Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 51
I < í 4 I j £ £ £ 0 £ £ KNATTSPYRNA , iHYTtOH' MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 ÍSLENSKA U-16 ára landslið- ið í knattspyrnu undirbýr sig sem kostur er fyrir seinni leikinn gegn Dönum í Evrópu- keppninni, sem verður ytra 21. október. Liður í áætlun- inni er þátttaka í haustmóti KRR í 2. flokki og er þetta í fyrsta sinn, sem sá háttur er á hafður. Reuter Guðmundur Hreiðarsson markvörður Vikings-liðsins í baráttu við rússneska framheijann Sergeev í Moskvu í gærkvöldi. Sergeev gerði eitt mark í leiknum. Guðmundur skoraði með fyrstu spymu Strákarnir unnu Dani 4:1 í fyrri leiknum og eiga því mjög góða möguleika á að kom- ast í 16 liða úrslit. Þeir hafa æft vel og að sögn Kristins Bjöms- sonar, annars þjálfara liðsins, hefur þátttakan í haustmótinu verið sem himnasending. „Málið er að þegar við leikum á haustin eru móthetjarnir í góðri leikæfingu, en botninn dottinn úr öllu hjá okkur. Því hefur lengi verið í umræðunni að sækja um til KRR að fá að taka þátt í haust- mótinu, það var loks gert og umsókninni vel tekið. Strákamir em í 3. flokki og leika með fé- lagsliðum sínum þar, en við vild- um vera með í 2. flokki til að allir yrðu alltaf með og eins með það í huga að fá öflugri mót- spyrnu.“ Strákamir hafa leikið fjóra leiki í mótinu til þessa og hafa þeir allir farið fram á grasvellin- um á Tungubökkum í Mos- fellsbæ. Þeir sigmðu Leiknis- menn, gerðu jafntefli við Fram- ara en töpuðu fyrir Valsmönnum og Fylkismönnum. Næsti leikur landsliðsins, gegn Víkingi, verður í Mosfellsbænum á laugardaginn klukkan 12. Þá hefur verið rætt um að fara í keppnisferð til Þýskalands eða Skotlands um aðra helgi og sagði Kristinn menn vera mjög spennta fyrir Skot- landsferð. „Við reynum að nýta tímann eins vel og mögulegt er,“ sagði Kristinn og bætti við að annars væri ekki hægt að ná árangri. KRAFTAKEPPNI Sterkasti maður heims krýndur í Reykjavík Keppnin um titilinn Sterkasti maður heims hefst í Reykjavík í dag. Keppendur eru tíu, þar af einn Islendingur, Magnús Ver Magnússon en Jón Páll Sigmarsson sem ætlaði að taka þátt, boðaði forföll í gær vegna meiðsla. F^yrsta keppnisgrein hefst kl. 9 fyrir hádegi í dag, en það er vörubíla- dráttur sem fram fer á Skothúsvegi við Tjörnina. Næsta grein hefst kl. 12 á útitaflinu í Lækjargötu, þar sem kempumar keppa í þollyftu í kyrr- stöðu og kl. 15.30 verða kraftajötn- arnir mættir að Bláa Lóninu þar sem hlaupið verður með byrðar, eins og það heitir í dagskránni. Keppni hefst kl. 10.30 á morgun við Gullfoss og kl. 14.30 verður „streist við Þórshamarinn" á sama stað. Laugardagurinn er síðasti keppnisdagur, þá hefst baráttan kl. 8.45 við Höfða, kl. 11.30 verður flug- véladráttur á Reykjavíkurflugvelli og kl. 15 verður fengist við Húsafells- helluna á Þingvöllum. Verðlaunaaf-' hending verður svo á Hard Rock Café kl. 16.30. Víkingar stóðu sig vel í Moskvu í gærkvöldi þrátt fyrir 4:2 tap gegn CSKA Moskva í seinni leik liðanna í Evrópukeppni meistara- liða. Heimamenn komust yfir, en Atli Einarsson jafnaði eftir að hafa fengið stungusendingu innfyrir. Áður fengu Víkingar þijú mjög góð marktækifæri. Lánið lék ekki við þá, en heimamenn nýttu færin og voru 3:1 yfir í hléi. Guðmundur Steinsson, sem kom EYJÓLFUR Sverrisson og félag- ar í Vf B Stuttgart eru komnir í aðra umferð Evrópukeppni meistaraliða. Þeir töpuðu reynd- ar 1:4 gegn Leeds í Englandi í gærkvöldi, en unnu fyrri leikinn heima 3:0. Samanlögð marka- tala er því 4:4 en þýska liðið fer áfram þar sem það náði að skora á útivelli. Grasshoppers, lið Sigurðar Grétarssonar, komst einnig áfram í keppninni eftir frækilegan sigur gegn Sporting í Portúgal. Leikurinn á Elland Road í gær- kvöldi var stórskemmtilegur og hart barist. Ensku meistaramir sóttu af gríðarlegum krafti, en gestirnir áttu mjög hættulegar skyndisóknir af og til og fengu nokkur dauða- færi. Áður en Leeds skoraði komst Fritz Walter til dæmis einn í gegn en John Lukic varði af snilld. Leeds komst í 1:0, Lukic varði síðan frá Marizio Gaudino úr mjög góðu færi en Andreas Buck jafnaði með lúmsku skoti utan teigs. Leeds komst yfir á inná þegar 15 mínútur voru eftir fyrir Tomislav Bosniak, skoraði með fyrstu snertingu sinni og minnkaði muninn í 3:2 en Rússarnir bættu við fjórða markinu undir lok leiksins og unnu því 