Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 4
StJ <mi msóTHO i Hinunum^ii (Miaihwjímom MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR L OKTÓBER 1992 Hafnarfjarðarbær í viðræðum við nýja aðila um vatnsútfiutning SAMNINGUR Vatnsberans hf. og Hafnarfjarðarbæjar um vatnstöku vegna fyrirhugaðs vatnsútflutnings Vatnsberans hf. rann út 1. júní síðastliðinn, að sögn Guðmundar Benediktssonar bæjarlögmanns í Hafnarfirði. Þórhallur Gunnlaugsson forsvarsmaður Vatnsberans hf. segir hins vegar að samningurinn sé í fullu gildi. Að sögn Guðmund- ar hafa nokkrir aðilar sýnt því áhuga að fá samning við bæinn um vatnstöku til útflutnings. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar m.a. átt viðræður við menn sem hættu þátttöku í Vatnsberaverkefninu og vilja taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Á síðastliðnu vori var sagt frá því að áhugahópur um vatnsútflutn- ing, sem Þórhallur Gunnlaugsson var forsvarsmaður fyrir, væri að kanna möguleika á útflutningi á vatni með stórum tankskipum og að félagið hefði gert samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um vatnstöku úr borholum í Kapelluhrauni. Vatnsberinn hf. auglýsti í vik- unni innköllun á kröfum og lofaði að greiða þær innan 35 daga. Jafn- framt var tilkynnt að innan fárra daga yrði aðalfundur félagsins boð- aður. Í auglýsingunni er það tekið sérstaklega fram að eftirtaldir aðil- VEÐUR ar séu með öllu ótengdir fyrirtæk- inu: Bergur Guðnason hdl., Páll G. Jónsson — Pólaris, Hani Ahmed — Omni Invest og dr. Donald Rocco — United Gulf. Guðmundur Benediktsson bæjar- lögmaður í Hafnarfirði sagði í gær að samningur Hafnarfjarðarbæjar og Vatnsberans um vatnstöku og vatnslögn í hús við Hjallahraun hefði fallið úr gildi 1. júní síðastlið- inn. Áformað var að tappa vatninu þar á flöskur og flytja út. Guðmund- ur sagði að samningurinn hefði verið skilyrtur. Meðal annars hefði Vatnsberinn hf. þurft að hefja framkvæmdir fyrir 1. júní, það hefði ekki verið gert og samningurinn því fallið úr gildi. Guðmundur vildi ekki upplýsa um viðræður við aðra aðila um vatnsútflutning frá Hafnarfirði í kjölfar þessa, hann sagði aðeins að undanfarnar vikur hefðu nokkrir aðilar sýnt því áhuga að fá að taka vatn úr landi Hafnarfjarðar til út- flutnings. Ekkert væri frágengið í þeim efnum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa viðræður átt sér stað við Berg Guðnason og Pál G. Jónsson, sem áður unnu með Þórhalli Gunnlaugssyni að undir- búningi vatnsútflutningsins, og samstarfsmenn þeirra. Þeir hafa áhuga á að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í undirbúningn- um. Hugmyndir þeirra munu hins vegar ekki vera eins stórar í sniðum og Vatnsberamanna og er talið að áætluð vatnsþörf þeirra rúmist inn- an núverandi vatnsöflunar bæjarins og veitukerfis. IDAG kl. 12.00 / Heimlld: Veðurslofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. OKTOBER YFIRLIT: Um 900 km suðvestur af Reykjanesi er hægfara 975 mb lægð sem grynnist, en 1027 mb hæð milli Jan Mayen og Norður-Noregs. 1100 km suður í hafi er 990 mb lægð sem hreyfist norður en síðar norðvestur. SPÁ: Austan og suðaustan átt á landinu og lítið eitt kólnandi. Rigning eða súld á Suðaustur- og Suðuriandi og síöar um daginn einnig suðvest- anlands. Þokuloft við austur- og norðurströndina en sumstaðar léttskýj- að inn til landsins fyrir norðan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan og austan átt. Fremur vætusamt um landið sunnan og suðaustanvert, en úrkomulftið í öðrum landshlut- um. Hiti 5-10 stig, hlýjast norðvestan tii. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg og sfðar suðvestlæg átt. Skúr- ir um tandið sunnan og vestanvert, eri norðaniands léttir til. Hiti 7-12 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O & Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda & ái ® s '. • V Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * * * * * * * * Snjókoma t * 10° Hitastig V V v Skúrir Slydduél El Súld Þoka FÆRÐA VEGUM: (KL17.30ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir. Ekki er vitað um færð á hálendisvegum á norðanverðu landinu. Má þar nefna Sprengisandsveg norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skagafjarðarleið og Kverkfjallaleið. Kjal- vegur og Fjallabaksleiðir, nyrðri og syrðri eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru. veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91 -631500 og f grænni ifnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 12 léttskýjað Reykjavík 11 rigning Bergen 12 alskýjað Helsinki 13 alskýjað Kaupmarmahöfn 13 léttskýjað Narssarssuaq 6 léttskýjað Nuuk 1 skýjað Osló 10 léttskýjað Stokkhólmur 10 súld Þórshöfn 11 þoka Algarve 23 iéttskýjað Amsterdam 18 þokurnóða Barcelona 24 