Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÖBER 1992 Morgunblaðið/Eyjólfur M. [ i wsi l. í 1" j iK. 4 íw' mk Viðstaddir mynduðu hring um bátinn meðan vígslan fór fram. Vogar Nýr björgunarbátur vígður Vogum. NÝR björgunarbátur björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum var vígður á 10 ára afmæli sveitarinnar laugardaginn 20. september. Séra Bragi Friðriksson prófastur annaðist vígsluna og viðstaddir mynduðu hring um bátinn og héldust hönd í hönd og fóru með faðir- vorið. Gestum var boðið að skoða að- stöðu og búnað sveitarinnar og sag- an var kynnt í máli og myndum. Fjöldi gesta sótti sveitina heim. Sigurður Guðjpnsson í stjórn Slysavarnafélags íslands flutti árn- aðaróskir og sagði sveitina hafa starfað af dugnaði þessi tíu ár, enda beri búnaðurinn og aðstaðan gott vitni um það, ásamt neyðar- skýli sem Skyggnir hefur umsjón með á Mýrdalssandi. Hann sagði að þrátt fyrir góðan búnað væri alltaf þörf fyrir sjúkrakassa, sem Slysavarnafélagið færði sveitinni að gjöf, ásamt spelkum til notkunar í björgunarbátnum. Þá hvatti hann félagana til frekari dáða. Núverandi formaður Skyggnis er Hannes Jóhannsson. - EG Kvenfataverslun Nýtt á söluskrá í einkasölu mjög þekkt og rótgróin kven- fataverslun við Laugaveg. Um er að ræða verslun með fasta viðskiptavini og góð, traust merki í kvenfatnaði. Eigin innflutningur. Upplýsingar einungis á skrifstofunni. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráðgjöf- Bókhald ■ Skattaaðstoð ■ Kaup ofj sala fyrirtœkja Síðumúli 31 ■ 108 Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ Fax 68 19 45 Krislinn B. Raynarsson, viðskiptafrœðinf>ur 011 Rfl 01 07A LÁRUS Þ’ VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I3U"LIu/U KRISTINWSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Hafnarfj. - Reykjavík - skipti möguleg Ný endurbyggt og stækkað steinhús á einni hæð 130 fm auk bílskúrs 36 fm á útsýnisstað í suðurbænum í Hafnarfirði. Eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Úrvals íbúð f Nýja miðbænum 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð skammt frá Verslunarskólanum. 3 góð svefnherb. Sérþvhús. Góður bílskúr. Mikil og góð langtímalán. í Fossvogi með bílskúr 5 herb. íbúð á 2. hæð við Hulduland 120 fm. Sérþvhús. Svalir á suður- hlið. Ágæt sameign. ALMENNA 'SaSSÍSSSf' íasteignasaum Opið á iaugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Fyrirtæki til sölu: • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í járniðnaði. • Framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði. • Þekktur skyndibitastaður í Reykjavík, góð staðsetn. • Söluturn í nýl. eigin húsnæði. Mjög góð staðsetning. • Tvær mjög þekktar sólþaðsstofur í Reykjavík. • Mjög gott kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta. • Lítii heildversl. með innfl. á snyrti- og gjafavörum. • Góður söluturn með myndbandaleigu í Breiðholti. • Lítil en snotur skóverslun við Laugaveg. • Skemmti- og veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. • Lítil fiskbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Skipti möguleg. • Söluturn í eigin húsnæði í vesturbæ Reykjavíkur. • Blóma- og gjafavöruverslun í miðbæ Reykjavíkur. • Barnafataversl. í eigin húsnæði í verslunarkjarna. • Tískuvöruverslun í rúmgóðu húsnæði í Kringlunni. FJÖLDI ANNARRA FYRIRTÆKJA Á SKRÁ. HÖFUM Á SKRÁ FJÁRSTERKA KAUPENDUR. