Morgunblaðið - 20.10.1992, Page 18
soo [ íiaaö'Dio .02 -flUpAauu3ui4 aiGAjanuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
18
Seiður lífs og dauða
Alfreð Flóki við eina af myndum sínum.
MYiMPLIST
Bragi Ásgeirsson
í Kjarvalssal hefur undanfarnar
vikur staðið yfir sýning á verkum
Alfreðs Flóka Nielsen, sem listasafn
Reykjavíkur eignaðist eftir lát hans,
auk mynda sem vinir hans hafa
gefið til safnsins. Það var vel til
fallið af menningarmálanefnd að
yfirtaka þetta samsafn mynda, efna
til sýningar, og gefa svo almenn-
ingi kost á því að kynnast þeim.
Yngri kynslóðir hafa ekki upplif-
að Flóka á sama hátt og samtíðar-
menn hans og munu ekki gera, en
þessi sýning ætti að gefa þeim
nokkra innsýn inn í list hans og
hugarheim.
Umheimurinn er allt annar en
þegar þessar myndir komu fyrst
fram hér á útskerinu, og þóttu svo
djarfar að jaðraði við siðleysi, en
nú virka þær frekar sem holdtekja
sakleysisins miðað við svo margt
sem við blasir í fjölmiðlum og þá
ekki síst á sjónvarpsskjánum, að
ekki sé vísað til djörfustu kvik-
mynda síðustu ára. Og fyrir vikið
nálgast hinir yngstu myndheim
Flóka á allt annan hátt og væri
næsta fróðlegt að gera nokkra útekt
á því.
Þessi sýning verka listamannsins
hefur enda, eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma, ekki vakið neina þá
athygli og umræður sem sýningar
hans sjálfs hér áður fyrr gerðu og
munar hér nokkru, að hinn hugum-
stóri og orðfrjói listamaður er
hvergi nærri.
Ekki telst framtakið marktækt
yfírlit á ferli Flóka, sem varla var
tilgangurinn, en gefur þó góða inn-
sýn í myndheim hans, mettaðan
dulúð og kynngi í bland við heims-
bókmenntir náheima og dára-
hyggju, efnislegum nautnum sem
ófreskum hugarórum.
Alfreð Flóki lést langt fyrir aldur
fram 18 júní 1987, aðeins 49 ára
að aldri, og hafði þá lengi haft sér-
stöðu í íslenzkri myndlist sem eini
íslenzki teiknarinn, sem tengja má
alfarið við súrrealisma og tákn-
hyggju og jafnframt eini atkvæða-
mikli íslenzki myndlistarmaðurinn
sem einvörðungu lagði fyrir sig riss:
tæknina. Mér vitandi málaði hann
aldrei eftir að skólanámi lauk, en
notaði hins vegar ýmsar tegundir
af litkrít og þá aðallega rauðkrít.
Mest vann hann þó í bleki og kolk-
rít og var mjög fastheldinn á vinnu-
brögð, svo að jafnvel jaðraði við
meinlæti.
Starfsvettvangi Flóka má líkja
við lítinn jurtagarð, sem listamaður-
inn ræktaði af mikilli kostgæfni,
þannig að það tók allan tíma hans
og orku. Þennan garð, þar sem
hann þekkti hverja urt er óx úr
moldu, vildi hann hafa útaf fyrir
sig, og kærði sig aukinheldur ekki
um neinar athafnir utan hans.
Snemma bar á því að Flóki vildi
fara sínar eigin leiðir, sem var djarft
fyrirtæki á þeim tímum, er hin
óhiutstæða og óformlega list réði
ríkjum í fjölmiðlum, og enginn þótti
maður með mönnum nema að vera
með á nótunum. Eru þetta einkenni
einangraðra þjóðfélaga, og. vísast
nokkurs konar vamarhjúpur yfír
ósjálfstæði, ásamt neyðarlegri
minnimáttarkennd gagnvart stærri
þjóðfélögum og viðteknum sannind-
um sem frá þeim koma.
Af þeim sökum átti Flóki lengi
vel erfítt uppdráttar á heimavelli,
því óspart var gert gys af öllum
„undanvillingum" frá ímynduðum
stórasannleik tímanna. Og þótt líkt
sé ástatt á hinum Norðurlöndunum
mun þetta einna mest áberandi á
íslandi, vegna fámennisins og ein-
angrunarinnar, og að myndlist hef-
ur til skamms tíma nær einvörð-
ungu verið metin og iðkuð á af-
mörkuðum Iandskika, þ.e. höfuð-
borgarsvæðinu.