skýjað Berlín 15 skýjað Chlcago 5 léttskýjað Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt 16 alskýjað Glasgow 12 rigning Hamborg 16 skýjað London 15 rigning LosAngeles 18 hálfskýjað Lúxemborg 15 skýjað Madrid 22 léttskýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Montreal 2 Skýjað NewYork 8 léttskýjað Orfando 22 þokumoða París 18 skýjað Madelra 24 skýjað Róm 26 hálfskýjað Vín 16 skýjað Washington 8 léttskýjað Winnípeg 4 skýjað Þórhallur Gunnlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið einbeitti sér nú að því að innkalla og gera upp þær skuldir sem orðið hefðu útundan í vor og að undirbúa aðalfund. Eftir aðalfund myndi fé- lagið greina frá áformum sínum og stöðu. Sagði Þórhallur að samning- ur Vatnsberans og Hafnarfjarðar- bæjar væri í fullu gildi enda væru framkvæmdir löngu hafnar. Deyfð yfír fasteigna- markaði á þessu ári Líkur á að dragi úr framboði hús- bréfa og ávöxtunarkrafa lækki LÍKUR eru nú á að draga muni úr framboði húsbréfa þegar nær dregur áramótum vegna minnk- andi fasteignaviðskipta sem ætti að leiða til þess að ávöxtunarkrafa bréfanna lækki. Á þessu ári hefur ríkt deyfð yfir fasteignamarkaðn- um og samdráttur orðið í af- greiðslu á húsbréfum frá Hús- næðisstofnun. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Landsbréfa þar sem fjallað er um fasteignamark- aðinn og útgáfu húsbréfa. Tekið er hins vegar fram að slíkar vangaveltur verði að skoðast í samhengi við vaxtaþróunina á fjármagnsmarkaðinum í heild. Á þessu ári hefur verið samdráttur í útgáfu húsbréfa frá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar miðað við sl. ár eins og raunar að var stefnt í fjárlög- um. Utgáfa húsbréfa dróst saman um 24,5% fyrstu átta mánuði ársins og er áætlað að hún nemi nálægt 12 milljörðum króna á þessu ári. Er þetta raunar í samræmi við fjárlög ársins. Á sl. ári nam útgáfan hins vegar 15,5 milljörðum króna. I fréttabréfi Landsbréfa er á það bent að samdráttarins hafi fyrst og fremst gætt í viðskiptum með notað- ar íbúðir en afgreidd lán vegna þeirra hafa dregist saman um 16,7%. Um 24% fleiri lán hafa verið afgreidd vegna nýrra íbúða en heildarfjárhæð lána er hins vegar svipuð og á sl. ári. Nýjasti flokkur húsbréfa sem nú er að koma á markaðinn er um fjór- ir milljarðar króna og er áætlað að dugi út árið. Ávöxtunarkrafa hefur að undanfömu verið á bilinu 7,60- 7,65% en sl. þriðjudag lækkuðu Landsbréf sem er viðskiptavaki bréf- anna kröfuna úr 7,65% í 7,60%. Jafn- framt var söluávöxtun hækkuð í 7,5%. Fréttabréfið bendir á að ýmis merki séu um að offramboðs gæti á íbúðarhúsnæði, sérstaklega í ný- byggingum, en skv. bráðabirgðaupp- lýsingum Fasteignamatsins hafi enn sem komið er ekki orðið vart varan- legrar verðlækkunar. Hins vegar hafi á síðustu mánuðum tekið að gæta þeirrar þróunar að húsbréf væru í vaxandi mæli tekin sem greiðsla á nafnverði, þ.e. án affalla, vegna deyfðar á markaði. Þá segir að jafnframt hafi seljendur litið svo á að greiðsla í húsbréfum og útborg- unin réttlæti staðgreiðsluafslátt. Ef kaup og kjör séu almennt farin að vera með þessum hætti megi segja að frekari þróun í átt til raunverðs- lækkunar sé hafin. Hringum fyrir 500 þús. stolið 23 PÖRUM af trúlofunar- hringum að verðmæti um 500 þúsund krónur var stolið úr gullsmíðabúð Jóhannesar Leifssonar við Laugaveg 30 í fyrradag. Tilkynnt var um þjófnaðinn um hádegisbilið og hafði þá tveimur bökkum með trúlofun- arhringum verið stolið úr búð- inni án þess að starfsmenn hennar hefðu nokkurs grunsam- legs orðið varir. Hvert par var að verðmæti frá 18.600 - 36.00 krónur. RLR var falin rannsókn máls- íns. Ásgeir Friðjónsson héraðsdómari látínn ÁSGEIR Bergur Friðjónsson, hér- aðsdómari í Reykjavík, er látinn, 55 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík þann 22. maí 1937, elstur fimm sona hjón- anna Friðjóns Sigurðssonar, fyrrum skrifstofustjóra Alþingis, og Áslaug- ar Siggeirsdóttur. Ásgeir lauk stúdentsprófí frá MR árið 1957. Hann var starfsmaður Norðurlandaráðs frá 1959 til 1966 en lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1969 og gerðist þá fulltrúi lögreglustjórans í Reykja- vík og var aðalfulltrúi lögreglustjóra til ársins 1973 er hann var settur og síðan skipaður sakadómari við nýstofnaðan Sakadóm 1 ávana- og fíkniefnamálum. Þeim dómstóli veitti Ásgeir Friðjónsson forstöðu uns rétt- arfarsbreytingar voru gerðar 1. júlí 1992 en þá tók hann við embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur. Ásgeir var varaforseti Skáksam- bands íslands frá 1969 til 1974 og átti sem slíkur þátt í undirbúningi og framkvæmd heimsmeistaraein- vígisins í skák árið 1972. Ásgeir Friðjónsson lætur eftir sig eiginkonu, Kolfinnu Gunnarsdóttur, og þijú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.