Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1992 '
■ -aeW-lWHO'DlO . 1 HUOAOIUTMMI^ GIOAriaVI-H-DHOM -
Hljómar kjánalega, en ég
held að hann þoli mig
tæplega. . .
Hvemig við komum?
Auðvitað gegnum gatið á
ósonlaginu. . .
HÖGNI HREKKVÍSI
*þÚ /VIUNT BERJA VlGTíWA TIL
ÁÐ N'A Ti'k/íLL »NU/Vt TIL BAKA."
BRÉF ITL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Fundin Ameríka
Frá Vilhjálmi Eyþórssyni:
Mér er það ennþá minnisstætt
hvað krakkarnir hlógu dátt einu
sinni í sögutíma í Austurbæjar-
skólanum, þegar kennarinn spurði
út í bekkinn hver hefði fundið
Ameríku. í landafræðitíma
skömmu áður hafði mér verið
kennt að Grænland væri í Amer-
íku, svo ég hrópaði hátt og snjallt:
„Eiríkur rauði!“
Þótt síðan sé nú liðinn rúmur
aldarþriðjungur hef ég aldrei
breytt þessari skoðun minni, né
haft ástæðu til þess.
í haust er á döfinni beggja
megin Atlantshafsins heljarmikið
húllumhæ vegna ferðar Kólumb-
usar til nokkurra eyja í Karíba-
hafí árið 1492. Engin ástæða er
til að gera lítið úr Kólumbusi né
hinni sögufrægu og sögulegu ferð
hans. Hún skipti sköpum og var
vissulega meðal merkustu atburða
í allri mannkynssögunni. Kólumb-
us á heiðurinn af því að gera Evr-
ópumönnum almennt ljósa tilvist
heimsálfunnar og ferð hans kom
af stað hinum gífurlegu fólksflutn-
ingum vestur þangað síðasta hálfa
árþúsundið.
Flestum — og þótt merkilegt
megi virðast einnig íslendingum —
sést hins vegar yfir, að þegar þess-
ir fólksflutningar hófust um 1500
hafði hluti hinnar miklu heimsálfu
verið byggður Evrópumönnum —
raunar rammkaþólskum — í önnur
500 ár.
Passaskylda víkinga
Mér hafa lengi fundist hlálegar
deilumar miklu um það, hvor
þeirra Kólumbusar eða Leifs
heppna hafi fundið heimsálfuna
Ameríku. Það er skjalfest, að fað-
ir hins síðarnefnda var búinn að
þessu þegar um árið 982.
Önnur deila sýnu hjákátlegri
Víkveiji
Jaa, hvað getur ekki gerst í henni
Ameríku, varð Víkveija á að
hugsa er hann horfði á bandarískt
sjónvarp á hótelherbergi sínu í New
York í liðinni viku. Um var að
ræða morgunþátt sem ber einfald-
lega nafn stjórnanda þáttaris,
Sally. Þetta eru svona dæmigerðir
viðtalsþættir þar sem áhorfendur
eru viðstaddir og umræðuefnið
þessu sinni var kynferðisleg mis-
notkun barna og sifjaspell. Það sem
Víkveija þótti furðulegast við þenn-
an þátt var að lítil stúlka (kannski
14 eða 15 ára), Brenda að nafni,
skýrði viðmælenda sínum, Sally,
frá því að faðir hennar hefði mis-
notað hana kynferðislega um
þriggja ára skeið, frá því hún var
níu ára þar til hún var -12 ára.
Brenda greindi sjónvarpsáheyrend-
um og áhorfendum frá því að eftir
að misnotkunin hófst hafí tveir eldri
bræður hennar hafið sama leikinn
undir kjörorðinu: „Úr því þú leyfir
pabba, verður þú að leyfa okkur
líka.“ Frásögn stúlkunnar var af-
skaplega áhrifamikil og átakanleg,
en líklega hefur enginn sem á
hlýddi eða horfði viljað trúa því að
svona lagað gæti gerst. Víkveiji
var svona að bræða innihalþ frá-
sagnar Brendu með sér þegar Sally
kynnti næsta gest til sögunnar og
stendur um það, hvers konar passa
Leifur hefði borið, íslenskan eða
norskan. Eins og flestir vita var
Eiríkur, faðir Leifs, fæddur í Nor-
egi, en fólk Þjóðhildar, móður Leifs
hafði komist hingað einhveijum
árum eða áratugum á undan Ei-
ríki, sömuleiðis frá Noregi. Hún
hefði því trúlega haft þennan bláa
íslenska.
Það er raunar alls ekki víst,
hvort sá rauðhærði ribbaldi, Eirík-
ur Þorvaldsson, hefði nokkurn
passa getað fengið í Noregi eða
aðra pappíra þegar hann hljópst
þar úr landi.
Um Leif heppna Eiríksson er
það að segja, að þótt hann muni
hafa verið fæddur hér, og annað
foreldri hans að minnsta kosti teld-
ist íslenskt hefði þjóðemi hans
alls ekki verið Ijóst. Leifur var
barnungur þegar hann fluttist
héðan alfarinn og minningar hans
af íslandi hljóta af hafa verið óljós-
ar. Það er ekki líklegt að faðir
hans, og jafnvel móðir, hafí talað
vel um Island og íslendinga, eftir
að Eiríkur var hér hrakinn úr landi
og ólíklegt að Leifur sonur hans
hefði sóst eftir íslensku vegabréfi.
