Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 5
5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992
Ovenjuleg
auglýsing
Við vegfarendum sem aka um
Sæbrautina hefur undanfarið
blasað óvenjuleg auglýsing, með
yfirskriftinni „Friður sé með þér“.
Auglýsing þessi er á vegum Lang-
holtskirkju. Þórunn Arnardóttir,
safnaðarkennari Langholtskirkju,
sagði að kirkjan hefði ákveðna
upphæð á ári hverju til að ráð-
stafa í auglýsingar, s.s. messutil-
kynningar. „Við vildum reyna
nýjar leiðir og ákváðum að hafa
auglýsingu frá kirkjunni á þessu
flettiskilti í einn mánuð. í stað
þess að minna á messur eða ann-
að starf innan kirkjunnar ákváð-
um við að minna vegfarendur á
Arnarfjörður
Skutu mink á
skarfaveiðum
Bílðudal.
BRÆÐURNIR Hilmar og Grétar
Haukssynir fóru á skarfaveiðar
í blíðviðri á dögunum að Langa-
nesi. Eftir tvo tíma voru þeir
komnir með níu skarfa og einn
mink.
Það er'skrítin aflasamsetning að
sögn Grétars, því yfirleitt eru svart-
fuglar skotnir með til að drýgja
aflann. En þegar bræðurnir brugðu
sér í land á Langanesi til að gera
að fuglunum sáu þeir mink bregða
fyrir. Var hann umsvifalaust skot-
inn. Annar minkur sást taka á
sprett á sama stað og slapp hann
með skrekkinn.
R. Schmidt.
Veðböndum
létt af Elínu
„ÞAÐ verður búið að létta veð-
böndum af Elínu Þorbjarnar-
dóttur áður en Orfirisey kemur
til hafnar,“ sagði Jón Páll Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri
Norðurtangans á ísafirði.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu fyrir nokkru leit út fyrir
að veiðileyfi skips Granda hf.,
Örfiriseyjar RE, yrði afturkallað
þegar skipið kemur til hafnar á
mánudag, þar sem veðböndum
hafði ekki verið létt af togaranum
Elínu Þorbjarnardóttur. Grandi
keypti skipið í maí af Norðurtang-
anum og Frosta á Súðavík og átti
að afhenda það veðbandalaust í lok
ágúst. Grandi ætlaði að úrelda
skipið, ásamt tveimur öðrum, eftir
að fyrirtækið keypti Örfirisey frá
Færeyjum. Ætlunin er að selja
Elínu Þorbjarnardóttur úr landi
eða leggja skipið fram sem hlutafé
Granda hf. í útgerðarfyrirtæki í
Chile.
„Við höfum verið að vinna í
þessu máli og það verður búið að
létta veðböndum af Elínu áður en
Örfirisey kemur til hafnar,“ sagði
Jón Páll Halldórsson. Hann vildi
ekki gefa upp hvernig fyrirtækið
stæði að því. Byggðastofnun var
stærsti veðhafi í skipinu, sem hef-
ur legið bundið við bryggju eftir
að ríkissjóður lét innsigla það
vegna skulda.
----♦ ♦ ♦---
Opinber heim-
sókn frá Græn-
höfðaejrjum
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Grænhöfðaeyja, frú Helena Vi-
eira Samedo, kom ásamt fylgd-
arliði í opinbera heimsókn hing-
að til lands í gær í boði Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra, en heimsókninni lýk-
ur 4. október.
Frú Samedo mun eiga fund með
Þorsteini Pálssyni og ræða við
Þróunarsamvinnustofnun íslands,
en nú er í undirbúningi fimm ára
áætlun um alhliða uppbyggingu
sjávarútvegs Grænhöfðaeyja, og
vinnur Þróunarsamvinnustofnun
með heimamönnum að þeim undir-
búningi. Þá mun hún heimsækja
Hafrannsóknastofnun og Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, og
eiga fund með forsvarsmönnum
Fiskveiðasjóðs og heimsækja Sjó-
mannaskólann. Einnig fer hún til
Hafnarfjarðar og heimsækir Fisk-
markaðinn, bátagerðina Trefjar
og Fiskvinnsluskólann. Þá mun
ráðherrann halda til Akureyrar og
heimsækja Slippstöðina og útgerð-
arfélag Ákureyringa ásamt því að
fara í skoðunarferð til Dalvíkur
og heimsækja verksmiðjuna Sæ-
plast.
ISLENSKUR
VIUI
IÐNAÐUR
IVERKI
Flestlr íslendlngar kjósa fremur íslenska
framlelðslu en erlenda. Vörugæðl og
vandvlrknl eru því höfð í fyrlrrúml. Samt þarf að
treysta betur stöðuna á helmamarkaði. í Iðnaðl
eru margvísleglr mögulelkar á nýsköpun. Tll að
nýta mögulelkana þurfa ráðamenn að sýna vlljann
í verkl. Veljum íslenska framlelðslu og eflum
íslenskt atvlnnulíf.
ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR.
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Samtok atvlnnurekenda í IðnaBI