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráðgjöf ■ Bókhald ■ Skattaaösloð ■ Kaup ojj sala fyrirtœkja Síðumúli 31 ■ 108 Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ Fax 68 19 45 Kristinn B. Ragnarsson, viðskiptafrœðinyur Fyrirsjáanlegur samdráttur dregnr úr tekjum ríkísins SAMTÖK byggingamanna hafa á undanförnum árum bent á ýmis þau atriði sem verða mættu til að bæta atvinnuástand í greininni og almennt í landinu. Þvert ofaní væntingar iðnaðarins um jákvæð- ar úrbætur hafa nú komið fram hugmyndir af hálfu sljórnvalda sem ganga í þveröfuga átt, segir í ályktun Meistarasambands bygginga- manna. Af þessu tilefni vill MVB koma á framfæri því áliti sínu að áform um skerðingu endurgreiðsluhlut- falls virðisaukaskatts vegna vinnu manna við íbúðarbyggingar sé van- hugsuð og stórhættuleg aðgerð fyr- ir margra hluta sakir. „Um langt árabil hafa samtök atvinnurékenda í byggingariðnaði bent stjórnvöldum á þá hættu sem felst í hinni svokölluðu svörtu vinnu. Með upptöku vsk. var stigið skref til bóta í þessum málum. Tvennt vannst: í fyrsta lagi fólst gagnkvæmur hvati í endurgreiðslu- fyrirkomulaginu, á þann hátt að æskilegt varð fyrir viðskiptavini iðnaðarmanna að viðskiptin færu fram fyrir opnum tjöldum og full grein gerð fyrir inn- og útskatti. í öðru lagi fólst í þessu fyrirkomulagi hvati til framkvæmda af hálfu íbúð- areigenda. Að taka burt þennan hvata að hluta til hefur einmitt þveröfugt áhrif, ef megintilgangur tillagn- anna var að skapa atvinnu og bæta hag ríkissjóðs. Fyrirhugaðar breytingar koma sér einnig sérstaklega illa fyrir þá grein byggingariðnaðar, þar sem hvað mestur vaxtarbroddur er í, en það eru viðgerðir og endurbætur á eldra húsnæði. Um þjóðhagslega hagkvæmni slíkra aðgerða, auk fyr- irbyggjandi viðhalds, þarf ekki að deila. Það sem ér ef til vill ekki ljóst er 'að einmitt slík vinna er hvað mannaflafrekust allra iðngreina, og getur launakostnaður numið allt að 70-80% heildarkostnaðar. Þá eru hráefni sem koma við sögu slíkra verka að mestu innlend. Fyrirsjáanlegur samdráttur á þessu sviði mun og draga úr tekjum ríkissjóðs auk samdráttaráhrifa vegna lakari skattskila, sem áður hefur verið getið. Hér er því um augljósa afturför að ræða. Þá er ónefnd væntanleg hækkun byggingarkostnaðar og þar með byggingarvísitölu um 2,5% en hún mun draga úr framkvæmdavilja, auka verðbólgu og valda óstöðug- leika á fjármagnsmarkaði. Þá er augljóst að draga mun verulega úr atvinnu við almenna byggingar- starfsemi þar sem stórfelldur sam- dráttur er fyrir. Mjög alvarlega verður að telja þessa stefnubreyt- ingu ríkisstjórnarinnar, sem leiða mun til almennra skattahækkana þvert ofan í yfirlýsingar um að skattar og álögur á atvinnurekstur yrðu ekki hækkaðar. Yfirlýsingar um auknar fjárveit- ingar til vegagerðar, í því skyni að efla atvinnu, eru athyglisverðar og jákvæðar. í ríkjandi atvinnuástandi leitar þó á hugann, hvers vegna nánast eingöngu eru valdar framkvæmdir, sem ekki eru líklegar til að skapa miklum fjölda fólks atvinnu, en vegagerð er sem kunnugt er ekki mannaflafrek starfsemi. Það eru eindregin tilmæli Meist- ara- og verktakasambands bygg- ingamanna til ríkisstjórnar íslands að hún taki fyrirætlanir sínar til endurskoðunar, um þau atriði sem rakin hafa verið. Þá er ríkisstjórnin hvött til að auka fremur endurgreiðsluhlutfall vegna viðgerða og endurbóta á þann hátt að vsk. verði endur- greiddur að fullu vegna vinnu og efnis. Fullvíst má telja að þær að- gerðir leiði til aukinnar atvinnu og skilvirkari skattskila.