái. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LIKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING brauðið í bökunarpokanum í ofninn og stundarfjórðungi síðar er ostabrauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.