Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 52
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
• ':
MORGVNBLAÐID, ADALSTRÆTI C, 101 REYKJAVlh
SÍMI 691100. StMBRÉF 691191, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 95
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Fjárhagur Jámblendiverksmiðjunnar endurskipulagður
Reynt að semja um
orkukaupin að nýju
Ekki ljóst hvort Sumitomo leggur til aukið fjármagn eða ábyrgðir
Frá Ásdísi Höllu Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins í London
IÐNAÐARRÁÐHERRA segir hugsanlegt að eignaraðilar íslenska járn-
blendifélagsins þurfi að styðja félagið um sinn með framlögum eða
ábyrgðum, ekki sé hins vegar tímabært að fjalla um upphæðir í þessu
sambandi. í London í gær var haldinn fundur eigenda Islenska járn-
blendifélagsins með framkvæmdastjóm félagsins, þar sem meðal ann-
ars var kynntur sá niðurskurður sem verið hefur hjá fyrirtækinu að
undanförnu og rætt var um fjárhagslega framtíð fyrirtækisins. Að
fundi loknum sagðist fulltrúi Sumitomo, Shinzaburo Hino, ekki vita
hvort Sumitomo muni auka hlutafé sitt eða veita ábyrgðir, málið þarfn-
ist frekari umræðna. í kjölfar fundarins verður samin tillaga að fjár-
gslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, sem verður lögð fyrir
alla eigendur íslenska járnblendifélagsins. Meðal annars verður reynt
að ná samkomulagi við Landsvirkjun um orkukaup og greiðslu fyrir
orkuna. Iðnaðarráðherra sagðist ekki geta svarað því hvort frekari
uppsagnir væru fyrirhugaðar en hann sagði að ef ætti að reka tvo
ofna áfram þá væri því þröng takmörk sett hvort hægt væri að fækka
starfsfólki frekar.
Að sögn iðnaðarráðherra eru erf-
iðleikar fyrirtækisins ekki einungis
til næstu nokkurra mánaða heldur
hugsanlega næstu tveggja ára. „Það
er mjög algeng skoðun að ekki sé
að vænta hækkunar á kísiljámi
næstu eitt til tvö árin þótt erfitt sé
" um það að spá. Þær spár sem byggt
hefur verið á hafa mikið verið að
breytast og ekki til hins betra upp
á síðkastið,“ sagði ráðherrann. Hann
segir engan eiganda fyrirtækisins
útiloka þátttöku í fjárhagslegri end-
urskipulagningu fyrirtækisins þó
bæði Elkem og Sumitomo beri við
erfiðleikum vegna efnahagsástands
og lítillar sölu og lágs verðs á kísil-
járni. „Þær aðgerðir sem fram-
kvæmdastjórn fyrirtækisins hefur
þegar ráðist í eru að áliti meðeigend-
anna nauðsynlegar og reyndar alveg
í lágmarki," sagði iðnaðarráðherra.
Til að reisa við fjárhag fyrirtækisins
sagði hann að í fyrsta lagi þurfi að
lækka rekstrarkostnað líkt og þegar
er byijað á. í öðru lagi þurfi að reyna
að ná samkomulagi við Landsvirkjun
um orkukaup og greiðslu fyrir ork-
una þar sem orkukaupin séu mjög
veigamikill þáttur í kostnaðinum. I
þriðja lagi þurfi að leita samninga
við þá sem selja hráefni til fram-
leiðslunnar og reyna að fá það á
lægra verði. I fjórða lagi þurfi að
leita eftir sem lægstum flutnings-
gjöldum og einnig þurfi að skoða
gjöldin til sveitarsjóðs og hafnar-
sjóðs þar sem augljóslega sé mikið
í húfi fyrir sveitarfélögin á svæðinu.
Síðast en ekki síst þurfi ríkið að
meta hvort það eigi að leggja meira
fjármagn í fyrirtækið. Ekki vár unnt
að bera þetta undir fulltrúa Elkem
á fundinum og Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri íslenska járn-
blendifélagsins, vildi ekki tjá sig um
efni fundarins.
Níu ára dreng-
ur lést eftir
slys í sundi
NÍU ára gamall drengur lést á
Borgarspítalanum síðdegis í gær,
en komið var að honum meðvit-
undarlausum á botni sundlaugar-
innar í Kópavogi í gærmorgun.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
er ekki ljóst hvernig slysið atvikað-
ist, en kennslutími mun hafa verið
að hefjast í Sundlaug Kópavogs er
komið var að drengnum meðvitund-
arlausum á botni laugarinnar. Eftir
lífgunartilraunir á staðnum var
drengurinn fluttur á Borgarspítal-
ann, þar sem hann lést síðdegis.
Laufblöð sem leikmunir
Starfsmenn leikmyndadeildar Borgarleikhússins hafa undanfarið
sést á götum borgarinnar sópa upp laufi og hirða það í poka. Lauf-
ið er þurrkað og verður notað í leikritinu Vanja frændi eftir rússn-
eska skáldið Tsjehov, sem frumsýnt verður seinni hluta októbermán-
aðar. Leikurinn fer að miklu leyti fram í garði óðalsseturs í Rúss-
landi að hausti til fyrir byltinguna 1917, og í þriðja þætti fara
laufin að falla.
