Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 Einkavæðing og virðisaukaskattur eftir Guðrúnu Zoega Eitt af markmiðum ríkisstjórnar- innar er að einkavæða opinbera starfsemi, þ.e. selja ríkisfyrirtæki og auka útboð á vöru og þjónustu. Annað markmið hennar er að lækka skatthlutfall virðisaukaskatts með því að fækka undanþágum. Nýlega hafa verið kynntar tillögur um breyt- ingar á virðisaukaskattinum. Þær tillögur vinna gegn einkavæðingu og stuðla að aukinni eigin vinnu opinberra fyrirtækja. Afnám undanþágu frá greiðslu innskatts Breytingarnar eru m.a. fólgnar í því að fækka undanþágum frá greiðslu innskatts, svo og í því að hætta að endurgreiða sveitarfélög- um virðisaukaskatt af tiltekinni að- keyptri þjónustu. Rætt er um að hætta að endur- greiða virðisaukaskatt af aðföngum fjölmiðla, bókaútgáfa, hitaveitna og rafveitna vegna rafmagns til húshit- unar. Þessi starfsemi hefur hingað til verið undanþegin virðisauka- skatti, þannig að hún hefur hvorki þurft að greiða skatt af aðföngum né innheimta útskatt. Þessi starf- semi verður áfram undanþegin því að innheimta útskatt, ef tillögurnar ná fram að ganga. Þegar hefur ver- ið bent á að fyrirhugaðar breytingar leiða til þess að útsöluverð hækkar. Minna hefur verið fjallað um að þær mismuna fyrirtækjum, eftir því hvort þau kaupa vinnu og þjónustu að, eða hvort eingöngu er notað eigið vínnu- afl. Húshitunarfyrirtækin, þ.e. hita- og rafveitur hafa einkarétt til starf- semi sinnar, hvert á sínu svæði. Þau eru því ekki í beinni samkeppni. Þau geta hins vegar notfært sér kosti samkeppninnar til að lækka tilkostn- að og þar með orkuverð, með útboð- um og aðkeyptri þjónustu. Ef fyrir- tækin þurfa að greiða skatt af að- föngum sínum án þess að geta dreg- ið hann frá útskatti mun það leiða til þess að vinna sem hingað til hef- ur verið keypt af einkafyrirtækjum færist inn í fyrirtækin. Til lengdar mun það leiða til þess að orkuverð hækkar, þar sem samkeppni nýtur ekki lengur við. Afnám endurgreiðslu til sveitarfélaganna Tillögur ríkisstjómarinnar fela einnig í sér að hætt verði að endur- greiða sveitarfélögum virðisauka- skatt af ýmissi aðkeyptri þjónustu, svo sem snjómokstri, sorphirðu, ræstingum og sérfræðiþjónustu. Reglugerð um endurgreiðslu á virð- isaukaskatti af þessari þjónustu, var sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir skattalega mismunun og bæta samkeppnisstöðu sjálfstætt starf- andi fyrirtækja á þessu sviði gagn- vart eigin þjónustu sveitarfélaganna. Verði þessi breyting að veruleika mun það leiða til þess að sveitarfélög munu hætta að kaupa þessa þjón- ustu af öðrum, en setja þess í stað upp eigin deildir og stofnanir til þess að sinna þessum verkefnum til þess að komast hjá því að greiða virðisaukaskatt. Meðal þess, sem til- tölulega auðvelt er að einkavæða hjá sveitarfélögum er sorphirða og ræstingar, og kaupa sum sveitarfé- iög nú þegar þessa þjónustu af einkafyrirtækjum. Sveitarfélög eftir Önnu Ólafs- dóttur Björnsson Nýlega héldu Samtök físk- vinnslustöðva aðalfund sinn og fjöll- uðu meðal annars um afstöðu sam- takanna til EES. Fundurinn sendi frá sér ályktun sem gaf glögga mynd af þeim umræðum sem fram fóru á þessum fundi. í ályktuninni segir m.a.: „Stuðningur fiskvinnslunnar við EES hefur alltaf verið bundinú því að íslendingar fái tollfíjálsan að- gang fyrir fiskafurðir sínar án þess að neinar heimildir til fiskveiða inn- an fiskveiðilögsögunnar komi í staðinn. Aðalfundur SF vill ítreka þessi sjónarmið og jafnframt benda á að í þeim samningsdrögum sem fyrir liggja vantar verulega á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Má þar nefna toll á karfaflök og óvissu „Ef mismunandi skatta- reg'lur gilda, þannig að einkafyrirtæki sitja ekki við sama borð og stofnanir hins opin- bera, mun það leiða til þess að þróun í átt til aukinnar einkavæðing- ar hjá sveitarfélögum mun snúast við og hið opinbera bákn vaxa.