Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 12
12 —-------------------------------------“MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR T. OKTÓBER T992 Spilin stokkuð Myndlist Eiríkur Þorláksson Þorlákur Kristinsson, Tolli, hefur á nokkrum árum náð að skapa sér nafn sem einn af hinum fremstu meðal yngri kynslóðar íslenskra myndlistarmanna. Hið kraftmikla málverk hans hefur endurspeglað hversu gjörsam- lega listamaðurinn hefur lagt sig í listina, því að síðustu tíu ár hefur hann haldið alls tuttugu og tvær einkasýningar hér á landi og erlendis, og tekið þátt í sautj- án samsýningum, þannig að ekki verður annað sagt en að hann hafi haldið sig vel að verki. Um þessar mundir stendur yfir einkasýning Tolla í Lista- safni ASÍ við Grensásveg, sem er um margt tímamótasýning fyrir listamanninn, enda gefur hann sýningunni yfirskriftina „Spilin stokkuð“. Myndefni sem tengjast hafinu, einmanalegum, háreistum húsum sem híma und- ir bröttum fjallshlíðum við fjar- læga firði, veiðarfærum og bók-. um eru nú horfin úr málverkum Tolla. I staðinn standa sýningar- gestir fyrir framan kröftugt lita- spil, þar sem pensilskriftin ræður ríkjum; þessi myndefni eru ann- ars vegar fengin úr nánd við náttúruna, og hins vegar að því er virðist af kynnum við austur- lenskar hefðir í skrautskrift og ' málverki, allt verk sem eru unnin á þessu ári. Það Iitaspil sem birtist í mörg- um verkanna kann við fyrstu sýn að minna nokkuð á handbragð Kristjáns Davíðssonar, en hér er nokkuð annað á ferðinni. Lita- notkun Tolla er jafnsterk og fyrr, og myndir eins og „Jörð“ (nr. 4), „Heimur ljóða“ (nr. 11) og „Vatnið fellur“ (nr. 12) bera ótví- rætt með sér þá myndsýn, sem þær hafa vaknað af. Þetta eru sterkar myndir, þar sem náttúran er aldrei fjarri í öllum sínum fjöl- breytileik, en fyrst og fremst er þó um að ræða athugun lista- mannsins á innri möguleikum flatarins og þess flókna flæðis sem hann kýs að setja þar fram. Á sýningunni getur einnig að líta myndir sem eru gjörólíkar því sem Tolli hefur áður látið frá sér; hér eru á ferðinni heilstæðir litfletir, sem eru grunnur að ein- földum pensilsveiflum, sem bera með sér austurlenskan svip skrautritunar. Sá listheimur stendur listamanninum nær en kann að virðast við fyrstu sýn; hann hélt sína fyrstu einkasýn- ingu í Kóreu fyrir fjórum árum, og hefur kynnt sér ýmsar austur- lenskar bardagalistir um langt árabil. Meðal þessara verka er að finna ágætar litasamsetningar og myndbyggingar, t.d. í „Geng- ið á vatninu" (nr. 1) og „Upp- haf“ (nr. 14), þar sem kyrrð og friður hvílir yfir fletinum, ólíkt flestum öðrum myndum lista-* mannsins. Þessi einfalda myndsýn nýtur sín vel í blekteikningunum, sem Tolli hefur komið fyrir í stiga- gangi hússins. Þar má finna ýmis kunnugleg myndefni, t.d. í „Fallin.merki" (nr. 31) og „Fisk- Tolli: Heimur ljóða. 1992. ur“ (nr. 26), og virðast þau á einhvem hátt tignarlegri í þessari einföldu mynd en í flóknari mál- verkum; ef til vill eru teikningam- ar því ekki síðra merki um leit listamannsins en málverkin á sýningunni. I undirfyrirsögn í sýningar- skránni segir: „Það er aldrei logn“. Þetta má til sanns vegar færa; það er aldrei logn í lífínu, og það er ekkert logn í myndlist Tolla, þó hann hafi ákveðið að skipta um viðfangsefni. Þegar spilin eru stokkuð er um leið gef- ið til kynna að annað spil hefjist að því verki loknu; hvort þá verði tekið til við sama spil og áður - eða eitthvað nýtt - er óráðið enn. Gildi þessa millikafla í list Tolla verður því ekki metið af neinni vissi fyrr en í ljósi þess sem á eftir kemur. Hins vegar er ljóst að hér er listamaðurinn að takast á við tæknilega möguleika mál- verksins öðm fremur, og hin þjóð- félagslegu gildi eldri málverka hans em fjarri. Þetta kann að koma við ýmsa listunnendur, en það er eðli listarinnar að þróast - án þess staðnar hún fljótlega - og því skiptir meira máli hvað er framundan en nákvæmlega hver staðan er hér. Það er ekki hægt að fjalla um þessa sýningu Tolla án þess að minnast á afar skemmtilega sýn- ingarskrá, sem listamaðurinn hefur látið vinna. Tolli