Morgunblaðið - 20.10.1992, Qupperneq 16
16
MOKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
í gamni og alvöru
Gunnar Helgason og ívar Örn Sverrisson sem Jakob og Artúr.
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Borgarleikhúsið
HEIMA HJÁ ÖMMU
Höfundur: Neil Simon
Þýðandi: Ólafur Gunnarsson
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson
Aðstoðarleikstjóri: Soffía Jak-
obsdóttir
Leikmynd og búningar: Stein-
þór Sigurðsson
Lýsing: Elfar Bjarnason
Skrítin fjölskylda, sem þó er
ósköp venjuleg, er að reyna að
hafa samskipti. Þau samskipti
virðast ekki geta farið fram nema
ættmóðirin, amman í húsinu, sé
til staðar. Enda eiga börnin henn-
ar fjögur ekkert sameiginlegt
nema óttann við kerlinguna, móð-
ur sína; dæturnar eru veikar, syn-
imir duglausir, tvö bömin voru
svo lánsöm að deyja ung og það
iiggur við að hin systkinin öfundi
þau af þeim forréttindum.
Kerlingin er þvílíkur jaxl og
rekur að sjálfsögðu ísbúð, að einn
sonarsonur hennar rifjar upp
æskuminningu og segir: Það var
eins og að kyssa hrukkóttan
klaka.
Sonarsynirnir, einu bamaböm-
in sem hún á, eru þeir Jakob og
Artúr. Móðir þeirra er nýlátin úr
krabbameini og faðir þeirra,
Eddie, orðinn skuldum vafinn
vegna sjúkrahússreikninga. Hann
ákveður að taka að sér uppgrips-
vinnu til að greiða skuldir sínar.
Það kostar að hann þarf að ferð-
ast um landið og einhvers staðar
verður hann að koma drengjunum
fyrir. Hann leitar á náðir móður
sinnar, sem er nú aldeilis ekki á
því að hugsa um drengina fyrir
hann, en Bella, dóttir hennar sem
býr hjá henni, tekur af skarið og
segist yfírgefa kerlinguna, ef
strákamir fái ekki að vera. Bella
er 35 ára og ekki alveg í lagi;
verður alltaf barn, að því er móð-
ir hennar segir. Bella vinnur í ís-
búð kerlingar og hugsar um þá
gömlu sem er hölt og bakveik,
þykist geta séð um sig sjálf en
rígheldur þessari dóttur í heljar-
greipum harðstjórnar sinnar.
Leikurinn fer allur fram á heim-
ili ömmunnar, sem er reyndar frú
Kurnitz, gömul gyðingamamma
og ákaflega hreinræktuð týpa sem
slík. Það er allt mjög nákvæmlega
skipulagt og uppraðað á heimil-
inu, eins og eftir reglustiku, ekk-
ert má snerta, ekkert færa — það
má ekki lifa. Lífið samkvæmt
gömlu konunni er að eiga nóg af
peningum sem maður liggur á
eins og ormur á gulli.
Hún hefur ekki mikið álit á
börnunum sínum. Álítur Eddie
kveif; hann er mjúkur og blíður,
hefur verið kvæntur konu sem.
kenndi honum að elska og sýna
umhyggju — og blíða hans kemur
fram í bréfum hans til sona sinna.
Hann er heldur ekki meiri kveif
en það, að hann ferðast heilsu-
veill um landið til að geta staðið
við skuldbindingar sínar, jafnvel
þótt hann þurfí að koma dýrgrip-
unum fyrir hjá kerlingarhexinu,
sem hann er svo hræddur við að
hann svitnar af því einu að koma
inn í húsið hennar. Hinn sonurinn,
Louie, segist aldrei hafa verið
hræddur við móður sína og gerir
uppreisn gegn „tótal“ heiðarleik-
akröfu hennar og fetar stigu vafa-
samra viðskipta. Hann er einhvers
konar gangster. Svo er það Ger-
trude sem talaði eitthvað upp úr
svefni, sem þeirri gömlu líkaði
ekki, svo hún krafðist þess að
Gertrude héldi niðri í sér andanum
á meðan hún svæfi. Gertrude á
því erfitt með að tala og anda
eðlilega og er óttalega beygð
manneskja — en hefur þó komið
sér í burtu frá þeirri gömlu.
Yngsta barnið er svo Bella sem
er enn á heimilinu, eins og áður
segir.
Þótt hér sé verið að fjalla um
orsakir og afleiðingar uppeldis og
átök milli kynslóða, er þetta ekki
rismikið verk. Það rennur nokkuð
áreynslulítið í gegnum kvöldið.