Á því getur varla leikið vafi,
að Leifur hefði viljað vera Græn-
lendingur og passi hans verið
grænlenskur, hefðu slíkir pappírar
verið til á þeim dögum. Hann var
fyrstur norrænna manna sem ól
nær allan aldur sinn í Vesturheimi
og má því teljast fyrsti Ameríku-
maðurinn af evrópskum ættum.
Það er skrýtið og skondið að
tala um að hann hafi ekki fundið
Ameríku fyrr en á fullorðinsárum.
Landafræði- og sögukennsla í
lokin
Ég endurtek að Grænland er í
heimsálfunni Ameríku. Það er ekki
umdeilt og hefur mér vitanlega
skrifar
sá sat á stól, næst við Brendu, með
þennan líka hrikalega Texashatt á
höfði. Sá reyndist enginn annar
vera en sjálfur faðir Brendu!
XXX
etta var einfaldlega of mikið
fyrir Víkveija að gleypa
svona í einum bita. Þarna sátu
feðginin saman og tjáðu sig um
glæpsamlegt og viðurstyggilegt
athæfi föðurins gagnvart dóttur-
inni og það var sem þau væru að
tjá sig um atburði sem átt hefðu
sér stað í öðru sólkerfi, í slíkum
fjarska virtust þau vera frá þessum
nýlegu, síendurteknu voðaverkum.
Frásagnarstíll stúlkunnar hrein-
lega gjörbreyttist við það að faðir-
inn var kominn í spilið. Hver skyldi
svo skýringin á þessu hafa verið?
Jú, þá kom á daginn að það er
greinilega allt hægt í henni Amer-
íku, því föðurómyndin hafið afplán-
að sinn fangelsisdóm, 15 mánuði
samtals, og farið í gegnum með-
ferðarprógramm sem ætlað er kyn-
ferðisglæpamönnum sem níðast
sérstaklega á börnum, hvort sem
er eigin börnum eða annarra. Eftir
það gengur kauði svo bara laus og
það sem meira er, þau feðgin ásamt
aldrei nokkru sinni verið. Jarð-
fræði, jurta- og dýralíf er hið sama
og á nálægum eyjum Kanada og
í Alaska og mannlíf og menning
frumbyggja (Inuíta eða Eskimóa)
er hin sama og þar. Eins og ég
sagði: Málið er ekki umdeilt.
Hin löngu völd Dana og sú stað-
reynd að frá upphafi hefur Græn-
land stjórnarfarslega aldrei til-
heyrt sömu heild og aðrir hlutar
Norður-Ameríku hlýtur að hafa
ruglað fólk í ríminu. Engum dettur
í hug að segja að t.d. Baffinsland
eða Ellesmere-eyja séu ekki í
Ameríku. Enginn náttúrufræðing-
ur, mannfræðingur né landfræð-
ingur lætur sér detta það í hug
að Grænland sé síður í Ameríku
en þær eyjar Karíbahafs sem Kól-
umbus heimsótti 1492.
Ég bið lesandann að fletta þessu
upp ef hann trúir mér ekki.
Ártöl á þessu tímabili íslands-
sögunnar eru nokkuð óviss og
umdeild. Þó má setja landafunda-
sögu Ameríku upp á eftirfarandi
hátt: í ár höldum við upp á 500
ára afmæli ferðar Kólumbusar og
flutninga Evrópumanna í kjölfarið
til meginlandanna beggja. Við
höldum líka upp á 992 ára af-
mæli ferðar Leifs heppna og fund-
ar meginlands Ameríku.
Reyndar gætum við Iíka haldið
upp á 1006 ára byggð evrópskra
manna í Vesturheimi, því hún
hófst 986 (einhverntíma á árunum
985—987). En fyrst og fremst
ættum við að halda upp á 1010
ára afmæli ferðar Eiríks rauða og
fundar Ameríku.
Eftir á að hyggja fínnst mér
að ég hefði átt að skrifa þetta
1982.
VILHJÁLMUR EYÞÓRSSON
Miklubraut 66, Reykjavík
móður Brendu búa öll saman, und-
ir sama þaki, svo og yngri bróðir-
inn, en sá eldri tekur nú út sína
refsingu, því hann braut skilorðið
sem hann var á!
xxx
Og hver var svo skýringin á því
að þetta gat gengið svona
fyrir sig? Jú, hún var sú að faðirinn
býr við ákveðnar umgengnisreglur,
húsreglur, sem hann verður að hlíta
í einu og öllu, annars blasa fangels-
isdyrnar við honum á nýjan leik.
Þessar umgengnisreglur væru
ágætis uppistaða fyrir leikskáld
sem hrífst af leikhúsi fáránleikans,
og verða þær ekki tíundaðar hér.
Svona nokkuð er með slíkum ólík-
indum að Víkveija blöskraði hrein-
lega. Því létti honum bókstaflega
þegar einn gestanna, þeldökk kona
úti í sal fékk að ávarpa þau sem
fyrir svörum sátu. Hún sagði hátt
og skýrt: „Fyrir mér ert þú ekki
maður, heldur skepna, sjúk skepna.
Þú verður aldrei aftur maður í
mínum huga, ekki þótt þú fari í
gegnum allar meðferðir og endur-
hæfingar heims. Þú glataðir réttin-
um á að kalla þig mann með því
sem þú gerðir þinni eigin dóttur."