Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Einsöngs- tónleikar Jóns Þor- steinssonar JÓN Þorsteinsson tenórsöngv- ari heldur tónleika í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju annað kvöld, föstudagskvöldið 2. októ- ber. Þeir hefjast kl. 20.30 og undirleikari Jóns á tónleikunum er Gerrit Schuil. A efnisskránni eru sönglög eftir norræn tón- skáld. Jón Þorsteinsson hefur starfað við Ríkisóperuna í Amsterdam þar sem hann hefur sungið yfir fímm- tíu hlutverk. Þá hefur hann sungið einsöng á óperusviði og með kór- um í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur á liðnum árum komið fram með ís- lenskum kórum, __ Sinfóníuhljóm- sveit íslands og íslensku hljóm- sveitinni. Síðastliðið vor tók hann þátt í frumflutningi óperunnar Life with an Idiot eftir fremsta núlif- andi tónskáld Rússlands, Alfred Schnittke, við óperuna í Amsterd- am undir stjórn Mstislavs Rostropovitsj. Jón hóf söngnám í Noregi árið 1974 og hélt áfram námi við tón- listarháskólann í Árósum og seinna hjá Arrigo Pola í Modena á Ítalíu. Undirleikari er Hollendingurinn Gerrit Schuil, en hann hefur um árabil stjórnað hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Bubbi í Sjallanum BUBBI Morthens heldur tón- leika í Sjallanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 1. október og hefjast þeir kl. 20.30. Ný plata frá Bubba kemur út 12. nóvember næstkomandi, en á henni er afrakstur Kúbuferðar hans fyrr á þessu ári. Platan er að stórum hluta tekin upp á Kúbu og er í suður-amerískum stíl, en með honum leika nokkrir hljóð- færaleikarar frá Kúbu og eru þeg- ar hafnar viðræður við þá um að koma til íslands og leika með Bubba á nokkrum tónleikum hér- lendis. Bubbi mun á tónleikunum í kvöld leika lög af væntanlegri plötu í bland við eldri lög sín. (Fréttatilkynning) ' míHótel t^hHarpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðs gistiverðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum ogSmiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði íhjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath.aðHótelHarpaerekkiisímaskránni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsfólk Rafveitu Akureyrar tók á móti gestum í tilefni af 70 ára afmæli veitunnar í gær og gafst þeim kostur á að skoða sýningu þar sem saga rafveitunnar er rakin í máli og myndum. A myndinni eru frá vinstri: Guðrún Harðardóttir ritari, Agnar Árnason í markaðsdeild, Svanbjörn Sigurðsson rafveitustjóri, Harriet Otterstedt ritari og Jóhannes Ófeigsson tæknifulltrúi. Á efri myndinni kynna gestir sér starfsemi rafveitunnar. Rafveita Akureyrar 70 ára Bæjarbúar fá lýs- ingn á skokkbraut- ina í afmælisgjöf RAFVEITA Akureyrar átti 70 ára afmæli í gær, 30. september, og af því tilefni var bæjarbúum boðið að kynna sér starfsemi veitunnar í nýju húsnæði við Þórsstíg þar sem síðdegis voru haldn- ir djasstónleikar og sett var upp sýning á sögu veitunnar. Þá kom út bókin Rafveita Akureyrar, þættir úr sögu rafvæðingar á Akur- eyri eftir Gísia Jónsson og einnig var tilkynnt um að rafveitan myndi gefa bæjarbúum lýsingu á nýrri skokkbraut á útivistar- svæði Akureyringa. Svanbjörn Sigurðsson rafveitu- stjóri sagði að umræða um raf- væðingu bæjarins hefði hafist um síðustu aldamót og hefðu þá ýms- ir staðir verið skoðaðir með virkj- un í huga, m.a. Glerá, Hörgá, Stóradalsá, Fnjóská og Skjálf- andafljót, en ákveðið var síðar að virkja foss í Glerá. Straumi var hleypt á nýju rafstöðina í Glerárg- ili 30. september árið 1922. Árið 1939 var virkjað við Laxá og þaðan fá Akureyringar enn rafmagn, en virkjunin er nú í eigu Landsvirkjunar. Rafveitan selur um 106 gígavattstundir á ári og eru um 8.000 sölumælar í bænum, þar af um 5.500 á heimilum, en aðrir í fyrirtækjum og stofnunum. Svanbjörn sagði markmiðið að reka veituna á núlli, þannig væri hægt að halda raforkuverði í lág- marki, en það væri einnig stefna fyrirtækisins að öryggi í rekstri væri í fyrirrúmi. í tilefni af afmælinu ætlar raf- veitan að gefa bæjarbúum í af- mælisgjöf lýsingu á nýrri liðlega þriggja kílómetra skokkbraut sem liggur frá núverandi braut í Kjarnaskógi norður um Hamra- og Naustaborgir að Brún og verð- ur hún tilbúin fyrir