Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 -—. ; •' •; 1 ‘ • --7~r—-- n ri l .Fr'TT"‘’i fclk f fréttum Morgunblaðið/Arni Sæberg Forsvarsmenn ásamt sigurvegurum í Hjólreiðakeppni grunnskólanna. F.v.: Einar Guðmundsson, BFÖ, Arnar Hreiðarsson, Bolungarvík, Elvar S. Höjgaard, BFÓ, Hálfdán Gíslason, Bolungarvik, Ægir Agústs- son, lögreglunni Grindavik, Birkir R. Jónsson, Grindavík, Guðmundur Þorsteinsson, Umferðarráði, Óli Jón Kristinsson, Grindavík, Óli H. Þórðarson, Umferðarráði, Jón Vignir Steingrímsson, Hafnarfirði, Valgarður Valgarðsson, lögreglunni Hafnarfirði, Eiríkur Ingvarsson, Hafnarfirði. HJÓLREIÐAR Urslit hjólreiðakeppni Hjólreiðakeppni grunnskólanna 1992 lauk með sigri Engidals- skóla í Hafnarfirði, keppendur fyrir Keppendur voru hvattir til að nota hjálma og þeir sem það gerðu fengu aukastig. hönd skólans voru Jón Vignir Stein- grímsson og Eiríkur Ingvason. Hjól- reiðakeppnin er haldin af Umferð- arráði, Bindindisfélagi öku- manna (BFÖ), menntamála- ráðuneytinu og lögreglunni. Keppnin hófst með umferðar- getraun Umferðarráðs, sem haldin var í marsmánuði í öll- um 7. bekkjum grunnskóla landsins. Úrslit umferðarget- raunarinnar réðu því hvaða nemendur voru valdir til þátt- töku í hjólreiðakeppni, góð- akstri og hjólreiðaþrautum, sem haldin var í vor og sum- ar. Keppt var í fimm riðlum, í Borgamesi, á Reyðarfirði, á Akur- eyri, í Reykjavík og á Ísafírði. Sig- urvegarar riðlakeppninnar, alls 14 keppendur, mættu svo til úrslita- keppni sem haldin var við Perluna á Öskjuhlíð 19. september síðastlið- inn. Jón Vignir Steingrímsson lauk keppninni með fæst refsistig. Hon- um þótti keppnin bæði auðveld og skemmtileg. Jón Vignir er vanur hjólreiðamaður og fer nær allra sinna ferða á fjallahjóli. „Hér í Hafnarfírði eru malar- og drullu- brautir út um allt. Við félagamir emm alltaf að hjóla og ég æfði mig eiginlega ekkert fyrir keppnina." Jóni Vigni þótti gott að fá upprifjun í umferðarreglum og taldi víst að hann væri betri hjólreiðamaður eft- ir keppnina en áður. Hjólreiðakappar þriggja efstu lið- anna unnu til verðlaunapeninga og veglegra verðlauna sem renna til skóla sigurliðanna. HJALLASÓKN Fjölmenni við reisu- gildi Fyrir skömmu var haldið reisu- gildi í Hjallasókn í Kópavogi í tilefni af því að lokið var við að reisa þaksperrur Hjallakirkju. Það vom bygginganefnd . og sóknar- nefndin sem buðu til gildisins og var margt um manninn, bæði starfsmenn og gestir á staðnum við þetta tækifæri. Þarna eru f.v. Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú, Guðrún Lára Magnúsdóttir prestsfrú, sr. Kristján Einar Þorvarðarson sóknar- prestur og Hróbjartur Hróbjartsson arkítekt og hönnuður Hjalla- kirkju. A efri myndinni má sjá að fjöldi gesta var I reisugildinu. KVIKMYNDIR Ut með sveitasöngvarann Frægðin hefur haft sitthvað í för með sér fyrir kvik- myndaleikkonuna Sharon Stone, en hún sló í gegn í mynd- inni umdeildu Ógnareðli fyrr á árinu. Samband Stones við sveitasöngvarann Dwight Yo- akum þoldi ekki hið skyndilega álag sem frægðinni fylgdi og sagði Stone skilið við kúrekann söngvinna. Henni til halds og trausts á þeim erfíðu tímum sem fylgdu í kjölfarið hefur verið ungur maður að nafni Chris Peters. Hefur hann unnið sér það helst til frægðar að vera sonur kunns hárskera, Jon Peters, sem hefur aðallega haft hendur í hári þeirra vel stæðu. Hárskerasonurinn ungi tók að vonum vel á móti Stone fyrir skömmu er hún sneri til heima- bæjar síns eftir að hafa undirrit- að samning um leik í þremur kvikmyndum Paramount-sam- steypunnar. Sonur hárskerans tekur veí á móti sinni heittelskuðu, Shar- on Stone, sem sá enga ástæðu til að klæða sig upp á. Morgunblaðið/Ágúst Biöndal Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga. Sigurður Jónsson, einn stofn- enda Verkalýðsfélags Norðfirð- inga. FAGNAÐUR 70áraafmæli V erkalýðsfélagsins Verkalýðsfélag Norðfirðinga hélt nýlega upp á 70 ára afmæli sitt með veglegu hófí í Egilsbúð. Hartnær 300 manns sóttu afmælis- fagnaðinn. Sigfinnur Karlsson, formaður félagsins, setti samkomuna og rakti í stórum dráttum sögu félagsins. Einnig fluttu ávörp Örn Friðriks- son, varaforseti Alþýðusambands íslands, Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands- ins, Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands, og Sigurður Ingvarsson, for- seti Alþýðusambands Austurlands, og færðu þeir gjafir frá þeim sam- böndum sem þeir eru í forsvari fyr- ir. Þá voru ýmis skemmtiatriði flutt. Þess má geta að á meðal gesta á afmælisfagnaðinum var einn af stofnendum verkalýðsfélagsins, Sigurður Jónsson. - Agúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.