Eg fylgdist vel með Flóka alla
tíð og hafði nokkum metnað fyrir
hans hönd, því hann var í fyrsta
hópnum sem ég kenndi grafík í
Handíðaskólanum um miðbik sjötta
áratugarins. Taldi ég mig strax sjá
dijúga hæfíleika í honum til graf-
ískra vinnubragða, því ég fann í
þessum manni ríka kennd fyrir sam-
spili grátónaheimsins og hinna
hvítu og svörtu andstæðna.
En það átti þó ekki fyrir honum
að liggja að hagnýta sér grafík-
tæknina, sem ég taldi alltaf og tel
enn mikinn skaða, því sá tækni-
heimur hefði opnað honum margar
nýjar dyr að leyndardómum svart-
listarinnar.
Það hefur lengi verið haft fyrir
satt, að einkenni grafíklistarinnar
séu þau, að í hvert sinn sem ein-
hver, eftir miklar sviptingar og
bardús, nær langþráðu marki, opn-
ist honum sýn til margra nýrra
áfanga í viðbót og mun það vera
nærri lagi, eða svo staðfestir í öllu
falli reynsla mín.
Við þau viðteknu sannindi fór
Flóki því miður á mis og veit ég
eiginlega ekki af hveiju hann laðað-
ist aldrei að grafík, en ég veit hins
vegar að uppi var þungur áróður
fyrir því á þessu tímaskeiði, að
menn gætu náð öllu því með penn-
anum eða kolkrítinni sem mögulegt
væri í grafíkinni, en það er misskiln-
ingur, því slík er sérstaða grafíklist-
arinnar.
Hins vegar er mögulegt að ná
mjög langt með pennanum, kolkrít-
inni og rissblýinu, en nær allir þeir
sem hafa gert það til svipmikilla
afreka hafa einnig unnið í grafík.
Til eru teiknarar, sem hafa stað-
ið utan við hræringar nútímans, en
þó náð heimsfrægð, og vil ég hér
einvörðungu vísa til íjóðveijans
Horst Janssens sem býr í Hamborg,
vegna þess, að ég fínn til nokkurs
skyldleika í lífí og list hjá þeim
starfsbræðrum.
En Horst Janssen býr í miljóna-
borg og á sér dyggan hóp aðdáenda
og velunnara. Orlög hans hefðu
hugsanlega orðið svipminni ef hann
hefði fæðst á íslandi og fra.mi hans
með öðrum hætti, því allur gróður
þarf vaxtarskilyrði. Og á sama hátt
má vel ætla að örlög Flóka hefðu
orðið önnur ef hann hefði fæðst í
miljónaborg erlendis, þar sem
menningin er í hávegum höfð, eða
í öllu falli notið meiri skilnings og
uppörvunar en hér heima.
Að vísu eignaðist Flóki einnig
hóp aðdáenda, trygga vini og vel-
unnara, og fremstur í þeim hópi var
án efa móðurbróðir hans, hinn sér-
stæði háttvísi og mildi persónuleiki
Stefán Þórir Guðmundsson, sem
lést á sl. sumri. Þessi aðdáendahóp-
ur náði út fyrir landsteinana, en
listamaðurinn var lítið að hugsa um
það, hér skorti hann mjög ráðhollan
og athafnasaman umboðsmann.
Á tímabili var dijúgur uppgangur
hjá Flóka með sýningum í Bogasal
íjóðminjasafnsins og ýmissi út-
gáfustarfsemi. Um árabil voru þess-
ar sýningar hans í Bogasalnum
reglulegur viðburður og minnist ég
þess hve þær voru yfírleitt vel sótt-
ar, og oftar en ekki var ungt kven-
fólk í meirihluta er mig bar að garði,
er rýndi stíft á rissin, og sveif inn
í draumakenndan, ástþrunginn
myndheim hins sérstæða lista-
manns og margræða munnháks.
Flóki var fróður maður og vel
lesinn og sló um sig í blaðaviðtölum
og var ómyrkur í máli varðandi
myndlist almennt og hafði þar
ákveðnar skoðanir. Jafnframt var
hann þungorður í garð gagnrýn-
enda, sem var lenska á þeim árum
sem oftar.
Þeim sem lásu þéssi lífmiklu við-
töl mun fæstum hafa dottið í hug,
að hér fór afar feiminn persónu-
leiki, sem notaði gífuryrðin sem eins
konar brynju og vamarskjöld. Við
vorum t.d. alla tíð ágætir kunningj-
ar og fór vel á með okkur þótt
ekki væri hann alltaf ánægður með
skrif mín. Hann vék því raunar að
mér eitt sinn, að ég skyldi ekki
taka of mikið mark á því sem hann
segði í blöðunum — þetta væri til
að skemmta almenningi.
Eg fullvissaði hann -um það, að
ég tæki þetta ekki of alvarlega, hló
svo og sagði; en vonandi fylgir öllu
gamni einhver alvara hjá þér eins
og öðrum ...