“ íslenskt nautakjöt talið betra en það bandaríska Stærsti sigiir íslenskra landbúnaðarafurða í * mörg ár, segir Oskar Finnsson veitingamaður ÍSLENSKT nautakjöt þótti standa því bandaríska framar í nautakjötskeppni þjóðanna á Waldorf Astoria-hótelinu í New York sl. laugardag. Óskar Finnsson, veitingamaður á veit- ingahúsinu Argentínu og annar fulltrúi íslenskra nautgripa- bænda í keppninni, segir að úr- slitin hafi komið mönnum á óvart því aðeins hefðu verið bundnar vonir við að íslenska kjötið tapaði með litlum mun. Hinn fulltrúi nautgripabænda í keppninni var Jónas Þór Jónas- son kjötverkandi. Óskar sagði að íslenska og bandaríska nautakjötið hefði verið matreitt hlið við hlið á hótelinu. Yfirmatreiðslumaður hótelsins, sem sjaldan matreiddi fyrir minni höfðingja en forseta, hefði mat- reitt bandaríska kjötið og þeir Jón- as hefðu matreitt íslenska kjötið með mjög svipuðum hætti. Þegar matreiðslunni var lokið var kjötið borið fram fyrir dómnefndir land- anna og voni 5 fulltrúar í hvorri. Bandarískur aðstoðarhótelstjóri var formaður nefndar heimamanna og Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra var formaður ís- lensku nefndarinnar. Brögðuðu fulltrúar í dómnefnd á um 150 g af nautakjöti og gáfu kjötinu ein- kunn á bilinu 1-5 stig fyrir mýkt, bragð og áferð kjötsins. Urðu úr- slit í keppninni þau að íslenska kjötið fékk 65 stig frá íslendingum og 63 frá Bandaríkjamönnum og bandaríska kjötið 53 stig frá ís- lendingum og 50 frá Bandaríkja- mönnum. Eftir að úrslit voru Ijós flutti formaður íslensku dómnefnd- arinnar stutt ávarp. Aðspurður sagði Óskar að keppni af þessu tagi hefði ekki verið haldin áður en mikil áhersla hefði verið lögð á að hún færi fag- mannlega fram. Hann sagði að úrslitin hefðu komið mönnum mjög á óvart og væri stærsti sigur ís- lenskra landbúnaðarafurða í mörg ár. Félag tækniskólakennara var stofnað 8. febrúar 1973 og verður því 20 ára á næsta ári. Félagsmenn eru fastir kennarar við Tækniskóla Islands, en skólinn er hvort tveggja háskóli og framhaldsskóli. Félags- menn eru 34 auk tveggja heiðursfé- Iaga. (Fréttatilkynning) ----------»• ♦ ♦---------- Tækniskólakennarar átelja stefnu stjómvalda AÐALFUNDUR Félags tækni- skólakennara, haldinn í Tækni- skóla íslands 11. september 1992, samþykkti eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Félags tækniskóla- kennara, haldinn í Tækniskóla ís- lands 11. september 1992, átelur harðlega þá skammsýni stjórnvalda sem ræður aðhaldsstefnu þeirra. Fundurinn hvetur til þess að látið verði af vanhugsuðum skerðingar- áformum en þess í stað mörkuð stefna í mennta- og menningarmál- um sem íslendingar gætu verið stoltir af.“ Úr stjórn félagsins gengu Ólafur Jens Pétursson, deildarstjóri frum- greinadeildar, formaður, og Erna Agnarsdóttir, deildarstjóri röntgen- tæknideildar, ritari. Nýja stjórn fé- lagsins skipa Helgi Gestsson, lektor við rekstrardeild, formaður, Anna Bragadóttir, lektor, meðstjórnandi, og Steingrímur Steingrímsson, deildarstjóri rekstrardeildar, með- stjórnandi. Varamaður í stjórn var kjörinn Haraldur Auðunsson, kenn- ari við frumgreinadeild. Hef opnaó stofu í Læknastfiðioni í Mjódd, Állabakka 12 Tímapantanir milli kl. 13.00 og 16.00 í síma 813738, en frá 5. október í síma 683300. Jón Þrándur Steinsson. Sérgrein: Húð- og kynsjúkdómar. Ólafsvík 98,9 milljóna kröfur í þrota- bú Hildar hf. KRÖFUR í þrotabú Fiskvinnsl- unnar Hildar hf. í Ólafsvík nema samtals 98,9 milljónum króna, þar af eru almennar kröfur 55,5 millj- ónir og þykir ljóst að ekkert komi upp í þær, að því er fram kemur í kröfuskrá Helga Jóhannessonar skiptastjóra. Veðkröfur eru að höfuðstóli 40,9 milljónir króna, þar af rúmar 38 milljónir króna frá Landsbanka ís- lands. Forgangskröfur vegna launa og tengdra gjalda eru tæpar 2,5 milljónir króna en almennar kröfur frá 27 aðilum eru 55,5 milljónir króna. Eins og fyrr segir telur skiptastjóri að eignir búsins nægi ekki til greiðslu upp í almennar kröf- ur og því var ekki tekin afstaða til almennra krafna en stærstum kröf- urn lýsir Stakkholt hf., alls 37,5 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.