Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 2
£ Haacmio .os lULQIH-í QlQywiaVHJOHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Utanríkismálanefnd Alþingis Hugsanlegt að vara- maður taki sæti Ingibjargar Sólrúnar KRISTÍN Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, segir að hugsanlegt sé að varamaður verði látinn taka sæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fulltrúa Kvennalistans í utanríkismálanefnd Alþingis, á meðan verið sé að afgreiða samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir að hún treysti sér ekki til að mæla gegn sámþykkt samningsins og þar með gengið þvert á flokkssamþykktir Kvennalistans. „Við höfum ekki tekið afstöðu ekki að fylgja þeirri sannfæringu til þess ennþá, en það er augljóst mál að það gengur ekki upp að talsmaður okkar í utanríkismála- nefnd túlki ekki viðhorf meirihlut- ans,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Spumingin er hvort Ingibjörg Sólrún treystir sér til þess eða hvort við verðum að leysa málið á annan hátt. Það em varamenn í utanríkismálanefnd og það er hugsanlegt að varamaðurinn taki við á meðan á afgreiðslu EES- málsins stendur." Varamaður Kvennalistans í utanríkismálanefnd er Anna Ól- afsdóttir Bjömsson. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri sam- mála ummælum Ingibjargar Sól- rúnar um að gerðust íslendingar ekki aðilar að EES, þýddi það pólitíska einangmn íslands. „Hins vegar á ég bágt með að skilja það, ef þetta er sannfæring þing- mannsins, af hveiju hún ætlar Upplagseftirlit Morgxmblaðið selstí 51.170 eintökum í SAMRÆMI við reglur upplags- eftirlits dagblaða hjá Verslunar- ráði íslands hefur trúnaðarmað- ur þess sannreynt sölu Morgun- blaðsins í mánuðunum júní, júlí og ágúst 1992. Á þessu þriggja mánaða tímabili seldust að með- altali á dag 51.170 eintök. Meðal- talssala Morgunblaðsins á sex mánaða tímabilinu frá og með mars til og með ágúst 1992 var hins vegar 51.667 eintök. Í frétt frá Verslunarráði segir, að þetta séu tölur yfír þau eintök sem útgáfufyrirtæki Morgunblaðs- ins hafði fengið greidd þegar skoð- un eftirlitsins fór fram. Tölur frá upplagseftirliti dagblaða em birtar á þriggja mánaða fresti. Um þessar mundir notar Morgunblaðið eitt dagbiaðanna sér þessa þjónustu. eftir til enda, þ.e.a.s. að greiða atkvæði með samningnum á Al- þingi og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama,“ sagði Jón Baldvin. „Ef það lægi ljóst fyrir, myndi ég vissulega taka minn EFTA-hatt ofan fyrir þingkonunni." Sjá bls. 24. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur á móti John M. Seidl sljórnarformanni Kaiser Aluminium og Charles Cobb fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna á íslandi í gær. Könnunarviðræður hafnar milli Kaiser Aluminium og iðnaðarráðuneytis Er hóflega bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist - seg-ir Charles Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi - Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra telur sjálfsagt að kanna þennan möguleika til hlítar CHARLES Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, hefur undirbúið þær viðræður sem nú standa yfir milli Kaiser Aluminium og iðnaðarráðuneytisins og fulltrúa Landsvirkjunar um möguleika þess að Kaiser reisi hér á landi og reki nýja álbræðslu. „Ég er hóf- lega bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu þessara könnunarviðræðna," sagði Cobb í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er kominn hingað til lands ásamt forsvarsmönnum Kaisers. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra sagði eftir fyrsta fund sinn með forsvarsmönnum Kaisers i gær að enn væri of snemmt að segja til um hvað kæmi út úr þessum könnunarviðræðum. „En vissulega byijar þetta allt í góð- um anda,“ sagði iðnaðarráðherra. „Mér líst ágætlega á þetta þannig séð. Þeir hjá Kaiser virðast áhugasamir um byggingu nýs ál- vers. Mér fínnst fullkomin ástæða til þess að láta á það reyna hvort ekki megi fínna lausnir sem koma báðum að haldi. En það er fyrst að loknum þessum könnunarvið- ræðum, sem framhaldið getur skýrst,“ sagði iðnaðarráðherra. Cobb sagði að Kaiser væri nú