Það virkar á mann eins og afþrey-
ingarstykki, en í rauninni eru for-
sendur persónanna of skýrar —
meira að segja forsendur ömm-
unnar — til að hægt sé að flokka
1 verkið sem slíkt. Sýningin er sett
upp sem gamanleikur, en í raun-
inni er nokkuð mikil alvara á ferð-
um; alvaran sem felst í því hvern-
ig foreldri getur eyðilagt börnin
sín. En það ætlaði sú gamla aldr-
ei að gera; hún hafði líká sitt
uppeldi, sína fortíð. Hún var að
gera það besta sem hún kunni
fyrir börnin. En hvernig sem við
viljum flokka verkið er hér á ferð-
inni ánægjuleg sýning, þar sem
er tekist á við alvarleg mál á
gamansaman hátt, en verkið skír-
skotar lítið út fyrir þröngan fjöl-
skylduhringinn — og þar eru nú
aldeilis karakteramir.
Með hlutverk ömmunnar, hörðu
gyðingakonunnar sem flýði nasis-
mann og getur aðeins glaðst þeg-
ar hún heyrir í fréttum að ein-
hveijir Þjóðveijar hafi verið
drepnir, fer Margrét Ólafsdóttir
og skilar sínu mjög vel: Full af
hatri og reiði og hrædd við ást
og gleði. Það hefur svo mikið ver-
ið tekið frá henni að hún þorir
ekki lengur að lifa; bara beita aga
og safna peningum. Líkamsbeit-
ing Margrétar er mjög góð; þrátt
fyrir helti ömmunnar, er hún bein
og stíf eins og hrífuskaft og ákaf-
lega reigð. Þýskur hreimurinn var
líka mjög skemmtilegur í meðför-
um hennar.
„Ömmudrengina“ Jakob og
Artúr leika Gunnar Helgason og
ívar Öm Sverrisson. Gunnar er
Jakob, sá eldri og leikur hann
mjög skemmtilega. Jakobi stend-
ur nokkur beygur af gömlu kon-
unni og hann reynir að feta þann
vonlausa stíg að þóknast henni.
Það fellur ekki aldeilis í kramið
hjá gamla hexinu, því hún heimt-
ar heiðarleika. Jafnvel þegar Jak-
ob meinar það góða sem hann
segir, trúir hún honum ekki og
hann er í stöðugum vandræðum
með kerlu.
ívar Örn kom mér vægast sagt
á óvart. Þessi unglingur sem ekki
hefur lært leiklist, en komið fram
í nokkrum sýningum, hefur hörku
hæfileika. Textameðferð hans er
skýr og áherslur eðlilegar. Hlut-
verk Artúrs er stórt; hann er svið-
inu nánast allan tímann. Ivar Örn
leikur sér að því að halda það út
og gefur öðrum ekkert eftir hvað
varðar karakterútfærslu og sviðs-
framkomu, auk þess sem hann
hefur mjög skemmtilega nærveru
og útgeislun á sviði.
Eddie, föður þeirra, leikur Sig-
urður Karlsson. Þetta er fremur
lítið hlutverk, því Eddie kemur
aðeins fram fyrst í sýningunni og
síðast. En hlutverkið er útfært
af mikilli nákvæmni og Sigurður
kemur ótta Eddies, hlýju hans og
viðkvæmni vel til skila.
Louie, hinn sonur ömmu, er
eina hlutverkið sem ég var ekki
sátt við. Louie er „gangster," en
Harald G. Haraldsson sem fer
með hlutverkið lifir persónuna
ekki á sviðinu. Það er meira eins
og hann leiki einhveija hugmynd
um hvernig gangsterar eigi að
vera en er svo ótrúverðugur að í
þeim atriðum sem Louie er á svið-
inu, er eins og sýningin detti að-
eins niður. Þetta er mest áberandi
í fyrsta atriði eftir hlé, þegar hann
er á tali við drenginn Artúr.
Gertrude, aðra dótturina, leikur
Hanna María Karlsdóttir. Hlut-
verkið er afar smátt og eiginlega
það kómískasta. Gertrude kemur
inn í sýninguna, þegar alvaran
virðist vera að ná yfirhöndinni og
Hanna María nær því að hrífa
mann aftur inn í gamansemina.
Svo er það hin óviðjafnanlega
Bella frænka (drengjanna). Hana
leikur Elva Ósk Ólafsdóttir og fer
á kostum. Bella er einfeldningur
og allir vita að hún hugsar ekk-
ert, ratar aldrei neitt og gleymir
öllu. Fyrir mína parta fannst mér
Elva Osk halda uppi sýningunni
með túlkun sinni á Bellu og fylg-
ir frammistöðu sinni í „Ég er
meistarinn" fyrir tveimur árum
mjög vel eftir. Það er alveg ljóst
að hér er á ferðinni fjölhæf leik-
kona sem ber gott skynbragð á
tímasetningar og þá nákvæmni
sem þarf í gamanleikjum, auk
þess að vera góð dramatísk leik-
kona. Líkamsbeiting Elvu Óskar,
svipbrigði og textameðferð lyfta
sýningunni langt yfir það að vera
bara afþreying. Hún er senuþjófur
sem gerir kvöldstund í húsinu
hennar ömmu virkilega ánægju-
legt.
