Morgunblaðið - 20.10.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.10.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 7 Kjaramálaályktun bandalagsráðstefnu BSRB Allra leiða verði leitað til að halda uppi atvinnu Bandalagsráðstefna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hvetur stjórnvöld til að leita allra leiða til að halda uppi fullri atvinnu i kjara- málaályktun, en bandalagsráðstefnur eru haldnar að minnsta kosti einu sinni á ári þau ár sem bandalagsþing eru ekki. Atvinnuleysi hér á landi fari hraðvaxandi og sjaldan eða aldrei hafi það verið jafnmik- ið frá stríðslokum og nú, segir einnig í ályktuninni. Ennfremur segir m.a.: BSRB lítur ríkisstjórnarinnar er innflutt og á svo á að það sé sameiginlegt verk- efni þjóðarinnar allrar að sporna gegn atvinnuleysi. Ef atvinnuleysi verður hér viðvarandi þurfa samtök launafólks fyrir sitt leyti að stuðla að því að vinna verði skipulögð á hveijum vinnustað með það að mark- miði að sem flestir haldi vinnu, jafn- vel að dregið verði úr eftirvinnu ef það gæti orðið til að fleiri héldu vinn- unni. Ein undirrót atvinnuleysis er vax- andi misskipting í þjóðfélaginu og verður atvinnuleysi ekki bægt frá nema á henni verið tekið. BSRB hvetur ríkisstjórnina til beita sér fyr- ir vaxtalækkun, setja á hátekjuskatt, skattleggja fjármagnstekjur og að stórherða skattaeftirlit með það fyrir augum að afla tekna til kjarajöfnun- ar. Það er í þessa átt sem ber að breikka skattstofninn en ekki með auknum álögum á almennt launafólk. Bandalagsráðstefna BSRB hvetur landsmenn til að kaupa íslenska vöru og stuðla þannig að því að atvinnu verði haldið hér uppi. Bandalagsráðstefna BSRB hvetur stjórnvöld til að standa vörð um ís- lenska menningu og falla frá áform- um um aukna skattlagningu á ís- lenskar bækur. Mikilvægt er að bókaútgáfa og útgáfustarfsemi dafni í landinu. Á verkefnalista ríkisstjórnarinnar ber hæst baráttuna við dýrt og þung- bært velferðarkerfi. Þetta vandamál ekki stoð í íslenskum veruleika. Það er ekkert annað en blekkingarstarf- semi að halda því fram að við höldum uppi álíka dýru velferðarkerfi og t.a.m. Svíar og búum við viðlíka skattheimtu og kaupmátt. Banda- lagsráðstefna BSRB hvetur stjóm- völd til að láta af baráttunni við vind- myllur en snúa sér þess í stað að því að efla velferðarkerfið. Full atvinna verður því aðeins tryggð að hér takist að örva atvinnu- líf og gera það skilvirkara. Forsenda Frá Bandalagsráðstefnu BSRB í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg fyrir skilvirku þjóðfélagi er öflugt velferðarkerfi sem gerir fólki kleift að stunda sína vinnu heilt og óskipt og veitir atvinnulífinu þá þjónustu sem það þarf á að halda. Bandalagsráðstefna BSRB áréttar þá kröfu samtakanna að hér fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um að- ild íslands að EES. Ögmundur Jónasson formaður BSRB í framsögu um efnahagsmál Fj ár magnskostnaður einn alvar- legasti orsakavaldur misréttis ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði á bandalagsráðstefnu í gær í framsögu um efnahagsmál að það færi ekki á milli mála að íslendingar ættu við erfiðleika að elja sem þjóð, sem meðal annars lýsti sér í vaxandi skuldasöfnun, aflasamdrætti og vaxandi atvinnuleysi. Þessi vandi sem valdi vaxandi ójafnvægi og misskiptingu verði hins vegar ekki leystur nema með því að breyta innra samhengi í samfélaginu. Hann sagði að það yrði gert með því að efla velferðarkerfið í stað þess að veikja það og að kaupmáttur lágs kauptaxta verði aukinn en ekki skertur hvort sem væri með kaup- lækkun eða skattahækkun. Það verði gert með því að ná inn í sam- neysluna fjármunum sem nú sé skot- ið undan og það verði gert með því að skattleggja þá sem séu aflögu- færir, hvort sem það séu hátekju- menn eða fjármagnseigendur og þeir fjármunir notaðir til kjarajöfn- unar og atvinnusköpunar. Þá verði það gert með því að færa niður fjár- magnskostnað sem sé sennilega einn alvarlegasti orsakavaldur þess mis- réttis sem nú