veturinn. Þá kom í gær út bók Gísla Jóns- sonar um Rafveitu Akureyrar, þar sem greint er frá fyrstu hugmynd- um um rafvæðingu á Akureyri og saga veitunnar í 70 ár er rakin. Fjölmargir heimsóttu rafveit- una á afmælisdaginn, skoðuðu sögusýningu, þáðu veitingar og síðdegis bauð veitan bæjarbúum upp á djasstónleika í vélaskem- munni. Eftirlit með dælingu á olíu í Akureyrarhöfn verður hert ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka í notkun svokallaða eftirlits- seðla hjá Akureyrarhöfn, en um er að ræða sérstök eyðublöð sem þeim er sjá um dælingu olíu um borð í skip er gert að fylla út. Eftirlitsseðlarnir voru kynntir á fundi sem forsvars- menn Akureyrarhafnar héldu í gær með útgerðarmönnum í bænum og fulltrúum olíufélag- anna en fundurinn var haldinn í kjölfar tíðra olíuleka að und- anförnu. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að menn hefðu verið jákvæðir á fundinum og ákveðnir í að taka á þessum mál- um svo fyrirbyggja megi að olía fari í sjóinn er verið er að dæla henni um borð í skipin. „Menn voru ákveðnir í að laga þessi mál, í langflestum tilvikum er slík óhöpp henda er um að kenna mannlegum mistökum og ekki annað að heyra en menn vilji kippa þessu í lag,“ sagði Guðmundur. Á fundinum voru svokallaðir eftirlitsseðlar kynntir, þ.e. sérstök eyðublöð sem menn fylla út og kvitta á þegar verið er að dæla olíu um borð í skip. Sagði Guð- mundur að slíkir seðlar hefðu ver- ið notaðir við Reykjavíkurhöfn um skeið og í kjölfarið hefði óhöppum af þessu tagi fækkað rnikið. Þá var einnig samþykkt á fund- inum að hver og einn skoðaði það sem betur mætti fara, skipin yrðu yfírfarin og búnaður athugaður í því augnamiði að laga það sem betur má fara. Loks var rætt um að koma á talstöðvarsambandi milli þess sem sér um að dæla olíunni frá bryggjunni og þess sem fylgist með um borð. „Við lögðum líka áherslu á að hafnarstarfsmenn yrðu látnir vita tafarlaust um leið og eitthvað kemur upp á, menn verða að bregðast við olíuleka strax, en því miður hefur það oftast verið þriðji aðili sem hefur kallað okkur til. Þetta stendur vonandi allt til bóta miðað við jákvæð viðbrögð fulltrúa útgerðanna og olíufélaganna á fundinum,“ sagði Guðmundur. Menningarsamtök Norðlendinga Verk eftir Aðalstein Svan kynnt á tveimur stöðum Menningarsamtök Norðlend- inga hafa að nýju eftir eins og hálfs árs hlé hafið kynningar á norðlenskum iistamönnum. Verk eftir Aðalstein Svan Sigfússon eru nú til sýnis á tveimur stöðum á Akureyri, á skrifstofu Byggða- stofnunar og Súlnabergi. Dröfn Friðfinnsdóttir sem um- sjón hefur með kynningunum sagði að stefnt væri að því að halda fjór- ar slíkar listkynningar á ári og væri þráðurinn nú tekin upp að nýju eftir nokkurt hlé. Áður voru verk eftir norðlenska listamenn til sýnis í Alþýðubankanum, en nú hefur verið gerður samningur við Byggðastofnun og Súlnaberg um slíkar listkynningar. Haukur Tryggvason veitinga- stjóri á Hótel KEA sagði að verk Aðalsteins Svans hefðu hlotið góð- ar viðtökur gesta, það væri tilbreyt- ing að hafa listaverk á veggjum veitingastaðarins og það hefði ver- ið haft í huga er hann var endur- byggður fyrir nokkrum árum að salurinn hentaði til slíkra sýninga. Verkin í Byggðastofnun eru frá árunum 1987 til 1989, alls átta myndir, en á Súlnabergi eru nýjar myndir sem Aðalsteinn Svanur Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðalsteinn Svanur Sigfússon sýnir verk sín í Byggðastofnun á Akureyri og á Súlnabergi þar sem þessi mynd er tekin og má sjá málverk hans af Hvítserki í bakgrunni. hefur unnið að einkum á þessu ári og eru hluti af stærri heild. Hann sagði að um væri að ræða myndir af eyjum og annesjum víða um land, byijað væri í Eyjafirði og síð- an haldið réttsælis hringinn um- hverfis landið. „Ég hugsa mér þetta sem eins konar sjóferð hringinn um landið," sagði Aðalsteinn Svan- ur, en á Súlnabergi eru myndir málaðar af Rauðanúpi, Hraunhafn- artanga, Gerpi, Skrúð, Ingólfs- höfða, Eldey, Kirkjufelli, Horn- bjargi, Drangaskörðum, Hvítserki og Drangey. Aðalsteinn Svanur stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Is- lands þar sem hann útskrifaðist úr málunardeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.