Það var hin hreina og næma lína
sem var aðal mynda Flóka ásamt
hinum opnu skuggum og komu
þessir eiginleikar gleggst fram í
penna- og rauðkrítarmyndum hans.
Það er nefnilega mikil list að fram-
kalla opinn og djúpan skugga —
kolsvart lifandi tóm sem eins og
hefur svip af djúpu og áþreifanlegu
myrkrinu, og þá verða hinir ljósu
fletir í myndheildinni hreinni og
bjartari. Fátt særir góðan teiknara
meir en lokaðir og klúðurslegir
skuggar og óhreinn grátónaheimur,
og það krefst eðlilega mikillar skyn-
rænnar þjálfunar að ná þeim
árangri sem fram kemur í hrif-
mestu myndum Flóka.
Það má til sanns vegar færa, að
„Clara S“ hjá Nem-
endaleikhúsinu
Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands 1992-’93 hefur hafið sitt 14.
starfsár. Alls eru 7 nemendur á lokaári nú, þar af einn gestanemandi
frá Færeyjum.
Þijár sýningar verða settar upp
að venju. Fyrsta verkið verður frum-
sýnt 23. október kl. 20.30, leikritið
Clara S, eftir Elfriede Jelinek í þýð-
ingu Jórunnar Sigurðardóttur. Leik-
stjóri: Óskar Jónasson. Leikmynd og
búningar: Finnur Amar Amarsson.
Lýsing: Egill Ingibergsson.
Clara S gerist á millistríðsárunum
á Norður-Ítalíu í höll Gabriel d’Ann-
unzios sem var frægt ítalskt skáld,
upphafsmaður fasismans og mikill
vinur Mussolinis. Foringinn, eins og
hann var kallaður, var vellauðugur
og lifði í allsnægtum í höll sinni.
Hann var þekktur fyrir að deila
út fé til listamanna og hjálpa þeim
að koma sér á framfæri. Margir,
misgóðir Iistamenn leituðu ásjár
hans, en í staðinn þurftu þeir iðulega
að selja líkama sinn.
Höfundurinn, Elfriede Jelinek er
austurrisk og tilheyrði Vínar-klíkunni
svonefndu sem þekkt er fyrir furðu-
legar uppákomur. Hún hefur hlotið
margskonar verðlaun fyrir leikhús-
verk sín og nýtur vinsælda í þýsku-
mælandi löndum. Clara S er skrifað
um 1979 og er eitt af fyrstu verkum
hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem
verk eftir hana er sett upp á íslandi.
Fjórða árs nemendur Leiklistar-
skólans eru: Björk Jakobsdóttir,
Gunnar Gunnsteinsson, Dofri Her-
mannsson, Hinrik Ólafsson, Jóna
Guðrún Jónsdóttir, Kristina Sundar
Hansen og Vigdís Gunnarsdóttir.
Annað verkefni verður f leikstjóm
Þórhalls Sigurðssonar. Áætluð frum-
sýning í janúarlok 1993. Þriðja verk-
efni verður að öllum líkindum í leik-
stjóm Kaisu Korhonen frá Finnlandi.
Áætluð frumsýning 4. maí 1993.
Þú ræúur engu um greind þína, en...
þú ræður öllu öðru um getu þína til náms. Margfaldaðu lestrar-
hraða þinn og bættu námstæknina og árangur þinn í námi mun
batna stórkostlega... með minni fyrirhöfn en áður!
Ánægja af lestri góðra bóka vex einnig með auknum lestrarhraða.
Viljir þú vera með á sfðasta námskeiði ársins, sem hefst mið-
vikudaginn 28. október, skaltu skrá þig strax í síma 641091.
Ath.: Sérstakur námsmannaafsláttur á þetta eina námskeið.
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
1978-1992
Þjóðleikhúsið
Fyrsti samlestur á My Fair Lady
Æfíngar eru hafnar á söng-
leiknum vinsæla My Fair Lady
eftir Alan Jay Lerner og Frederick
Soewe, sem frumsýndur verður
annan jóladag. Rúmlega 30 manns
taka þátt í sýningunni, leikarar,
söngvarar og dansarar. Leikstjóri
er Stefán Baldursson, leikmynd
gerir Þórunn S. Þorgrímsdóttir en
búninga þýskur búningahönnuður,
María Roers. Tónlistarstjóri er
Jóhann G. Jóhannsson og breski
dansahöfundurinn Kenn Oldfíeld
semur dansana.
Það eru Jóhann Sigurðarson og
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
sem leika Higgins og EIÍsu en í
öðrum helstu hlutverkum eru
Helgi Skúlason, Pálmi Gestsson,
Þóra Friðriksdóttir, Bergþór Páls-
son og Helga Bachmann.
VISA