sé í landinu. Þá kemur fram í máli Ögmundar að skattalækkanir séu engin lausn til frambúðar fyrir atvinnulífið nema hægt sé að ná jafnframt fram sparn- aði. Á undanfömum misserum hafi stjórnmálamenn verið með ótrúlegar blekkingar varðandi niðurskurð. Þeir hafi sagst vera að spara þegar þeir hafi í raun verið að færa til útgjöld, frá samneyslunni og yfir á einstakl- ingana. Skattalækkanir á fyrirtæki muni að öllum líkindum einnig leiða af sér tilfærslu á kostnaði yfir á heimilin sem kalli á nauðsyn á hærri á launum sem muni koma niður á atvinnurekstrinum. Það megi ekki rugla saman spamaði og tilfærslu á útgjöldum. I lokin sagði Ögmundur: „Stað- reyndin er sú að ef við ætlum að vinna okkur út úr vandanum þurfum við að komast út úr niðurskurðarfar- inu. Við þurfum að draga úr tekju- skiptingunni og bæta kaupmátt hins almenna launataxta. Við þurfum að gera samfélagið skilvirkara með því að stórefla velferðarkerfið og samfé- lagsþjónustuna. Við þurfum að kom- ast upp úr hjólfömm stöðnunar og það gemm við með því að stuðla að jöfnuði í landinu." Síðan segir að ef svo fari að sam- dráttur verði viðvarandi þá sé ekki um annað að ræða en þjóðin dragi úr neyslu og rýri lífskjörin, en for- senda fyrir því sé að menn búi við svipuð skilyrði. Allar þær lausnir sem ekki séu til jöfnunar séu því engar lausnir. „Atvinnuleysi kemur allri þjóðinni við. Atvinnuleysi er á ábyrgð okkar allra. En það er líka á ábyrgð samtaka launafólks að ekki verði búnar til lausnir á forsend- um þeirra sem eru ofan á í atvinnu- lífi og þjóðfélaginu öllu. Slíkar lausn- ir getum við ekki samþykkt. Við getum ekki samþykkt lausnir sem fela í sér ívilnanir fyrir hina burðugu en íþyngja þeim sem síst skyldi." IMOPDMEIMDE IMORDMEIMDE IMOPDMEIMDE IMORDMEIMDE IMORDMEIMDE THOMSON TECHNOLOCY THOMSON TECHNOLOCY THOMSON TECHNOLOCY THOMSON TECHNOLOCY THOMSON TECHNOLOCY i fcií 'íliiíiíii Spectra CV 72 NICAM er 29" siónvarpstæki mebcjlampalausum Black Super Planar- mynalampa, abgerbastyrinqum á skjá, 40 stöbva minni, Super VHS-möguleika, 2 x 20 W magnara, Wide Base-hljómi, NICAM Stereo Spatial-hlióöi, sjálfvirkum tímarofa, barnalæsingu, Scart-tengi, S-VHS-innstunqu, tengi fyrir tvo aukahátalara, textavarpi og mörgu fleira á áoeins J2éÍ900j- kr. Tilbobsverb aoeins 114.210,- kr. e&a 109.900, - stgr. Spectra SL 63 BT NICAIVI er 25’ sjónvarpstæki með glampalausum Black Super Planar- mynalampa, abgerbastyringum á skjá, 40 stöðva minni, Super VHS-myndgæðum, 2 x 40 W magnara, 5 hátölurum, Extra Bass System-hljómi, Surround- umhverfishljómkerfi, NICAM Stereo Spatial-hljóði, sjálfvirkum tímarofa, barnalæsingu, tveimur Scart-tengjum, S-VHS- innstungu, textavarpi og mörgu fleira á aðeinsJU2200j- kr. Tilboðsverð aðeins 118.980,- kr. eða 1 rl .800,-stgr Futura 72 BSP NICAM er 29" sjónvarpstæki með glampalausum Black Super Planar- myndlampa, aðgerðastyringum á skjá, 40 stöðva minni, Super VHS-myndgæðum, 2 x 40 W magnara, 4 hátölurum, NICAM Stereo -hljomgæðum, Surround-umhverfishljómkerfi, sjálfvirkum tímarofa, barnalæsingu, tveimur Scart-tengjum textavarpi og mörgu fleira a aðeins448Æ0ó,- kr. Tifboðsverð aðeins 133.920,- kr. eða "1 25.800,- stgr. Futura er 25" siói NICAIVI uper’ Surround-umhverfishljómkerfi, sjálfvirkum Omárofa, bamalæsingu, tveimur Scart-tengjum textavarpi og mörgu fleira á aðeins4-3W0öj- kr. nlboðsverð a&eins 121.860,- kr. eða "1 t — stgr. Prestige 72 AT NICAIVI er 29' sjónvarpstæki með glampalausum Black Super Planar- ndlampa, a&gerðastyringum á skjá, 40 stöðva minni, mynd _ | | Super VHS-myndqæðum’, 2 x'40 W m’agnara, 5 hátölurum, fimm banda tónjarnara, Extra Bass System-hljómi, Surround- umhverfishljómkerfi, NICAM Stereo Spatial-hljóði, sjálfvirkum tímarofa, barnalæsingu, tveimur Scart-tengjurr^ S-VHS- innstungu og mörgu fleira á a&eins 24&40O,- kr. Tilboðsverð aðeins 216.360,- kr. eða 199.900, tg Vestur-þýsk hágæbavara í áratugi ! Frálwr greRwtukför vtb allra hrefi SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.