hefur allt- af lagt metnað sinn í að hafa alla umgjörð sýninga sinna sem besta og hefur gjama leitað sam- starfs við fyrirtæki til að láta það takast. Hér hefur þetta samstarf gengið upp með sóma; ljósmyndir em mjög góðar, frágangur falleg- ur og fmmlegur um leið. Það er mikill munur á að hafa svona heimild um sýningu milli hand- anna fremur en megnið af þeim óhijálegu ljósritum, sem því mið- ur allt of margir listamenn láta sér nægja að fleygja í sýningar- gesti sína. Sýningu Tolla í Listasafni ASÍ við Grensásveg lýkur sunnudag- inn 4. október. Cuxhaven í ljósi listarinnar MYNDLISTARSÝNINGIN Cuxhaven í Ijósi listar hefur verið opnuð í Sverrissal í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Sýningin kemur frá Cuxhaven sem er vinabær Háfnarfjarðar í Þýskalandi og er hluti af listaverkaeign borgarinnar. Sýningin er liður í þýskri menn- ingarviku sem haldin er í tilefni fjörutíu ára afmælis stjórnmála- sambands íslands og Þýskalands en fjöldi dagskráratriða tengist þessari hátíð, bæði í Reykjavík og Hafnarfírði. Á sýningunni í Hafnarborg em verk eftir fjölda listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að vera frá Cuxhaven eða tengjast borginni á einhvern hátt. Myndefnið er frá Cuxhaven og nánasta umhverfi. Sýningin verður opin frá mið- vikudeginum 30. september til 19. október og verður opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Frá barnakóramótinu í Grensáskirkju Morgunblaðið/Bjami Margrét Pálmadóttir kórstjórn- andi Grensáskirkju við sljórnvöl- inn. ★ Pitney Bowes Verðlækkun og skiptitilboð á frímerkjavélum Á harðnandi tímum bjóðum við sérstakt skiptitilboð og verðlækkun! Skiptitilboð á nýrri frímerkjavél frá Pitney Bowes og gamla vélin (í gangfæru standi) tekin upp í fyrir allt að kr. 30.000. Viö bjóðum líka verðlækkun á afkastamiklum frímerkjavélasamstæðum: A) Samstæðagerð 6211/5331/6290049 Verð m/vsk. áður 221.155 ★ Verð m/vsk. nú 178.960 B) Samstæða gerð 6221/5331/6236 Verð m/vsk áður 334.800 ★ Verð m/vsk nú 259.360 Frímerkjavélar frá Pitney Bowes eru með 67% markaðshlutdeild á íslandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Bamakóramót hald- ið í Grensáskirkju BARNAKÓRAMÓT var haldið í Grensáskirkju um síðustu helgi og voru þar samankomin um 110 börn frá þremur barnakórum, frá Grensáskirkju, Skálholtskirkju og Drengjakór Laugarneskirkju. Að sögn Margrétar Pálmadóttur, kórstjórnanda Grensáskirkju, var neð kóramótinu verið að auka fjöl- breytni barnanna í kórstarfseminni. Hún sagði að kórarnir þrír hefðu mætt á opna æfíngu um níuleytið á laugardagsmorgninum og að sungið hefði verið til fímm um eft- irmiðdaginn bæði í sitthvoru lagi og á samæfingxi. Foreldrar barn- anna í Grensáskirkju sáu um hádeg- isverð. Dagurinn endaði svo með því að börnin brugðu sér á dansleik í safn- aðarheimili Laugarneskirkju. Á sunnudeginum mættu börnin um níuleytið og hituðu sig upp fyrir messuhaldið sem fram fór um ell- efuleytið en þar sáu börnin um alla tónlist sem þar var flutt og var kirkjan fullsetinn. Margrét sagði að börnin væru að kijást við tónlist eftir höfunda á borð við Mendelsohn, Bach o.fl. Hún sagði að þó að tónlistarstarfið væri agað þá væri það einnig mjög frjálst og skemmtilegt. Margrét sagði að til stæði að barnakór Grensáskirkju tæki á móti ítölskum barnakór í júlí nk. og væri það liður í að tengj- ast kórum í öðrum löndum og að vonir stæðu til að kórinn gæti end- urgoldið heimsóknina. Margrét sagði að lokum að um gífuiega aukningu væri að ræða á bamakórastarfi og að flestar kirkj- ur í Reykjavík væm með starfandi bamakór. Kórstjómendur barnakirkjukór- anna eru Ronaid Turner, Drengja- kór Laugameskirkju, Hilmar Orn Agnarsson, Barnakór Biskups- tungu og Margrét Pálmadóttir, Bamakór Grensáskirkju. ------♦ ♦ ♦---- Dýr úr miðbæ Reykjavík- ur á Mokka Á Mokka stendur nú yfir sýning á málverkum af dýrum úr miðbæ Reykjavíkur, eftir Huldu Hákon. Hulda er fædd 1956 og lauk myndlistarnámi 1983. Hún hefur haidið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Islandi og erlend- is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.