“ kaupa einnig mikla sérfræðiþjónustu af einkaaðilum. Fyrirhugaðar breyt- ingar munu gera það mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að einkavæða þessa þjónustu og þróunin mun að öllum líkindum verða sú, að vinna, um tolla á edikverkaða síld. Jafnframt vill fundurinn brýna fyrir stjórnvöldum að þegar EES verður að veruleika stafar íslenskri fiskvinnslu mikil ógn af tugum milljarða ríkisstyrkjum til sjávarút- vegsins, bæði í Noregi og í löndum EB.“ (Leturbreyting greinarhöf- undar.) Á fundinum mátti vissulega heyra raddir eindregið með og á móti EES en þær voru færri en raddir þeirra sem voru beggja blands. Þessi varfærni talsmanna fisk- vinnslunnar hefur vakið athygli, ekki síst vegna þess að þjóðinni er annað veifið talin trú um að allt þetta EES-brölt sé til komið til að bjarga íslenskri fiskvinnslu og lítið fleira þurfi til að fiskvinnslan blómstri. í ræðu sinni á þessum sama aðalfundi sagði þó sjávarút- vegsráðherra, Þorsteinn Pálsson: Guðrún Zoéga sem nú er unnin af einkaaðilum, mun færast til sveitarfélaganna aft- ur. Niðurstaða Flestir munu vera sammála því að æskilegt sé að lækka virðisauka- skattshlutfallið, enda er það hærra hér á landi en víðast annars staðar. Ein af leiðunum til að lækka hlutfall- „í ljósi þessara stað- reynda kom það mér á óvart að sjá undirskrift Samtaka fiskvinnslu- stöðva undir gagnrýnis- lausan EES-áróður.“ „Samningar um Evrópskt efna- hagssvæði eiga að styrkja markaðs- stöðu íslenskra sjávarafurða á Evr- ópumarkaði. Þeir eru því mjög mik- ilvægir fyrir þau tímamót sem ís- lenskur sjávarútvegur stendur á í dag. En því aðeins geta þau nýju tækifæri sem þessir samningar skapa orðið að veruleika að sjávar- útvegurinn hafi afkomu til að tak- ast á við þau nýju verkefni sem þannig blasa við.“ ið er að fækka undanþágum. Þess verður þó að gæta að það sé gert þannig að það vinni ekki gegn yfir- lýstum markmiðum á öðrum sviðum. Fremur en að hætta að endur- greiða skatt af aðföngum er eðli- legra að stíga skrefið til fulls, og fyrirtækjum verði gert að innheimta útskatt. Ef útskattur þeirra hefði orðið 14% eins og upphaflegar hug- myndir gerðu ráð fyrir, hefði verð- hækkun orðið álíka mikil og vegna þeirra tillagna, sem kynntar hafa verið. Hins vegar mundi hinna óæskilegu hliðarverkana, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, ekki gæta, þar sem skattur af að- föngum er þá dreginn frá útskatti, og skatturinn hefur þá ekki áhrif á það hvort vinna er keypt að eða inn- an fyrirtækisins. Hvað síðara atriðið varðar, þ.e. að hætta að endurgreiða virðisauka- skatt til sveitarfélaga, er eðlilegast að núgildandi skipan haldist, enda var það ekki tilgangurinn með virðis- aukaskattinum að auka skattaálög- ur á sveitarfélög. Ef mismunandi skattareglur gilda, þannig að einka- fyrirtæki sitja ekki við sama borð og stofnanir hins opinbera, mun það leiða til þess að þróun í átt til aukinn- ar einkavæðingar hjá sveitarfélögum mun snúast við og hið opinbera bákn vaxa. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Anna Ólafsdóttir Björnsson Skilyrtur stuðningur — þjóðaratkvæði Undir bæði þessi sjónarmið hafa forsvarsmenn fiskvinnslunnar tekið og oftsinnis bent á að stuðningur fiskvinnslunnar við EES væri skil- yrtur. Magnús Gunnarsson hefur staðfest það í útvarpsviðtölum fyrir hönd samstarfshóps sjávarútvegs- ins og Einar Oddur Kristjánsson telur réttast að vísa EES-samningn- um til þjóðarinnar. Fiskveiðisamningur íslands og EB er ekki tilbúinn. Fríverslun með fisk náðist ekki og samkvæmt mati talsmanna fiskvinnslunnar er ekki komin endanleg niðurstaða í þau tollamál sem getið er um í ályktun aðalfundar SF. Hefur eitthvað breyst? í Ijósi þessara staðreynda kom það mér á óvart að sjá undirskrift Samtaka fiskvinnslustöðva undir gagnrýnislausan EES-áróður sem birtist þessa dagana í auglýsingum ýmissa samtaka atvinnulífsins. Ef eitthvað hefur breyst væri forvitni- legt að vita hvað það er. Er búið að skrifa undir fiskveiðisamning íslands við EB? Er sá samningur viðunandi? Eru tollamál komin á hreint? Hafa fiskvinnslunni verið sköpuð skilyrði til að standast harða samkeppni við ríkisstyrkta