4:2 og samalagt 5:2. Björn Bjartmarz, sem kom inná sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Hörð Theodórsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að leik- menn væru mjög sáttir við frammi- ný fyrir hálfleik. í seinni hálfleik átti Eyjólfur góðan skalla að marki, en Lukic var enn á réttum stað, en það voru leikmenn Leeds sem réðu ferðinni. Þeir gerðu fjórða mark sitt — jöfnuðu þar með 4:4 samanlagt — tíu mín. fyrir leikslok og þrátt fyrir mikla pressu í lokin náðu þeir ekki að setja eitt mark enn, sem hefði komið þeim áfram í keppninni. Þetta var fyrsti leikur Eyjólfs eft- ir að hann meiddist á dögunum, og virðist hann hafa náð sér að fullu, sem eru góðar fréttir fyrir Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfara. Grasshopper áfram Leo Beenhakker, þjálfari Grass- hopper, veðjaði að réttan hest, þegar hann ákvað að bæta manni í sóknina hjá liði sínu, til að freista þess að ná að leggja Sporting Lissabon að velli í Lissabon. Grasshopper náði að leggja Sporting að velli, 2:1, þannig að framlengja varð leikinn. í fram- lengingunni náði Elber að skora fyrir Grasshopper, sem vann samanlagðan sigur 4:3. stöðuna. „Ég held að við höfum komist vel frá þessum leik og með smá heppni hefðum við átt að gera fleiri mörk.“ CSKA Moskva vann fyrri leikinn 1:0 og er því komið í aðra umferð, en Víkingar eru úr leik. Þeir geta samt vel við unað, því íslensk lið hafa ekki oft náð að gera tvö mörk á útivelli í Evrópukeppni. ■Úrslit allra Evrópuleikjanna í gærkvöldi eru á bls. 49. Valurtreystir á skyndisóknir SEINNI leikur Vals og Boavista í Evrópukeppni bikarhafa verð- ur í Torres Novas í Portúgal í kvöld, en Boavista tekur út heimaleikjabann og er völlur- inn í um 150 km fjarlægð frá Oporto, sem er heimaborg fé- lagsins. Fyrri leiknum lauk með marka- lausu jafntefli og vorú Vals- menn þá óheppnir undir lokin. Ingi Bjöm Álbertsson, þjálfari, stillir upp sama liði í kvöld og sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að hugarfarið væri ávallt það sama — að fara út á völl tii að sigra. Hann sagði samt að þetta yrði geysilega erfiður leik- ur, en ekkert yrði gefið eftir. „Ég á ekki von á að við verðum langtímum saman í sókn, en við reynum að beita skyndisóknum, þegar tækifæri gefst,“ sagði Ingi Bjöm. Sævar Jónsson er í banni og verð- ur Anthony Karl Gregory fyrirliði, en hann hefur fimm sinnum gegnt fyrirliðastöðunni og þá hefur Valur aldrei tapað. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu sjónvarps í Portúgal, en gert er ráð fyrir átta til 20.000 áhorfendum. ítfóm FOLK ■ ANTHONY Yeboah frá Ghana gerði fjögur mörk er Eintracht Frankfurt vann stórsig- ur, 9:0, á Lodz frá Póllandi. Axel Kruse gerði þijú mörk í sama leik og Frankfurt fór áfram, gerði 11 mörk en fékk á sig tvö. ■ MARSEJLLE átti ekki í vand- ræðum með Glentoran frá N- írlandi í gærkvöldi. Frakkarnir unnu fyrri leikinn 5:0 og í gær unnu þeir 3:0. ■ MARGIR snjallir leikmenn sátu í stúkunni og horfðu á. Þar voru m.a. þýski sóknarmaðurinn Rudi Völler og frönsku landsliðsmenn- imir Franck Sauzee, Jocelyn Angloma og Bernard Casoni og markvörðurinn Pascal Olmeta var einnig í stúkunni ásamt Króatan- um Alen Boksic. ■ ARSENE Weng-er þjálfari Mónakó var í banni í gær er lið hans lék við Mieds Legnica frá Póllandi. Hann sat efst í stúkunni með litla handtalstöð. Eitthvað hef- ur sambandið verið brenglað því lið hans náði aðeins jafntefli gegn ann- arrar deildar liðinu - en komst þó áfram. ■ SKOSKU liðin þijú, Celtic, Hearts og Rangers komust öll áfram í 2. umferð. Stærsti sigurinn var án efa sigur Celtic á þýska lið- inu Köln, 3:0. ■ IAN Durrant tryggði Rangers 1:0 sigur gegn Lyngby frá Dan- mörku með marki fimm mínútum fyrir leikslok, en Rangers vann fyrri leikinn 2:0. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár, sem Rangers kemst í aðra umferð í Evrópukeppninni. ■ DANIEL Fonseca sóknarmað- urinn frá Úrúgvæ sem leikur með Napolí gerði eitt mark í gærkvöldi gegn Valencia. Hann gerði hins vegar 5 mörk í fyrri leiknum og kappinn gerði því sex mörk í fyrstu umferðinni. ■ ANTONIO Pacheco gerði þrennu þegar Benfica vann sló- vanska liðið Belvedur lzola 5:0 í UEFA-keppninni. Stuttgart tapaði en fór áfram Eyjólfur lék allan tímann í Leeds Lands- liðið I haust- móti 2. flokks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.