Þessi sýning er besta heild sem
ég hef séð í Borgarleikhúsinu
lengi. Það gengur nánast allt upp.
Leikmyndin er skemmtileg, í full-
komnu samræmi við persónluleika
ömmunnar. Lýsingin er vel hönn-
uð inn í hana, eins og hver önnur
lýsing á heimili — og undirstrikar
hvað þetta er allt eðlilega skrítið
fólk. Búningar hjálpuðu til í þess-
um efnum. Það mátti lesa per-
sónuleika hvers og eins út úr
klæðaburðinum og það var ekkert
sem stakk í augað.
Leikstjórnin er í heildina séð
góð. Helstu vankantar voru þeir
að það hefði þurft að hjálpa Har-
aldi G. Haralds meira með túlkun
hans á Louie og þegar hvörfin
verða i verkinu — Bella hefur lent
í uppgjöri við móður sína — breyt-
ist hún of mikið. Hún verður of
eðlileg og óskrítin til að trúverð-
ugt sé. Þetta er að vísu brotalöm
í verkinu sjálfu, en með annars
konar útfærslu en hér er, hefði
mátt tempra þá brotalöm. Þýðing-
in er góð, málfar eðlilegt og laust
við bókmenntakúnstir þannig að
persónurnar eru skyldari venju-
legu fólki, en týpum í gamanleik.
Semsagt; sýning sem veitir.
ánægjulega kvöldstund og hefur
alla burði til að verða gangstykki
hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
SJÁVARGRUND 1-15, GARÐABÆ
L Æ S I L E G A
X U S í B ý Ð
Til sölu og afhendingar nú þegar nokkrar 3-6 herb. íbúðir í þessu sérstæða,
íburðarmikla húsi. íbúðirnar eru í dag tilbúnar undir tréverk og málningu og
verða seldar þannig eða fullgerðar í náinni samvinnu kaupenda og seljenda.
Hagstætt verð, sveigjanleg greiðslukjör. Skipti möguleg.
Allar teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
Þorsteinn Steingrímsson
löggiltur fasteignasali
Fdstelgmþlíiwstan
Skúlagötu 30,
Sími 26600
Húsafell
FASTEÍGNASALA Langhoftsvegi 115
(Bætarlei&ahúskHj) Stmi: 681066
Gissur V. Kristjánss. hdl.,
Jón Kristinsson,
681066
Fax 68 05 44
★ Víkurás ★
3ja herb. glæsileg íbúö á 3. hæö.
Áhv. veðdeild ca 1800 þús.
★ Kambsvegur ★
116,8 fm sérhæö i þríb. ásamt 35,5
fm bilsk. Góö eign á góöum stað.
★ Miðvangur — Hf. ★
2ja herb. góö íb. meö nýju eldhúsi.
★ Hjallabraut — Hf. ★
3ja herb. rúmg. ib. á 3. hæö. Góð
eign.
★ Kleppsvegur ★
2ja íbúða einbhús á tveimur hæöum
meö bílsk. Mikiö endurn.
★ Háaleitisbraut ★
155 fm góð íb. á 1. hæö meö bílsk.
Suöursv.
★ Ásholt ★
Glæsileg raðhús, fullb. og til afh.
strax. Teikn. á skrifst.
Vantar allar gerölr elgna á skrá.
Athugið! Eftirleiðis birtast
auglýsingar frá okkur
á föstudögum.
51500
Maríubakki- Rvík
Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1.
hæð. Herb. fylgir í kj.
Hafnarfjörður
Laufvangur
Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á
2. hæð í sex íbúða stigahúsi.
Áhv. ca. 2 millj.
Hjallabraut
Góð 4-5 hefb. íb. á L_hæð.
Trönuhraun
Til sölu gott rúml. 300 fm skrif-
stofuhúsnæði. Hentar verl fyrir
félagasamtök eða sem kennslu-
aðstaða. Allar nánari uppl. á
skrifst.
Vantar
Vantar gott einb. i Hafnarfirði
fyrir fjársterkan aðila, helst i
skiptum f. glæsilega hæð og ris
í Hafnarf. Milligjöf staðgreidd.
Allar nánari uppl. á skrifst.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
Linnetsstíg 3,2. hæð, Hfj.,
simar 51500 og 51601