fisk- vinnslu annarra Evrópulanda? Eg veit ekki til þess að neinni þessara spurninga sé hægt að svara ját- andi. Því hlýt ég að telja að texti ályktunarinnar segi meira um hug forsvarsmanna fiskvinnslufyrir- tækja en klisjukenndar auglýsingar í blöðum. Fróðlegt væri að heyra hvort svo er eða hvort orðið hafi einhver hugarfarsbreyting og þá hvers vegna. Höfundur cr nlþingisnmður fyrir Kvennalistann í Reykjaneskjördæmi. Helgi Hálfdanarson ENN ER ÞAÐ HVALUR í Lesbók Morgunblaðsins 26. september birtist ritgerð eftir Áma Benediktsson og nefnist Að bijóta hval á sandi. Það segir í upphafi, að „sá mikli spekingur Helgi Hálfdanarson" hafí ritað grein í Lesbók 4. júlí, og er kenn- ing hans dregin í efa. Kjarninn í máli hins mikla spek- ings var sá, að ljóðlínu Jónasar Hallgrímssonar í Hulduljóðum: „þar sem að bárur brjóta hval á sandi" væri ekki hægt að taka bókstaflega; til þess væri mynd af dauðum hval í flæðarmáli eða brimgarði allt of langsótt eins og á stæði í Ijóðinu. Og til þess að vekja hugleiðingar um þetta orð- bragð, og þá um leið athygli á hinu merkilega kvæði, Hulduljóð- um, varpaði sá spaki fram feikna- góðri tilgátu til lausnar vandan- um, en auglýsti þó eftir annarri, sem sennilegri gæti talizt. Og sú auglýsing hefur þegar borið margfaldan árangur. I Lesbók 24. ágúst birti Hannes Pétursson grein, þar sem hann kvaðst hafa fundið orðið „hval- brot“ og hélt því fram með góðum rökum, að þangað kynni Jónas að hafa sótt hugmynd ljóðlínunn- ar, en leit því miður svo á, að allt um það skyldi línan tekin bókstaflega. Árni Benediktsson andmælir í aðalatriðum einnig skoðun Hann- esar, en vill samt láta sér lynda bókstaflega merkingu ljóðlínunn- ar og rökstyður þann skilning vandlega. Auðvitað má svo kalla, að túlk- un á þessari ljóðlínu sé í og með smekksatriði, og þá er ekki að sökum að spyrja; það sem einum þykir ósmekklegt getur öðrum þótt við hæfí, en örðugt um rök- semdir. Og það skai ég játa, að sú mynd þessarar ljóðlínu, að þar sé hvalhræ að velkjast og úldna í fjöruborði, þykir mér ekki aðeins óskiljanlega langsótt, heldur einn- ig einhver rosalegasta smekkleysa sem hægt sé að ætla góðskáldi. Hins vegar er Hannes Pétursson sá maður, sem ég hvað síðast myndi væna um smekkleysur í skáldskap, svo kannski var þess að vænta, að á mig rynnu tvær grímur, þegar hann lætur gott heita að skilja línuna bókstaflega. Mér dettur í hug, að líkt hafí Árna Benediktssyni farið. En nýlega hringdi til mín góður kunningi, Ólafur Tryggvason læknir, og minntist á hvalinn. Taldi hann ólíklegt að skilja bæri línuna bókstaflega; fremur mætti búast við myndhvörfum, svo sem að kallað væri „að bijóta hval“ þegar menn steypa sér kollhnís, sem einnig er kallað að steypa sér kollhnísu. Hreyfing öldunnar er einmitt sú að steypast þannig fram yfir sig. Merking ljóðlínunn- ar væri þá: þar sem bárur steypa sér kollhnís á sandi. Þetta virðist mér bæði skemmtileg tilgáta og vel til fund- in. Að vísu þótti Ólafi það galli á gjöf Njarðar, að dæmi þessa orð- taks hefði víst ekki fundizt á blaði, enda trúlega engin leit verið að því gerð. Honum datt í hug til samanburðar höfrungahlaup og stórfiskaleikur (þar sem einn leik- ur hval en annar skip, sbr. orða- bók MÍ) og svo orðtökin „að flá kött“ og „að steypa stömpum". Síðar hringdi til mín annar góðkunningi úr læknastétt, Daníel Daníelsson, og hafði hann fengið sömu hugmynd, að þarna væri orðtak, sem merkti að steypa sér kollhnís. Ef leggja mætti trúnað á orð- takið „að brjóta hval“, sem þarna virðist bjóða sig fram og kannski þarf ekki frekari vitna við, mætti vel gera ráð fyrir að orðið „hval- brot“ Iægi þar að baki. Loks hringdi til mín Einar Vil- hjálmsson og vildi leita allra ráða fyrr en kæmi að hvalhræinu. Hon- um hafði flogið í hug sú skýring, að bárurnar brytu í sandinum hvallaga öldur, og kvaðst hafa þá hugmynd úr enskri orðabók. En hér með skal gátunni um hvalbrot vísað áfram til heila- brota. Fiskvinnslan: Með eða á móti EES?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.