Sama tíðnisvið í vél og
skrokk magnar títring
Gera þarf breytingar á burðarvirki skipsins til lagfæringa
Forkönnun Siglingamálastofnunar á titringnum í Heijólfi
Öngþveiti vegna árekstrar
Öngþveiti skapaðist við 6 bíla árekstur í Ártúnsbrekku síðdegis í
gær. Lítilsháttar meiðsl urðu á fólki en einhveijar skemmdir á bif-
reiðum eins og sjá má. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í
Reykjavík hefur margbílaárekstrum fjölgað undanfarið en árekstrar
af þessu tagi eru raktir til of stutts bils milli bíla og of mikils öku-
hraða miðað við aðstæður.
TITRINGUR á ákveðnum stöð-
um í skipsskrokki Herjólfs er á
sama tíðnisviði og vélar og
skrúfur hafa. Þetta veldur því
að titringur í skipinu magnast
upp. Kemur þetta fram í niður-
stöðum forkönnunar á ástæðum
titringsins í Herjólfi sem Sigl-
ingamálastofnun gerði fyrir út-
gerðina. Páll Hjartarson sigl-
ingamálastjóri segir að gera
þurfi ákveðnar breytingar á
burðarvirki í skipinu til að laga-
færa þetta.
Páll sagði að í skipinu sjálfu
hefði verið staðbundinn titringur á
245 efnuðustu hjónin eiga tæp-
lega 6% eigna hjóna hér á landi
í NÝRRI könnun sem tekju- og lagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins
hefur unnið kemur fram að á síðasta ári áttu 245 hjón eignir upp á
50 milljónir króna eða meir hver og samtals átti þessi hópur tæp-
lega 6% eigna hjóna á Islandi, en hann er 0,5% aí' fjölda þeirra.
Hrein eign þessa hóps jókst um
4 milljárða króna á milli áranna
1990 og 1991, fór úr 16,6 milljörð-
um króna árið 1990 og í 20,4 millj-
arða króna í fyrra. A sama tíma-
bili jukust skuldir efnaminnstu
hjónanna, það er þeirra sem skulda
eina milljón kr. eða meir, úr 10,6
milljörðum króna í 14,6 milljarða.
í þessum hópi eru 4.257 hjón, eða
tæplega 8% hjóna á íslandi.
Ef peninga-, verðbréfa- og hluta-
fjáreign hjá hjónum er skoðuð sér-
staklega kemur í ljós að þau hjón
sem eiga 20 milljóna króna eign
eða meir og eru 4,3% af heildar-
§ölda hjóna eiga um 45%, eða 27
milljarða af rúmlega 60 milljörðum
alls. Þau hjón sem eiga þriggja
milljóna króna eign og eru 36% af
heildarfjölda hjóna eiga hins vegar
aðeins 6% af þéssari eign, eða 2,8
milljarða króna.
Ef skoðaðar eru sambærilegar
tölur fyrir einhleypinga kemur í ljós
að í fyrra áttu 50 einhleypingar
eignir sem námu 50 milljónum
króna eða meir en eign þeirra jókst
aðeins lítillega á milli áranna 1990
og 1991, eða úr 3,87 milljörðum
króna í 3,92 milljarða. Einhleyping-
um sem skulda eina milljón króna
eða meir fjölgaði hins vegar úr
4.015 árið 1990 og í 5.094 í fyrra
og skuldir þeirra uxu úr 8,9 millj-
örðum í 11,7 milljarða króna.
Sjá nánar á miðopnu.
sama tíðnisviði og vélar og skrúfur
hafa. Páll sagði að eigintíðni titr-
ings í skipsskrokki þurfi að vera
önnur en vélar og skrúfu því ann-
ars sé hætta á að titringurinn
magnist upp. Ef toppar á þessum
tíðnisviðum færu saman yrði mikið
útslag.
Sagði siglingamálastjóri að gera
þurfi breytingar á burðarvirki á
ákveðnum stöðum í skipinu til að
lagfæra þetta. Hann sagði að þessi
orð sín bæri alls ekki að skilja svo
að eitthvað væri að stöðugleika
Herjólfs. Taldi hann eðlilegt að
útgerðin og skipasmíðastöðin
ræddu saman um lagfæringarnar.
Sagðist Páll vonast til að við þær
lagfæringar sem Siglingamála-
stofnun benti á myndi titringurinn
í brú skipsins sem kvartað hefði
verið undan hverfa eða verða
óverulegur.
Magnús Jónasson framkvæmda-
stjóri Heijólfs hf. sagði í gær að
skýrsla Siglingamálastofnunar
hefði verið að berast og því hefði
ekki gefist tími til að taka hana
til umijöllunar. Hann sagði að
málið yrði rætt við skipasmíðastöð-
ina.