að kanna ýmsa kosti, að því er varðar hugsanlega staðsetningu næstu álbræðslu . fyrirtækisins: „Þeir hafa kannað möguleikana í Rússlandi, Kamerún, Venesuela og Mósambík, en ég geri mér von- ir um að ísland muni standa þess- um löndum jafnfætis í samkeppn- inni um staðarvalið og á sumum sviðum hafa ótvíræða kosti um- fram hin löndin," sagði Cobb. „Þó að ísland bjóði upp á eitt- hvað hærra raforkuverð en hin löndin, sem er vissulega mikill ókostur, tel ég að aðrir kostir, eins og sá að geta selt afurðir verk- smiðjunnar inn á Evrópumarkað án þess að þurfa að greiða tolla, eftir að ísland er orðið aðili að evrópska efnahagssvæðinu, séu mjög fysilegir í augum Kaisers,“ sagði Cobb. Hann sagði jafnframt að pólitískur stöðugleiici hér á landi hlyti að verka aðlaðandi á forsvarsmenn Kaisers, í saman- burði við þann stjórnmálalega óró- leika sem væri í þeim löndum sem hann nefndi hér að framan. Cobb sagði, þegar hann var spurður hvers hann vænti af þeim viðræðum sem nú fara fram á milli forsvarsmanna Kaisers og íslenskra ráðamanna: „Það er sennilega ekki hægt að búast við neinni endanlegri niðurstöðu af þessum fjögurra daga fundi, en ég trúi því að fljótlega í kjölfar þessarar heimsóknar muni liggja fyrir hvort aðilar æt.la sér að fara út í raunverulegar samningavið- ræður um byggingu nýs .álvers í eigu Kaisers hér á íslandi." Skiálftavirkni áfram undir Mýrdalsjökli Nýr sigketill myndast í dag Tillögur Alþýðubandalagsins Forystumenn Alþýðubandalagsins áttu Sgær fund með ráðherrum um tillögur í efnahagsmálum. 4 Leiklist Sýningsem veitir ánægjulega kvöldstund, segirgagnrýnandi Morgunblaðsins um leikritið Heima hjá ömmu íBorgarleikhúsinu. 16 Fiskiþing______________________ Á Fiskiþingi, sem sett varígær, kom fram að talið eraðl% af afla netabáta sé hent. 28-29 Leiðari VSmuefnavandi og úrræði. 28 Iþróttir ► Eyjólfur Sverrisson bestur í stórsigri Stuttgart. Þrír sigr- ar á Egyptum í jafn mörgum iandsleikjum þar sem nýliðarn- ir fengu að spreyta sig. EKKERT lát er á sfcjálftavirkn- inni undir Mýrdalsjökli og mæl- ast nokkrir skjálftar daglega, þeir stærstu um 3 stig á Richt- er. Skjálftavirknin er vestan til á jöklinum eða undir Goða- bungu en ekki á þvi svæði sem Katla gaus síðast 1918. Vil- hjálmur Eyjólfsson bóndi á Hnausum í Meðallandi segir að nýr sigketill hafí myndast nyrst á Kötlusvæðinu og sjái hann sig- ið greinilega frá bæ sínum. Þar að auki sé óeðlilega mikið vatn í Múlakvisl, mjög mengað af jarðhita og slæm lykt af þvf. Að sögn Vilhjálms er þetta tvennt, sigketillinn og vatnsmagn- ið f Múlakvísl, þveröfugt við undanfara Kötlugossins 1918. Þá bungaði jökullinn út og Múlakvísl þomaði. „Við hér metum þetta svo að verði gos á annað borð fylgi því ekki eins mikið jökulhlaup og varð síðast," segir Vilhjálmur. Páll Einarsson jarðeðlisfræðing- ur segir að sigkatlar hafí verið til staðar hér og þar á Kötlusvæðinu og séu 4-5 slíkir þekktir. „Þar sem skjálftavirknin nú er vestan til á jöklinum reiknum við með að ef gos verður komi það upp þar. Því Katla er eldstöð undir jökli. Við eldgos kemur mikið jökulhlaup undan Kötlujökli og fram á Mýrdalssand í farvegi Múla- kvíslar, Blautukvíslar og Sandvatns. Þegar eldurinn hefur brætt sig upp úr jöklinum tekur við mikið gjóskugos og fer dreifing gjóskunnar erftir vindátt. þarf undanfari þess ekki að vera í samræmi við það sem gerðist í síðasta gosi,“ segir Páll. „Hinsveg- ar þurfa þessar hræringar nú ekki endilega að þýða að eldgos sé í vændum undir Mýrdalsjökli og setja þarf ýmsa fyrirvara á slíkar spár. Sem dæmi má nefna að meiri skjálftavirkni en nú er mæld- ist árin 1976-77 án þess að gos fylgdi í kjölfarið. Og við vitum ekki enn hvort sjálftavirknin nú er tilkomin vegna þrýstings eða samdráttar á jarðhitasvæðinu und ir jöklinum. Við erum með mæling ar í gangi sem eiga að gefa okku betri mynd af þessu og við byrjun að vinna úr þeim mælingum i næstunni." Mælingarnar sem Páll nefni hér eru þær að Norræna eldfjalla stöðin og Raunvísindastofnun hafí komið fyrir jarðskjálftamælun beint yfír skjálftasvæðinu og e ætlunin að lesa af þeim efti nokkra daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.